Fréttablaðið - 14.02.2003, Side 11

Fréttablaðið - 14.02.2003, Side 11
12 14. febrúar 2003 FÖSTUDAGURNORÐURLÖND ORKA Bandaríska stórblaðið The New York Times spáir því að ljósaperan verði úrelt innan fjög- urra ára. Við taki svokallaðir tölvukristalskubbar sem þegar eru komnir í notkun í ljósskiltum á Times Square í New York. Ljósakristalarnir hafi til þessa verið of dýrir í framleiðslu til að leysa ljósaperu Edisons af hólmi en það sé að breytast. Uppfinning Edisons á glóþræðinum er nú orðin rúmlega hundrað ára göm- ul og hafa margar atlögur verið gerðar að henni á umliðnum árum: „Ljósaperan er búin að standa sig vel og spádómar um fall hennar hafa ekki gengið eftir til þessa,“ segir Daði Ágústsson hjá Rafhönnun. „Á sínum tíma töldu menn að sparperan myndi gera út af við hana en hún var bæði of dýr og svo var ljósið af henni of kalt. Og þó svo að halógen- peran hafi að mörgu leyti reynst vel þá er hún ansi heit og með þrönga ljósgeisla,“ segir Daði og bendir á að þjóðir á norðlægum slóðum vilji hlýtt ljós eins og glópera Edisons veiti. Þegar menn komi til heitari landa sjái þeir hins vegar meira af köldu ljósi: „Það er eins og þetta sé inn- byggt í okkur hérna norðurfrá að vilja hlýja og milda lýsingu eins og glópera Edisons veit- ir,“ segir hann. Nú er að sjá hvort nýju tölvukristalskubbarnir búi yfir þessum mildu eiginleik- um glóperunnar en verði þeir almennt teknir í notkun eiga rafmagnsreikningar um heim allan eftir að lækka svo um munar. ■ LJÓSPERAN Rúmlega hundrað ára uppfinning Edisons á undir högg að sækja. New York Times spáir byltingu í lýsingu: Ljósaperan að verða úrelt ÁFENGISAUGLÝSINGAR Farið er í kringum lög um bann við áfengis- auglýsingum með því að auglýsa áfengislausan bjór sem lítur að flestu leyti eins út og áfengur bjór frá sama framleiðanda. Þorgerð- ur Ragnarsdóttir, framkvæmda- stjóri Áfengis- og vímuvarnaráðs, vill breytingar á lögum um áfeng- isauglýsingar. „Mér finnst leiðin- legt að vinna með reglur og lög sem ekkert gagn er í,“ segir Þor- gerður. Hún segir nauðsynlegt að endurskoða þessi lög. „Við höfum verið sérstaklega ósátt við það hjá framleiðendum og innflytjendum áfengis að þeir beina auglýsing- um að ungu fólki, þrátt fyrir að þeir segist ekki vera að sækjast eftir því að ala upp nýjan mark- að.“ Hún segir innflytjendur jafn- vel verri í slíkri markaðssetningu en innlenda framleiðendur. Í Svíþjóð féll á dögunum dóm- ur um að bann við áfengisauglýs- ingum væri óheimilt. Sigríður Andersen, lögfræðingur hjá Verslunarráði Íslands, telur mögulegt fyrir innflytjendur og framleiðendur hér á landi að láta reyna á hvort bannið hér á landi brjóti í bága við EES-samninginn. „Mér finnst hins vegar að íslensk stjórnvöld ættu að fara á undan og breyta sjálf reglunum frekar en að taka við skipun um það frá Brussel,“ segir Sigríður. Þorgerður segir að mikill þrýstingur sé frá Suður-Evrópu um frelsi í þessum efnum. Ástæð- an sé offramleiðsla í ríkjum eins og Frakklandi, Spáni og Ítalíu. Málið snúist um landbúnað og kvótasetningu hans í þeim lönd- um. „Hins vegar má ekki gleyma því að jafnvel í þessum löndum eru verulegar takmarkanir á því hvernig, hvar og hvenær má aug- lýsa áfengi.“ Hún bendir á að á Spáni megi ekki auglýsa áfengi fyrr en seint á kvöldin í sjónvarpi. Í tímaritum megi hlutfall áfengis- auglýsinga ekki fara upp fyrir til- tekin mörk. „Víða í Evrópu gilda strangar reglur um slíkar auglýsingar. Afl áfengisframleiðenda til markaðs- setningar er svo gríðarlegt og fjár- munirnir svo miklir að ekki væri hægt að spyrna við fótum ef ekki væru settar neinar reglur.“ Þor- gerður segir að umræða sé innan Evrópusambandsins um að herða reglur um áfengisauglýsingar og setja þær í sama flokk og tóbaks- auglýsingar. „Það mundi þýða að þær væru nánast alveg bannaðar.“ haflidi@frettabladid.is Lakar reglur um áfengisauglýsingar Núverandi reglur um áfengisauglýsingar gera lítið gagn að mati fram- kvæmdastjóra Áfengis- og vímuvarnaráðs. Lögfræðingur Verslunarráðs telur kominn tíma á endurskoðun áður en boð koma frá Brussel. Einar Oddur Kristjáns- son um aðgerðir ríkis- stjórnarinnar: Segjum þá að þetta sé kosningamál ALÞINGI „Nú er það svo að það eru kosningar á fjögurra ára fresti eins og allir vita. Ríkisstjórnin er að bregðast við aðstæðum í efna- hagslífinu, sem þarf að bregðast hratt við. Ef það skyldi vera að Samfylkingin vildi hafa þetta sem kosningamál, þá tel ég það ákaflega vænlegt. Við skulum þá bara segja það að þetta sé kosn- ingamál. Þá veit fólkið það og minnist þess í kosningunum hverjir það voru sem voru í fýlu,“ sagði Einar Oddur Krist- jánsson, Sjálfstæðisflokki, á Al- þingi í gær þegar verið var að ræða aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að sporna gegn atvinnuleysi. Og Einar Oddur sagði þörf á að ræða fleira þegar atvinnuleys- ið væri annars vegar. „Það er stórhættulegt, það er mikil þörf á því að við ræðum hér opinberlega þá kreppuhagfræði sem menn eru að boða hér í Seðlabankanum. Við verðum að horfast í augu við það og tala um það,“ sagði Einar Oddur. ■ EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON Vill ræða opinskátt um þá kreppuhagfræði sem hann segir Seðlabankann boða. Iceland Express: Samið við hótel á Stansted FERÐALÖG Lággjaldaflugfélagið Iceland Express hefur samið við hótel á Stansted-flugvelli um gist- ingu fyrir farþega sína frá Íslandi sem hyggjast halda áfram flugi á annan áfangastað. Á Stansted- flugvelli er flogið daglega til um 110 áfangastaða víða um heim en flugvöllurinn er helsta miðstöð lággjaldaflugfélaga á Bret- landseyjum. Þar sem væntanlegt flug Iceland Express frá Íslandi til Stansted verður seint um dag gæti gisting í nágrenni flugvallar- ins oft orðið nauðsyn áður en lengra er haldið. Forráðamenn Iceland Express hafa náð samningum við hótel um næturgistingu í tveggja manna herbergjum fyrir 4.500 krónur. Einnig er Hilton-hótel á staðnum en þar kostar gistingin um 28 þús- und krónur nóttin. Frá Stansted til Prag í Tékklandi er algengt verð á flugfarseðli um 7 þúsund íslensk- ar krónur – báðar leiðir. ■ FRÁ STANSTED-FLUGVELLI Tveggja manna herbergi á 4.500 krónur. Varaformaður bankaráðs: Eykur við hlut sinn INNHERJAVIÐSKIPTI Kjartan Gunn- arsson, varaformaður bankaráðs Landsbankans og framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins, keypti í gær hlut í Landsbankanum fyrir sjö milljónir að nafnvirði. Gengi kaupanna var 3,76 og verðmæti þeirra rúmar 26 milljónir króna. Eftir kaupin á Kjartan og aðilar tengdir honum hlut í Landsbank- anum að nafnvirði rúmar 48 millj- ónir eða sem svarar 180 milljón- um króna að markaðsvirði. Kjart- an er innherji í bankanum, en upp- gjör bankans liggur nú fyrir og innherjum því heimilt að eiga við- skipti með bréf sín. ■ Tjónamet hjá Tryggingamiðstöðinni: Ökutrygg- ingar skila mestum hagnaði AFKOMA Tjón Tryggingamiðstöðv- arinnar hafa aldrei verið jafn mikil og í fyrra. Tjón félagsins voru 7,3 milljarðar króna en bók- færð tjón tæpir sjö milljarðar. Stærsta einstaka tjón félagsins var þegar fjölveiði- skipið Guðrún Gísladóttir sökk undan Noregs- ströndum. Tjón vegna þess nam 2,2 milljörðum króna. Tjón fé- lagsins hækkuðu um rúm 40 pró- sent, en iðgjöldin hækkuðu um rúm níu prósent. Hagnaður fé- lagsins var 455 milljónir króna samanborið við 417 milljónir í fyrra. Ástæðan er sú að fjármálarekstur gekk vel og endurtrygging greiddi hluta tjóna. Slæm afkoma endurtryggj- enda og versn- andi ástand í þeirri grein hef- ur orðið til þess að kostnaður við endurtryggingu í sjó- og farm- tryggingum hef- ur aukist. Tap var hjá Tryggingamiðstöðinni í flestum tryggingaflokkum. Ökutrygging skilaði ríflega 400 milljóna hagn- aði. Ástæðan er talin vera snjó- léttir vetur að undanförnu. Af- koma í sjúkra- og slysatrygging- um var viðunandi að mati félags- ins. ■ BÓKFÆRÐ TJÓN TM Í MILLJÓNUM KRÓNA 1998 2.500 1999 3.199 2000 3.908 2001 4.912 2002 6.917 KVIKMYNDAIÐNAÐUR BLÓMSTR- AR 2.000 manns störfuðu í danska kvikmyndaiðnaðinum árið 2001 og velti hann um tveimur millj- örðum danskra króna. Hann hef- ur tvöfaldast að umfangi undan- farin tíu ár. Í nýrri skýrslu segir að Danir geti tekið Ástrali sér til fyrirmyndar en þar hefur kvik- myndaiðnaðurinn blómstrað. Veðrið og málið eru þó talin hamla Dönum í samkeppninni. NAFNASKIPTI VINSÆL Umsóknum um nafnaskipti fjölgar stöðugt í Danmörku. Fræðimenn hafa velt fyrir sér hvað búi að baki.Niður- staða þeirra er að skýringanna sé einkum að leita í því að æ fleiri að- hyllast talnafræði og trúa því að lífið verði betra ef stafasamsetning nafnsins breytist. Það eru helst konur á fertugsaldri sem vilja fá nýtt nafn í stað þess gamla. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ÁFENGISAUGLÝSING? Auglýsing á áfengislausum bjór sem lítur eins út og áfengur bjór er ein leið framleiðenda og innflytjenda til að fara í kringum núverandi löggjöf um áfengisauglýsingar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M RAFTÆKJAVERSLUNIN SUÐURVERI STÓRÚTSALA á ljósum og lömpum. Opið alla helgina. Mikill afsláttur. – Leikur í ljósum – Stigahlíð 45, 105 Reykjavík. Sími 553-7637, fax 568-9456 TJÓNAMET Stærsta einstaka tjón Trygginga- miðstöðvarinnar var þegar fjölveiðiskipið Guðrún Gísladótt- ir sökk. Tjónið var 2,2 milljarðar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.