Fréttablaðið - 12.02.2003, Side 22
Hætt er við að laugardags-kvöldið verði undirlagt af
Júróvisjón-söngvakeppninni.
Hefð er fyrir því að landsmenn
haldi sín Júróvisjónpartí og
mun RÚV ekki láta sitt eftir
liggja til að Júróvisjónþyrstir
fái nokkuð fyrir sinn snúð á
skjánum. Þannig verður að
sjálfsögðu undankeppninni í
Háskólabíó sjónvarpað, Spaug-
stofumenn munu hafa fengið
um það tilmæli að vera með
Júróvisjóngrín
og sjálfur
Júróvisjónist-
inn Gísli Mart-
einn Baldurs-
son mun ekki
láta sitt eftir
liggja í Laug-
ardagskvöldi,
spjallþætti
sínum, og
verða viðmælendur hans þannig
fólk sem tengst hefur
söngvakeppninni með einhverj-
um hætti. Gísli Marteinn er á
heimavelli en hann hefur farið
utan með íslenskum Júróvisjón-
förum að undanförnu og lýst
snilldarlega því sem fyrir augu
ber í sjálfri útslitakeppninni.
Íslenski leikhúsheimurinnfylgist nú spenntur með und-
irbúningi Íslensku leiklistar-
verðlaunanna sem veita á í sum-
arbyrjun og lok hefðbundins
leikárs. Þar verða þeim sem 26
manna dómnefnd kemur sér
saman um að hafi skarað fram
úr á einn eða annan hátt veitt
verðlaun í 12 flokkum leiksviðs-
lista. Undirbúningur er þegar
hafinn en í undirbúningsnefnd-
inni sitja Edda Þórarinsdóttir,
formaður Félags leikara, Stefán
Baldursson þjóðleikhússtjóri og
Sigurður Kaiser ljósahönnuður.
Binda leikarar miklar vonir við
Íslensku leiklistarverðlaunin en
sjálf verðlaunaafhendingin
verður á uppskeruhátíð ís-
lenskra leikara að loknum eril-
sömum vetri.
22 12. febrúar 2003 MIÐVIKUDAGUR
Kominn heim í frelsið
Ragnar Þorvarðason var að koma heim frá Japan eftir ársdvöl sem
skiptinemi þar í landi. Segir að íslensk ungmenni búi við mun meira
frelsi en japanskir jafnaldrar þeirra.
SKIPTINEMI „Þetta var mjög gam-
an en stundum erfitt,“ segir
Ragnar Þorvarðarson, 18 ára
menntaskólanemi í Kópavogi
sem var að koma heim eftir árs-
dvöl sem skiptinemi í Japan á
vegum skiptinemasamtakanna
AFS. „Það var gaman að kynnast
nýju fólki og nýjum siðum, en
erfitt að vera í burtu frá fjöl-
skyldu og vinum.“
Ragnar dvaldi í héraðinu
Yamaguchi, sem er rétt sunnan
við Hiroshima. Hann var hjá jap-
anskri fjölskyldu og gekk í jap-
anskan skóla. „Fyrst þegar ég
kom var allt mjög gaman,“ segir
Ragnar. „Síðan datt þetta aðeins
niður.“ Hann segir að japönsk
ungmenni búi við mun minna
frelsi en íslenskir jafnaldrar
þeirra. Til dæmis hafi hann
aldrei farið út á lífið með skólafé-
lögum sínum allan þennan tíma,
eins og tíðkast á Íslandi. En hvað
gera japönsk ungmenni? „Þau
læra,“ segir Ragnar. „Og svo eru
klúbbar í skólanum og það eru
flestir í einhverjum íþróttum.“
Hann segir að helsta dægrastytt-
ingin hafi falist í því að horfa á
vídeó eða fara í keilu.
Ragnari finnst gott að koma
heim, ekki síst vegna hins aukna
frelsis sem hann nýtur hér á
landi. „Það er skrítið að koma
heim,“ segir hann. „Eftir dvölina
í Japan kann ég betur að meta
ýmislegt hér. Við höfum það ótrú-
lega gott.“ Ragnar nefnir sem
dæmi að í Japan mæti allir á
slaginu átta í skólann og megi
ekki yfirgefa svæðið, ekki einu
sinni til að fara út í sjoppu eða á
skyndibitastað, fyrr en kl. fjögur.
Hér á landi hafi menn bíl og geti
gert það sem þeim sýnist. Ragn-
ar er þegar búinn að fara út á líf-
ið með félögum sínum, um síð-
ustu helgi.
Hann býr að því núna að vera
einn af fáum úti á lífinu sem
kunna japönsku. Hann segir að
það hafi verið erfitt til að byrja
með að læra tungumálið, en síðan
hafi það komið fljótt eftir nokkra
mánuði. Hann ferðaðist líka mik-
ið um Japan og kynntist mörgum
Japönum, en segir þó að erfitt sé
að kynnast þeim. „Ég var öðru-
vísi,“ segir Ragnar. „Það var
stundum erfitt að vera utanað-
komandi. En það breyttist þegar
á leið.“
gs@frettabladid.is
ÁFANGI
72 ÁRA „Nei, ég ætla ekki að gera
neitt sérstakt. Ég hef kannski sam-
band við fjölskylduna,“ segir Bald-
vin Tryggvason, fyrrverandi spari-
sjóðsstjóri í Sparisjóði Reykjavík-
ur og nágrennis.
Baldvin hélt upp á afmælið með
pompi og prakt þegar hann varð
sjötugur. „Þá var öldin önnur. Ég
var með afmælishátíð í Borgar-
leikhúsinu, í Stóra salnum,“ segir
Baldvin. Hann sat í leikhúsráði
Leikfélags Reykjavíkur um 30 ára
skeið. „Þau voru svo vinsamleg að
sýna stuttan kafla úr Jónsmessu-
nótt.“
Baldvin var bókaútgefandi hjá
Almenna bókafélaginu um árabil.
Auk þess sat hann í stjórn Tónlist-
arfélags Reykjavíkur, svo eitthvað
sé nefnt. Æviskeið Baldvins hefur
því einkennst af samspili lista og
bankamála. Að mati hans hefur
það farið einkar vel saman. „Það
var alltaf mjög gott að geta hugsað
um eitthvað meira en að reka
banka,“ segir Baldvin. „Störfin að
listum voru mér dægrastytting. Ég
hafði verulega ánægju af þeim.“
Það kom aldrei til greina að
Baldvin færi á svið sjálfur eða
settist við skriftir. „Það voru tómar
tilviljanir sem réðu þessum af-
skiptum mínum af listum,“ segir
Baldvin. Hann segist hafa nógan
tíma um þessar mundir til þess að
sinna listáhuganum. Þar sem hann
hefur áhuga á bókmenntum, tón-
list og leiklist er hér nánast um
fullt starf að ræða. Í fyrrakvöld
fór hann á Myrka músíkdaga og
hlýddi á Blásarasveitina. Honum
finnst líka margt eftirtektarvert í
leikhúsi um þessar mundir. „Ég sá
Sölumaður deyr um daginn, þar
sem Pétur Einarsson fer á kost-
um,“ segir Baldvin. „Og svo fannst
mér Rómeó og Júlía í Borgarleik-
húsinu frábær sýning.“ Baldvin
segist fara á flest sem sett er upp í
Borgarleikhúsinu. En hvaða bók er
hann að lesa núna? „Ég er að lesa
Ólafs sögu helga,“ segir Baldvin.
„Ætli það endi ekki með því að ég
lesi alla Heimskringlu.“ ■
Baldvin Tryggvason
fyrrverandi sparisjóðsstjóri ætlar að vera
heima á afmælisdaginn og lesa Ólafs
sögu helga.
afmæli
Listir og bankamál
RAGNAR ÞORVARÐARSON
Dvölin í Japan var skemmtileg en erfið. Ragnar lærði japönsku og ferðaðist víða. En
hann stakk óneitanlega í stúf innan um heimamenn og það tók því lengri tíma en ella
að kynnast skólafélögunum.
MEÐ SÚRMJÓLKINNI
BALDVIN TRYGGVASON
Segir að bankamál og listir hafi farið ágæt-
lega saman og listaáhuginn hafi verið kær-
komin dægrastytting.
Hver verður útkoman þegar þúsetur saman Ítala og Pól-
verja?
- Einhver sem gerir þér tilboð
sem þú getur ómögulega skilið.
Að gefnu tilefni skal tekið fram að
þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki til
sölu má kaupa einstök atkvæði
flokksins á Akranesi.
Leiðrétting
Eins og Fréttablaðið hefur þegar
greint frá stendur Hrókurinn í
stórræðum en í aðsigi eru tvö
risastór alþjóðleg skákmót. Hrafn
Jökulsson er með umfangsmikla
útgáfustarfsemi í tengslum við
mótin og gefur út tvö tímarit
Hróksins á næstunni. Annað þeir-
ra er helgað minningu Guðmund-
ar J(aka) Guðmundssonar og í
tímaritið sem fylgir því móti rita
meðal annarra greinar Þröstur
Ólafsson, vinur hans og sam-
starfsmaður til margra ára, Atli
Gíslason, lögmaður Dagsbrúnar.
Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar
svo viðtal við frú Elínu Torfadótt-
ur, ekkju jakans.
FRÉTTIR AF FÓLKI TÍMAMÓT
FRÉTTIR AF FÓLKI
Imbakassinn eftir Frode Øverli
Kristján Pálsson.
Þórarinn Tyrfingsson.
Roger Moore.
1.
2..
Svör við spurningum á bls. 6
3.
Veistu svarið?
JARÐARFARIR
13.30 Jón G. Þ. Jóhannsson, áður
Óðinsgötu 11, Reykjavík, verður
jarðsunginn frá Fossvogskapellu.
15.00 Hörður Sigtryggsson verður jarð-
sunginn frá Garðakirkju, Álftanesi.
ANDLÁT
Aliza Kjartanson, Víðihvammi 24,
Kópavogi, lést sunnudaginn 9. febrúar.
Útförin fer fram í Jerúsalem í dag.
Árni Ólafsson lést sunnudaginn 2. febr-
úar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Gunnar Þór Þorbergsson, Brekastíg 33,
lést 30. janúar. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey.
Halldór Magnússon, prentari, áður
Hagamel 14, Reykjavík, lést laugardag-
inn 8. febrúar.
Ingimundur Erlendsson, Suðurhólum
6, Reykjavík, lést föstudaginn 7. febrúar.
Sigþór Björgvin Sigurðsson, vélstjóri,
Skarðshlíð 13b, Akureyri, lést laugardag-
inn 8. febrúar.
AFMÆLI
Baldvin Tryggvason, fyrrverandi spari-
sjóðsstjóri, er 72 ára.
Kannski að
ÞESSI hressi
aðeins upp
á minnið?
Jæja, svo þú getur
ekki sagt mér hver er
leyndardómurinn á bak
við sköpun alheimsins?
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M