Fréttablaðið - 12.02.2003, Page 2

Fréttablaðið - 12.02.2003, Page 2
2 12. febrúar 2003 MIÐVIKUDAGUR EVRÓPA Pétur Blöndal alþingismaður hefur í gegnum árin verið talsmaður þess að draga úr ríkisumsvifum. Já, ég tel að þetta sé lausn á atvinnuleysis- vandanum, að flýta framkvæmdum. Þetta brúar bilið þar til virkjunarframkvæmdir hefjast fyrir austan. En ég vænti þess að þá verði opinberar framkvæmdir skornar niður. SPURNING DAGSINS Pétur, eru það opinberar framkvæmdir sem við þurfum? Steingrímur Sigfússon: Skynsamleg ráðstöfun ATVINNA „Ég er auðvitað mjög ánægður með að ríkisstjórnin skuli horfast í augu við vaxandi a t v i n n u l e y s i s - vanda,“ segir Stein- grímur Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Hann seg- ir þetta að vísu lykta af komandi kosningum en eigi að síður ætli hann ekki að vera í fýlu út af því. „Það er sama hvaðan gott kemur. Það að veita meira fé í samgöngufram- kvæmdir er eitt það skynsamleg- asta sem menn geta gert, einkum í atvinnulegu og ekki síður í byggðarlegu tilliti. Í það heila tek- ið finnst mér þetta mjög jákvætt.“ Steingrímur segir þannig stan- da á að slaki sé á hagkerfinu og vaxandi atvinnuleysi. Því ætti ekki að vera hætta á þenslu vegna þessa framkvæmda. ■ Össur Skarphéðinsson: Útspil tauga- veiklunar ATVINNA Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að auðvitað fagni Samfylk- ingin því þegar rík- isstjórnin verði við kröfum ASÍ og stjórnarandstöð- unnar um að grípa til flýtifram- kvæmda til að skapa atvinnu. Hann bendir þó á að skort á störfum megi fyrst og fremst rekja til mistaka ríkisstjórn- arinnar við stjórn efnhagslífsins. Össur segir að engum dyljist að þetta útspil geis- li af þeirri taugaveiklun sem hef- ur gripið um sig vegna þess að kannanir hafi sýnt að það vatni hratt undan stjórnarflokkunum. „Auðvitað vil ég veita nýju blóði í atvinnulífið á landsbyggð- inni en það er með ólíkindum að sjá hversu afskipt höfuðborgar- svæðið er í þessari aðgerð.“ ■ BANNA TÓBAKSSÖLU TIL BARNA Öldungadeild franska þingsins hefur samþykkt bann við sölu á tóbaki til barna undir 16 ára aldri. Samþykki neðri deild þingsins lagafrumvarpið verður það í fyrsta skipti sem frönskum unglingum verður bannað að kaupa tóbak. NAUT FLÝJA TRÚARATHÖFN Naut- gripir sem átti að fórna sem hluta af íslamskri trúarhátíð ollu miklum usla í Istanbúl, höfuð- borg Tyrklands, þegar þau reyndu að flýja örlög sín. Fjöldi nauta hljóp um götur borgarinnar klukkustundum saman meðan eigendur þeirra og dýralæknar reyndu að hafa uppi á þeim. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ: Þörf á að brúa bilið ATVINNA Grétar Þorsteinsson, for- seti ASÍ, segir ekki ástæðu til ann- ars en að fagna þessari ákvörðun stjórnvalda. „Ég sé ekki að þetta skapi þenslu. Það er auð- vitað þörf á að brúa bilið þar til stórframkvæmdir hefjast á Austur- landi. Atvinnuleys- ið hefur vaxið og er komið á fjórða prósent. Yfir sex þúsund manns eru atvinnulaus, sem er auðvitað graf- alvarlegt mál.“ Grétar segir þetta geta breytt því töluvert en það byggist á að ráðist verði í þessar framkvæmdir strax. „Því ríður á að sveitarfélög- in bregðist við, einkum í þeim þáttum sem snúa að skipulags- málum.“ ■ Ari Edwald: Tímasetning- in heppileg ATVINNA „Mér líst vel á þetta útspil ríkisstjórnarinnar og tel tíma- setninguna mjög hagstæða,“ segir Ari Edwald, fram- k v æ m d a s t j ó r i Samtaka atvinnu- lífsins. Hann segir að þar sem mikill slaki sé á efnhags- lífinu, lítil eftir- spurn á vinnu- markaði og vax- andi atvinnuleysi sé heppilegt að stofna til þessara f r a m k v æ m d a núna. „Með þessu skarast þessar framkvæmdir ekki við væntanlegar virkjunarfram- kvæmdir og það er gott.“ Ari telur ekki ástæðu til að ótt- ast þenslu í efnahagslífinu, enda séu þessar framkvæmdir ekki af þeirri stærðargráðu að ástæða sé til að óttast það. ■ RÍKISBORGARARÉTTUR Íslenskir rík- isborgarar halda eftirleiðis ís- lensku ríkisfangi þótt þeir öðlist ríkisborgararétt í öðru ríki, sam- kvæmt samþykkt Alþingis. Gild- andi lög kveða á um að einstak- lingur missi íslenskt ríkisfang ef hann hlýtur erlent ríkisfang sam- kvæmt umsókn sinni eða skýlausu samþykki, eða með því að ganga í opinbera þjónustu í öðru ríki. Stjórnvöld hafa í vaxandi mæli orðið vör við verulega óánægju ís- lendinga vegna þessa en í sumum löndum þurfa menn að vera þar- lendir ríkisborgarar til að njóta ýmissa réttinda. Iðulega er fólk ósátt við að þurfa að afsala sér ís- lensku ríkisfangi vegna þess eins. Eitt meginsjónarmiðið við að heimila ekki tvöfaldan ríkisborg- ararétt er að koma í veg fyrir að maður geti gegnt herskyldu í tveimur ríkjum. Þetta á þó ekki við hér, enda ekki herskylda á Ís- landi. Svíar heimiluðu nýlega tvö- faldan ríkisborgararétt og urðu þar með fyrstir norrænna ríkja til að heimila tvöfalt ríkisfang. Ís- land fylgir nú í kjölfarið en í Nor- egi, Danmörku og Finnlandi er tvöfalt ríkisfang óheimilt. Víða annars staðar í Evrópu er tvöfalt ríkisfang heimilt en trúlega er frjálsræðið í þessum efnum hvað mest í Frakklandi. Þar viðurkenna menn regluna um margfaldan rík- isborgararétt. ■ STEINGRÍMUR SIGFÚSSON Ánægður með ráðstöfunina. ÖSSUR SKARPHÉÐ- INSSON Segir skort á störfum ríkis- stjórninni að kenna. ARI EDWALD Hann segir mik- inn slaka í efna- hagslífinu og litla eftirspurn á vinnumarkaði. Því sér tímasetn- ingin heppileg. GRÉTAR ÞOR- STEINSSON „Atvinnuleysi er komið yfir þrjú prósent og yfir sex þúsund manns eru án vinnu og því geta fram- kvæmdirnar breytt,“ segir hann. ÍSLENDINGAR Með samþykkt Alþingis halda landsmenn nú íslensku ríkisfangi þó þeir öðlist annað ríkisfang. Alþingi: Heimilar tvöfaldan ríkisborgarrétt NATO Ekkert hefur gengið að leysa erfiðustu deilu sem risið hefur innan Atlantshafsbandalagsins í áratugi. Tilraunir fulltrúa nítján a ð i l d a r r í k j a bandalagsins til að ná sameiginlegri niðurstöðu um hvernig skuli bregðast við beiðni Tyrkja um aðstoð við varnir gegn hugsanlegum flugskeytaárásum Íraka höfðu engan árangur borið í gærkvöldi. Fundi bandalagsins þar sem svara átti beiðni Tyrkja hefur ítrekað verið frestað meðan reynt hefur verið að ná sáttum. „Það er enginn vafi á því að samskiptin innan Evrópu og við Bandaríkin hafa beðið skaða af því sem hefur gerst innan Atlants- hafsbandalagsins,“ segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. „Ég er þeirrar skoðunar að það sé mikilvægt að lágmarka þann skaða. Það verður aðeins gert að þessar þjóðir standi við sínar skuldbindingar,“ segir hann og vísar til Þjóðverja, Frakka og Belga sem neitað hafa að verða við beiðni Tyrkja. Halldór segir að deilan snúist um grundvallaratriði, það að ef ráðist sé á eina þjóð jafngildi það árás á þær allar. Með þessu hafi öryggi Íslands verið tryggt á tím- um Kalda stríðsins. Nú óttist Tyrkir árás og eigi kröfu á stuðn- ingi bandalagsríkja sinna. „Menn verða að koma eins fram í öllum tilfellum. Þetta var grundvallarat- riði fyrir Þjóðverja á Kaldastríðs- árunum.“ „Auðvitað snýst þetta að ein- hverju leyti um forystu,“ segir Halldór um deiluna. „Það hefur verið draumur Þjóðverja og Frakka að gegna meira forystu- hlutverki í heim- inum og það hef- ur verið draumur Evrópu að skapa meira mótvægi við styrkleika Bandaríkjanna í utanríkismálum. Það er alveg ljóst að þessi uppá- koma innan Nató hefur ekki styrkt Frakka og Þjóð- verja í því for- ystuhlutverki. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að það sé mjög mikilvægt að Evrópa styrki sig sem heild á sviði utanríkismála.“ brynjolfur@frettabladid.is ALLT STOPP Bandaríkjamenn hafa í þrjár vikur reynt að fá Atlantshafsbandalagið til að samþykkja varnir til handa Tyrkjum vegna fyrirsjáanlegs stríðs í Írak. Eftir að Þjóðverjar, Frakkar og Belgar höfnuðu því hefur allt verið stopp þrátt fyrir formlega beiðni Tyrkja um varnir gegn ógn sem steðji að landinu. Deilur veikja Evrópu Deilan innan Atlantshafsbandalagsins snýst að einhverju leyti um for- ystuhlutverk, segir utanríkisráðherra. Hún hefur þó síst orðið til að styrkja vonir Frakka og Þjóðverja um aukin áhrif. „Auðvitað snýst þetta að einhverju leyti um forystu.“ HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Furðar sig á af- stöðu Frakka, Þjóðverja og Belga. Banaslys í Grafarvogi: Ungur maður féll af vinnupalli SLYS Maður féll niður af vinnupalli í Bryggjuhverfi í Grafarvogi í gær og lést. Tilkynnt var um slysið klukkan 13.30. Að sögn lögreglu féll mað- urinn, sem var fæddur árið 1973, niður á steinsteypt plan. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysa- deild, en var látinn þegar þangað var komið. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins. ■ FRAMKVÆMDIR Ekki er hægt að ráð- ast í gerð mislægra gatnamóta við Kringlumýrar- og Miklubraut á næstu mánuðum vegna þess að skipulag er ekki fyrir hendi, að sögn Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra. Steinunn Valdís Óskars- dóttir, formaður skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur, segir þetta ekki rétt. Ríkisstjórnin hyggst veita ein- um milljarði til vegagerðar á höf- uðborgarsvæðinu á næstu 18 mán- uðum til að þess að bregðast við auknu atvinnuleysi. Davíð segir að þegar ríkisstjórnin hafi rætt hug- myndir að þeim framkvæmdum sem hægt væri að leggja út í hafi umrædd gatnamót komið til tals og menn verið sammála um mikil- vægi þess að flýta framkvæmdum við þau. Hins vegar hafi komið í ljós að vegna skipulags- og um- hverfismála væri það ekki hægt. Steinunn Valdís segir að ef það sé eindreginn vilji ríkisstjórnar- innar að leggja í framkvæmdir við Kringlumýrar- og Miklubraut sé það vel hægt. Hægt sé að flýta skipulagsferlinu og ljúka því innan sex mánaða. „Ef það er vilji til þess að flýta framkvæmdum hér í höfuðborg- inni er kjörið að leggja út í færslu Hringbrautar, þar sem skipulags- vinnu er lokið,“ segir Steinunn Val- dís. „Borgaryfirvöld eru líka alveg tilbúin til þess að flýta fram- kvæmdum við Kringlumýrar- og Miklubraut.“ ■ GATNAMÓT KRINGLUMÝRARBRAUTAR OG MIKLUBRAUTAR Steinunn Valdís Óskarsdóttir segir að hægt sé að ljúka skipulagsferlinu innan sex mánaða. Forsætisráðherra segir ekki hægt að ráðast í framkvæmdir við Kringlumýrar- og Miklubraut: Borgin er tilbúin að flýta skipulaginu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.