Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.02.2003, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 12.02.2003, Qupperneq 4
4 12. febrúar 2003 MIÐVIKUDAGURKJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Ætlar þú til útlanda í sumarfríinu? Spurning dagsins í dag: Ætlarðu að fylgjast með Eurovision á laugardaginn? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 15,8% 21,1%Nei 63,2% LANDINN Á LEIÐ ÚT Í SUMARFRÍ Meirihluti gesta á frett.is ætlar að leggja leið sína til útlanda í sumarfrí- inu. Veit ekki Já DÓMSMÁL Jónatan Þórmundsson, prófessor við lagadeild Háskóla Ís- lands, segir skoðanakönnun Frétta- blaðsins um afstöðu til dóms Hæstaréttar yfir Árna Johnsen kannski benda „til þess að Hæsti- réttur sé á sömu bylgjulengd og þorri almennings í landinu,“ eins og Þórmundur orðaði það á málstofu í Háskólanum í gær. Niðurstaða könnunarinnar var sú að 63% landsmanna telja tveggja ára fangelsisdóm Árna hafa verið hæfilegan, 26% sögðust telja dóminn of þungan en 11% sögðu að dómurinn væri of vægur: „Það vekur svo aftur spurningar hvort og hvernig dómstólar eigi að fylgjast með almenningsálitinu; hvort þetta var bara slembilukka og hvort heppilegt sé að gera snöggar eða tíðar breytingar á refsimati af þeim sökum. Þetta sýn- ir okkur að meðalhófið er vand- ratað og að sitt sýnist hverjum. Upplýsingar og umræður um þær reglur og viðmiðanir sem dómstól- ar hafa við að styðjast eru því gagn- legar bæði fyrir dómstóla og al- menning,“ sagði Jónatan. Hann kvaðst sjálfur telja dóminn of þungan. ■ Jónatan Þórmundsson lagaprófessor um könnun Fréttablaðsins: Vafamál hvort Hæstiréttur eigi að hlusta á almenning JÓNATAN ÞÓRMUNDSSON Telur dóminn yfir Árna of þungan. Hópsjálfsmorð: Skipulagt á Netinu TÓKÝÓ, AP Flest bendir til þess að þrír einstaklingar, sem fundust látnir í íbúð í Tókíó, höfuðborg Japans, hafi framið sjálfsmorð eft- ir að hafa skipulagt það á Netinu. Sautján ára stúlka kom að fólk- inu, karlmanni og tveimur konum, eftir að hafa lesið áætlanir manns- ins um að fremja sjálfsmorð sem hann hafði birt á Netinu. Gluggum íbúðarinnar hafði verið lokað og límt fyrir allar glufur og síðan opn- að fyrir gas. Sjálfsmorðstíðni í Japan er með því hæsta sem gerist. Árlega fremja meira en 30.000 manns sjálfsmorð þar í landi. ■ ÖRYGGI EFLT Í LUNDÚNUM Breski herinn hefur verið kallað- ur til að aðstoða lögregluna við öryggisgæslu á Heathrow-flug- velli í Lundún- um vegna hættu á hryðju- verkaárásum. Hugsanlegt er talið að al Kaída-samtökin muni láta til skarar skríða undir lok íslömsku trúarhátíðarinnar Eid al-Adha. STUÐNINGUR VIÐ ÞÝSKALAND Þýskur embættismaður hefur lýst því yfir að aðeins fjórar af fimmtán þjóðum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna séu and- vígar stefnu Þýskalands og Frakklands í Íraksdeilunni. Ellefu þjóðir telja því að leita beri friðsamlegrar lausnar á deilunni og leyfa vopnaeftirlits- mönnum að halda áfram starfi sínu. BUSH VONSVIKINN Bush Banda- ríkjaforseti hefur lýst yfir von- brigðum vegna ákvörðunar Frakka, Þjóð- verja og Belga um að beita neitunarvaldi á fundi Atlants- hafsbandalags- ins og leggjast þannig gegn því að hafinn verði undirbúningur að aðgerðum til þess að tryggja öryggi Tyrklands ef til stríðs kemur í Írak. ÍSLÖMSK RÍKI STINGA SAMAN NEFJUM Ráðamenn í íslömskum ríkjum munu ræða óformlega þá ógn sem stafar af yfirvofandi stríði í Írak á ráðstefnu þróunar- ríkja í Kuala Lumpur í næstu viku, að sögn utanríkisráðherra Malasíu. MEIRI RÍKISSJÓÐSHALLI Fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins hefur vakið máls á því að ef stríð í Írak hefur neikvæð áhrif á efnahagslíf komi til greina að heimila ríkjum á evrusvæðinu að reka ríkissjóð með meira en þeim þriggja prósenta halla sem heim- ill er samkvæmt samningum um evruna. FLUTNINGUR HERSVEITA Bush Bandaríkjaforseti heldur því fram að Saddam Hussein sé að koma hersveitum sínum fyrir á svæðum óbreyttra borgarara í Írak svo hann geti kennt banda- rískum hermönnum um hugsan- legt mannfall ef til stríðs kemur í landinu. SENDIRÁÐUM LOKAÐ Úkraínsk yfirvöld hafa flutt á brott alla starfsmenn í sendiráði landsins í Bagdad vegna yfirvofandi stríðs í Írak. Portúgalar, sem stutt hafa stefnu Bandaríkjanna í Íraks- deilunni, hafa sömuleiðis lokað sendiráði sínu í Bagdad. ÍRAKSDEILAN 14 tróðust undir: Harmleikur á trúarhátíð SÁDI-ARABÍA, AP 14 pílagrímar féllu og tróðust undir fótum annarra þegar múslímar sem komnir voru til Mekka vegna hajj-trúarhátíð- arinnar þyrptust fram til að grýta djöfulinn. Öflugar varúðarráðstafanir yf- irvalda dugðu ekki til að koma í veg fyrir harmleikinn. Fólki var hleypt í hollum að þremur steinsúlum sem eiga að tákna freistingar djöfulsins og eru grýttar í táknrænni athöfn. Þegar einn hópur pílagríma var að yfir- gefa staðinn og annar að koma í staðinn myndaðist mikill troðn- ingur með fyrrgreindum afleið- ingum. ■ DÓMSMÁL Róbert R. Spanó, lektor í lagadeild Háskóla Íslands, segir það hafa verið nauðsyn hjá Hæstarétti að láta þess getið í dómi sínum yfir Árna Johnsen að menntamálaráðherra og fram- kvæmdasýslan hefðu með at- hafnaleysi sínu skapað bygging- arnefnd Þjóðleikhússins heimild til að ráðstafa opinberum fjár- munum, jafnvel þó nefndin hafi aðeins átt að gera áætlanir. Róbert var annar tveggja máls- hefjenda á málstofu sem haldin var í Háskólanum í gær um hæstaréttardóminn yfir Árna. „Það sem hins vegar vakti eft- irtekt er að Hæstiréttur gengur lengra og staðhæfir að verklag nefndarinnar hafi í engu farið eft- ir lögum um skipan opinberra framkvæmda,“ sagði Róbert, sem sagði þetta sýna það umhverfi sem Árni Johnsen hefði skapað og framið brot sín í. „Má væntanlega halda því fram að þarna hafi Hæstiréttur verið að leggja á það áherslu að í þessu máli hafi ráðherra og fram- kvæmdasýsla ríkisins ekki rækt- að eftirlitsskyldur sem á þeim hvíldu að lögum,“ sagði Róbert. ■ RÓBERT R. SPANÓ „Má væntanlega halda því fram að þarna hafi Hæstiréttur verið að leggja á það áherslu að í þessu máli hafi ráðherra og framkvæmdasýsla ríkisins ekki ræktað eft- irlitsskyldur sem á þeim hvíldu að lögum,“ sagði Róbert R. Spanó lektor á málstofu gær. Háskólakennari um skilaboð Hæstaréttar: Ráðherra braut eftirlitsskyldu SKOÐANAKÖNNUN Rúmlega 60% kjósenda telja tveggja flokka rík- isstjórn æskilega að loknum kosn- ingum í vor, samkvæmt skoðana- könnun sem Fréttablaðið gerði á laugardaginn. Einungis 2,5% sögðust vilja þriggja flokka ríkis- stjórn. 36,7% sögðust óákveðin eða neituðu að svara. Flestir vilja sjá Framsóknar- flokkinn í ríkisstjórn að loknum kosningum í maí eða 36,2%. Litlu færri eða 35,3% telja æskilegt að Samfylkingin setjist í ríkisstjórn og 30,3% vilja sjá Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn. Þá sögðust 18,8% kjósenda vilja sjá Vinstri græna í ríkisstjórn að loknum kosningum. Áframhaldandi ríkisstjórnar- samstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hugnast flestum eða 22% kjós- enda. S a m k v æ m t uppsöfnuðum n i ð u r s t ö ð u m fjögurra síðustu skoðanakannana Fréttablaðsins gengur það sam- starf þó trauðla. Framsókn fengi 8 þingmenn og Sjálfstæðisflokkur 23 eða samtals 31 þingmann. 15,8% nefndu ríkisstjórn Sam- fylkingarinnar og Vinstri grænna, sem hefði 32 þingmenn bak við sig samkvæmt uppsöfnuðum niður- stöðum. Þá sögðust 14,2% helst vilja samstarf Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks, sem hefði 34 þingmenn á bakvið sig. Aðeins lítill hluti kjósenda nefndi stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og enn færri sam- starf Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Hverfandi fáir nefndu þriggja flokka stjórnarmynstur. Ef niðurstöður eru skoðaðar eftir fylgi við flokkana má sjá að 59,5% kjósenda Framsóknar- flokks vilja óbreytt samstarf með Sjálfstæðisflokki en þriðjungur vill samstarf við Samfylkinguna. Þrír af hverjum fjórum kjós- enda Sjálfstæðisflokksins segjast vilja óbreytt samstarf við Fram- sókn, 12,8% telja Samfylkinguna fýsilegan kost. Kjósendur Samfylkingarinnar virðast aðeins sjá tvo kosti, 40,9% hugnast samstarf við Vinstri græna best, 40,4% vilja frekar samstarf við Framsókn. Líkt og Sjálfstæðismenn virð- ast kjósendur Vinstri grænna nokkuð ákveðnir þegar kemur að stjórnarsamstarfi. 76,1% kjós- enda Vinstri grænna telur sam- starf við Samfylkinguna fýsileg- asta kostinn en 15,2% vilja vinna með Sjálfstæðisflokki. the@frettabladid.is Fimmtungur vill óbreytt stjórnarmynstur Kjósendum Vinstri grænna hugnast best ríkisstjórnarsamstarf með Samfylkingunni. Sjálfstæðis- menn vilja óbreytt ríkisstjórnarsamstarf. Aðeins lítið brot kjósenda vill þriggja flokka stjórn. Jafnt hlutfall kjósenda Samfylkingarinnar vill í stjórn með Framsókn og Vinstri grænum. AFSTAÐA FYLGISMANNA FLOKKANNA TIL STJÓRNARMYNSTURS B+D D+S S+B D+U S+U B 59,5% 33,3% D 75,7% 12,8% S 40,4% 40,9% U 15,2% 76,1% DRAUMA- RÍKISSTJÓRNIN B+D 22,0% S+U 15,8% S+B 14,2% D+S 5,3% D+U 3,0% B+S+U 2,3% B+D+U 0,2% Óákveðnir 36,7% ÓSKARÍKISSTJÓRN KJÓSENDANNA Tæplega 76% kjósenda Sjálfstæðisflokksins vilja áframhaldandi samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Tæp 60% kjósenda Framsóknarflokks eru á sömu skoðun. Vinstri grænir kjósa hins vegar flestir samstarf við Samfylkinguna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.