Fréttablaðið - 06.03.2003, Side 11
11FIMMTUDAGUR 6. mars 2003
Lyfja Setbergi er ára!
Í tilefni afmælisins
Tilboðin gilda á meðan birgðir endast.
Joe Boxer náttbuxur
á dömur og herra
50% afsláttur
&
Clarins förðunardagar,
frí förðun í dag og
á morgun föstudag.
Glæsilegir kaupaukar.
50
5
5 ára
% afslátt af eftirtöldum vörum:
bjóðum við
Levante sokkabuxur
Semi Opaque 40 den
50% afsláttur
LANDHELGISGÆSLAN Nýlega hélt
Landhelgisgæslan kynningu fyrir
starfsfólk Rauða krossins um
hættur sem stafa af sprengjum.
Var kynning á jarðsprengjum,
efna- og sýklavopnum og farið yfir
þær varúðarráðstafanir sem gera
þarf vegna slíkrar hættu. Kynn-
ingin var liður í fræðslu m.a.
vegna yfirvofandi stríðs í Írak.
Dagmar Sigurðardóttir, upplýs-
ingafulltrúi Landhelgisgæslunnar,
segir að í flestum tilfellum sé
sprengjusvæðum stjórnað af herj-
um, bæði á stríðstímum og eftir
stríð. „Skipulögð hreinsun
sprengjusvæða er yfirleitt fram-
kvæmd af herjum en oft í samráði
við stofnanir sem hafa það að
markmiði að standa fyrir slíkri
hreinsun. Vandamál vegna jarð-
sprengja og annarra virkra
sprengja vegna stríðsátaka eru
umtalsverð. Stór svæði í heimin-
um eru ónothæf til landbúnaðar og
jafnvel á Íslandi er 70-100 sprengj-
um eytt á hverju ári.“ ■
Landhelgisgæslan:
Varúð vegna
sprengjuhættu
SPRENGJUHÆTTA KYNNT
Starfsmenn sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar sáu um að kynna þær hættur sem
starfsfólki Rauða krossins getur stafað af sprengjum.
JARÐSPRENGJUR
Á kynningunni voru sýndar jarðsprengjur
og hætturnar sem af þeim stafa kynntar.
Launmorðingi ákærður:
Félagi Car-
los fyrir rétti
BERLÍN, AP Þýsk yfirvöld hafa
ákært Johannes Weinrich, fyrrum
aðstoðarmanns leigumorðingjans
Ilich Ramirez Sanchez, eða Carlos
eins og hann var betur þekktur,
fyrir fimm morð og meira en 150
morðtilraunir á áttunda og níunda
áratugnum.
Weinrich, sem er í lífstíðar-
fangelsi í Berlín fyrir árás á
franska menningarstofnun í
Berlín árið 1983, var aðgerða-
stjóri Carlos í Evrópu á þeim tím-
um þegar Carlos var einn þekkt-
asti launmorðingi heims og ráðinn
til að vinna verkefni fyrir araba-
ríki og Austur-Evrópuþjóðir. ■
RAOUL WALLENBERG
Sovéskir hermenn námu Wallenberg á
brott í janúar 1945. Aldrei hefur orðið fylli-
lega ljóst hver örlög hans urðu.
Hvarf Wallenbergs:
Stjórnvöld
gagnrýnd
STOKKHÓLMUR, AP Sænsk nefnd sem
var sett á fót til að rannsaka hvarf
Raouls Wallenbergs, sendiherra
Svía í Ungverjalandi, undir lok
seinni heimsstyrjaldar, segir að
skortur á forystu í utanríkisráðu-
neytinu á árunum eftir stríð eigi
drjúgan þátt í því að ekki hefur tek-
ist að skera úr um örlög Wallen-
bergs.
Nefndin fann skjöl sem sýndu að
stjórnvöld töldu að Wallenberg
hefði verið líflátinn skömmu eftir
að Rússar fönguðu hann í janúar
1945. Rússar sögðu síðar að hann
hefði látist af völdum hjartaslags
1947. Þó gengu sögur af því að hann
hefði sést í gúlögum Sovétríkjanna
fram á áttunda áratuginn. ■
REITT TIL HÖGGS
Anfinn Kallsberg, lögmaður Færeyja, ákvað
að víkja menntamálaráðherra landsins,
Annlis Bjarkhamer, úr embætti. Taldi hann
að hún hefði skaðað trúverðugleika land-
stjórnarinnar.
Ráðherra rekinn:
Sagður skaða
landstjórn
Færeyja
FÆREYJAR Anfinn Kallsberg, lög-
maður Færeyja, hefur vikið
menntamálaráðherra landsins,
Annlis Bjarkhamer, úr embætti.
Brottvikningin kemur í kjölfar
umdeildrar skipunar Danans
Steffen Stumman í embætti þjóð-
minjavarðar en nefnd sérfræðinga
hafði mælt með starfandi þjóð-
minjaverði. Var litið svo á að
Bjarkhamer hefði skaðað trúverð-
ugleika landstjórnarinnar með því
að virða ályktun sérfræðinganna
að vettugi.
Málið hefur síst orðið til þess að
bæta samstarfið í landstjórninni
en fyrir aðeins mánuði síðan var
sjávarútvegsráðherrann Jörgen
Niclasen þvingaður til afsagnar. ■