Fréttablaðið - 12.02.2003, Page 16
16 12. febrúar 2003 MIÐVIKUDAGUR
HALF PAST DEAD b.i. 16 8 og 10.15 JAMES BOND b.i. 12 ára kl. 5 og 10.10
SPY KIDS 2 kl. 3.45, 5.50 og 8
ANALYZE THAT HARRY POTTER m/ísl.tali kl. 5
JUWANNA MANN kl. 4, 6, 8 og 10 GULLPLÁNETAN m/ísl.tali kl. 4
THE HOT CHICK kl. 4, 6 og 8
Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 bi. 12
Sýnd kl. 4 og 8 b.i. 12 ára
Sýnd í lúxus kl. 5.30 og 9kl. 5.50 HAFIÐ
kl. 6DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN
kl. 5.50 og 108 MILE
kl. 8 og 10IRREVERSIBLE e. texti b. 16 ára
Sýnd kl. 6, 8 og 10
Sýnd kl. 8 og 10
kl. 6 og 8STELLA Í FRAMBOÐI
Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i.14.ára
FRÉTTIR AF FÓLKI
Leikarahjónin Michael Douglasog Catherine Zeta-Jones stigu
bæði í vitnastúkuna á mánudag.
Þau hafa stefnt
blaðinu „Hello!“
fyrir að birta
myndir úr brúð-
kaupi þeirra í leyf-
isleysi. Douglas
sagði að honum
fyndust þau um-
mæli verjandans
móðgandi að kalla
málið „smávægilegt“. Parið hafði
ætlað sér að stjórna því hvaða
myndir færu fyrir sjónir almenn-
ings með því að gera samning við
„OK“ um einkaréttinn á birtingu.
„Hello!“ komst yfir myndir og
birti þær tveimur dögum á undan
„OK“. Hjónin vilja fá 500 þúsund
pund í skaðabætur.
Leikkonan Nicole Kidman harð-neitar því að eiga einhvern þátt
í hjónabandserfiðleikum Jude Law
og Sadie Frost.
Breska slúður-
pressan hefur
haldið því fram að
Law og Kidman
hafi átt í ástarsam-
bandi við tökur
myndarinnar
„Cold Mountain“
sem þau leika sam-
an í. Kidman er nú stödd í London
þar sem hún kynnti nýjustu mynd
sína „The Hours“ og var Law fjarri
góðu gamni. Hann sendi þó frá sér
fréttatilkynningu þar sem hann
bað fjölmiðla vinsamlegast um að
veita sér og konu sinni frið frá
fjölmiðlum. Law mun svo hafa sótt
um skilnað á mánudag.
Roger Daltrey, söngvari TheWho, segir að félagi sinn gítar-
leikarinn Pete Townshend sé
fórnarlamb nornaveiða ríkisstjórn-
arinnar á barnaníðingum. Hann
segist trúa á sakleysi félaga síns
og segist finna fyrir því sama frá
almenningi. Hann óttast þó að
Townshend muni aldrei verða gef-
ið tækifæri til þess að hreinsa
nafn sitt.
Sýnd kl. 5, 8 og 10 b.i.16.ára
Sýnd í lúxus kl. 5 og 8
KVIKMYNDIR
Spurningin sem velt er upp ínýjustu Star Trek-myndinni
er áhugaverð. Eiga fyrirmyndin
og klónið eitthvað sameiginlegt
annað en erfðafræðilega eigin-
leika? Er þetta sami maðurinn
eða tvær ólíkar persónur? Því
miður er það svo að þrátt fyrir að
handritshöfundar telji sig hafa
þetta á hreinu tekst þeim ekki að
koma spurningunni og svarinu
við henni frá sér á nægilega
áhugaverðan máta. Því fer það
svo að það sem ætti að vera
þungamiðja sögunnar fellur um
sjálft sig.
Biðin eftir tíundu myndinni
um áhöfn Enterprise, þeirri
fjórðu með því sem eitt sinn
mátti kalla nýju kynslóðina, hef-
ur verið nokkuð löng. Þegar
myndin loksins berst okkur reyn-
ist hún með slakari innslögum í
sagnabálkinn. Grínið í myndinni
er nokkuð flatt. Bardagasenurn-
ar ná í besta falli að vera miðl-
ungssmíð. Í lokin er manni jafn-
vel sama um afdrif Data. Sem
gamall áhugamaður um Star Trek
varð ég fyrir vonbrigðum.
En það verður ekki hjá því
komist að segja að þessum mikla
sagnabálki er ekki alls varnað. Í
það minnsta hlýtur það að segja
eitthvað að maður getur alltaf
treyst því að sjá einhverja í ein-
kennisbúningum sambandsins á
fyrstu sýningum myndarinnar.
Vonum að þeir, og við hin,
skemmti sér betur næst.
Brynjólfur Þór Guðmundsson
STAR TREK: NEMESIS
Leikstjóri: Stuart Baird
Leikarar: Patrick Stewart, Brent Spiner,
Jonathan Frakes
Íslensk innrás
í Barcelona
Um síðustu helgi tók hópur íslenskra fatahönnuða, tónlistar- og gjörningalista-
manna þátt í listahátíðinni Circuit sem er haldin tvisvar á ári í Barcelona.
Að þessu sinni var hátíðin tileinkuð Reykjavík.
TÍSKA Umsjónarmenn Circuit-
listahátíðarinnar í Barcelona
komu hingað til lands og voru
viðstaddir síðustu Airwaves-
tónlistarhátíð. Hér kynntust
þeir landi og þjóð, komu sér í
kynni við hérlenda fatahönnuði
og tónlistarmenn sem heilluðu
þau og buðu þeim yfir í hlýjuna
í Barcelona.
„Þetta er tískutengd jaðar-
listahátíð og er haldin á sama
tíma og Gaudi-hátíðin, sem er
tískuvika í Barcelona, og það er
mikil samvinna þarna á milli,“
segir Anna María McCrann, sem
sá um framkvæmd leiðangurs-
ins ásamt Hólmfríði Ólafsdótt-
ur. „Í hvert skipti sem hátíðin er
haldin er hún tileinkuð ein-
hverju landi. Fókusinn var ein-
göngu settur á Reykjavík.“
Trabant, Gusgus og Dj Thor
léku á föstudags- og laugardags-
kvöld á skemmtistöðum í borg-
inni. Aftur systurnar, Scandin-
avian Tourist, Dóra Emilsdóttir
og Steinunn Sigurðardóttir
sýndu föt sín. Einnig voru með í
för Gabríela Friðriksdóttir lista-
kona og ljósmyndarinnar Magn-
ús Jónsson sem starfar í London
fyrir tískublaðið Dazed & Con-
fused. Einnig var leikið hljóð-
verk eftir Finnboga Pétursson.
„Strax á föstudagsmorguninn
stilltu fatahönnuðurnir upp
sölubásum á sama stað og fata-
hönnuðir Gaudi-sýningarinnar.
Þar gerðu þær mjög mikla
lukku. Ég veit t.d. að Scandinav-
ian Tourist eru búnar að fá þrjá
kúnna út á þetta.“
Tónleikar Gusgus á laugar-
dagskvöldið voru sérstaklega
vel sóttir. Aðaldagskráliður
Circuit-hátíðarinnar var svo á
sunnudaginn þegar íslenski hóp-
urinn lagði undir sig heila álmu
í stórri menningarmiðstöð. „Þar
var svo haldin séríslensk lista-
sýning. Þau máluðu allt svart og
reyndu að framkalla kulda,
myrkur og rok.“
Magnús ljósmyndari sýndi
myndir sínar. Gabríela og Ragn-
ar Kjartansson, söngvari
Trabants, sýndu blóðugan gjörn-
ing sem vakti mikla athygli.
Fatahönnuðir sýndu þar föt sín á
afar listrænan hátt. Steinunn
Sigurðardóttir notaði t.d. gínur í
stað fyrirsæta og Scandinavian
Tourist dúettinn notaði hlaupa-
bretti fyrir sýningarstúlkur sín-
ar í stað „catwalk“ sýningar-
palla. Dóra Emilsdóttir fékk
mikið lof fyrir húfur sínar og
var í kjölfarið boðið að taka þátt
í sýningu í París í næsta mánuði.
Mikið hefur verið fjallað um
hátíðina í spænskum blöðum
síðustu daga og Reykjavík oft-
ast höfð í brennidepli.
biggi@frettabladid.is
CIRCUIT Í BARCELONA
Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður not-
aði gínur í stað fyrirsæta á sýningu sinni í
Barcelona um helgina.
kl. 8 og10
MISTÖK
Daniel Day Lewis leikur mann með gler-
auga í „Gangs of New York“. Glöggir kvik-
myndahúsagestir sáu gerviaugað hreyfast.
31 mistök í „Gangs
of New York“:
Léleg
rannsóknar-
vinna
BÍÓ Glöggir kvikmyndahúsagestir
hafa fundið 31 mistök í myndinni
„Gangs of New York“.
Að sögn aðdáendanna má helst
rekja mistökin til slælegrar rann-
sóknarvinnu framleiðenda mynd-
arinnar. Í einu atriðanna sjást til að
mynda bananar – en þeir komu ekki
til Bandaríkjanna fyrr en 30 árum
eftir að myndin á sér stað.
Sömu sögu er að segja af banda-
ríska fánanum sem sést í myndinni.
Í fánanum eru 50 stjörnur - löngu
áður en ríkin náðu þeirri tölu.
Fleiri atriði eru talin til. Þar á
meðal atriði með Bill „The
Butcher“ Cutting, persónu sem
Daniel Day-Lewis leikur. Bill þessi
á að hafa gerviauga í myndinni en
það sést augljóslega hreyfast.
Glöggir kvikmyndahúsagestir
fara ekki leynt með það ef þeir
verða varir við mistök í myndum,
sérstaklega ekki ef um dýrar
myndir er að ræða. Þeir hafa talið
saman 28 atriði í myndinni „Catch
Me If You Can“ og í fyrstu tveimur
myndum Hringadróttinssögu hafa
þeir talið til hvorki meira né minna
en 206 mistök. ■
Picard og klóninn
TÓNLIST Fyrirsætan fyrrverandi
Helena Christensen kemur fram í
nýju myndbandi hljómsveitarinnar
Dirty Vegas við lagið Simple
Things.
Þar fer hún með hlutverk kær-
ustu söngvarans Steve Smith.
Christensen, sem starfar nú sem
ljósmyndari, kom síðast fram í
myndbandi árið 1991 við lagið
Wicked Game eftir Chris Isaak.
Hljómsveitin Dirty Vegas hefur
notið töluverðra vinsælda í Banda-
ríkjunum og hefur meðal annars
verið tilnefnd til þriggja Grammy-
tónlistarverðlauna. ■
Helena Christensen:
Í nýju
tónlistar-
myndbandi
CHRISTENSEN
Hin danska Helena Christensen var
þokkafull í síðasta myndbandi sínu með
Chris Isaak.
FATAHÖNNUÐIR SPJALLA
Steinunn Sigurðardóttir og Hrafnhildur
Hólmgeirsdóttir undirbúa sýningar sínar
síðastliðinn sunnudag.
Vandaðar heimilis- & gjafavörur
Kringlan 4-12 • s. 533 1322
Eldföst mót í grind
úr burstuðu stáli
nú kr. 2.950,-
áður kr. 5.900,-