Fréttablaðið - 06.03.2003, Page 1
EFNAHAGSMÁL
Samdráttur í
útflutningi
bls. 8
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Fimmtudagurinn 6. mars 2003
Tónlist 20
Leikhús 20
Myndlist 20
Bíó 22
Íþróttir 18
Sjónvarp 24
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
ALÞINGI. Á þingfundi sem hefst
klukkan 10.30 verður rætt um
mörk Suðvesturkjördæmis og
Reykjavíkurkjördæmis suður. Þá
verða fjáraukalög um aðgerðir í at-
vinnu- og byggðamálum rædd, sem
og frumvarp til laga um þriðju
kynslóð farsíma.
Kjördæmamörk
rædd
KÖRFUBOLTI Heil umferð verður
leikin í Intersport-deildinni í körfu-
bolta og hefjast leikirnir sex klukk-
an 19.15. Grindavík, efsta lið deild-
arinnar, mætir Hamri í Hveragerði.
Haukar taka á móti KR, Keflavík
leikur við Snæfell á heimavelli,
Breiðablik sækir Njarðvík heim og
Tindastóll ÍR. Þá mætast tvö neðstu
lið deildarinnar, Valur og Skalla-
grímur, í Valsheimilinu.
Grindavík mætir
Hamri
FYRIRLESTUR Ný fyrirlestraröð um
umhverfismál hefst klukkan 16.15 í
VRII við Hjarðarhaga. Fyrsta fyr-
irlesturinn heldur Dr. L. Donald
Duke, dósent við umhverfisfræði-
og umhverfisstjórnunarskor Suður-
Flórídaháskóla í Tampa í Florída-
ríki í Bandaríkjunum og Fulbright
gistiprófessor við Umhverfisstofn-
un Háskóla Íslands. Hann mun
fjalla um hagnýtingu takmarkaðra
náttúruauðlinda og vatnabúskap í
Kaliforníuríki.
Hagnýting
náttúruauðlinda
MYNDLIST
Gerir hljóðið
sýnilegt
FIMMTUDAGUR
55. tölublað – 3. árgangur
bls. 30
AFMÆLI
Bjóða til
veislu
bls. 20
FÓTBOLTI
bls. 6
Vill verða
stjóri
United
BANDARÍKIN
Beinir
augum að
forsetastól
bls. 18
REYKJAVÍK Austlæg átt, 5-10
og skýjað með köflum á
morgun. Hiti 2 til 7 stig.
VEÐRIÐ Í DAG
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 13-18 Smá él 2
Akureyri 8-13 Slydda 3
Egilsstaðir 8-13 Slydda 3
Vestmannaeyjar 8-13 Bjart 5
➜
➜
➜
➜
+
+
+
+
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002.
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
M
o
rg
u
n
b
la
ð
ið
Meðallestur 25 til 49
ára samkvæmt
fjölmiðlakönnun
Gallup frá
október 2002
28%
D
V
80.000 eintök
70% fólks les blaðið
Hvaða blöð
lesa 25 til 49
ára íbúar á
höfuðborgar-
svæðinu á
fimmtu-
dögum?
53%
72%
!"# $% &'()*
ALÞINGI Frumvarp til laga um
byggingu álvers á Reyðarfirði var
afgreitt sem lög frá Alþingi í gær
með 41 atkvæði gegn 9. Fjarver-
andi voru 12 og einn sat hjá. Katrín
Fjeldsted var eini þingmaður
stjórnarliða sem greiddi atkvæði
gegn frumvarpinu og það gerðu
einnig þingmenn Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs. Allir
þingmenn Samfylkingarinnar
samþykktu frumvarpið nema þær
Rannveig Guðmundsdóttir og Þór-
unn Sveinbjarnardóttir. Þingmað-
ur Frjálslynda flokksins sat hjá.
Tillaga frá Steingrími J. Sigfús-
syni, formanni Vinstri grænna, um
þjóðaratkvæðagreiðslu var áður
felld með 35 atkvæðum gegn 6.
Valgerður Sverrisdóttir iðnað-
arráðherra sagði að það hefði ver-
ið einstök upplifun að hafa fengið
að vera þátttakandi í því gríðar-
lega undirbúningsstarfi sem álver
krefðist. Hún væri stolt af hæfni
íslenskrar stjórnsýslu, starfs-
manna Landsvirkjunar og verk-
fræðistofa, sem hefði gert það að
verkum að markmið hafi náðst.
Kolbrún Halldórsdóttir, þing-
maður Vinstri grænna, sagði með-
al annars að þjóð og þing hefðu
staðið frammi fyrir afarkostum í
málinu. Ekki hefði verið gerð til-
raun til að meta verðgildi náttúr-
unnar, allt væri falt og afhent er-
lendum auðhring á silfurfati.
Andstæðingar framkvæmd-
anna fjölmenntu á þingpalla og var
nokkuð um klapp og baul þegar
þingmenn gerðu grein fyrir at-
kvæði sínu. Þeir sem lýstu sig and-
snúna fengu klapp en hinir baul. Af
þeim sökum sá forseti ástæðu til
að áminna gesti um að sýna Al-
þingi viðeigandi virðingu. „Þetta
er sorgardagur,“ var kallað af
þingpöllum.
Eftir að frumvarpið varð að lög-
um var frumfluttur á Austurvelli
sorgarmars eftir Björgvin Gísla-
son. ■
LÖG UM ÁLVERKSMIÐJU Á REYÐARFIRÐI SAMÞYKKT Ögmundur Jónasson þungur á
brún. Fyrir framan hann eru Þórunn Sveinbjarnardóttir, annar tveggja þingmanna Samfylk-
ingar sem greiddu atkvæði gegn lögunum, og Karl Matthíasson, einnig Samfylkingunni.
Alþingi samþykkti álverið:
Klappað og baulað
SJÁVARÚTVEGUR „Ég er auðvitað
ánægður með að vera sýknaður.
Samt stöðvuðu þeir bátinn í hálf-
an annan mánuð og sviptu mig at-
vinnunni,“ segir Kolbeinn Hlynur
Tómasson, fyrr-
verandi stýrimað-
ur á Báru ÍS 364,
sem ásamt skipsfé-
lögum og útgerð
var kærður fyrir
brot á lögum um
umgengni sjávarnytja í kjölfar
þess að myndir birtust í Sjón-
varpinu af brottkastinu. Kolbeinn
hefur nú fengið um það bréf frá
embætti ríkislögreglustjóra að
fallið hafi verið frá rannsókn á
máli hans.
Myndatökumenn Sjónvarpsins
og Morgunblaðsins fóru í sjóferð
með Báru í nóvember 2001 og
mynduðu það sem gerðist í róðr-
inum. Einnig voru þeir um borð í
Bjarma ÍS þar sem þeir mynduðu
brottkast skipverjanna. Magnús
Þór Hafsteinsson fréttamaður og
Friðþjófur Helgason myndatöku-
maður stóðu fyrir umfjölluninni,
sem vakti gríðarlega athygli.
Sjávarútvegsráðherra véfengdi
að þarna væri um raunverulegt
brottkast að ræða og taldi að um
sviðsetningu hefði verið að ræða.
Ráðherrann var dæmdur fyrir
þau orð sín.
„Ég sagði við yfirheyrslur að
þetta hefði verið skemmdur fisk-
ur og þeir gátu ekki hrakið það.
Það var ekkert á myndum sem
sýndi að lögbrot hefði verið
framið. Ég vil taka skýrt fram að
allt var með hefðbundnum hætti í
sjóferðinni og því ekki um neinar
falsanir að ræða. Umræðan eftir
að myndirnar voru sýndar voru
af ýmsu tagi. Okkur var meðal
annars líkt við fíkniefnasala
vegna þessa brottkasts. Það er
gott að þetta er að baki og ég hef
verið sýknaður. Ég mun nú kanna
rétt minn til skaðabóta,“ segir
Kolbeinn.
Fréttablaðið hefur ekki heim-
ildir fyrir því hvort fallið hafi
verið frá rannsókn á málum út-
gerða Bjarma ÍS og Báru ÍS en
báðir útgerðarmennirnir hafa
lýst því yfir að þeir muni sækja
bætur á hendur ríkinu vegna
þess að skipin voru á sínum tíma
svipt veiðileyfum. Þær kröfur á
hendur sjávarútvegsráðuneytinu
munu nema tugum milljóna
króna að teknu tilliti til tjóns út-
gerðanna.
rt@frettabladid
Sýknaður
af brottkasti
Stýrimaður Báru ÍS mun krefjast bóta vegna
þess að báturinn var sviptur veiðileyfi. Brottkast-
málið gæti kostað ríkissjóð tugmilljónir króna.
„Okkur var
meðal annars
líkt við fíkni-
efnasala.“
KOLBEINN TÓMASSON
Sýknaður í frægu brottkastsmáli.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M