Fréttablaðið - 06.03.2003, Síða 19
19FIMMTUDAGUR 6. mars 2003
®
FÓTBOLTI Teitur Þórðarson, þjálfari
norska úrvalsdeildarliðsins Lyn,
telur að erfitt verði að fylgja eftir
góðum árangri liðsins frá síðustu
leiktíð. Þá lenti liðið í þriðja sæti
deildarinnar.
„Það er alltaf erfitt að fylgja
eftir svo góðri leiktíð,“ sagði Teit-
ur í samtali við Aftenposten. Erf-
iðlega hefur gengið hjá Lyn í æf-
ingaleikjum undanfarið. „Við höf-
um misst marga menn í meiðsli og
ungir og óreyndir leikmenn hafa
því fengið að spreyta sig,“ sagði
Teitur. ■
FÓTBOLTI Alex Ferguson,
knattspyrnustjóri Man-
chester United og Arsene
Wenger, knattspyrnustjóri
Arsenal, hafa eldað grátt
silfur síðustu ár í baráttu
liðanna um enska meist-
aratitilinn. Þeir hafa verið
með yfirlýsingar í fjöl-
miðlum og nú reynir
Ferguson að koma höggi á
Wenger og lærisveina í
von um að þeim verði á í
lokasprettinum. Ferguson
segir að þótt Arsenal hafi
örugga forystu í deildinni
gæti liðið misst af titlinum
verði leikmenn þess of
hrokafullir.
„Þegar sjálfstraustið
fer fram úr hófi, eins og
hjá leikmönnum Arsenal
nú, er hætt við því að það
snúist í höndum þeirra og
þeir fái það aftur í höfuð-
ið,“ sagði Ferguson en
Manchester United er í
öðru sæti deildarinnar.
„Arsenal er ekki búið að
tryggja sér titilinn og það
er enn margt sem getur gerst.“
Wenger er þó sallarólegur
enda hefur Arsenal-liðið nánast
verið óstöðvandi það sem af er
vetri.
Terry Venables, knattspyrnu-
stjóri Leeds, telur öfugt við
Ferguson að það sé fátt sem geti
komið í veg fyrir að Arsenal
vinni titilinn. Bilið á milli efstu
liðanna sé of mikið og botninn
hafi dottið úr leik United þegar
liðið tapaði fyrir Liverpool í úr-
slitum deildarbikarsins um síð-
ustu helgi.
„Öll lið sem tapa leik koma tví-
efld í þann næsta. En að tapa svo
mikilvægum leik á eftir að sitja í
leikmönnum United,“ sagði
Venables. ■
KÖRFUBOLTI Stephon Marbury, leik-
maður Phoenix Suns, og Tim Dunc-
an, leikmaður San Antonio Spurs,
áttu báðir stórleik þegar Suns vann
Spurs með 104 stigum gegn 97 í
NBA-deildinni í körfubolta í fyrr-
inótt.
Marbury setti niður 35 stig og
átti 13 stoðsendingar. Duncan skor-
aði 35 stig og tók 21 frákast. Þetta
var fyrsti ósigur Spurs í síðustu
fimm leikjum.
Carter skoraði 24 stig þegar
Toronto Raptors vann Washington
Wizards með 89 stigum gegn 86.
Michael Jordan, leikmaður Wizards,
þurfti að fara af leikvelli vegna bak-
meiðsla snemma í leiknum. ■
Teitur Þórðarson,
þjálfari Lyn:
Erfitt að
bæta góðan
árangur
TEITUR
Teitur Þórðarson tók við Lyn fyrir þessa
leiktíð eftir að hafa þjálfað Brann.
NBA-deildin:
Stórleikur Marbury
og Duncan
MARBURY
Stephon Marbury tekur þriggja stiga skot
yfir Tony Parker í leik Suns og Spurs í fyrr-
inótt. Marbury skoraði sex þriggja stiga
körfur í leiknum úr sex skottilraunum.
Taugastríð í ensku úrvalsdeildinni:
Ferguson
skýtur föstum
skotum
VONBRIGÐI
Mike Phelan, einn þjálfara Manchester
United, og David Beckham urðu fyrir von-
brigðum með tapið gegn Liverpool í úrslit-
um deildarbikarsins. Spurning er hvort þeir
missi líka af meistaratitlinum sjálfum.