Fréttablaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 10
6. mars 2003 FIMMTUDAGUR KLÁM Lögreglan í Reykjavík hefur lokið rannsókn á tveimur málum þar sem mikið magn af barnaklámi kom við sögu. Í öðru tilvikinu var um að ræða hátt í fjörutíu þúsund myndir með barnaklámi og í hinu tæplega 16 þúsund myndir af dýraklámi. Tveir karlmenn á miðj- um aldri hafa viðurkennt að hafa sótt myndirnar af Netinu. Hörður Jóhannesson segir þessi mál hafa komið upp sömu vikuna í janúar á síðasta ári. Unnið var að ótengdum málum sem kröfðust þess að lagt yrði hald á tölvubúnaði. Þegar innihaldið var síðan skoðað hafi barnaklámið komið í ljós. Hörður segir ekkert benda til þess að um innlent efni hafi verið að ræða. Í byrjun síðasta árs tóku gildi hertari viðurlög við barnaklámi. Í stað fjársektar er í dag hægt að dæma menn í allt að tveggja ára fangelsi. Hörður segir mennina lík- lega sleppa með sekt þar sem mál þeirra hafi komið upp áður en breytingin tók gildi. ■ Tveir karlmenn sóttu barna- og dýraklám af Netinu: Viðurkenna að eiga klámefnið Menningarmálanefnd: Úthlutar 14,5 millj- ónum MENNING Karlakórinn Fóstbræður og Íslenska tónverkamiðstöðin fá einnar milljónar króna styrk hvor frá Menningarmálanefnd Reykja- víkur. Nefndin hefur nú lokið við að úthluta styrkjum fyrir þetta ár. Styrkupphæðin nemur alls 14,5 milljónum króna og eru styrkþeg- arnir 32 talsins. Samband ís- lenskra myndlistarmanna fékk næsthæsta styrkinn eða 800 þús- und krónur. Aðrir fá styrki á bil- inu 200 til 750 þúsund krónur. ■ ALÞINGI Guðjón A. Kristjánsson er fyrsti flutningsmaður frumvarps til laga um aðskilnað ríkis og kirkju sem nú hefur verið vísað til allsherjarnefndar. Í greinargerð með frumvarp- inu segir meðal annars að hér á landi hafi lengi starfað fríkirkju- söfnuðir, sumir hverjir evang- elísk-lúterskir eins og þjóðkirkj- an, en hafa þó ekki notið aðstoðar ríkisvaldsins með sama hætti og þjóðkirkjan. Með núverandi skipan mála má segja að öðrum trúarhópum en þjóðkirkjunni sé sýnt óréttlæti sem ekki samrýmist eiginlegu trúfrelsi. Skoðanakannanir hafa leitt í ljós að 60-65% þjóðarinnar styðja aðskilnað ríkis og kirkju. Guðjón A. Kristjánsson segir að í stjórnarskrá sé ákvæði þar sem segi að allir eigi að vera jafn- ir fyrir trú sinni. „Ég tel að við eigum að stíga það skref að þannig verði það. Til að svo geti orðið verður annað hvort að vera aðskilnaður ríkis og kirkju eða að öll trúfélög sitji við sama borð fjárhagslega.“ Guðjón segir að tilgangurinn hafi verið að fá atkvæðagreiðslu um leið og kosið verði til þings í vor en nú sé útlit fyrir að frum- varpið dagi uppi í allsherjar- nefnd. „Ríkisstjórnin hefur engan vilja til að spyrja þjóðina að einu né neinu. Ég mun hins vegar ekki gefast upp og flyt frumvarpið aft- ur ef ég sit áfram á þingi eftir kosningarnar í vor,“ segir Guðjón A. Kristjánsson. ■ Flutningsmaður segir frumvarpið svæft: Aðskilnaður ríkis og kirkju í allsherjarnefnd GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON VILL TRÚFRELSI Hann hefur flutt frumvarp til laga um að landsmenn kjósi um aðskilnað ríkis og kirkju. Þannig verði allir jafnir fyrir lögum. RÚSSLAND 50 árum eftir að Jósef Stalín, einræðisherra Sovétríkj- anna, lést gengu rúmlega 3.000 kommúnistar um götur Moskvu til minningar um þjóðarleiðtogann ill- ræmda. Göngu þeirra lauk við gröf Stalíns nærri Kremlarmúrum. Göngumenn héldu á lofti fána gömlu Sovétríkj- anna, lögðu blóm- sveig að grafreit Stalíns og sumir felldu tár. M i n n i n g a r - ganga kommún- ista til heiðurs ó g n v a l d i n u m gamla sýnir að margir Rússar bera enn mikla virðingu fyrir hon- um. Þeir kunna honum einna helst þakkir fyrir að leiða Sovétríkin til sigurs í barátt- unni gegn nasistum á tímum síðari heimsstyrjaldar og að iðnvæða Rússland. Samkvæmt nýlegri rússneskri könnun telur rétt rúm- lega helmingur Rússa að áhrifin af stjórnartíð Stalíns hafi verið mjög jákvæð, eða frekar jákvæð en nei- kvæð. Aðeins þriðjungur taldi áhrif valdatíðar hans vera mjög neikvæð eða fremur neikvæð. Utan Sovétríkjanna er almennt litið svo á að Stalín hafi verið ill- menni sem hafi leitt miklar hörm- ungar yfir þjóð sína. Sagnfræðing- urinn Robert Conquest fjallar um stjórnartíð Stalíns í The Guardian. Þar segir hann að það hafi verið heppilegt að Stalín hafi látist fyrir 50 árum. Hefði hann lifað lengur hefðu afleiðingarnar getað orðið skelfilegar. Skjöl sem hafi komið fram í sviðsljósið á undanförnum árum sýni að valdatíð Stalíns hafi verið einstaklega grimmileg síð- asta árið sem hann lifði. Um það beri handtökur á fjölda lækna vitni, en þeir voru sakaðir um sam- særi gegn heilsu leiðtogans. Eins hafi meintum og raunverulegum andstæðingum hans verið komið fyrir kattarnef í stórum stíl og síð- ur en svo dregið úr því. Menn hefur greint á um hvort Stalín hafi látist af völdum heila- blóðfalls eins og skýrt var frá op- inberlega eða hvort hann hafi ver- ið myrtur. Tveir sagnfræðingar, Rússinn Vladimir P. Naumov og Bandaríkjamaðurinn Jonathan Brent, leiða að því getum í bók sem kemur út síðar í mánuðinum að eitrað hafi verið fyrir Stalín. Þeir telja líklegast að Lavrenti P. Beria, yfirmaður leyniþjónustunn- ar, hafi staðið fyrir tilræðinu. Hvernig svo sem dauða Stalíns bar að höndum varð ekkert af áformum hans um að byggja upp fjórar gríðarstórar fangabúðir í Síberíu sem talið er að hafi átt að nota við frekari hreinsanir í land- inu. ■ Minntust Stalíns með velþóknun 50 árum eftir að Stalín lést telur rúmlega helmingur Rússa að jákvæð áhrif af stjórnartíð hans séu meiri en þau neikvæðu. Breskur sagnfræð- ingur segir að verr hefði getað farið hefði Stalín lifað lengur. STALÍNS MINNST Í MOSKVU Á fjórða þúsund kommúnista minntust Stalíns með velþóknun í gær þegar 50 ár voru lið- in frá andláti hans. Meðal þeirra sem tóku þátt í göngu honum til heiðurs var Gennadí Tsjúganov, leiðtogi kommúnista. JÓSEF STALÍN Sovéski harðstjór- inn var 73 ára þegar hann lést.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.