Fréttablaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 10
10 12. febrúar 2003 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. LÖGREGLUFRÉTTIR Samkvæmt úttekt Verslunar-ráðs Íslands er Fréttablaðinu dreift til lesenda sex daga vikunn- ar í rúmlega 86 þús- und eintökum. Til samanburðar fara að meðaltali tæp- lega 54 þúsund ein- tök af Morgunblað- inu til lesenda á hverjum degi. Upp- lag Fréttablaðsins er samkvæmt þessu um 32 þúsund ein- tökum stærra en Morgunblaðsins. Þetta eru háar tölur. Það eru ekki margar vörur sem eru framleidd- ar í 86 þúsund eintökum á dag; kannski mjólk í eins lítra umbúð- um. Munurinn á mjólkinni og Fréttablaðinu er hins vegar sá að Fréttablaðið er ókeypis. Lesendur fá dagblað sem kannanir sýna að fólki líkar vel, en borga ekki krónu fyrir það. Í úttekt Verslunarráðs kom fram að rétt tæplega 76.500 eintök af Fréttablaðinu berast á heimili fólks á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri á morgnana. Ef við reynum að yfirfæra þetta upplag yfir í krónur kostar áskrift að Morgunblaðinu 2.100 krónur á mánuði en áskrift að DV 2.200 krónur á mánuði. Ef þessi 76.500 heimili myndu greiða fyrir áskrift að Fréttablaðinu myndi það kosta rúmar 160 milljónir á mánuði mið- að við Moggaverð og tæplega 170 milljónir miðað við verðið á DV. Þetta gerir rétt tæpa 2 milljarða króna á ársgrundvelli. Fréttablaðinu er einnig dreift í verslanir og aðra sölustaði víða um land; samtals í um 9.700 ein- tökum. Þar getur fólk komið og sótt sitt Fréttablað ókeypis. Ef við færum þetta yfir í krónur og aura kostar Morgunblaðið 190 krónur í lausasölu en DV ýmist 100, 200 eða 350 krónur. Ef við miðum við Moggaverðið jafngildir þessir dreifing Fréttablaðsins því að blöð að andvirði rúmlega 1,8 millj- óna króna séu gefin á hverjum út- gáfudegi. Það gerir rúmlega 46 milljónir á mánuði og rúmlega 550 milljónir á ári. Samanlagt gefur Fréttablaðið því landsmönnum dagblöð að and- virði rúmlega 2.500 milljóna á ári. En þetta kemur í raun engum við. Hins vegar getur hver um sig velt fyrir sér kjarabótinni sem felst í því að fá dagblað á heimilið án þess að borga fyrir það 25.200 krónur á ári. Til að borga þá upp- hæð þarf fólk að vinna sér inn um 41 þúsund krónur á ári. Frí áskrift að dagblaði er því meiri kjarabót en jólabónusinn sem flest verka- lýðsfélög hafa samið um. ■ Frítt dagblað er góð kjarabót skrifar um 86 þúsund eintök af Fréttablaðinu. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ÓK Á 147 KM HRAÐA Ökumaður var stöðvaður á 147 km hraða á Hafnarfjarðarvegi um miðnætti í fyrrinótt. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði er hámarkshraði 70 km. Ökumaður var ungur að árum og þykir líklegt að hann verði sviptur ökuréttindum. Þá voru sjö til viðbótar stöðvaðir vegna hraðaksturs í fyrirnótt. Eiturlyfjasmygl: Kókaín í flugvél MEXÍKÓ, AP Mexíkóskar hersveitir fundu 2,2 tonn af kókaíni um borð í flugvél sem lenda þurfti í norð- urhluta landsins vegna vélarbil- unnar. Þrír menn voru um borð, tveir kólumbískir flugmenn og einn Mexíkói, og voru þeir allir handteknir. Lögreglan notaði hunda til þess að aðstoða við leit í vélinni og runnu þeir á lyktina. Yfirvöld í Mexíkó hafa einnig tilkynnt að sex lögreglumenn hafi verið handteknir í Veracruz vegna gruns um að hafa unnið með eiturlyfjasmyglurum. ■ LÉK Á ALLS ODDI Ali Imron útskýrði fyrir blaðamönnum með miklum tilþrifum hvernig hann undirbjó og framkvæmdi sprengjuárásirnar. Sprengjuárásir á Bali: Ódæðis- maður biðst afsökunar BALI, AP Ali Imron, sem grunaður er um aðild að sprengjuárásunum á Bali í október síðastliðnum, hef- ur beðið aðstandendur fórnar- lambanna afsökunar. Á óvenjuleg- um blaðamannafundi sem haldinn var í aðalstöðvum lögreglunnar á Bali játaði hann jafnframt að hafa skipulagt árásirnar og sýndi við- stöddum hvernig hann setti sprengjurnar saman. Hann gortaði af færni sinni í sprengjugerð en sagðist átta sig á því að hann hefði notað hana í röngum tilgangi. Imron heldur fram að indó- nesísku samtökin Jemaah Islam- iyah standi á bak við sprengjuárás- irnar. Um 30 meðlimir samtakanna hafa verið handteknir og hafa margir þeirra játað aðild að árás- unum. Engu að síður hefur gengið erfiðlega að sannfæra almenning um að indónesísk samtök hafi framið þessi ódæðisverk. ■ Það er athyglisvert að fylgjastþessa dagana með hanaslagn- um milli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Davíðs Oddssonar. Enn eru þrír mánuðir til kosninga og það nánast neistar af persónu- legri óvild milli þessara foringja, sem virðast gera sér far um að bæta í spælingarsúpuna dag frá degi. Hugmyndaflugið ræður varla við þá hugsun hvernig þetta verður orðið þegar líður að kosn- ingum. Það stefnir í óvenjulega kosningabaráttu – kannski ekki síst vegna þess að fjandskapurinn virðist ekki einskorðast við þessa tvo foringja, heldur taka allir helstu herforingjar flokkanna, jafnt sem óbreyttir fótgönguliðar, fullan þátt í ónotunum. Ákveðin stigmögnun varð með ræðu Ingibjargar Sólrúnar í Borgarnesi um helgina. Þar fór hún yfir sviðið og talaði eins og hinn eini sanni foringi flokksins – lagði línur um pólitískar áherslur og kastaði enn einum stríðshanska fyrir fætur Davíðs Oddssonar við myljandi lófatak samflokksmanna. Össur, hinn formlegi formaður, mun að vísu hafa fengið hyllingu líka – en sú hylling var meira í anda pólitískrar minningargreinar. Hans stóra hlutverk var að kunna að draga sig í hlé – þeir jákvæð- ustu myndu kannski segja að hann hafi verið í hlutverki línumannsins sem býr til pláss með blokk fyrir skyttuna. Í það minnsta fer ekki milli mála að Ingibjörg Sólrún er orðin aðal andlit Samfylkingarinn- ar. Í ljósi þess að Samfylkingin er á góðri siglingu þessa dagana í skoð- anakönnunum vekur það athygli að hið nýja andlit flokksins skuli með svo afgerandi hætti stilla sér upp sem valkosti við Davíð Odds- son sérstaklega. Það er einfaldlega útilokað að Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin fari í stjórn með Sjálfstæðisflokknum eftir kosn- ingarnar í vor eftir þau skeyti sem hún hefur sent frá sér. Líklega var þessi ítrekun á fyrri ummælum í garð Sjálfstæðisflokksins mikil- vægustu skilaboð Borganesræðu forsætisráðherraefnis Samfylk- ingarinnar. Í leiðinni undirstrikar Ingibjörg Sólrún reyndar að ekki sé ástæða til að leggja of grannt við hlustir þegar Össur Skarphéð- insson er að friða hægri kratana og tala um að Samfylkingin gangi óbundin til kosninga og ekki sé hægt að útiloka neitt varðandi stjórnarmynstur. Hvað svo sem annars má segja um þann pólitíska leðjuslag sem virðist fram undan milli foringja Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verður því varla á móti mælt að með því að taka skrefið til fulls og segja að annað hvort fari Samfylk- ingin í stjórn eða Sjálfstæðisflokk- ur, þá hefur Ingibjörg skapað sér og flokki sínum miklu trúverðugri stöðu sem spilari við pókerborð stjórnmálanna. Þetta útspil er ein- mitt í samræmi við vaxandi gengi í könnunum og til þess gert að festa flokkinn í sessi sem „hinn valkost- inn“. Kannanir segja okkur að tveir flokkar séu nokkuð jafnir og áberandi stærstir í íslenska flokkakerfinu og gætu hvor um sig orðið burðarafl í nýrri ríkisstjórn. Ingibjörg er einfaldlega að undir- strika þessa nýju stöðu. Þessi uppstilling á víglínum er reyndar mjög skynsamleg fyrir Samfylkinguna því hún framkallar „Hafnarfjarðaráhrifin“ í stjórn- málunum. Í sveitarstjórnarkosn- ingunum í vor snerust stjórnmálin í Hafnarfirði upp í einvígi milli Samfylkingarmanna og Sjálfstæð- ismanna – umræðan var milli þess- ara tveggja og í kappræðunni voru það á endanum Lúðvík Geirsson og hans menn sem höfðu vinninginn. Framsóknarmenn og Vinstri græn- ir lentu í algerum aukahlutverkum í þessari baráttu – þeir urðu að statistum í leikmyndinni, en höfðu ekki áhrif á framvindu leikritsins. Það dylst engum að Ingibjörg Sól- rún framkallar auðveldlega við- brögð hjá keppinaut sínum eins og viðbrögð forsætisráðherra við Borganesræðunni sýna. Henni lætur vel hlutverk nautabanans, sem framkallar hið pólitíska naut í forsætisráðherranum. Það eru því verulegar líkur á að þessi tvö muni einoka sviðið í hringleikahúsinu þar sem þau sitja hvort í sínum fylgisturni vikulegra skoðana- kannana. Slíkur tveggja turna slagur gæti vissulega orðið fjörugur og litskrúðugur fyrir áhugamenn um stjórnmál. Hitt er þó alveg ljóst að hann gæti reynst framsóknar- mönnum og vinstri grænum erfið- ur, nema náttúrulega – sem manni sýnist raunar að gæti vel gerst – turnbúarnir gleymi sér í hita leiks- ins og kosningabaráttan leiði þá út fyrir þá almennu velsæmislínu sem kjósendur eru tilbúnir að sætta sig við. ■ blaðamaður og aðjúnkt við Háskól- ann á Akureyri skrifar um daginn og veg- inn. BIRGIR GUÐMUNDSSON Um daginn og veginn Tveggja turna slagur Samanlagt gefur Frétta- blaðið því landsmönnum dagblöð að andvirði rúm- lega 2.500 milljóna á ári. Allir kvarta yfir háum vöxtum; fyrirtæki jafnt sem heimili. Útsala Úr, skartgripir og postulín 15-50% afsláttur Laugavegi 61 Sími 552 4910 úrad. 552 4930 Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið 9-18 virka daga og 10-15 laugardaga. Stórútsala Yfirhafnir í úrvali 20-50% afsláttur Fyrstir koma, fyrstir fá Allt á að seljast Keramik fyrir alla • Laugavegi 48b, sími 552 2882. Opið: virka daga 11-18, laugard. 13-17, miðvikudagskvöld 20-23 Bókanir fyrir sérhópa á kvöldin. Opið hús í kvöld kl. 20–23.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.