Fréttablaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 6. mars 2003 Ragnar Ólafsson og Steinunn Sigvaldadóttir, Bröttuhlíð 7, Mosfellsbæ: „Eftir að við fengum markísuna hefur nýtingin á sólpallinum og garðveran verið mun meiri. Skjólsælla er á pallinum, blautviðri engin fyrirstaða og þetta prýðir húsið okkar.“ Þegar Ragnar og Steinunn halda sínar vikulegu grillveislur sér grillið um varmann undir markísunni fram eftir kvöldi. Eins og sést á myndinni er rigning engin fyrirstaða fyrir útiveru á sólpallinum Þessari tegund Markísa er stjórnað innan frá að öllu leyti Hrein fjárfesting ehf. Nánari upplýsingar í síma 567 7773 og 893 6337 (kvöld og helgar) Söluaðilar í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum Níels S. Olgeirsson og Ragnheiður Valdimarsdóttir, Bröttuhlíð 12, Mosfellsbæ: „Að geta stjórnað hitanum innandyra og lokað sólina úti svo hún baki ekki húsgögnin er mikils virði. Okkur finnst þetta meiriháttar gott og sniðugt. Við erum oft spurð að því hvort þörf sé á þessu á Íslandi og hvort þetta virki. Eftir að hafa haft þetta í á þriðja ár erum við í engum vafa um notagildið.“ • Ryðfrítt. • Hindrar 92% hita. • Skýlir fyrir vindi af þaki. • 100% vatnshelt, • Einföld uppsetning • 1. handdrifið • 2. rafdrifið • 3. sjálfvirkt Afgreiðslufrestur: 1 – 3 vikur í apríl og maí, 2 – 5 vikur í júní – ágúst. Gott fyrir heimilið, vinnustaðinn og sumarbústaðinn V e ð r i ð e k k e r t v a n d a m á l Markísur Einföld notkun: út-inn-upp-niður, allt að þinni vild. P re nt m et e hf . Hitamál innandyra leyst OSBOURNE-HJÓNIN HJÁ LARRY KING Hjónin Ozzy og Sharon Osbourne komu fram í spjallþætti Larry King á mánudag. Þar töl- uðu þau um baráttu Sharon við ristilkrabbamein og fjölskylduvenjur þeirra. Hér sýnir Ozzy bandarísku þjóðinni stærsta armbandið sitt. Gettu betur: Sundin mæta Suðurnesjum SKÓLAR Menntaskólinn við Sund og Fjölbrautaskóli Suðurnesja mæt- ast í kvöld í lokaumferð átta liða úrslita í Gettur betur, spurninga- keppni framhaldsskólanna. Lið Menntaskólans við Sund lagði lið Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra í 2. umferð und- ankeppninnar með 32 stigum gegn 26. Í fyrstu umferð lagði MS Verk- menntaskóla Austurlands, 31-16. Fjölbrautaskóli Suðurnesja lagði Menntaskólann á Laugar- vatni í 2. umferð undankeppninnar með 17 stigum gegn 16. Í fyrstu umferð lagði FS Iðnskólann í Reykjavík, 18-10. Keppnin í kvöld er sýnd í Sjón- varpinu og hefst útsending klukk- an 20. Verslunarskóli Íslands, Mennta- skólinn í Reykjavík og Mennta- skólinn á Akureyri hafa þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum. ■ SVEINN H. GUÐMARSSON Er dómari keppninnar. Logi Bergmann Eiðsson er spyrill en Svanhildur Hólm Vals- dóttir er stigavörður.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.