Fréttablaðið - 06.03.2003, Side 12

Fréttablaðið - 06.03.2003, Side 12
12 6. mars 2003 FIMMTUDAGUR EVRÓPA Kr ít 53 .9 80 kr . * á mann m. v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja - 11 ára, ferðist saman. Innifalið: Flug, gisting í tvær vikur, íslensk fararstjórn, ferðir til og frá flugvelli erlendis og allir flugvallarskattar. * M al lo rc a Kr ít M al lo rc a 43 .1 40 kr .* Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Allt a› seljast upp ver›læ kkun8-15% SumarPlús Ef tveir ferðast saman, 67.970 kr. á mann. Ef tveir ferðast saman, 54.530 kr. á mann. Ver›dæmi SpariPlús Ver›dæmi SpariPlús * Koffín Eykur orku og fitubrennslu. * Hýdroxísítrussýra Minnkar framleiðslu fitu. * Sítrusárantíum Breytir fitu í orku. * Króm pikkólínat Jafnar blóðsykur og minnkar nart. * Eplapektín Minnkar lyst. * L-Carnitine Gengur á fituforða. BYLTING Í FITUBRENNSLU! - ÖFLUGAR BRENNSLUTÖFLUR Perfect bu rner töflur 90 stk. Hagkvæm ustu kaupin! Perfect burner er því lausnin á því að tapa þyngd á árangursríkan, skynsaman og endingagóðan hátt. Tilboð í LYFJ U frá 6-13 mar s! SAMGÖNGUMÁL Tímabært er að höfuðborgarsvæðið fái í sinn hlut sanngjarnan skerf af því fjar- magni sem fer til uppbyggingar í vegamálum að mati Árna Þórs Sigurðssonar, formanns sam- göngunefndar Reykjavíkur. Meirihluti nefndarinnar gagn- rýnir nýja samgönguáætlun ríkis- ins í bókun sem lögð var fram á fundi hennar í gær. „Við erum að benda á það að í samgöngumálum hefur Reykjavík og höfuðborgarsvæðið um langt árabil verið látið sitja svolítið á hakanum,“ segir Árni Þór. „Þegar maður tekur mið af þeirri fólks- fjöldaþróun sem hér er þá er óhjá- kvæmilegt að okkar mati að þetta svæði fái meira í sinna hlut. Hérna verða til um 60 til 70% af tekjum til vegamála og svo eru kannski ekki nema 30% sem skila sér hingað í framkvæmdir.“ Árni Þór segir að samgöngu- nefndin telji einnig brýnt að ríkið styðji við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu líkt og það geri í dreifbýli. Ríkið sé að inn- heimta um 200 til 300 milljónir króna á ári í opinber gjöld af Strætó bs. á sama tíma og búið sé að aflétta ýmsum opinberum gjöldum af almenningssamgöng- um í dreifbýli. „Sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu borga árlega um 1.200 milljónir króna í rekstur strætó. Ef þau gjöld yrðu lækkuð um 200 til 300 milljónir myndi það skipta miklu máli. Svo minnum við á að í langtímastefnumörkun borgar- innar og höfuðborgarsvæðisins alls er gert ráð fyrir að það fari fram athugun á hagkvæmni spor- bundinnar umferðar. Við teljum að ríkið eigi að koma að þessu máli ekkert síður en gatnakerf- inu.“ Samgöngunefndin gagnrýnir enn fremur að í samgönguáætlun sé ekki að finna tillögur um það hvernig auka eigi hlut vistvænna samgöngumáta. Þá telur nefndin jákvætt að stefnt sé að því að auka öryggi í samgöngum hér á landi samkvæmt áætluninni, en um leið gagnrýnir hún að ekki sé gert ráð fyrir auknu fjármagni til þess. trausti@frettabladid.is HÁHRAÐATENGING Megn óánægja er meðal nokkurra forsvarsmanna framhaldsskóla vegna háhraða- nets ramhaldsskóla sem tekið í notkun í byrjun febrúar. Þetta kemur fram í grein í tímaritinu Tölvuheimi sem er á leið í versl- anir. Óánægjan er vegna stórauk- ins kostnaðar sem fylgir tenging- unni. Verkið var boðið út og buðu Skýrr og Síminn lægst í verkið. Fram kemur að margir skóla- stjórnendur séu hikandi við þátt- töku í netinu. Ástæðan er kostnað- ur og að margir skólar eru þegar með háhraðatengingar. „Hagur okkar í því að tengjast FS-netinu er því ekki mikill,“ er haft eftir Margréti Friðriksdóttur, skóla- meistara MK. Arnór Guðmundsson, þróunar- stjóri hjá menntamálaráðuneyt- inu, segir að eðlilega geti tekið einhvern tíma að tengja alla net- inu, enda um marga skóla og stofnanir með mismunandi þarfir að ræða. ■ Vextir Seðlabankans: Munu ekki lækka meir EFNAHAGSMÁL Seðlabankinn mun ekki lækka vexti frekar það sem eftir lifir árs að mati Greiningar- deildar Íslandsbanka. Þvert á móti muni bankinn hækka vexti að nýju á síðari helmingi ársins. Horfur um hagvöxt hafi glæðst og litlar líkur á að Seðlabankinn muni ógna verðbólgumarkmiði sínu. Vextir muni svo hækka enn frekar á næsta ári. Íslandsbanki telur að verð- bólga muni haldast lág þetta ár og það næsta. Styrking krónunnar að undanförnu stafi af vantrú á inn- flutningi vinnuafls, niðurskurði og aðhaldi í útgjöldum hins opin- bera í kjölfar stóriðjufram- kvæmda. ■ Bilun í vef Hæstaréttar: Unnið dag og nótt DÓMSMÁL Unnið er að því dag og nótt að lagfæra vef Hæstaréttar Íslands, sem hefur verið lokaður vegna bilunar frá því um helgina. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Hæstarétti í gær var enn ekki vitað nákvæmlega í hverju bilunin er fólgin. Fjöldi fyrirspurna hefur borist réttinum frá lærðum og leikum vegna málsins. Á Hæstaréttar- vefnum eru ekki aðeins upplýs- ingar um dagskrá réttarins og ný- fellda dóma. Þar er einnig mikill gagnabanki með dómum mörg ár aftur í tímann. ■ WASHINGTON, AP Bandarískur stál- iðnaður hefur fengið tækifæri til að endurskipuleggja sig í skjóli tollaverndar þrátt fyrir að stál- innflutningur hafi aukist fyrsta árið eftir að tollarnir voru settir á. Þetta er mat hagfræðingsins Peter Morici, prófessors í al- þjóðaviðskiptum. George W. Bush Bandaríkja- forseti sætti harðri gagnrýni þegar hann staðfesti lög um 8% til 30% tolla á innflutt stál. Hon- um var legið á hálsi að gera þetta til að styrkja vonir sínar um endurkjör. Ríki þar sem stálframleiðsla er mikilvæg geta ráðið úrslitum í næstu kosning- um. Framleiðendur og starfs- menn í stáliðnaði héldu því hins vegar fram að nauðsynlegt væri að vernda starfsemina svo fyrir- tæki fengju tækifæri til að end- urskipuleggja starfsemi sína. 35 stálfyrirtæki hafa orðið gjald- þrota frá 1998 og 50.000 manns misst starfið. Tollaverndin á að gilda til 6. mars 2005 en hægt er að fella hana niður áður. Verkalýðsfélög og framleiðendur hafa beitt sér gegn því. ■ Fyrirtæki endurskipuleggja sig í skjóli verndartolla: Stálfyrirtæki sjá fram á betri tíð GEORGE W. BUSH Bandaríkjaforseti setti tolla á innflutt stál til að vernda bandarískan stáliðnað gegn er- lendri samkeppni. ÓÁNÆGJA MEÐ HÁHRAÐANET Kostnaður við háhraðanet veldur óánægju. Strætó greiðir ríkinu 250 milljónir Samgöngunefnd Reykjavíkur gagnrýnir nýja samgönguáætlun ríkisins. Tímabært að höfuðborgarsvæðið fái sanngjarnan skerf af vegafé. Ríkið styrkir almenningssamgöngur í dreifbýli en ekki á höfuðborgarsvæðinu. REKSTUR STRÆTÓ BS. KOSTAR 1.200 MILLJÓNIR Á ÁRI Árni Þór Sigurðsson, formaður samgöngunefndar Reykjavíkur, segir að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu borgi árlega um 1.200 milljónir króna í rekstur strætó. Ef þau gjöld yrðu lækkuð um 200 til 300 milljónir myndi það skipta miklu máli. VAXANDI ATVINNULEYSI Hag- fræðingar spá því að atvinnuleysi á evrusvæðinu eigi eftir að fara yfir níu prósent á árinu. Atvinnu- leysi var 8,5% í desember og hækkaði lítillega í janúar og var þá 8,6%. Háhraðanet framhaldsskóla: Margir skólar þegar með góða tengingu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.