Fréttablaðið - 06.02.2003, Side 31
31FIMMTUDAGUR 6. febrúar 2003
ÚLPUR FYRIR ALLA
á 50-80% lægra verði
Einnig barna- og unglingafatnaður
EVERLAST-gallar
Fullorðins 2.990
Krakka st. 100-170 2.500
Opið
Mán. - fös. 11-18
Lau. 11-16
OUTLET 10
+ + + m e r k i f y r i r m i n n a + + +
FAXAFENI 10 – SÍMI 533 1710
Ge
rðu
góð
ka
up
Herrar
Bene jakkaföt 12.500
4u skyrtur 1.990
Herrapeysur 2.990
Dömur
Urban dömukápur 5.500
Levi’s gallabuxur 2.990
Laura Aime 1.990
Úlpur
Everlast úlpur 4.990
Fila barnaúlpur 2.990
Fila úlpur 4.500
DKNY úlpur 7.900
Is-it-zo úlpur 3.500
Barna
Fila barnaúlpur 2.990
Flísbuxur 2.990
Flíspeysur 2.990
Flís barnagallar 1.990
Póstsendum
Ný sending af Blanco y Negro
barnafatnaði
Sparisjóðir gefa fjármálahandbók:
Leiðsögn í nýju hlutverki
FJÁRMÁL Sparisjóðirnir munu á
þessu ári senda þeim sem eru
nýorðnir 18 ára, og um leið fjár-
ráða, fjármálahandbók að gjöf.
Þessum hópi gefst einnig kostur á
að sækja fjármálanámskeið hjá
Sparisjóðunum.
Þegar einstaklingur verður
fjárráða ræður hann sjálfur yfir
fjármálum sínum, öðlast fjár-
hagslegt sjálfstæði. Á þessum
tímamótum er nauðsynlegt að fá
leiðsögn um næstu skref sem tek-
in eru í fjármálum. Allar ákvarð-
anir varðandi fjármál hafa áhrif á
líf fólks. Þær leggja því skyldur á
herðar og ábyrgð sem fólk hefur
ekki þurft að bera fram að því.
Til þess að njóta velgengni í
fjármálum er nauðsynlegt að sýna
aðgát. Sparisjóðurinn gefur út
fræðsluefni til allra viðskiptavina
og sinnir fjármálakennslu í skól-
um og í Fræðslumiðstöð Spari-
sjóðsins. Einnig er að finna
fræðslu á öllum vefjum Spari-
sjóðanna. Hægt er að sækja um
fjármálanámskeiðið á vefnum
namsmenn.is. ■
Ráðherra bíður umsagnar landlæknis
Sjóntækjafræðingar hunsa lög og mæla sjón á augum fólks sem þarf á gleraugum að halda.
Augnlæknar segja kerfið gott eins og það sé og að það komi í veg fyrir sjúkdóma.
HEILBRIGÐISMÁL Jón Kristjánsson
heilbrigðisráðherra bíður eftir til-
lögum frá Landlæknisembættinu
um hvort tímabært kunni að vera
að breyta lögum um hverjum sé
heimilt að mæla sjón manna og
ávísa í framhaldi á gleraugu.
Lögin kveða á um að það skuli
vera á verksviði augnlækna en
Kjartan Kristjánsson sjónfræð-
ingur segir sjónfræðingum þykja
lögin úrelt og bendir á að það hafi
viðgengist lengi að sjóntækja-
fræðingar hafi mælt fyrir linsum
án forskriftar frá læknum. Hann
sjái ekki mun á að mæla sjón
vegna gleraugna eða linsa. Kjart-
an bendir á að lögin séu mjög
ruglingsleg og banni eða heimili
hvorki augnlæknum né sjón-
fræðingum að gera það sem
nauðsynlegt er til að sinna þörf
fólks á sjónhjálpartækjum. „Þeg-
ar augnlæknar segja að þeir einir
geti komið auga á sjúkdóma í aug-
um þá bendi ég á að sjón-
fræðingum ber að skoða sjóntaug-
ina og líta meðal annars eftir
gláku og sykursýki. Við höfum
bent fólki á að leita augnlæknis ef
við verðum varir við að eitthvað
sé að.“
Elínborg Guðmundsdóttir, for-
maður Augnlæknafélagsins, segir
rétt að augnlæknar hafi lengi am-
ast við því að sjónfræðingar mæli
fyrir linsum því þeir hafi ekki
leyfi til slíks. „Við teljum að hér á
Íslandi höfum við gott kerfi sem
gefur okkur ákveðið forskot. Hér
greinum við fyrr en í nágranna-
löndunum ýmsa sjúkdóma á byrj-
unarstigi.“
Elínborg segir mat augnlækna
að ekki kunni góðri lukku að stýra
að viðskiptahagsmunir fari saman
en ef lögum verði breytt muni
sjónfræðingar bæði mæla sjón og
selja gleraugu. Þar geti stangast á
hagsmunir seljanda og neytanda.
Jón Kristjánsson heilbrigðis-
ráðherra segist eiga von á niður-
stöðum Landlæknisembættisins á
næstunni. „Okkur þótti rétt á sín-
um tíma að hann sem fagaðili
myndi vinna þessar tillögur fyrir
okkur. Ég á ekki von á öðru en að
ég taki til greina þá umsögn sem
kemur frá Landlækni.“
Jón segir báða aðila hafa rætt
við sig á sínum tíma. Hann veit
ekki nákvæmlega hvenær niður-
stöðunnar er að vænta en á von á
henni mjög fljótlega. „Þá mun ég
taka afstöðu til þess hvort breyta
þurfi þessum lögum.“ ■
LISTNÁM Í AFGANISTAN
Hamidullah kennir hinni tvítugu Shaimu
að teikna upp snið í kennslustund í klæð-
skurði í listaskóla í Kabúl í Afganistan.
Skólinn starfar allan ársins hring og býður
stúlkum upp á ókeypis námskeið í teikn-
ingu og saumaskap. Stjórnandi skólans
segir mikilvægt að viðhalda listum í
Afganistan þar sem lönd séu ekki lifandi
nema listin dafni í þeim.
UNGT FÓLK
Þeirra sem verða sjálfráða og fjárráða um
leið bíður nýtt og oft á tíðum flókið hlut-
verk sem gott er að fá leiðsögn um.
AUGNLÆKNAR VILJA MÆLA SJÓN
Sjóntækjafræðingar vilja bera sjálfir ábyrgð
á mælingum og segjast líta eftir sjúkdóm-
um um leið. Það sé kennt í þeirra námi.
Norman Mailer:
Áttræður
og eldklár
í kollinum
BÆKUR Bandaríski rithöfundur-
inn Norman Mailer fagnar 80
ára afmæli sínu á föstudaginn
og er býsna ánægður með það
enda gerði hann ekki ráð fyrir
að ná fertugu á sínum tíma.
Hann hefur lifað lengur en
Ernest Hemingway og aðrar
hetjur hans á bókmenntasvið-
inu. Hann kvartar undan líkam-
legum slappleika en er eldklár í
kollinum.
Mailer hefur hlotið Pulitzer-
verðlaunin tvisvar, fyrir bæk-
urnar The Armies of the Night
og The Executioner’s Song.
Hann á níu börn og tókst næst-
um að myrða aðra eiginkonu
sína og reyndi einu sinni að ná
kjöri sem borgarstjóri New
York. ■