Fréttablaðið - 12.02.2003, Síða 14

Fréttablaðið - 12.02.2003, Síða 14
FUNDIR 12.15 Málstofa um ráðherraábyrgð verður haldin í stofu 101 í Lög- bergi í tengslum við kennslu á námskeiði um stjórnskipunarrétt í lagadeild Háskóla Íslands. Rædd verður þörf á endurskoðun reglna um ráðherraábyrgð. Málshefjend- ur verða Róbert R. Spanó, að- stoðarmaður umboðsmanns Al- þingis, og Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður. Málstofan er opin öllum. 12.15 Kristján Jónasson jarðfræðingur flytur erindi um kísilríkt berg á Íslandi á vegum Náttúrfræði- stofnunar Íslands á svonefndu Hrafnaþingi á Hlemmi. Þau þing fara fram í sal Möguleikhússins og eru öllum opin meðan hús- rúm leyfir. 12.30 Finnur Arnar Arnarsson, mynd- listarmaður og leikmyndahönnuður, flytur fyrirlestur í Skipholti 1, stofu 113. Finnur segir frá vinnu sinni við leik- myndagerð. 13.30 Fræðslu- og umræðufundur um atvinnumissi verður haldinn í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a. Þórunn Svein- björnsdóttir, varaformaður Efling- ar, ræðir um uppbyggingu og for- varnir með námi og öðrum leið- um. Þess skal getið að kyrrðar- og bænastund er í Dómkirkjunni kl. 12.10 og á eftir er boðið upp á léttan hádegisverð. 16.15 Baldur Sigurðsson, dósent við Kennaraháskóla Íslands, heldur fyrirlestur á vegum Rannsóknar- stofnunar KHÍ um stafsetningu byrjenda í Reykjavík og Rødovre. Fyrirlesturinn verður haldinn í salnum Skriðu í Kennaraháskóla Íslands v/Stakkahlíð og er öllum opinn. 17.00 Elías Davíðsson, tónskáld og fræðimaður á sviði mannréttinda og þjóðaréttar, efnir til opinbers fyrirlestrar um stríðið gegn Írak. Fyrirlesturinn verður haldinn í Lögbergi, húsi lagadeildar Há- skóla Íslands, í stofu 101 og nefn- ist: Árársarstríð Bandaríkjanna gegn Írak - lögmæti, markmið og afleiðingar. Fundarstjóri verður Þorbjörn Broddason, prófessor við Háskóla Íslands. 20.00 Fræðslufundur um mataræði og gigt á vegum Gigtarfélags Ís- lands. Fundurinn verður í hús- næði félagsins að Ármúla 5, annarri hæð. Kolbrún Einarsdóttir, næringarráðgjafi mun flytja fræðsluerindi sem hún nefnir Mataræði og gigt og verða um- ræður og fyrirspurnir á eftir erindi hennar. 20.00 Á stórmarkaði trúarbragðanna nefnist námskeið um kristna trú og nýjar trúarhreyfingar, sem hefst í kvöld á vegum Leikmannaskóla þjóðkirkjunnar. Séra Þórhallur Heimisson hefur umsjón með námskeiðinu, sem verður þrjá miðvikudaga. Kennt er í Háskóla Íslands, Aðalbyggingu. 20.30 Félag íslenskra fræða heldur rannsóknakvöld í Sögufélagshús- inu, Fischersundi 3. Davíð Er- lingsson, dósent í íslensku við Háskóla Íslands, flytur erindi sem nefnist „Stafkarla stafir og aðrir“. Fundurinn er öllum opinn. OPNUN 20.00 Fjölbreytt myndbanda- og gjörn- ingadagskrá verður í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi dagana 12. febrúar til 9. mars. Formleg opnun verður í kvöld. TÓNLEIKAR 20.00 Una Sveinbjarnardóttir fiðluleik- ari og Anna Guðný Guðmunds- dóttir píanóleikari flytja verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Prokofjev, Bach, Schönberg og Pablo Sarasate í tónlistarhúsinu Ými við Skógarhlíð. 20.00 Raftónleikar á dagskrá Myrkra músíkdaga verða í Salnum, Tón- listarhúsi Kópavogs, í kvöld. Flutt verða verk eftir Hilmar Þórðarson, Ríkharð H. Friðriksson, Kjartan Ólafsson, Dieter Kaufmann, Þor- kel Sigurbjörnsson og Hjálmar H. Ragnarsson. SÝNINGAR Landssamband hugvitsmanna sýnir í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg í Garðabæ ýmislegt af því sem Íslending- ar hafa fundið upp og komið á markað hérlendis og erlendis Íslendinga. Haukur Helgason, áhugaljósmyndari í 50 ár, opnar ljósmyndasýningu á nokkrum mynda sinna frá síldveiðum áranna 1953-57 á veitingahúsinu Kæn- unni við Hafnarfjarðarhöfn. Sýning á frönskum og belgískum teiknimyndum frá upphafi til samtím- ans stendur hófst um síðustu helgi í listasafni Kópavogs, Gerðarsafni. Ósk Vilhjálmsdóttir opnaði um síðustu helgi hugmyndasmiðjuna Eitthvað ann- að í Gallerí Hlemmi. Hugmyndasmiðjan er opinn vettvangur fyrir alla sem vilja ræða og rannsaka möguleika lífsins í landinu. Sett hefur verið upp örvandi starfsumhverfi fyrir hugarflugið. Í Ásmundarsal við Freyjugötu stendur nú yfir alþjóðlega samsýningin then ...hluti 5. Þar sýna þeir Birgir Snæbjörn Birgisson, Miles Henderson Smith, Andrew Child, Gísli Bergmann, Tom Merry og Stefan Bottenberg en sami hópur er einnig með sýningu á Kjarvals- stöðum um þessar mundir. Sýningin er opin til 16. febrúar, alla daga nema mánudaga, milli 13.00 og 17.00. Elísabet Ýr Sigurðardóttir sýnir olíu- málverk á striga í Blómaverkstæði Betu, Reykjavíkurvegi 60, Hafnarfirði, frá 6. febrúar til 6. mars 2003. Tilfinningar heitir myndlistarsýning Freygerðar Dönu Kristjánsdóttur á Te og Kaffi, Laugavegi 27, Reykjavík. Sýningin stendur út febrúarmánuð. Á mörkum málverksins er sameiginleg yfirskrift þriggja sýninga í Listasafni Ís- lands. Ragna Róbertsdóttir sýnir verk úr vikri og muldu gleri, Mike Bidlo sýnir eftirmyndir af frægustu málverkum 20. aldarinnar og Claude Rutault sýnir „málverk sem eru í sama lit og veggur sýningarsalarins“. Agatha Kristjánsdóttir sýnir ellefu olíu- málverk í kaffistofunni Lóuhreiðri að Laugavegi 59. Málverkin á sýningunni eru flest ný. Sýningin stendur út febrúar. Sýning á verkum Ólafs Más Guð- mundssonar er í sýningarsal Ingustofu á Sólheimum í Grímsnesi. Sýningin verður opin fram í maí, virka daga frá kl. 9.00-17.00, um helgar frá kl. 14.00- 18.00. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Mannakyn og meiri fræði er yfirskrift sýningar á myndlýsingum í gömlum ís- lenskum handritum, sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Sýningin stendur til 9. mars Um síðustu helgi hófst í Listasafni Borgarness sýning á málverkum eftir Hubert Dobrzaniecki. Þar sýnir lista- maðurinn olíumálverk og grafík frá ár- unum 1999-2002. Sýningin er opin frá 13-18 alla virka daga og til kl. 20 á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum. Sýningin stendur til 26. febrúar. Ingimar Waage sýnir 25 landslagsmál- verk í Galleríinu Skugga, Hverfisgötu 29. Nú stendur yfir í Hafnarborg, menning- ar- og listastofnun Hafnarfjarðar, sýning- in Akvarell Ísland. Þetta er fjórða sýn- ingin sem hópurinn Akvarell Ísland heldur í Hafnarborg og er hún í boði safnsins. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og henni lýkur 17. febrúar. Heimildir nefnist sýning Hafdísar Helgadóttur í Þjóðarbókhlöðunni. Sýn- ingin er á vegum Kvennasögusafns. Á fjórðu hæð er spjaldskrá með sjálfs- myndum listamannsins frá 1963-1998, en í sýningarkassa á 2. hæð eru blöð með myndum af sömu verkum. Smákorn 2003 nefnist sýning á smá- verkum 36 listamanna í Baksalnum í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16. Þetta er í þriðja skipti sem Gallerí Fold efnir til smáverkasýningar. Eina reglan um gerð verka er að innanmál ramma sé ekki meira en 24x30 sentimetrar. María Kristín Steinsson sýnir olíumál- verk í Café Cozy, Austurstræti. Sýningin er opin á opnunartíma Café Cozy. Margrét Oddný Leopoldsdóttir sýnir „Storesarnir eru að hverfa“ í gluggum sínum í Heima er best, Vatnsstíg 9. Sýn- ingin stendur til 26. febrúar. Í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3, sýna þau Finnur Arnar Arnarsson, Hlynur Halls- son og Jessica Jackson Hutchins verk sín. Nú stendur yfir samsýning 7 málara í Húsi málaranna, Eiðistorgi. Allir þessir málarar eru löngu þjóðkunnir fyrir verk sín og einkennir fjölbreytni sýninguna. Þeir sem taka þátt í sýningunni eru: Bragi Ásgeirsson, Einar Hákonarson, Ein- ar Þorláksson, Guðmundur Ármann, Kjartan Guðjónsson, Jóhanna Bogadóttir og Óli G. Jóhannsson. Sýningin stendur til 2. mars. Haraldur Jónsson sýnir Stjörnuhverfi og Svarthol fyrir heimili í galleríinu i8 við Klapparstíg. Sýningin er opin fimmtu- daga og föstudaga kl. 11-18, laugardaga kl. 13-17 og eftir samkomulagi. Jón Sæmundur er með myndbandsinn- setningu í rýminu undir stiganum í gall- eríinu i8 við Klapparstíg. Sýningin er opin fimmtudaga og föstudaga kl. 11- 18, laugardaga kl. 13-17 og eftir sam- komulagi. 14 12. febrúar 2003 MIÐVIKUDAGUR MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR hvað? hvar? hvenær? Fiðlutónleikar í Ými: Nýtt verk eftir Atla Heimi TÓNLIST Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari og Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari verða með tónleika í tónlistarhúsinu Ými við Skógarhlíð í kvöld. Þær flytja nýtt verk eftir Atla Heimi, sem var samið sérstak- lega fyrir Unu, ásamt verkum eftir Sergei Prokofjev, J. S. Bach, Arnold Schönberg og Pablo Sarasate. „Þetta er frekar nútímaleg dagskrá,“ segir Una. „Ég er með Bach þarna til þess að brjóta það svolítið upp.“ Una lauk einleikaraprófi í fiðluleik árið 1995 en er nú að ljúka framhaldsnámi við listahá- skólann í Berlín. Fyrsti hluti prófsins var í síðustu viku og þá frumflutti hún nýtt verk eftir Atla Heimi Sveinsson, sem hún flytur einnig á tónleikunum í kvöld. „Síðasta sumar var Atli í Berlín og þá ræddi ég þetta við hann, hvort hann væri ekki til í að semja fyrir mig þetta verk. Og hann brást svona vel við. Í október var ég svo komin með verkið í hendurnar.“ Una segir tónleikana hefjast á þessu verki, sem heitir upp á þýsku „Im Volkston“, sem gæti útlagst „Í alþýðudúr“. „Þetta verk er byggt á tveimur stefjum í þjóðlagastíl. Rammíslenskt verk, mjög sterkt og skemmti- legt.“ Una hefur komið fram á tón- leikum víða í Evrópu og í Banda- ríkjunum. Hún lék fiðlukonsert eftir Philip Glass með Sinfóníu- hljómsveit Íslands í nóvember árið 2002. Einnig hefur hún leik- ið með Kammersveit Reykjavík- ur, meðal annars í „Tímanum og vatninu“ eftir Atla Heimi Sveinsson. ■ Raftónleikar í Ými: Segulbönd og tölvur sjá um flutninginn TÓNLIST Raftónlist verður á dag- skrá Myrkra músíkdaga í Saln- um í Kópavogi í kvöld. Þar verða flutt ný eða nýleg verk eftir Hilmar Þórðarson, Rík- harð H. Friðriksson, Kjartan Ólafsson og Dieter Kaufmann. Einnig verða flutt tvö verk frá árdögum raftónlistar á átt- unda áratugnum. Þetta eru La Jolla Good Friday eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Nocturne eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Hjálmar segir óvenjulegt við sitt verk, sem heitir Noct- urne, að það sé algerlega út- hugsað fyrirfram, „sem er ólíkt því sem tíðkaðist um flest rafverk á þessum tíma. Ég var alltaf að reyna að vinna á móti því að menn gerðu það sem þeim þótti fallegt. Ég bjó til ákveðið kerfi sem hljóðunum var raðað upp eftir, og hvert hljóð hafði þá sín einkenni í lengd, styrk, lit og svo fram- vegis.“ Hjálmar segist hafa trúað því á þessum tíma að hefðbund- in hljóðfæri á borð við fiðlu og píanó væru að verða úrelt. „Ég hélt að það væri ekki spurning um mánuði eða ár, heldur að- eins nokkrar vikur þangað til öllum slíkum hljóðfærum yrði kastað á haugana.“ ■ KJARTAN ÓLAFSSON Kjartan er formaður Tónskáldafélags Íslands og hann á eitt verk á raftónleikunum í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T UNA SVEINBJARNARDÓTTIR OG ANNA GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR Þær eru með tónleika í Ými í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.