Fréttablaðið - 06.03.2003, Side 14

Fréttablaðið - 06.03.2003, Side 14
14 6. mars 2003 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Um Þjórsá Einar Vilhjálmsson skrifar: Ríkisstjórnin hefur samþykktað leggja fyrir Alþingi frum- varp til laga um heimild til að af- sala til Landsvirkjunar tiltekn- um vatnsréttindum í Þjórsá ásamt nauðsynlegu landi til virkjunar að fengnu samþykki stjórnarflokkanna. Gnúpverja- hreppur, ríkið og Landsvirkjun virðast hafa verið að höndla með vatnsréttindi Þjórsár í heimild- arleysi. Virkjanir fyrir erlenda stór- iðju ættu að vera hluti af verk- smiðjukostnaðinum og kostnað- ur alfarið af þeim, en þeim gert að greiða fyrir vatnsorkuna. Mannvirkin væru síðan eign ís- lenska ríkisins að hæfilegum tíma liðnum. Með afsali á vatns- réttindum til Landsvirkjunar komast þau í einkaeign ef fyrir- tækið verður einkavætt. Þá er eins komið með vatnsréttindin og fiskimiðin, braskaralýður getur klófest þau. ■ Þau eru athyglisverð viðbrögðþingmanna við ásökunum Dav- íðs Oddssonar á hendur Jóni Ás- geiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs. Fyrir utan nokkra þing- menn Sjálfstæðisflokksins, sem reyndu á hófsaman hátt að lýsa yfir stuðningi við yfirlýsingar Davíðs og ítrekuðu að stjórnartíð hans hefði verið lengsta hagvaxt- arskeið Íslandssögunnar, voru flestallir þingmenn þegjandaleg- ir. Meira að segja Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra var kjaftstopp. Þeir sem tjáðu sig eyddu orðunum í að lýsa eigin dapurleika – fólk gat síðan ráðið sjálft í það yfir hverju mennirnir voru daprir; málinu öllu eða ein- stökum þáttum þess. Önnur sjónvarpsstöðin leitaði álits stjórnmálafræðinga á mál- inu – en furðulegt nokk; enginn slíkur vildi tjá sig. Það sama má reyndar segja um fleiri stéttir. Þetta mál virðist vera þannig vaxið að fyrir það eru engir far- vegir í umræðunni í samfélag- inu. Ekki nema helst á spjall- svæðunum á Netinu. Þar veður á mönnum og fólk tekur stórt upp í sig – allir í skjóli nafnleyndar. Ég verð að viðurkenna að ég verð hálf dapur yfir þessu öllu. Og bætist í hóp allra hinna sem eru daprir yfir málinu eða ein- stökum þáttum þess. Það er stundum talað um það sem vandamál í samfélaginu hversu auðnum er misskipt milli borg- aranna. Það má vel vera vanda- mál. En þegar ég fylgist með þessum döpru og kjaftstopp mönnum finnst mér það ekki síð- ur vandamál hversu kjarknum er misskipt í samfélaginu. Hann virðist vera kominn á afar fáar hendur. Ég held að enginn efist um að allt þetta mál er merkilegt þótt það sé undarlegt. Það var merki- legur tónn og skrítið efni í sam- ræðum forsætisráðherra og stjórnarformanns Baugs á fundi þeirra í London fyrir ári og gild- ir þá einu við hvors frásögn mað- ur miðar. Ákvörðun ráðherrans að saka forstjóra Baugs um að hafa íhugað að múta ráðherran- um er síðan enn sérstakari. Hvort tveggja snertir samskipti einstaklinga og fyrirtækja við stjórnvöld og þá sem með völdin fara – hreint kjörið umfjöllunar- efni þingmanna, stjórnmála- fræðinga og annarra. Almenn umræða er eins og lífið sjálft; maður getur ekki alltaf valið sér átakspunktana. Ef fólk vill að- eins ræða málin þegar allt er með felldu og allir í góðu skapi munu mörg þörf umfjöllunarefni fljóta framhjá ósnert. Við þannig ástand búum við þar til kjarkn- um verður réttlátar skipt. ■ Þá þagði þingheimur skrifar um dapra og þögla menn. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON Rykkir og skrykkir hafa mark-að efnahagsþróun Íslands all- an lýðveldistímann eða lengur, langt umfram önnur lönd í okkar heimshluta. Þetta sést skýrast á fjárfestingu, enda er hún mun skrykkjóttari en aðrir þættir þjóðarbúskaparins svo sem neyzluútgjöld heimila, ríkis og byggða. Fyrirtækin eiga auðveld- ara með að herða ólina en heimil- in, ríkið og sveitarfélögin, þegar harðnar í ári, og fyrirtækin eru að sama skapi framkvæmdaglaðari, þegar þeim gengur vel. Sveiflur í fjárfestingu bera því jafnan glöggt vitni um sveifluganginn undir niðri í hagkerfinu í heild, enda þótt hagsveiflan sé á heild- ina litið mildari en öldugangur fjárfestingarinnar. Ef við skoðum fjárfestingar- munstrið hér heima og í löndun- um í kringum okkur síðan 1960, þá kemur tvennt í ljós: Fjárfesting nam um 30% af landsframleiðslu að jafnaði árin 1961-1980, en ekki nema 20% að jafnaði árin 1981-2000. Fjárfest- ingin hefur með öðrum orðum skroppið saman með tímanum, svo að um munar. Til samanburð- ar minnkaði fjárfesting OECD- landanna úr 25% af landsfram- leiðslu í 22% á sama tíma. Fjárfestingin hér heima hefur gengið í bylgjum. Mest varð hún í verðbólguæðinu 1974, þegar hún náði 38% af landsframleiðslu, en minnst árin 1994-95, þegar hún datt niður í 17% af landsfram- leiðslu. Til samanburðar reis fjár- festing OECD-landanna hæst í 27% af landsframleiðslu árin 1973-74, en hefur aldrei farið nið- ur fyrir 21%; það gerðist 1993. Þetta tvennt hangir saman: meiri sveiflur og meiri samdrátt- ur í fjárfestingu hér heima en annars staðar á OECD-svæðinu. Það stafar af því, að óstöðugt efnahagsumhverfi slævir fjár- festingarvilja fyrirtækjanna. Þetta er ein höfuðástæðan til þess, að stöðugleiki í efnahagslífinu er eftirsóknarverður: stöðugt efna- hagslíf eflir fjárfestingu og örvar hagvöxt til langs tíma litið, sé þess gætt, að fjárfestingin skili sómasamlegum arði. Reynslan utan úr heimi vitnar frekar um þetta samhengi. Í Afr- íku minnkaði fjárfesting úr 19% af landsframleiðslu að jafnaði árin 1961-80 í 17% árin 1981-2000. Sveiflurnar í Afríku voru meiri en í OECD-löndunum, en þó miklu minni en á Íslandi. Miklar sveiflur eru vanþróunareinkenni. Sveifl- urnar draga úr fjárfestingu og hagvexti, þegar til lengdar lætur. Það er hægt að greina ákveðið mynstur í hagþróunarferli margra Afríkulanda, síðan þau fengu sjálfstæði á árunum um og eftir 1960. Ríkisstjórnin ræðst í mikla fjárfestingu í þeirri von, að fjárfestingin glæði hagvöxtinn. Hagkerfið tekur fjörkipp um byggingartímann, svo að menn halda þá, að ætlunarverkið hafi tekizt. Þegar frá líður og fram- kvæmdum er lokið, reynir á arð- semi fjárfestingarinnar. Þá hefur oft komið í ljós, að til hennar var ekki vandað sem skyldi, svo að hagkerfið lendir þá í lægð á ný, einkafjárfesting dregst saman, og þá hefst hringrásin aftur fyrir ör- væntingarfullan atbeina ríkisins, og þannig koll af kolli. Þannig hef- ur fjárfestingin sveiflazt til í mörgum Afríkulöndum – og minnkað smám saman með tíman- um miðað við landsframleiðslu. Þessi Afríkulýsing ætti að láta kunnuglega í íslenzkum eyrum. Sem sagt: fjárfesting þarf að bera arð, til þess að hún geti örv- að hagvöxt. Almenna reglan er því sú, að einkafjárfesting örvar hagvöxt, en ríkisfjárfesting er yfirleitt ólíklegri til þess, nema henni sé beint að brýnum verk- efnum í menntamálum, heil- brigðismálum og samgöngum. Það hefur þó iðulega brugðizt í Afríku, því að ríkisstjórnirnar þar hafa hneigzt til að reyna að leysa einkageirann af hólmi með því að ráðast í fjárfestingu, ým- ist beint eða óbeint með ríkis- ábyrgðum og þess háttar, með misjöfnum árangri. Fjárfesting skapar þó jafnan vinnu um fram- kvæmdatímann og hefur þá hressandi áhrif á efnahagslífið: þetta villir mönnum sýn. Þeir líta sumir á uppganginn um framkvæmdatímann sem vitnis- burð um, að þeir séu á réttri braut. En það er misskilningur. Fjárfesting glæðir hagkerfið til langframa þá og því aðeins, að framkvæmdin, sem féð er fest í, beri myndarlegan arð, þegar upp er staðið. Þess vegna er fjárfesting í fólki – menntun, já, menntun! – yf- irleitt hagkvæmur fjárfestingar- kostur, því að arðsemi mannauðs- ins er jafnan ótvíræð. ■ Fjárfestingar- stefnan prófessor í Háskóla Íslands skrifar um þróun fjárfestinga. ÞORVALDUR GYLFASON Um daginn og veginn WASHINGTON, AP Forsvarsmenn bandaríska varnarmálaráðuneytis- ins hafa komið sér saman um til- högun minningarreits við Penta- gon-bygginguna tileinkuðum þeim sem létust í hryðjuverkaárásunum 11. september 2001. Haldin var samkeppni um hönnunina og voru innsendar tillögur yfir 1.100 talsins. Í hugmyndinni sem varð fyrir valinu er gert ráð fyrir trjálundi auk 184 upplýstra lauga og bekkja sem í eru rist nöfn fórnarlambanna. Ætlunin er að aðstandendur fórnar- lamba hryðjuverkaárásarinnar á Pentagon geti komið í trjálundinn, íhugað og minnst ástvina sinna í friði og ró. ■ STAÐUR TIL ÍHUGUNAR Minningarreiturinn verður um einn hektari að stærð og staðsettur skammt frá þeim stað þar sem hryðjuverkamennirnir flugu á bygginguna. Minningarreitur við Pentagon: Trjálundur og upplýstir bekkir Pólskir bændur: Mótmæla ESB-aðild VARSJÁ, AP Á þriðja þúsund pólskra bænda efndi til háværra mót- mæla gegn fyrirhugaðri aðild Pól- lands að Evrópusambandinu í Varsjá, höfuðborg landsins. Bændur óttast að aðild að Evr- ópusambandinu hafi í för með sér samkeppni sem leiði til gjaldþrota pólskra bænda. „Í dag bændur, á morgun ríkisstjórnin“ stóð á borða sem bændurnir héldu á nærri tveimur gálgum sem þeir höfðu komið upp. Stutt er síðan Bændaflokkurinn hætti stuðningi við ríkisstjórn landsins vegna deilna um skattamál. ■ UMFERÐ STÖÐVUÐ Um hundrað bændur tóku sér stöðu við stærsta veginn inn í Varsjá frá Suður-Pól- landi og lokuðu honum fyrir umferð. Bilun í vef Hæstaréttar: Unnið dag og nótt DÓMSMÁL Unnið er að því dag og nótt að lagfæra vef Hæstaréttar Íslands, sem hefur verið lokaður vegna bilunar frá því um helgina. Samkvæmt upplýsingum sem fengust frá Hæstarétti í gær var enn ekki vitað nákvæmlega í hverju bilunin er fólgin. Fjöldi fyrirspurna hefur borist réttinum frá lærðum og leikum vegna málsins. Á Hæstaréttar- vefnum eru ekki aðeins upplýs- ingar um dagskrá réttarins og ný- fellda dóma. Þar er einnig mikill gagnabanki með dómum mörg ár aftur í tímann.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.