Fréttablaðið - 06.03.2003, Side 21
FIMMTUDAGUR 6. mars 2003 21
m e ð Írafár
Sunnudaginn 9. mars kl. 16.30.
Forsala milli 13 og 16 virka daga
og frá 15 á sunnudag
Miðaverð í forsölu: 1800
Krakkaball á Nasa
20.00 Rómeó og Júlía eftir Willi-
am Shakespeare er sýnt á Litla sviði
Borgarleikhússins í uppfærslu Vest-
urports.
20.00 Nemendur Verslunarskóla
Íslands sýna söngleikinn Made in USA
eftir Jón Gnarr í Loftkastalanum.
■ ■ SKEMMTANIR
23.00 Blúshljómsveitin Centaur
spilar á Grandrokk.
■ ■ SÝNINGAR
Finnbogi Pétursson myndlistarmað-
ur sýnir innsetningu í Kúlunni í Ás-
mundarsafni þar sem hann myndgerir
hljóð.
■ KEPPNI
Franski myndlistarmaðurinn Serge
Comte sýnir í Nýlistasafninu. Hann er
búsettur hérlendis en hefur að mestu
sýnt erlendis, einkum í París, þar sem
hann hefur átt velgengni að fagna.
Halldór Eiríksson, Helgi Snær Sig-
urðsson og Hrappur Steinn Magnús-
son sýna „Það sem þú vilt sjá“ í Gallerí
Skugga, Hverfisgötu 39.
Sýning Blaðaljósmyndarafélags Ís-
lands á fréttamyndum ársins stendur
yfir í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs. Á
neðri hæðinni eru sýndar ljósmyndir
Ólafs K. Magnússonar frá fyrstu 20
árum hans á Morgunblaðinu.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur
valið verk eftir fjölmarga myndlistar-
menn á sýninguna Þetta vil ég sjá í
Gerðubergi.
Fjórir ungir ljósmyndarar, Katrín El-
varsdóttir, Kristín Hauksdóttir, Orri og
Sigríður Kristín Birnudóttir, eru með
sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.
Haraldur Jónsson sýnir Stjörnu-
hverfi og Svarthol fyrir heimili í gallerí-
inu i8 við Klapparstíg. Opið 11-18.
Jón Sæmundur er með mynd-
bandsinnsetningu í rýminu undir stigan-
um í galleríinu i8 við Klapparstíg. Opið
11-18.
Anna G. Torfadóttir sýnir í sal Ís-
lenskrar grafíkur, Hafnarhúsinu við
Tryggvagötu 17, hafnarmegin.
Opið 14-18.
Íslandsmót kaffibarþjóna hefst íKringlunni í dag. Þetta er í
fjórða sinn sem mótið er haldið og
sér kaffibarþjónafélag Íslands um
skipulagningu þess. Tilgangur
mótsins er að leiða saman bestu
kaffibarþjóna landsins og velja
fulltrúa á heimsmeistaramótið.
Keppnisrétt hafa allir þeir sem
vinna við expressóvélar á kaffi-
húsum, veitingarhúsum, bakaríum
og svo framvegis. Undanúrslit
fara fram í dag en á morgun keppa
sex kaffibarþjónar til úrslita.
„Kaffihúsamenningin hefur
breyst mikið á síðustu árum og
keppnin hefur átt stóran þátt í
því,“ segir Sonja Grant, einn skipu-
leggjenda keppninnar. „Hér heima
er orðinn miklu meiri metnaður
hjá starfsfólki. Það vill láta frá sér
alvöru expresso-bolla ólíkt því sem
tíðkaðist áður.“
Sigurvegarinn fær keppnisrétt
á heimsmeistaramótinu sem fram
fer í Boston í lok apríl.
Íslendingar hafa náð ágætum
árangri á heimsmeistaramótinu.
Elsa Kristinsdóttir vann silfur í
Monte Carlo árið 2000, Lilja Pét-
ursdóttir náði fjórða sætinu í Mi-
ami 2001 og Ragnheiður Gísla-
dóttir varð í sjöunda sæti í Osló
2002. ■
LANDSLIÐ
KAFFIBARÞJÓNA
Ragnheiður Gísladóttir, Ís-
landsmeistari árið 2002, náði
sjöunda sæti á heimsmeist-
aramótinu.
Íslandsmót kaffibarþjóna:
Sigurvegarinn fer á
heimsmeistaramótið
Mig myndi helst langa á nám-skeiðið fyrir aðstandendur
geðklofasjúklinga,“ segir Hlín
Agnarsdóttir, leikstjóri og rithöf-
undur. „Ég hef mikinn áhuga á
öllu svona og finnst við í raun öll
vera aðstandendur geðsjúklinga
af einhverri gerð og held að það
ætti að halda svona námskeið fyr-
ir almenning sem kemur það við
hvað ráðamenn og fjár-
málaspútnikar burðast með í af-
kimum hugans. Ef ég ætti hross
með exem myndi ég örugglega
fara á þann fyrirlestur. Ég er ekki
búin að sjá Rómeó og Júlíu og
hlakka til að komast að því hvern-
ig þýðing Hallgríms Helgasonar
leggst í mig. Mig langar líka að
sjá sýningu Finnboga Pétursson-
ar. Mér finnst það sem hann er að
gera áhugavert og svo er ég mjög
hrifin af Ásmundarsafni sem
byggingu. Þá langar mig bæði að
sjá Blaðaljósmyndarasýninguna
og sýningu ungu ljósmyndaranna
í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.“
Val Hlínar
HLÍN AGNARSDÓTTIR
Það er fátt sem jafnast á viðBæjarins bestu í Tryggvagötu.
Reyndar ekki neitt því pylsurnar
þar eru án hliðstæðu. Reykvíking-
ar sem hafa dvalið langdvölum er-
lendis láta það oftar en ekki verða
sitt fyrsta verk við komuna til
landsins að bregða sér á Bæjarins
bestu og fá sér eina pylsu eða
tvær. Gott er að byrja á einni með
öllu og taka þá síðari aðeins með
sinnepi í botninum. Eða jafnvel
bara með tómatsósu. Tómatsósan
við Tryggvagötu bragðast öðru-
vísi en aðrar enda er hún sögð
koma úr annarri átt. Hvaðan ná-
kvæmlega vita hins vegar færri. Í
bland við sjávarlyktina frá
Reykjavíkurhöfn öðlast pylsuilm-
urinn nýja vídd og verður í raun
líkastur norrænum ilmi sem
finnst ekki annars staðar. Og svo
er næstum því alltaf opið.
✓
✓
✓
✓
✓
Þetta lístmér á!
Miðbæjartoppur
Uppistand um
jafnréttismál
Sýning föstudag 07.03. kl. 20
Sýning föstudag 14.03. kl. 20
Leyndarmál
rósanna
Sýning laugardag 08.03. kl. 19
Sýning laugardag 15.03. kl. 19
Miðasölusími 462 1400
www.leikfelag.is
Fös. 7/3 kl. 21, UPPSELT
Lau. 8/3 kl. 21, UPPSELT
Þri. 11/3 kl. 21, AUKASÝNING,
örfá sæti
Fös. 14/3 kl. 21, UPPSELT
Lau. 15/3 kl. 21, UPPSELT
Fös. 21/3 kl. 21, UPPSELT
Lau. 22/2 kl. 21, örfá sæti
Fös. 28/3 kl. 21, nokkur sæti
Lau. 29/3 kl. 21, örfá sæti
>
STÓRA SVIÐ
LÁT HJARTAÐ RÁÐA FÖR
ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN - Þrjú ný verk
eftir Katrínu Hall, Itzik Galili og Ed Wubbe
5. sýn sun. 16/3 kl. 20 blá kort
Sun. 23/3 kl. 20
Lau. 29/3 kl. 20
ATH: Aðeins 4 sýningar eftir
SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI
eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson
Í kvöld kl. 20
Fös. 14/3 kl. 20
Lau. 15/3 kl. 20
Fös. 21/3 kl. 20
Lau. 22/3 kl. 20
Fös. 28/3 kl. 20
Sun. 30/3 kl. 20
SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller
Fös. 7/3 kl. 20 AUKASÝNING
Lau. 8/3 kl. 20 AUKASÝNING
ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR
HONK! LJÓTI ANDARUNGINN
e. George Stiles og Anthony Drewe
Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna
Sun. 9/3 kl. 14
Sun. 16/3 kl. 14
Sun. 23/3 kl. 14
ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR
NÝJA SVIÐ
MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATT-
UR
eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne
Í kvöld kl 20
Sun. 9/3 kl. 20
Lau. 15/3 kl. 20
Sun. 16/3 kl. 20
Fös. 21/3 kl. 20
JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov
frekar erótískt leikrit í þrem þáttum
Fös. 7/3 kl. 20 AUKASÝNING
ALLRA SÍÐASTA SÝNING
KVETCH eftir Steven Berkoff
í samstarfi við Á SENUNNI
Lau. 8/3 kl. 20 UPPSELT
Fim. 13/3 kl. 20
Fös. 14/3 kl. 20
15:15 TÓNLEIKAR CAPUT
Milli myrkurs og þagnar
Lau. 8/3 kl. 15:15
RED RUM TÓNLEIKAR
Írsk-frönsk-kanadísk-finnsk danskvæði og söngvar
Matti Kallio o.fl.
Sun. 16/3 kl. 16:00
ÞRIÐJA HÆÐIN
PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler
Lau. 8/3 kl. 20
Fös. 14/3 kl. 20
Lau. 22/3 kl. 20
Lau. 29/3 kl. 20
Takmarkaður sýningafjöldi
HERPINGUR eftir Auði Haralds
HINN FULLKOMNI MAÐUR e. Mikael Torfason
í samstarfi við DRAUMASMIÐJUNA
Sun. 9/3 kl. 20 AUKASÝNING
Aðeins þessi eina sýning
LITLA SVIÐ
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN
í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ
Leikrit með söngvum - og ís á eftir!
Lau. 8/3 kl. 14 UPPSELT
Mið. 12/3 kl. 10 UPPSELT
Lau. 15/3 kl. 14
RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare
í samstarfi við VESTURPORT
Fim. 6/3 kl. 20
Sun. 9/3 kl. 20
Lau. 15/3 kl. 20
Fös. 21/3 kl. 20
Miðasalan, sími 568 8000
Miðasalan, sími 568 8000, er opin kl. 13-18 alla virka daga og fram að sýningu sýningardaga.
Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 midasala@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is