Fréttablaðið - 06.03.2003, Page 15
FIMMTUDAGUR 6. mars 2003
Opnum klukkan tólf
Opið til hálf sjö
ekkert
brudl-
E
R
A
N
/L
a
n
d
lis
t
Ferskur
úrbeinað
ur
svínahna
kki
ferskar
Tilboðin gilda til sunnudags
eða á meðan birgðir endast
svínahnakki
Ferskur úrbeinaður
399kr.kg
m/beini
Ferskar svínakótelettur
489kr.kg
ferskt
á góðu verði
Svínakjöt
Ferskt svínahakk
189kr.kg
SÍLDVEIÐAR Engar formlegar við-
ræður eru í gangi um veiðiheim-
ildir Íslendinga úr norsk-íslenska
síldarstofninum. Aðilar ræðast þó
við. Gunnar Pálsson, skrifstofu-
stjóri í utanríkisráðuneytinu, seg-
ir Íslendinga ekki hafa viljað ljá
máls á kröfum Norðmanna um
aukningu eigin aflaheimilda á
kostnað Íslendinga. „Ég held að sé
hægt að fullyrða að bæði ríkin
stefni að því að taka upp þráðinn
áður en langt um líður,“ segir
Gunnar. Hann segir Íslendinga
ekki hafa viljað gera tvíhlíða
samninga við Norðmenn, eins og
Evrópusambandið og Færeyingar.
Útgerðarmenn hafa viljað láta
reyna á Svalbarðasamkomulagið
og einhliða veiðar Íslendinga úr
stofninum, haldi Norðmenn sínum
kröfum til streitu. Gunnar segir
ekki vilja til að blanda Svalbarða-
samningnum inn í viðræðurnar á
þessu stigi. „Það er eitthvað sem
kæmi til skoðunar ef við náum
ekki samningum. Við kjósum að
líta svo á að hagsmunum beggja
sé best borgið með samningum.
Náist samningar ekki muni ekki
bara löndin bíða skaða af, heldur
síldarstofninn sjálfur.“ Gunnar
segir hins vegar brýnt að ljúka
þessum samningum áður en út-
hafsveiðar hefjast í maí. ■
HAGSMUNIR Í HÚFI
Gunnar Pálsson, skrifstofustjóri í utanríkis-
ráðuneytinu, segir það hagsmuni Norð-
manna, Íslendinga og norsk-íslenska síld-
arstofnsins að samningar takist milli þjóð-
anna um veiðar.
Viðræður um norsk-íslensku síldina:
Hagsmunir allra að
ná samningum
ÁVÖXTUN Lífeyrissjóðir Kaupþings
hafa líkt og margir aðrir rýrnað
síðastliðin þrjú ár. Vilhjálmur
Bjarnason, formaður Félags fjár-
festa, segir að einstaklingar eigi
að fylgjast með þróun eignar sinn-
ar í slíkum sjóðum. „Félagið er
ekki eftirlitsaðili með árangri ein-
stakra sjóða. Það er óviðunandi
staða að fjármálafyrirtæki hagn-
ist meðal annars á verðbréfum og
gengismun á verðbréfum á sama
tíma og fjárvörsluþegar eru að
tapa.“
Í kjölfar upplýsinga um launa-
kjör forstjóra Kaupþings hafa
vaknað ýmsar spurningar um
samhengi launanna og árangur
sjóða í vörslu félagsins. Vilhjálm-
ur telur árangurtenginguna
þrönga. „Í skýringum að árang-
urstengingunni hjá Kaupþingi er
vísað til þess að hún tengist fjölda
viðskiptavina og umfangi fjár-
muna. Það er engin árangursmæl-
ing á því hvernig tekst til í ávöxt-
un.“
Vilhjálmur hvetur eigendur í
sjóðum að fylgjast vel með ár-
angri þeirra og grípa til ráðstaf-
ana með því að flytja fjármuni
sína annað telji þeir fjármálafyr-
irtæki ekki standa sig við ávöxtun
þeirra. ■
MISJAFN ÁRANGUR
Árangurstenging forstjóra Kaupþings byggist á fjölda viðskiptavina og umfangi en ekki ár-
angri vörslusjóða. Formaður Félags fjárfesta gagnrýnir þetta.
Afkomutenging forstjóra Kaupþings:
Tengist umfangi en
ekki ávöxtun
SAMSETNING OG ÁVÖXTUN LÍFEYRISSJÓÐA KAUPÞINGS:
Skuldabréf Hlutabréf Innlán Aldur í Ævilínu 2002 2001 2000 1999
Ævileið I 0% 100% 0% 18-30 ára -32,6 1,33 - -
Ævileið II 35% 65% 0% 31-40 ára -18,48 -11,94 -21,32 48,53
Ævileið III 60% 40% 0% 41-54 ára -7,59 0,27 - -
Ævileið IV 85% 15% 0% 55 ára og eldri 3,96 1,15 - -
Ævileið V 0% 0% 100% Lífeyrisþegar 8,68 1,32 - -
Í Fréttablaðinu síðastliðinn
fimmtudag birtist forsíðugreinin
„Skortur á sjúklingum fyrir
læknanema“. Eiríkur Jónsson
fréttamaður, sem samdi fréttina,
hringdi í undirritaðan með nokkr-
ar spurningar sem tengdust fjölda
læknanema sem fá að hefja nám í
deildinni. Í greininni eru orð und-
irritaðs bæði slitin úr samhengi
og rangtúlkuð.
Verstu dæmin eru:
#Við fréttamanninn var rætt að
margar algengar aðgerðir hafi
verið fluttar af sjúkrahúsum yfir
á minni aðgerðarstofur úti í bæ en
í fréttinni segir „að á sjúkrahús-
unum geta læknanemar ekki
fylgst með öðru en fátíðum og erf-
iðum aðgerðum sem þarf að gera
á sjúkrahúsum“. Þetta er röng
túlkun á orðum mínum.
#Við fréttamanninn var einnig
rætt að krafan um styttri vinnu-
dag væri vaxandi hjá yngri lækn-
um og sú umræða væri meiri
meðal kvenna sem hefðu m.a.
komið fram með óskir að fundir
yrðu innan en ekki utan vinnu-
tíma, en í fréttinni segir „það er
staðreynd að konur hvorki vilja
né geta unnið eins langan vinnu-
dag og læknar hafa gert fram til
þessa“ Gefið er í skyn í fréttinni
að ofannefnt sé haft orðrétt eftir
undirrituðum, sem er alrangt.
Undirritaður hefur aldrei haft og
hefur ekki skoðanir sem þessar og
er ósammála þeim. Þær eru því
rangtúlkun fréttamannsins á orð-
um mínum.
Virðingarfyllst
Stefán B. Sigurðsson
Varadeildarforseti læknadeild-
ar
Athugasemd blaðamanns:
Vera má að misskilnings hafi
gætt varðandi túlkun á ummælum
varadeildarforseta læknadeildar.
Hafi hann verið misskilinn ber að
harma það. Að öðru leyti stendur
blaðið við frétt sína. ■
ATHUGASEMD
TUTTUGU SVARTFUGLSHRÆ Lög-
reglumenn á Sauðárkróki voru
kallaðir að Borgarsandi um helg-
ina en þar hafði rekið á land tutt-
ugu hræ af svartfugli. Svo virðist
sem sumir veiðimenn hendi
hræjunum fyrir borð af bátum
sínum. Hræin rekur síðan á land,
náttúruunnendum til mikilla ama.
Sum hræanna voru hol að innan
en önnur heil.
ÞJÓFUR REYNDIST ÖRYGGIS-
VÖRÐUR Vökulir íbúar á Skógar-
strönd tilkynntu lögreglunni í
Búðardal um grunsamlegar
mannaferðir í vikunni. Íbúarnir
töldu víst að þarna væri á ferð-
inni innbrotsþjófur. Við athugun
kom hins vegar í ljós að maður-
inn var í vinnu hjá öryggisfyrir-
tæki við að staðsetja sumarhús
með GPS-hnitum.
LÖGREGLUFRÉTTIR
ÞÖGULL CHIHUAHUA
Dýralæknar segja að því fylgi alltaf ákveðin
áhætta að skera á raddbönd hunda.
Gæludýramarkaður:
Skorið á
raddbönd
hunda
TAÍVAN, AP Dýraverndunarsinnar í
Taívan hafa orðið varir við það að
hundaræktendur séu í síauknum
mæli farnir að láta skera á radd-
bönd hunda sinna til þess að verða
við kröfum markaðarins. Það hef-
ur nefnilega sýnt sig að í þessu
litla og þéttbýla landi vilja íbúarn-
ir hunda sem gelta ekki til þess að
angra ekki nágranna sína.
Það eru yfirleitt hundarækt-
endur sem starfa án leyfis sem
láta framkvæma þessar aðgerðir
og þá meðal annars til þess að
draga ekki að sér athygli yfir-
valda. Einnig eru dæmi um að fólk
sem tekið hefur að sér heimilis-
lausa hunda leiti sjálft til dýra-
lækna til þess að láta þagga niður
í hundunum. ■