Fréttablaðið - 06.02.2003, Page 32

Fréttablaðið - 06.02.2003, Page 32
Maðurinn á sér marga varnar-hætti. Einn er sá að gera grín að því sem maður óttast. Reyna að gera lítið úr því, bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum. Þetta heyrir maður oft í umræðu um fólk af erlendu bergi brotið. Um daginn var ég svo óheppin að álpast inn á vitlausa útvarpsrás í leit að handboltalýsingu í bílnum. Þetta var rétt áður en leikur okkar manna við Arabaríkið Katar hófst. Útvarpsmaðurinn á þessari stöð hafði gríðarlega skemmtun af nöfnum leik- mannanna og taldi sig greinilega um leið vera að skemmta áheyrendum. Grínið fólst í því að nöfnin væru af- skaplega sviplík og sum nöfnin komu fyrir aftur og aftur, að hluta eða í heild. Mér varð þá hugsað til þess að hugsanlega væri annar útvarpsmaður í öðru landi að telja upp íslensku leik- mennina sem heita allir -son, nema annar markmaðurinn ef ég man rétt, að minnsta kosti þrír heita Sigurds- son og þjálfarinn góði hvorki meira né minna en Gudmundur Gudmunds- son. Skyldi þeim hafa þótt það fynd- ið? Í BLAÐI gærdagsins mátti lesa að nærri 40% þeirra sem afstöðu tóku í skoðanakönnun telja að of margir útlendingar fái dvalarleyfi hér á landi, í heimsþorpinu Jörð árið 2003. Á 21. öld, þegar samskipti við umheiminn eru orðin jafn aðgengi- leg og samskipti út í næsta hús. Ótt- inn við hið óþekkta er samt enn til staðar og þessi afstaða stafar lík- lega af honum. Ótti við fólk sem hefur alist upp í öðru landi, talar annað tungumál og hefur alist upp við aðra siði og menningu. Þessi ótti virðist enn fyrir hendi þó að heim- urinn sé orðinn svona lítill. ÞAÐ ER ALGENGT að óttast það sem maður þekkir ekki. Óttinn brýst svo út í tortryggni sem getur svo undið upp á sig og leitt til neikvæðra samskipta eða „gríns“ í anda útvarps- mannsins. Fjölgun innflytjenda á Ís- landi er til þess að gera ný af nálinni, að minnsta kosti miðað við nágranna- löndin. Þetta ætti að vera styrkur okkar. Við höfum reynslu annarra að byggja á, bæði jákvæða reynslu og neikvæða. Sömuleiðis ætti hinn minnkandi heimur að leiða til þess að innflytjendum sé tekið með opnari huga nú á öld samskiptanna en tíðk- aðist þegar minna var um upplýs- ingaflæði. Vonandi berum við gæfu til að láta ekki óttann ráða för. ■ SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar Steinunnar Stefánsdóttur Á ferð með óttanum HIMNESK STUND V e l k o m i n í s u n d ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I TR 1 91 78 01 /2 00 3 Fyrir alla húð, hendur og fætur Helosan Sótthreinsandi, græðandi, mýkjandi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.