Fréttablaðið - 14.02.2003, Page 37

Fréttablaðið - 14.02.2003, Page 37
26 14. febrúar 2003 FÖSTUDAGURHVAÐA BÓK ERT ÞÚ AÐ LESA? VALENTÍNUSARDAGURINN „Ef ég ætti kærasta myndi ég nota tækifær- ið til að vera extra næs í dag,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, öðru nafni Dr. Love, aðspurður um það hvort hann telji að Val- entínusardagurinn, sem er í dag, eigi nokkuð erindi við Íslend- inga. „Þessi dagur gefur líka pörum ástæðu til að staldra við og ræða málin,“ segir Páll Óskar. „Þetta er andleg vörutalning fyr- ir elskendur.“ Fáir hafa talað jafn mikið um ástina og sungið jafn mikið af ást- arsöngvum á undanförnum árum en Páll Óskar. Fara ekki Íslend- ingar hjá sér við allt þetta ástar- hjal? „Nei, alls ekki,“ segir Páll. „Íslendingar eru helteknir af ást- inni.“ Hann segir umræðu um ástina vera orðna mun vitsmuna- legri. Sífellt fleiri geti tjáð sig um ástina. „Þetta var mjög slæmt áður fyrr, sérstaklega hjá strák- um,“ segir Páll. „Það var eins og það skorti tilfinningalegan orða- forða. Margir strákar gátu ekki fundið orð til þess að segja ein- faldan hlut eins og að þeim þætti vænt um einhverja stelpu. Núna eru þeir orðnir sjóaðri í þessu.“ Páll Óskar hóf samstarf við Moniku Abendroth hörpuleikara fyrir tæpum tveimur árum og hafa þau verið iðin við að flytja hugljúfa ástarsöngva fyrir veður- barna Íslendinga og hlotið góðar viðtökur. Þau halda tónleika á sunnudaginn í tilefni af Valent- ínusardeginum. Á efnisskránni verða lög af væntanlegri plötu, auk annarra þekktra laga í flutn- ingi Páls Óskars, eins og „Ó, hví- líkt frelsi“, „Ást við fyrstu sýn“ og „Yndislegt líf“. En er Páll Ósk- ar ekkert hræddur um að dag- skráin sé of væmin? „Nei, alls ekki,“ svarar hann. „Fólki er auð- vitað frjálst að upplifa þetta sem væmið. Mér finnst sándið í okkur Moniku fyrst og fremst vera há- tíðlegt.“ Það var sameiginlegur vinur þeirra beggja sem leiddi Pál Óskar og Moniku saman fyrir nokkrum árum og segir Páll að þau hafi átt lítið sameiginlegt við fyrstu sýn. Síðan smullu þau saman í flutningi ástarsöngva. Það má því segja að samband þeirra sé hálfgert ástarsam- band. Verður þá andleg vörutalning hjá þeim í dag? „Það er alltaf andleg vörutaln- ing hjá okkur Moniku,“ segir Páll Óskar. gs@frettabladid.is Íslendingar eru helteknir af ástinni Í dag er Valentínusardagurinn og Páll Óskar Hjálmtýsson ætlar að flytja lög um ástina ásamt Moniku Abendroth á sunnudagskvöld. Páll Óskar segir fulla þörf á sérstökum degi fyrir elskendur. PÁLL ÓSKAR OG MONIKA Áttu fátt sameiginlegt við fyrstu sýn, en hafa smollið saman í tónlistinni við flutning ástarsöngva. Helgi Pétursson, starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur. „Ég er að lesa ævisögu Stephans G. sem er afar merkileg bók. Ég á mikið af skyldfólki á Gimli í Vesturheimi og hef því alltaf haft áhuga á þessari sögu. Svo er ég búinn að pæla gegnum Jón Baldvin og ég verð nú að segja það að ég hraðlas hana þar sem mér þótti hann dvelja um of við sósíaldemó- kratískar útleggingar sem eru ágætar í og með en ekki sem aðalatriði.“ BÆKUR Skáldsaga Hallgríms Helga- sonar, 101 Reykjavík, kom nýlega út í Þýskalandi og óhætt er að segja að hún hafi fallið þarlendum gagnrýnendum vel í geð en þeir hlaða Hallgrím lofi og líkja Hall- grími við ekki minni og ólíkari spámenn en Halldór Laxness og Nick Hornby. Þá hafa svissneskir gagnrýnendur einnig hrifist af miðbæjarsögu Hallgríms og gagnrýnandi Neue Züricher Zeit- ung tengir Hlyn Björn, söguper- sónu Hallgríms, við meistaraverk Cervantesar og segir hann vera „Don Kíkóta X-kynslóðarinnar“. Gagnrýnandinn heldur svo áfram að finna Hallgrími stað í bókmenntasögunni og ber hann saman við Aldo Keel og Halldór Laxness. Gagnrýnandi Süddeutsche Zeitung segir Hallgrím „frábær- an og hugmyndaríkan stílista“ og segir aðalpersónu bókarinnar vera jafn kynlífsóðan og heilan skipsfarm af víkingum á ecstasy. „Frásagnarsnilld Hallgríms“ felst að hans mati í því „að gera þennan þráhyggjufulla sögumann að per- sónu sem maður er reiðubúinn að fylgja í gegnum bókina, þrátt fyr- ir allan munnsöfnuð og dóna- skap.“ Hallgrímur er í Der Land- bote sagður hafa mikla tilfinningu fyrir svörtum húmor og þykir svo sannarlega nýta sér hana „þegar hann teflir fram eilífum og brjál- æðislegum leikreglum karl- rembusvínsins“. Útgáfurétturinn á 101 Reykja- vík hefur nú verið seldur til tólf landa, þar á meðal til Bandaríkj- anna, Bretlands, Frakklands, Ítal- íu, Póllands og Rúmeníu, auk Þýskalands. ■ HALLGRÍMUR HELGASON Gagnrýnandi Der Landbote segir hann hafa mikla tilfinningu fyrir svörtum húmor sem hann nýti „svo sannarlega þegar hann teflir fram eilífum og brjálæðislegum leik- reglum karlrembusvínsins“. Hlynur Björn: Berst við vindmyllur í Reykjavík BÆKUR Ritstjórinn Lilly Golden í New York hefur, undir dulnefninu B. Delores Max, tekið saman á bók safn af sögum sem eru ætlað- ar þeim sem eru í ástarsorg og þykir því afar heppileg gjöf handa fólki sem á ekki von á konfekti og blómum í dag. Bókin heitir ein- faldlega Dumped, eða Sagt upp, og þar er meðal annars að finna ástarsorgarsögur eftir Raymond Carver, Lorrie Moore, Saul Bellow og fleiri. Sögurnar spanna býsna breytt svið en þar er meðal annars saga Roalds Dahl, Lamb til slátrunar, sem fjallar um hefndina, til galsa- fenginnar sögu Noah Baumbachs, Zagat History of My Last Relationship. Sambandsslit eru skoðuð frá sjónarhornum karla, kvenna, ungra og gamalla, giftra og einhleypra, gagn- og samkyn- hneigðra Þá gat Golden ekki stillt sig um að troða nokkrum köflum úr Sense and Sensibility eftir Jane Austen, þar sem fólk notar enn í dag sömu meðul til að svíkja heit- fólk sitt og Willoughby gerði á sín- um tíma. ■ Valentínusardagurinn: Bók fyrir fólk í ástarsorg JANE AUSTEN Á nokkra kafla í ástarsorgarbókinni Dumped enda hefur nútímafólk ekki enn vaxið upp úr lúalegum tryggðar- svikum á borð við þau sem hún greindi frá í bókum sínum. Bókmenntafræðistofun HÍ ogHáskólaútgáfan hafa gefið út ritið Hvað rís úr djúpinu? í ritstjórn Birnu Bjarnadóttur. Þar eru birt er- indi sem haldin voru á málþingi í Hafnarborg þann 16. mars 2002 í tilefni af 70 ára afmæli Guðbergs Bergssonar á árinu. Þau Álf- rún Gunnlaugs- dóttir, Ármann Jakobsson, Ást- ráður Eysteinsson, Eiríkur Guð- mundsson, Gauti Kristmanns- son, Kristín Ómarsdóttir, Krist- ján B. Jónasson, Lise Hvarre- gaard, Matthías Viðar Sæ- mundsson og Oddný Eir Ævars- dóttir eiga erindi í bókinni auk heiðursgestsins Guðbergs Bergssonar. NÝJAR BÆKUR 1 METSÖLULISTI 2 3 4 5 6 7 8 9 10 MEST SELDU VIKURITIN Í VERSLUN- UM PENNANS-EYMUNDSSONAR NORSK UKEBLAD HELLO SUNDAY TIMES TIME NOW HJEMMET OK! DER SPIEGEL NEWSWEEK ECONOMIST Útsala Úr, skartgripir og postulín 15-50% afsláttur Laugavegi 61 Sími 552 4910 úrad. 552 4930

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.