Fréttablaðið - 14.02.2003, Page 33

Fréttablaðið - 14.02.2003, Page 33
22 14. febrúar 2003 FÖSTUDAGUR I SPY kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 bi 12 JAMES BOND b.i. 12 ára kl. 10.10 LORD OF THE RINGS kl. 8 / 4 í lúxus SPY KIDS 2 kl. 3.45 og 5.50 KALLI Á ÞAKINU m/ísl.tali kl. 4 og 6 DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN JUWANNA MANN kl. 4, 6 og 8 THE RING kl. 10.30 GULLPLÁNETAN m/ísl.tali kl. 4 og 6 JACKASS b.i.14.ára kl. 6, 8 og 10 ANALYZE THAT kl. 8 og 10.15 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.20 - bi 16 Sýnd í lúxus kl. 8 og 10.30. bi. 12 ára kl. 5.50 HAFIÐ kl. 6DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN kl. 10TIME IN THE MIDLANDS kl. 10.40IRREVERSIBLE e. texti b. 16 ára Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 Sýnd kl. 6, 8 og 10 kl. 8STELLA Í FRAMBOÐI Sýnd kl. 8 og 10 FRÉTTIR AF FÓLKI Þá hafa 90 þúsund miðar veriðseldir á „Lord of the Rings: The Two Towers“ hér á landi. Myndin er þar með orðin önnur vinsælasta mynd á Íslandi frá upp- hafi en engri bíó- mynd hefur tek- ist að ryðja „Titanic“ úr efsta sætinu. Myndin er orðin áttunda vinsælasta mynd í Bandaríkjun- um frá upphafi. Talsmenn kvik- myndarinnar hér á landi segja að aðsókn sé enn töluverð. Þeir von- ast því til þess að komast yfir 100 þúsund miða markið. Sjónvarpsmaðurinn MartinBashir varði heimildarmynd sína um Michael Jackson í net- spjalli á miðvikudagskvöld. Hann sagði að honum fyndist ekki að mynd sín hefði verið ósanngjörn og að hann hafi að- eins viljað sýna Jackson í réttu ljósi. Hann benti á að það hefði verið Jackson sem játaði, án þess að blygðast sín, að hann deil- di svefnherbergi sínu stundum með börnum. Bashir segist ekki vera að saka Jackson um að vera barnaníðungur. Hann hafi bara viljað vekja fólk til vitund- ar um að Jackson væri 44 ára karlmaður sem leyfði börnum er ekki eru skyld honum að deila með sér svefnherbergi sínu. Hann sagði líka að ef mynd sín yrði til þess að Jackson yrði var- kárari í framtíðinni væri það af hinu góða. Phil Spector segist hafa drepiðB-myndaleikkonuna Lönu Clarkson af slysni. Lögfræðingar hans hyggjast verja hann með þeim rökum að um voðaskot hafi verið að ræða og því hafi það aldrei verið ætlun Spectors að bana konunni. Vinir Spectors hafa komið honum til varnar og segjast fullvissir um að Spector hafi ekki ætlað að myrða Clarkson. Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15 Sýnd í lúxus kl. 5.50, 8 og 10.15 TÓNLIST Lagið „Romantic Exorcism“ með Mínus situr nú í toppsæti vinsældalista Radíó X. Þannig hefur sveitin náð að teygja anga sína til hlustenda- hóps sem hingað til hefur ekki náð að laga eyrum sínum að beittum tón hennar. Í næstu viku heldur Mínus í hljóðver til þess að taka upp þriðju breið- skífu sína og fylgja eftir plöt- unni „Jesus Christ, Bobby“ sem opnaði þeim leið inn á erlenda markaði. „Við erum búnir að klára prufuupptökur og erum á leið- inni í Sýrland að taka upp plöt- una,“ tilkynnir Frosti Logason, gítarleikari Mínus. „Upptökur áttu reyndar að vera byrjaðar en Ken Thomas upptökumaður, sem aðstoðar líka við útsetning- ar, er að klára sólóplötu David Gahan úr Depeche Mode. Hann var ekki alveg búinn svo við seinkuðum þessu aðeins. Við erum í startholunum og byrjum í næstu viku. Bibbi Curver og Ken Thomas vinna plötuna sam- an með okkur.“ Frosti viðurkennir að mikill spenningur sé í herbúðum Mínusmanna fyrir nýja efninu og heitir því að sveitin reyni sitt besta við að breiða tóna sína út um gjörvalla veröld. „Þetta er ennþá hart rokk en talsvert að- gengilegra. Það var ekkert markmið hjá okkur en við vor- um orðnir þreyttir á svona „ösk- ur“-söng. Við ákváðum því snemma eftir síðustu plötu að breyta því. Að öðru leyti er þetta ekki mikið breytt, enn metalgítarar og melódíur.“ Áætlaður útgáfudagur nýju plötunnar er 5. maí. Eftir upptökurnar taka spennandi tímar við. Meðal ann- ars fer sveitin í tónleikaferð með Hell Is for Heroes. „Það er ung sveit sem var stofnuð í London árið 2000. Þeir vöktu strax á sér athygli fyrir þétta tónleikaframkomu. Ég man að ég var alltaf að lesa um þá í Kerrang. Þeir fengu alltaf mjög háa stjörnugjöf fyrir tón- leika og fengu svo fljótlega samning hjá EMI, sem er nátt- úrlega draumur allra rokk- sveita. Fyrsta breiðskífan þeirra, „Neon Handshake“, var að koma út. Þetta er búið að ger- ast mjög hratt hjá þeim og þeir þykja með efnilegri sveitum í Bretlandi.“ Í kjölfarið tók Frosti það að sér að halda tónleika með Hell Is for Heroes hér á landi. Þeir fara fram 13. mars næstkom- andi á Gauki á Stöng. Auk Mínus mun rokksveitin Brain Police hita upp. Mínus verður þá ný- búin að hljóðrita nýju breiðskíf- una og ætti því að vera hlaðin ferskum hugmyndum og lögum. biggi@frettabladid.is 4 og 6 Mínus, hetjur í helvíti Rokkhljómsveitin Mínus er við það að hljóðrita sína þriðju breiðskífu. Eftir það tekur margt spennandi við, til dæmis tónleikaferð með sveitinni Hell Is for Heroes, sem þykir með efnilegri rokksveitum Breta í dag. HELL IS FOR HEROES Frosti segir að tónlist þeirra byggist á þungum og grípandi gítarlínum. „Þeir eru bara búnir að heilla alla með sér. Fóru svo út til L.A. og tóku upp fyrstu plötuna sína þar. Fengu greinilega að sjá gamlan glysdraum rætast.“ MÍNUS Hefur líkt og Hell Is for Heroes fengið afbragðsdóma fyrir tónleika á síð- um rokkblaðsins Kerrang. Þriðja breiðskífa sveitarinnar er væntanleg í byrjun maí.SVAKA SKUTLA Catherine Zeta-Jones sést hér í hlutverki sínu í myndinni „Chicago“. Myndin er til- nefnd til 13 Óskarsverðlauna, en þar af er Zeta-Jones tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.