Fréttablaðið - 06.02.2003, Síða 23

Fréttablaðið - 06.02.2003, Síða 23
23FIMMTUDAGUR 6. febrúar 2003 Eldheittilboð SAMAN Á FRUMSÝNINGU Breski leikarinn Hugh Grant og hin banda- ríska Sandra Bullock voru í góðum gír þeg- ar þau mættu á frumsýningu myndarinnar „Two Weeks Notice“ í Lundúnum á dögun- um. Þau fara með aðalhlutverkið í mynd- inni, sem ku vera bæði rómantísk og gam- ansöm. FRASIER Kelsey Grammer er ekki á þeim buxunum að hætta að leika útvarpsmanninn Frasier Crane, sem fyrst sló í gegn í Staupasteini. Grammer vill leika í 12. þáttaröðinni um Frasier: 21 ár á skjánum sem Frasier Crane SJÓNVARP Leikarinn Kelsey Grammer, sem fer með aðalhlut- verkið í sjónvarpsþáttunum vin- sælu Frasier, er að íhuga að leika í þáttunum í eitt ár til viðbótar. Ekki er langt síðan Grammer samþykkti að leika í elleftu þátta- röðinni um útvarpssálfræðinginn knáa og í sjónvarpsviðtali sem birtist næstkomandi á laugardag segist hann vel geta hugsað sér að halda hlutverkinu áfram. Í viðtal- inu segist Grammer vera sáttur við launin sem hann fær fyrir Frasier, en þau nema um 128 milljónum króna á þáttinn. Verði tólfta þáttaröðin að veru- leika verður Frasier Crane sú persóna sem lengst allra hefur verið á sjónvarpskjánum í Banda- ríkjunum, eða í 21 ár. Þar eru Staupasteinsþættirnir vinsælu, þar sem Frasier var í aukahlut- verki, teknir með í reikninginn. Grammer fór nýverið með gestahlutverk sem Frasier í þátt- unum um lækninn geðstirða Becker. Þar hitti hann fyrir fé- laga sinn úr Staupasteini, Ted Danson. „Við erum bara tveir gamlir hundar Við stígum bara inn í hringinn og skemmtum okk- ur,“ sagði Grammer í viðtalinu. ■ AP/M YN D

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.