Fréttablaðið - 14.02.2003, Side 17

Fréttablaðið - 14.02.2003, Side 17
18 14. febrúar 2003 FÖSTUDAGURGOLF MÆTTUR AFTUR Tiger Woods dregur fram kylfu á æfinga- hring fyrir Buick-mótið sem hófst í Bandaríkjunum í gær. Þetta er fyrsta mót Woods síðan hann fór í uppskurð á hné í desember. ÍÞRÓTTIR Í DAG 18.00 Kaplakriki FH tekur á móti ÍBV í Esso- deild kvenna í handbolta. ÍBV er í efsta sæti deildarinnar en FH í því sjöunda. 18.00 Valsheimili Valur og Grótta/KR mætast í Esso-deild kvenna í handbolta. 18.00 Sýn Sportið með Olís. 18.30 Sýn Football Week UK. Vikan í enska boltanum. 18.30 Egilshöll Valur og Fylkir eigast við í und- anúrslitum Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu. 19.00 Sýn Trans World Sport. Íþróttir um allan heim. 19.15 Borgarnes Skallagrímur tekur á móti KR í Intersportdeildinni í körfubolta. 19.15 Grindavík Grindavík fær nýkrýnda bikar- meistara Keflavíkur í heimsókn í Intersport-deildinni í körfu- bolta. 19.15 Seljaskóli ÍR-ingar og Haukar eigast við í Intersportdeildinni í körfubolta. 20.00 Austurberg ÍR-ingar taka á móti FH-ingum í Esso-deild karla í handbolta. 20.00 Selfoss Selfyssingar og Víkingar eigast við í botnslag Esso-deildar karla í handbolta. 20.00 Valsheimili Topplið Vals tekur á móti Gróttu KR í Esso-deild karla í handbolta. 20.00 Framhús Fram mætir Víkingi í Esso-deild kvenna í handbolta. Fram situr á botni deildarinnar en Víking- ur er í fimmta sæti. 20.30 Egilshöll Fram og Þróttur R. eigast við í hinum undanúrslitaleik Reykja- víkurmótsins í knattspyrnu. Svo gæti farið að Steffen Iver-sen, framherji Tottenham, verði frá það sem eftir er tíma- bils. Iversen hefur verið þjakað- ur af brjósklosi síðustu fimm ár og bíður nú eftir niðurstöðu lækna um hvort hann þurfi að gangast undir aðgerð. Iversen hitti sérfræðinga í Osló og vonast til að fá mál sín á hreint. Gordon Strachan, knattspyrnu-stjóri Southampton, segir að lið hans hafi gert allt til að hjálpa Agustin Delgado, framherja liðs- ins, en án árangurs. Delgado sagði upp samningi sínum við lið- ið í byrjun vikunnar þar sem hann taldi sig ekki hafa fengið næg tækifæri með liðinu. Hann hefur aðeins verið átta sinnum í byrjunarliðinu á þessu tímabili. Strachan segir ekkert til í því að hann hafi haldið Delgado út úr liðinu. „Við höfum gert allt í okk- ar valdi til að hjálpa okkur en svona bregst hann við. Ég vor- kenni öllum í liðinu sem hafa reynt að koma honum til hjálpar.“ FÓTBOLTI Mjaðmameiðsli Roy Keane, fyrirliða Manchester United, voru það alvarleg að hætta var á að hann þyrfti að leggja skóna á hilluna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórn United sendi frá sér í gær. Keane ákvað í fyrradag að hætta að leika með írska landslið- inu eftir að hafa rætt við Brian Kerr landsliðsþjálfara. Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United, hafði farið þess á leit við Keane að hann myndi hætta að leika með landsliðinu enda kom- inn á gamals aldur. „Meiðslin voru það alvarleg að það var hætta á að Keane þyrfti að leggja skóna á hilluna,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. „Hann hefur hins vegar jafnað sig af þeim að fullu en honum er ráðlagt að segja skilið við lands- liðið.“ ■ ROY KEANE Er kominn á fullt eftir að hafa jafnað sig af meiðslum sem gerðu næstum út um feril hans. FÓTBOLTI FÓTBOLTI Ísland og Bandaríkin hafa mæst fjórum sinnum í kvenna- landsleik. Þrír hafa endað með sigri Bandaríkjanna en einn með jafntefli. Í þessum leikjum hefur Íslandi ekki tekist að skora mark á meðan bandaríska liðið hefur skor- að 15. Jörundur Áki segir að mjög erfitt verkefni sé fram undan. „Við erum að spila við heimsmeistarana með sitt allra sterkasta lið. Við erum hins vegar ekki með okkar sterkasta lið. Það kemur til með að verða mikil barátta hjá okkur að komast sem best frá leiknum.“ Þrátt fyrir að tölfræðin sé ís- lenska liðinu í óhag segir Jörundur markmiðið að sjálfsögðu að gera góða hluti í leiknum.“Þetta er einnig frábært tækifæri fyrir okk- ar stelpur og sérstaklega þær sem eru að stíga sín fyrstu skref. Það verða þarna útsendarar bæði frá háskólum í Bandaríkjunum og eins frá bandarísku atvinnumanna- deildinni. Leikurinn verður einnig sýndur í beinni útsendingu. Þetta verður því heilmikið ævintýri.“ Jörundur ætlar að spila mjög stífan varnarleik. „Ég hef haldið mig við kerfið 5-4-1 og það hefur gefist nokkuð vel. Við munum ekki blása mikið til sóknar. Stelpurnar okkar eru heldur ekki í neinu leik- formi en bandaríska liðið er ný- komið af fjögurra liða móti í Kína sem þær unnu. Þær eru því í topp- standi með allar sínar toppstjörn- ur.“ Ein af þeim verður Mia Hamm, sem kjörinn var knatt- spyrnukona síðasta árs af Alþjóða- knattspyrnusambandinu. Leikurinn á sunnudag verður síðasti leikur Jörundar Áka með kvennalandsliðið. „Þetta verður síðasti leikur minn í bili en hver veit nema maður komi þarna aftur einhvern tímann.“ Hann segist kveðja liðið með söknuði. „Þetta er búið að vera frábært tímabil. Liðið er búið að festa sig í sessi sem eitt af betri liðum í heiminum, á topp 15. Ég sé ekki annað en að framtíð- in sé björt og lít svo á að riðillinn sem stelpurnar eru í núna í und- ankeppni EM sé mjög góður fyrir okkur. Ég tel að liðið eigi virkilega góða möguleika á að fara lengra.“ Helena Ólafsdóttir, fyrrverandi landsliðskona og núverandi þjálf- ari Vals, ferðast með landsliðinu til Bandaríkjanna og tekur í fram- haldinu við liðinu af Jörundi. „Mér líst mjög vel á hana sem þjálfara. Hún hefur mikla reynslu sem leik- maður en kannski ekki alveg eins mikla sem þjálfari. Ég vænti þess að hún eigi eftir að standa sig mjög vel í þessu starfi,“ sagði Jörundur. freyr@frettabladid.is Berti Vogts, landsliðs- þjálfari Skota: Þurfum að gera betur gegn Íslandi FÓTBOLTI Berti Vogts, þjálfari skoska landsliðsins í knattspyrnu, sem er með Íslandi í riðli í und- ankeppni EM, var afar ósáttur við 0:2 tap liðsins gegn Írlandi í vin- áttuleik í fyrrakvöld. „Fyrra markið kom eftir mis- tök og það síðara líka. Eftir það var leikurinn búinn,“ sagði Vogts. „Við lékum ekki vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við verður að gera mun betur í leiknum gegn Íslandi þann 29. mars.“ ■ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Bandaríkjamönnum í vináttulandsleik í Charleston á sunnudagskvöld. Jörundur Áki Sveins- son, sem stjórnar liðinu í síðasta sinn, á von á mjög erfiðum leik. JÖRUNDUR ÁKI Jörundur Áki Sveinsson stjórnar kvennalandsliðinu í síðasta sinn á sunnudag. Hann ætlar að einbeita sér að þjálfun Breiðabliks í meistaraflokki karla á næstunni. ÍSLENSKI LANDSLIÐSHÓPURINN Lið Leikir Þóra Björg Helgadóttir KR 23 María Björg Ágústsdóttir Stjarnan 2 Eva S. Guðbjörnsdóttir Breiðablik 5 Erla Hendriksdóttir FV Köbenh. 35 Olga Færseth ÍBV 36 Rakel Logadóttir ÍBV 3 Ásthildur Helgadóttir KR 50 Elín Jóna Þorsteinsdóttir KR 8 Hólmfríður Magnúsdóttir KR 0 Hrefna H. Jóhannesdóttir KR 1 Auður Skúladóttir Stjarnan 34 Elfa B. Erlingsdóttir Stjarnan 1 Dóra Stefánsdóttir Valur 1 Íris Andrésdóttir Valur 0 Laufey Jóhannsdóttir Valur 2 Málfríður E. Sigurðardóttir Valur 0 Rósa J. Steinþórsdóttir Valur 23 VIÐUREIGNIR ÍSLANDS OG BANDARÍKJANNA 1998: Bandaríkin-Ísland 6:0 1998: Bandaríkin-Ísland 1:0 2000: Bandaríkin-Ísland 8:0 2000: Bandaríkin-Ísland 0:0 Roy Keane: Ferillinn næstum úti Ekki blásið til sóknar FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI FÓTBOLTI Joan Gaspart, forseti Barcelona, hefur sagt starfi sínu lausu. Gaspart ætlaði upphaflega að láta af störfum þann 1. mars en snerist hugur og tilkynnti í gær að hann myndi hverfa strax frá úr forsetastólinum. Hræðilegt gengi Barcelona í spænsku deildinni, versnandi fjárhagsstaða og ósætti í stjórn liðsins er meðal ástæðna fyrir uppsögninni. Í lok janúar var Louis Van Gaal rekinn úr starfi knatt- spyrnustjóra eftir aðeins átta mánuði í starfi. Barcelona er sem stendur í 15. sæti efstu deildar á Spáni en 20 lið leika í deildinni. Liðið er tveimur stigum frá fallsæti. Gaspart tilkynnti um uppsögn sína eftir fund með stjórn liðsins. Hann hefur stýrt Katalóníuliðinu í tvö og hálft ár og á þeim tíma hefur liðið ekki unnið til verð- launa. ■ Joan Gaspart: Stígur úr forseta- stóli Barcelona JOAN GASPART Tilkynnti í gær að hann stigi niður úr forsetastóli Barcelona eftir tveggja og hálfs árs dvöl þar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.