Fréttablaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 8
8 6. mars 2003 FIMMTUDAGUR AFRÍKA Íslandssími birtir forstjóralaun: 1,1 milljón á mánuði FORSTJÓRALAUN Óskar Magnússon, forstjóri Íslandssíma, hafði 1,1 milljón króna á mánuði í laun á síðasta ári. Íslandssími hefur ákveðið með hliðsjón af nýjum reglum Kauphallar Íslands, sem taka gildi 1. júlí næstkomandi, og umræðu um launakjör forstjóra skráðra félaga á aðallista Kaup- hallar, að birta opinberlega eftir- farandi upplýsingar um launakjör forstjóra Íslandssíma. Óskar hef- ur jafnframt kauprétt sem nemur 4 milljónum króna að nafnverði á ári til næstu fjögurra ára og er hann á genginu 2,1. ■ ÍSLANDSSÍMI Forstjórinn er með 1,1 milljón í laun á mánuði. SPRENGJA Í EINKABÍL Maður lést þegar kyrrstæð bifreið sem hann sat í sprakk í loft upp í íbúðar- hverfi í París. Fimm vegfarendur sem urðu vitni að atvikinu hlutu minniháttar meiðsl og eldur kviknaði í nærliggjandi bílum. Ekki er talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða en málið er rannsakað sem sakamál. FIMM FARAST Í RÚTUSLYSI Rúta með 25 eldri borgara innanborðs fór út af vegi og valt í Bretagne- héraði í Frakklandi. Að minnsta kosti fimm manns létu lífið og nítján slösuðust, þar af sjö alvar- lega. Talið er að bílstjórinn hafi misst stjórn á rútunni en hann var meðal þeirra sem létust. ÞYRLA FLAUG Á FJALL Þyrla sem var að koma úr sjúkraflugi í Ung- verjalandi flaug á fjall í norð- vesturhluta Rúmeníu. Um borð voru tveir þyrluflugmenn, læknir og aðstoðarmaður hans og fórust þeir allir. Orsök slyssins er enn ókunn. + , )-&./(  &.001.21  34  5 .). ) %  67'8954  .! 4 :;  $&%   <&% 4           =0 BJÖRGUNARSTARF Tekist hefur að koma fyrir lofttönkum við togar- ann Guðrúnu Gísladóttur, sem liggur á hafsbotni við Noreg. Að sögn Ásgeirs Loga Ásgeirssonar, sem stjórnar aðgerðum á vett- vangi, var í gær unnið að því að koma fyrir flotbelgjaeiningum við skipið. Ásgeir segir verkinu miða ágætlega þó ákjósanlegra væri að það gengi hraðar. Hann sagði veður hafa verið skaplegt að und- anförnu og ekki hamlað verkinu. Þegar öllum lofttönkum og flotbelgjum hefur verið sökkt og komið fyrir við skipið verður það rétt á kjölinn. Síðan á að hleypa lofti á tankana og lyfta skipinu upp á yfirborðið. Að sögn Ásgeirs starfa nú ríf- lega 20 manns við björgun Guð- rúnar Gísladóttur. Ekki er um áhlaupaverk að ræða því skipið, sem er 72 metra langt og 2.400 tonn á þyngd, liggur á um 40 metra dýpi. Samkvæmt samkomulagi við stjórnvöld í Noregi hafa eig- endurnir frest fram í maí til að koma skipinu upp fyrir hafs- flötinn. ■ Björgun íslenska togarans af hafsbotni við Noreg heldur áfram: Flotbelgjum sökkt að Guðrúnu Gísladóttur GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR Fjölveiðiskipið Guðrún Gísladóttir steytti á ókortlögðu skeri við Noreg í fyrra, lagðist síðan á hliðina og sökk öllum að óvörum. EVRÓPA LÖGREGLUMENN SAKFELLDIR Tveir suður-afrískir lögreglu- menn hafa verið fundnir sekir um líkamsárás eftir að hafa sigað hundum á þrjá blökkumenn. Þriðji lögreglumaðurinn tók at- vikið upp á myndband en þar mátti sjá sakborningana berja og niðurlægja þrjá Mósambíkana og siga á þá hundum að tilefnis- lausu. HUNGURSNEYÐ YFIRVOFANDI Talsmenn matvælaáætlunar Sam- einuðu þjóðanna hafa gefið út þá yfirlýsingu að um þriðjungur úg- andskra barna þjáist nú af alvar- legum næringarskorti. Varað er við því að ef ekki berist aðstoð nú þegar muni blasa við gífurleg hungursneyð í landinu. STJÓRNMÁLAMAÐUR MYRTUR Háttsettur maður í nígerísku stjórnarandstöðunni var skotinn til bana á heimili sínu í höfuð- borginni Abuja. Harry Marshall var meðlimur í nígeríska þjóðar- flokknum en kosningar munu fara fram í landinu í næsta mán- uði. Leyniskytta: Myndataka bönnuð WASHINGTON Dómarinn í málinu gegn hinum 18 ára gamla Lee Boyd Malvo, sem er ákærður fyr- ir leyniskyttumorðin í og við Washington-borg síðasta haust, hefur ákveðið að fjölmiðlum sé óheimilt að mynda réttarhöldin, að sögn Washington Post. Dómarinn hafnaði beiðni stóru bandarísku sjónvarpsstöðvanna sem höfðu farið fram á að fá að sjónvarpa frá réttarhaldinu, ann- að hvort í heild sinni eða að hluta. Beiðni blaða um að fá að taka ljós- myndir var einnig hafnað. ■ RÉTTARHÖLDIN Teikningar verða að duga frá réttarhöld- unum, myndatökur eru bannaðar. EFNAHAGSMÁL Útflutningur til Rússlands hefur dregist saman um 70% á fimm árum. Árið 1997 fluttu Íslendingar út vörur fyrir rúma 2,3 milljarða króna en árið 2001 nam útflutningsverðmætið rúmum 700 milljónum. Benedikt Höskuldsson, for- stöðumaður viðskiptaskrifstofu ut- anríkisráðuneytisins, segir að efnahagskreppan í Rússlandi og sveiflur í veiðum á síld og loðnu hérlendis séu helstu skýringarnar á þessum samdrætti í útflutningi. „Það sem gerðist er að í kjölfar efnahagskrísunnar sem reið yfir Rússlands misstum við fótanna,“ segir Benedikt. „Við vorum með fyrirtæki sem voru búin að koma sér ágætlega fyrir inni í Rússlandi og þau urðu að draga sig til baka og þess vegna varð þessi niður- sveifla í útflutningi til landsins.“ Á sama tíma og fluttar voru út vörur fyrir 700 milljónir króna nam innflutningur frá Rússlandi rúmum 3,5 milljörðum króna. Inn- flutningurinn hefur nokkurn veg- inn staðið í stað, en árlega nemur hann um 2% af heildarinnflutn- ingi til landsins. Útflutningurinn náði lágmarki árið 1999 þegar heildarverðmæti hans nam 421 milljón króna, en síðan þá hafa útflutningsverð- mætin aukist. Árið 1997 nam út- flutningur til Rússlands um 1,9% af heildarútflutningi landsins, en fimm árum síðar nam hann 0,5%. Rúmur þriðjungur útflutnings- tekna árið 2001 var vegna útflutn- ings á frystri síld og loðnu og um fimmtungur tengdist útflutningi á öðrum vörum tengdum sjávarút- vegi, svo sem búnaði til fiskveiða. Benedikt segir að þau fyrir- tæki sem hafi þurft að draga sig til baka hafi aðallega verið sjávar- útvegsfyrirtæki, en einnig þjón- ustufyrirtæki eins og Eimskip. „Nú eru menn hægt og bítandi að vinna sér leið aftur inn á mark- aðinn. Við munum ná fyrri stöðu og jafnvel sterkari stöðu til lengri tíma og það er meðal annars þannig sem við nálgumst aðildar- viðræður Rússa um inngöngu inn í Alþjóðaviðskiptastofnunina. Þar erum við að leggja höfuðáhersl- una á sjávarútveginn og hátækni- iðnaðinn.“ trausti@frettabladid.is Kreppa dregur úr útflutningi til Rússa Útflutningur til Rússlands hefur dregist mikið saman á fimm árum. Forstöðumaður viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins segir efna- hagskreppunni um að kenna. Fyrirtæki hafi þurft að draga sig til baka. EFNAHAGSKREPPAN Í RÚSSLANDI TEYGÐI ANGA SÍNA TIL ÍSLANDS Í kjölfar efnahagskreppunnar sem reið yfir Rússlands misstu íslensk fyrirtæki fótanna. Benedikt Höskuldsson, forstöðumaður viðskipta- skrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir að íslensk fyrirtæki horfi björtum augum á framtíðina og að þau muni ná fyrri stöðu og jafnvel sterkari stöðu til lengri tíma. VÆRI 300 MILLJÓNIR EF HANN HEFÐI KEYPT Í MICROSOFT Ég held reyndar að ég skuldi Kára 25-kall fyrir kókómjólk frá því í menntaskóla. Davíð Oddsson. Morgunblaðið , 4. mars. ÞAÐ GERUM VIÐ BOLLURNAR LÍKA Við bakarar hlökkum alltaf til bolludagsins. Geir Andreassen bakari. Morgunblaðið, 4. mars. SÆLLA AÐ ÞIGGJA EN GEFA Íslendingar þiggja gjarnan fé er- lendis, en eru ófúsari að gjalda líku líkt. Margrét Rún Guðmundsdóttir kvikmynda- leikstjóri. Morgunblaðið, 4. mars. ORÐRÉTT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.