Fréttablaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 21
21FIMMTUDAGUR 6. febrúar 2003
SÍMI 553 2075
Sýnd kl. 5.15, 8 og 10.30 Sýnd kl. 4 og 6
8 MILE kl. 8 og 10.15 THE LORD OF THE RINGS b.i. 12 kl. 4.30
JUWANNA MANN kl. 4 og 6 GULL PLÁNETTAN m/ísl. tali kl. 4 og 6
Sýnd kl. 8 og 10 b.i.14.ára Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 b.i.14.ára
JAMES BOND b.i. 12 ára 5.30 og 10 TRANSPORTER b.i. 14 kl. 6, 8 og 10
5.30, 8 og 10.30 bi. 12 Sýnd kl. 6., 8. og 10.30
KVIKMYNDIR
Spy Kids var vel heppnuð ogskemmtileg fjölskyldumynd
sem gerði það gott í kvikmynda-
húsum árið 2001 og því sjálfsagt
að fylgja henni eftir með fram-
haldi. Myndin naut þess að leik-
stjórinn Robert Rodriguez er
frumlegur og skemmtilegur ná-
ungi sem kann að gera gott bíó.
Krakkarnir sem léku njósna-
systkinin Carmen og Juni heill-
andi og skemmtileg og ekki
spillti fyrir að erkitöffarinn Ant-
onio Banderas lék föður þeirra
með ýktum tilþrifum.
Nýja myndin gefur þeirri
fyrri lítið eftir. Krakkarnir eru
enn hin mestu krútt en lítið fer
fyrir söguþræði í tæknibrellu-
hamaganginum. Þeim sem eru
komnir til vits og ára finnst sjálf-
sagt full langt gengið en yngri
áhorfendur skemmta sér að sama
skapi konunglega. Þá er hresst
upp á myndina með því að tefla
fram illkvittnum systkinum og
börnum vonds njósnara sem
höfuðandstæðingum Carmen og
Juni. Þá hinn kostulegi Steve
Buscemi góða innkomu sem
klikkaður vísindamaður. Spy
Kids 2 er þvottekta sunnudags-
mynd fyrir fjölskylduna og virk-
ar það vel að þegar er byrjað að
leggja drögin að þriðju myndinni.
Þórarinn Þórarinsson
SPY KIDS 2: ISLAND OF LOST DREAMS
Leikstjóri: Robert Rodriguez
Leikarar: Antonio Banderas, Carla Gug-
ino, Alexa Vega, Daryl Sabara.
Kátir krakkar bjar-
ga heiminum aftur
TÓNLIST Breska rokksveitin
Fleetwood Mac er við það að gefa
út sína fyrstu breiðskífu með nýj-
um lögum síðan árið 1986. Platan
heitir „Say You Will“ og kemur út
þann 15. apríl. Liðsskipan á nýju
plötunni er sú sama og hún var árið
1977 þegar sveitin gaf út hina
klassísku plötu „Rumours“. Það
þýðir að Mick Fleetwood, John
McVie, Lindsey Buckingham og
Stevie Nicks koma öll við sögu á
nýju plötunni. Hljómborðsleikar-
inn Christine McVie neitaði að vera
með að þessu sinni.
Í kjölfar útgáfunnar ætlar sveit-
in í tónleikaferð um Bandaríkin.
Hefst hún þann 7. maí með tónleik-
um í Columbus í Ohio.
Platan var hljóðrituð á 18 mán-
uðum í Los Angeles. Lindsey Buck-
ingham stjórnaði upptökum. ■
FLEETWOOD MAC
Enn lifir í gömlum glæðum. Þeir sem töldu að Fleetwood Mac hefði sungið sitt síðasta
höfðu blessunarlega rangt fyrir sér.
Fleetwood Mac:
Ný breiðskífa
væntanleg
Hjónin Catherine Zeta-Jones ogMichael Douglas ákváðu að
gera hjónaband sitt að fjölmiðlaat-
burði. Þetta viðurkenndu þau í
breskum réttarsölum þar sem þau
reyna nú að fá greiddar skaðabæt-
ur frá tímaritinu „Hello!“. Hjónin
kærðu blaðið fyrir að svindla inn
ljósmyndara inn í brúðkaupið en
þau voru búin að gera samning við
„OK“ um einkarétt á birtingu
mynda.
Ástralska hljómsveitin TheVines fékk flestar tilnefningar,
eða sex talsins, til NME-verðlaun-
anna í ár. Íslandsvinirnir í Cold-
play fengu fimm tilnefningar og
Oasis fjórar. Athygli vakti að Ms.
Dynamite og The Streets, sem
fengu flestar tilnefningar til Brit-
verðlaunanna, fengu einungis eina
hver. Verðlaunin eru valin af les-
endum blaðsins. Hátíðin fer fram
13. febrúar.
Dave Grohl, fyrrum trommariNirvana og núverandi höfuð-
paur Foo Fighters, kom aðdáend-
um sínum skemmtilega á óvart
þegar hann stökk upp á svið með
hljómsveitinni The Hard On’s sem
var að hita upp fyrir Foo Fighters
á tónleikum. Allt í einu birtist
Grohl og tók með þeim Motor-
head-lagið „Ace of Spades“, tón-
leikagestum til mikillar ánægju.
FÓLK Breski leikarinn Edward
Woodward, sem áhorfendur Stöðv-
ar 2 muna eflaust eftir úr þáttun-
um „The Equalizer“, berst nú við
krabbamein í blöðruhálskirtli.
Leikarinn, sem er 72 ára gamall, er
nú í meðferð gegn meininu. Lækn-
ar eru ánægðir með árangur hans.
Woodward hefur fengið tvö
hjartaáföll, árin 1987 og 1994, sem
bundu nánast enda á leikferil hans.
Eftir að hafa gengist undir þrjá
hjartauppskurði ákvað hann að
hætta að reykja. Hann létti sig um
15 kíló.
Frægasta kvikmyndahlutverk
Woodward er án efa aðalhlutverk
„The Wicker Man“ sem var frum-
sýnd 1973. Þar lék hann á móti
Britt Ekland og Christopher Lee. ■
EDWARD WOODWARD
Þótti afar sannfærandi sem „reddarinn“ í
þáttunum „The Equalizer“. Sú persóna tók
aldrei peninga fyrir störf sín ef réttlætinu
var náð.
Leikarinn Edward Woodward:
Berst við
krabbamein