Fréttablaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 2
2 6. mars 2003 FIMMTUDAGUR EVRÓPA Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur hefur verið virk í mótmælum sínum gegn álverksmiðju á Reyðarfirði og Kárahnjúkavirkjun. Í gær voru samþykkt á Al- þingi lög sem heimila iðnaðarráðherra að hefja undirbúning byggingar verksmiðjunnar á Reyðar- firði. Nei, nei, ég hef haft vit á að taka mér frí inn á milli en nú byrja mótmælin fyrir alvöru. SPURNING DAGSINS Elísabet, ertu ekki komin í frí núna? EINKAVÆÐING Hlutur ríkisins í Ís- lenskum aðalverktökum verður seldur í einu lagi. Eignarhlutur ríkisins er tæplega 40 prósent eða rúmar 550 milljónir að nafnverði. Miðað við gengi bréfa Íslenskra aðalverktaka er verðmæti hlutar- ins um tveir milljarðar. Við sölu svo stórs hluta er ekki óalgengt að greitt sé hærra verð en al- mennt gerist á markaði. Einkavæðingarnefnd leitar að kaupanda sem hefur áhuga á að viðhalda rekstri fyrirtækisins, efla það og stuðla að virkri sam- keppni á verktakamarkaði. Gert er að skilyrði að kaupandinn eigi hlutinn í að minnsta kosti eitt ár frá kaupdegi. Áhugasömum fjárfestum er boðið að sitja kynningarfund fljótlega. Tilkynna skal um þátt- töku á fundinum fyrir klukkan fjögur á mánudag. Tilboðum skal skila í síðasta lagi föstudaginn 21. mars. Við mat á tilboðunum verður litið til verðs, áhrifa sölu til viðkomandi tilboðsgjafa á samkeppni á íslenskum verk- takamarkaði, fjárhagslegs styrks og fjármögnunar, framtíðarsýn varðandi rekstur fyrirtækisins og starfsmannamál og loks stjórnunarlegrar reynslu og þekkingar á þeim markaði sem félagið starfar á. ■ SELT Í EINU LAGI Tæplega 40 prósenta hlutur ríkisins í Íslenskum aðalverktökum verður seldur í einu lagi. Kaupanda er skylt að stuðla að samkeppni á verktakamarkaði. Ríkið selur Aðalverktaka: Skilyrði að sam- keppni verði virk Davíðsmálið: Hreinn kemur í dag STJÓRNMÁL „Ég frestaði ferð minni um einn sólarhring og mun skoða málin við heimkomuna. Fer yfir málin með stjórninni á föstudag. Hagsmunir Baugs ganga fyrir öllu öðru,“ sagði Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, í samtali við Fréttablaðið í gær. Hreinn hefur undanfarna sólar- hringa dvalið á gömlum slóðum í London en fundur hans og Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra á þeim slóðum 26. janúar 2002 varð einmitt tilefni eins mesta fjölmiðlafárs síðari tíma. Hreinn Loftsson hefur sagt að á sínum tíma hafi hann farið til fundarins í London til að hitta Davíð og tilkynna afsögn sína í einkavæðingarnefnd. Davíð hefur sagt að þetta sé ósatt. „Ég man ennþá orðalagið þegar ég sagði Davíð að vegna allra að- stæðna sem upp væru komnar neyddist ég til að taka staf minn og hatt,“ segir Hreinn, sem reynd- ar sagði frá því í Íslandi í bítið á Stöð 2 að hann hefði áður sagt af sér sem formaður einkavæðingar- nefndar vorið 2001. ■ Mengað vatn: Milljónir í hættu TÓKÍÓ, AP Dag hvern ógnar mengað drykkjarvatn og önnur vatnstengd vandamál lífi tugþús- unda einstaklinga, sagði Gordon Young, ráðunautur vinnuhóps á vegum Sameinuðu þjóðanna sem hefur kannað þau vandamál sem steðja að almenningi vegna ónógs eða mengaðs vatns. Young sagði að hægt væri að leysa vandann en kostnaður við það væri á bilinu 4.000 til 8.000 milljarðar króna ár- lega. Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna þjást 200 milljónir manna af vatnstengdum sjúkdóm- um ár hvert og 2,2 milljónir deyja af þeim sökum. ■ EVRAN STYRKIST Evran hefur styrkst gagnvart dollar vegna ótta um stríð í Írak. Í gær fór virði hennar yfir 1,10 dollara í fyrsta skipti í fjögur ár. Þegar evran var tekin upp 1. janúar 1999 fengust 1,18 dollarar fyrir hana. SKEMMTIFERÐ ENDAR MEÐ ÓSKÖPUM Fimm eldri borgarar létu lífið þegar bílstjóri rútu missti stjórn á bifreiðinni og hún lenti utan vegar. 19 til viðbótar særðust, þar á meðal sjö alvar- lega. Flestir farþeganna voru eldri borgarar í skemmtiferð. HREINN LOFTSSON Heim frá London. GÓÐ EINKUNN Fox Pitt Kelton-bankinn, sem sérhæfir sig í mati á fjármálafyrirtækjum, mælir með Ís- landsbanka og telur hann vel rekinn. Erlendur sérfræðingur í bankarekstri: Mælir með bréfum Ís- landsbanka VERÐMAT „Við munum mæla með Íslandsbanka sem fjárfestingar- kosti,“ segir Garth Leder, sér- fræðingur hjá Fox Pitt Kelton- bankanum, sem mat verðmæti bankans. Hann segir bankanum vel stjórnað. Dreift eignarhald bankans geri hann einnig áhuga- verðan kost fyrir fjárfesta. „Við treystum okkur ekki til að mæla með Landsbanka og Búnaðar- banka á sama hátt vegna þess hve eignarhaldið er þröngt og umfang viðskipta er mun minna en með bréf Íslandsbanka á markaði.“ FPK fjárfestingarbankinn tel- ur Íslandsbanka góðan fjárfest- ingarkost og telur fjárfesta geta vænst þess að gengi bréfa fari í 6,5. Gengið hefur verið rúmir 5 að undanförnu. FPK er fjárfest- ingarbankaarmur Swiss Re, eins stærsta tryggingafyrirtækis heims. Bankinn sérhæfir sig í fjármálageiranum og sinnir eink- um bönkum og tryggingafyrir- tækjum um allan heim. Sextíu manna greiningardeild bankans fylgist með yfir 400 fjármálafyr- irtækjum í Bandaríkjunum, Kanada, Evrópu, Suður-Ameríku og Asíu. ■ Þríburafæðing í Noregi: Þreföld hamingja þriðja þriðja NOREGUR Hjón í Fjeldbraaten í Noregi urðu þeirrar gæfu aðnjót- andi að eignast þríbura 3. mars síðastliðinn, eða þann 03.03.03. Börnin þrjú, tveir drengir og ein stúlka, voru tekin með keisara- skurði á sjúkrahúsi í Kristians- sand, að sögn Verdens Gang. Foreldrarnir voru að vonum ánægðir með barnalánið og þessa skemmtilegu tilviljun. Hjónin höfðu fengið að vita að þau ættu von á þríburum fyrir um fjórum mánuðum og hafði móðirin legið á sjúkrahúsinu í 99 daga þegar börnin komu í heiminn. Þau áttu eina dóttur fyrir og er sú þriggja ára gömul. ■ SAMEININGARVIÐRÆÐUR Friðrik Páls- son, stjórnarformaður Sölusam- bands íslenskra fiskframleiðenda, segir viðræðuslit í sameiningar- viðræðum við Sölumiðstöð Hrað- frystihúsanna hafa verið í mesta bróðerni. Mikill munur var á mati fyrirtækjanna á eigin verðmæti gagnvart mati á verðmæti hins fyrirtækisins. Friðrik segir mun- inn hafa hlaupið á hundruðum milljóna. „Viðræðurnar gengu vel. Menn hafa bara mjög ólíka sýn á virði félaganna eftir því hvorum megin menn líta á þau.“ Félögin hafa bæði keypt erlend fyrirtæki þar sem unnið er að endurskipulagi rekstrar. Friðrik segir muninn ekkert frekar liggja í verðmati og vænt- ingum til þeirra félaga frekar en annara eigna. „Þessi mismunur lá á öllum sviðum fyrirtækjanna og ekki ástæða til að draga einn þátt fram frekar en annan. Heildar- niðurstaðan var bara svo langt frá því sem líklegt var til að leiða til niðurstöðu. Þess vegna slitu menn viðræðunum,“ segir Friðrik. ■ SLIT Í SÁTT Forsvarsmenn SÍF og SH standa sáttir upp frá samningaborði. Munur á mati þeirra á verðmæti fyrirtækjanna hljóp á hundruð- um milljóna. Mikill munur á mati SH og SÍF: Skeikaði hundruðum milljóna GRUNNSKÓLAR Um 450 ungmenni í 8. til 10. bekk í grunnskólum Reykjavíkur hafa neytt ólöglegra vímuefna að því er fram kemur í skýrslu starfshóps gegn fíkni- efnadreifingu í grunnskólum Reykjavíkur. „Nýlegar kannanir sýna að langstærsti hluti grunnskólanema er vímuefnalaus,“ segir í skýrsl- unni. „Staðfest er að 85 til 89% nem- enda í efstu bekkj- um séu að jafnaði alveg laus við ólögleg vímuefni. Þá má draga þá ályktun að u.þ.b. 150 ungmenni í hverjum árgangi 8., 9. og 10. bekkjar hafi neytt ólöglegra vímuefna, en víst er að það er í mjög mismunandi mæli.“ Í skýrslunni segir að um 10% þeirra sem neyti ólöglegra vímuefna lendi hugsanlega í al- varlegum ógöngum, eða um 40 til 50 börn hverju sinni. Vinnuhópur- inn hafi fengið upplýsingar um að nú séu líkast til 17 til 20 börn í „óviðráðanlegum vanda“ með fjölda lögregluskýrslna og með- ferðartilrauna að baki. Grípa verður til sértækra úrræða fyrir hvern þessara einstaklinga að mati vinnuhópsins. Hópurinn var skipaður í nóv- ember í kjölfar mikillar umræðu um að sala fíkniefna ætti sér stað í grunnskólunum. Í skýrslunni seg- ir að talsmenn lögreglu telji ekki að skipuleg sala fari fram í skólun- um sjálfum. Lögreglan og Barna- verndarstofa telja að dreifingin fari fram í gegnum tilfallandi kunningjanet. Dreifileiðir séu einkum í gegnum stórnotendur fíkniefna á skólaskyldualdri eða eldri unglinga. Í skýrslunni segir einnig: „Auðvelt er að kaupa vímu- efni. Nemendur sem vilja nálgast efni fá þau einkum með „maður þekkir mann“ aðferðinni.“ Í niðurstöðum skýrslunnar segir að taka verði þá einstak- linga sem eigi við mesta vandann „úr umferð“ meðal heilbrigðra unglinga. Ekki einungis er átt við skólann, heldur það umhverfi sem unglingar lifa og hrærast í, því þessi litli hópur er sagður skemma mikið út frá sér. Starfs- hópurinn bendir á að grunnskól- arnir verði að efla forvarnir því þær skili mestum árangri. Jafn- framt verði skólar að geta vísað þeim nemendum frá sem stundi dreifingu og sölu vímuefna án þess að skólaskyldan verji rétt þeirra til að vera í almennum grunnskóla á kostnað fjöldans. Telur starfshópurinn heillavæn- legast að þessum einstaklingum verði gert kleift að stunda nám utan hins almenna skóla á meðan þeir séu í meðferð. trausti@frettabladid.is BARIST GEGN FÍKNIEFNADREIFINGU Í GRUNNSKÓLUM Sérstakur starfshópur gegn fíkniefnadreifingu í grunnskólum Reykjavíkur var skipaður í nóv- ember í kjölfar mikillar umræðu um að sala fíkniefna ætti sér stað í grunnskólunum. Í skýrsl- unni segir að talsmenn lögreglu telji ekki að skipuleg sala fari fram í skólunum sjálfum. Um 10% nemenda hafa notað fíkniefni Um 450 nemendur í grunnskólum Reykjavíkur hafa notað ólögleg vímuefni. Um 20 börn í óviðráðanlegum vanda. Auðvelt að kaupa vímuefni. Taka verður þá verst settu úr umferð. „Nýlegar kannanir sýna að langstærsti hluti grunn- skólanema er vímuefnalaus.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.