Fréttablaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 2
SKATTGREIÐSLUR Þingmenn voru á einu máli um að fordæma flutning á peningum úr landi til skatta- paradísa til þess að forðast að greiða skatta hér á landi. Ög- mundur Jónasson var málshefj- andi utandagskrárumræðu um málið. Hann vísaði til skýrslu skattrannsóknarstjóra um mál Jóns Ólafssonar þar sem lýst er sölu eigna til fyrir- tækja í hans eigu sem skráð eru á bresku Jómfrúa- eyjunum. Sakaði Ögmundur ríkis- stjórnina um and- varaleysi í málinu. Taldi Ögmundur ríkisstjórnina hafa opnað fyrir slík undanskot með því að gefa bröskurum laus- an tauminn. Spurði hann ráðherra hvað liði reglum til að koma í veg fyrir slíkt. Geir H. Haarde sagðist ekki vilja ræða einstök mál, allra síst þau sem væru til rannsóknar. Hann sagði ríkisstjórnina hafa eflt eftirlitsstofnanir samfélags- ins samhliða því að fjármála- markaður var opnaður. Ekki væri um að kenna skattalöggjöfinni, heldur því að hún væri ekki virt. Hann sagði kröfuna um að spilling og undanskot yrðu upprætt rétt- mæta, og ef þyrfti að breyta lögum til þess yrði það gert. Hann sagði unnið að reglum um slíka fjármagnsflutninga. „Slíkar regl- ur geta verið með ýmsum hætti. Slíkar reglur tryggja ekki að það náist til þeirra sem ráðnir eru í að hafa þær að engu.“ Hann sagði hið nýja og opna viðskiptaumhverfi ekki hafa átt að vera gróðrarstíu spillingar og skattaundanskota. Það sé leitt ef einhverjir misnot- uðu sér það frelsi sem efldi heið- arleg viðskipti. Þingmenn lögðu á það áherslu að fordæma bæri tilraunir til að greiða ekki eðlilega skatta hér á landi. Með því væru ríkir einstak- lingar að skjóta sér undan því að taka þátt í samfélaginu. Almennt voru skoðanir samhljóða. Geir H. Haarde reiddist þó þeim orðum Ögmundar undir lok umræðunnar að skattalöggjöfin hefði ýtt undir þessa þróun. Sagði Geir málflutn- ing Ögmundar einkennast af því sjónarmiði að öll viðskipti væru brask. Slíkt bæri vott um steinald- arhugsun. haflidi@frettabladid.is 2 7. mars 2003 FÖSTUDAGUR Slíkar reglur tryggja ekki að það náist til þeirra sem ráðnir eru í að hafa þær að engu. Birgitta Haukdal syngur íslenska Eurovisonlagið sem nú er rætt hvað mest um að líkist öðru lagi. Strákarnir í Botnleðju hafa boðist til að fara út og syngja ef eitthvað ber út af með lagið. Veistu, ég hef engar áhyggjur af þessum málum. Ég hlæ að þessu öllu saman. SPURNING DAGSINS Birgitta, ertu búin að sækja um að komast í Botnleðju? Vafasöm fortíð: Þingkona stundaði vændi SVÍÞJÓÐ Þekkt sænsk þingkona starfaði í vændishúsi í miðborg Stokkhólms í nokkur ár á áttunda áratugnum. Á meðal viðskipta- vina hennar voru háttsettir menn innan lögreglunnar auk ráðherra en einnig sóttu ýmsir aðrir ráða- menn húsið heim. Þetta kom fram í þætti sem sýndur var á sænsku sjónvarpstöðinni TV3 í gærkvöldi en fjallað var um málið í Aftonbla- det. Konan, sem ekki hefur viljað koma fram undir nafni, stundaði vændi samfara námi og þegar vændishúsinu var lokað af yfir- völdum ákvað hún að snúa við blaðinu og hefja nýtt líf. Þegar hún svo mörgum árum síðar var kosin á þing kom það ítrekað fyrir að hún hitti fyrrum viðskiptavini sína á göngum þinghússins. ■ Níundi hver eyðnismitaður: Dregur úr lífslíkum HÖFÐABORG, AP Meðallífslíkur svartra íbúa Höfðaborgar í Suð- ur-Afríku eru ekki háar í dag, 55 ár. Þó gera vísindamenn ráð fyrir að verulega dragi úr þeim áður en þessi áratugur er úti. Sam- kvæmt nýrri rannsókn sem heil- brigðisyfirvöld í borginni hafa látið gera lækka meðallífslíkur um 15 ár þannig að lífslíkur verða 40 ár. Rannsóknin er talin gefa vís- bendingar fyrir landið í heild sinni. Þar er níundi hver maður sýktur af HIV-veirunni, alls 4,7 milljónir einstaklinga. ■ HEILBRIGÐI Læknarnir Guðmundur Vikar Einarsson og Ástráður Hreiðarsson voru meðal ræðu- manna á fundi sem haldinn var á Hótel Loftleiðum í gærkvöldi þar sem fjallað var um kosti og galla nýja stinningarlyfsins Cialis. Lyfið er nýtt á markaði og veitir Viagra stífa samkeppni enda spannar virkni þess 24 klukku- stundir á meðan Viagra virkar aðeins í rúmar 4 klukkustundir. Á fundinum var einnig dr. Lucio Varanesi, sem stýrir sam- evrópskri rannsókn á Cialis sem einnig nær til Íslands. Íslensku læknarnir, sem fyrr voru nefndir, sjá um íslenska hluta rannsókn- arinnar. Tilgangur hennar er m.a. að fá úr því skorið hvort nóg sé að taka Cialis þrisvar í viku eða þá að hafa það við höndina þegar þörf krefur. Munu þátttakendur í rann- sókninni halda sérstaka kynlífs- dagbók á meðan á rannsókninni stendur. Niðurstöðu er að vænta síðar á þessu ári. ■ Uppruni himintunglanna: Sjö ný tungl við Júpíter HONULULU, AP Stjörnufræðingar hafa uppgötvað sjö ný tungl á braut um Júpíter en þau fundust með aðstoð sjónauka og gríðar- stórra stafrænna myndavéla sem komið var fyrir á tindi eldfjalls á Hawaii. Vonir eru bundnar við það að þessi uppgötvun geti gefið vís- bendingar um uppruna hnattarins. Möndulsnúningur tunglanna er gagnstæður snúningi Júpíters, en það bendir til þess að þau hafi orð- ið til annars staðar en hnötturinn. Rannsókn stjörnufræðinga miðar nú einkum að því að finna skýring- ar á því með hvaða hætti tunglin lentu á braut um Júpíter. ■ FANGELSI Árni Johnsen hringdi sjálfur í Húsgagnabólstrun Ragn- ars Björnssonar í Hafnarfirði og spurðist fyrir um verð og leitaði tilboða í ný rúm fyrir fangelsið á Kvíabryggju. Það skilaði góðum árangri og nú eru rúmin fjórtán farin frá Ragnari Björnssyni með stefnuna á Grundarfjörð þar sem Kvíabryggja er. „Þessi rúm ættu að duga í 16 ár. Og þegar þau fara að bila get- um við endurunnið þau fyrir fangelsið,“ segir Birna Ragnars- dóttir, framkvæmdastjóri hjá Ragnari Björnssyni, en Birna er dóttir Ragnars. „Rúmin voru met- ers breið og rúmlega 190 sentí- metrar að lengd. Þetta eru sömu gæðin og mörg bestu hótela landsins eru að kaupa,“ segir Birna. Rúmin frá Ragnari Björnssyni eru notuð hjá KEA á Akureyri, á Hótel Loftleiðum, Sögu og á Hót- el Íslandi, þar sem ekki hefur þurft að skipta um rúm frá því hótelið opnaði fyrir um tveimur áratugum síðan. Eftir að Árni Johnsen hafði leitað tilboða í rúmin var haft samband við rúmfyrirtæki Ragn- ars Björnssonar frá Rauða kross- inum á Vesturlandi og gengið frá pöntun sem byggði á tilboði því sem Árni fékk. ■ VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Forstjóri Löggildingarstofu hefur fengið frest hjá iðnaðar- og viðskiptaráðherra til að skila athugasemdum vegna greinar- gerðar Ríkisendurskoðunar um fjármála- óreiðu stofnunarinnar. Fjármálaóreiðan í Lög- gildingarstofu: Forstjórinn fær lengri frest STJÓRNSÝSLA Gylfi Gautur Péturs- son, forstjóri Löggildingarstofu, hefur fengið aukinn frest til að skila iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytinu athugasemdum vegna greinargerðar Ríkisendurskoðun- ar. Ráðuneytið telur Ríkisendur- skoðun hafa sýnt fram á stór- fellda óreiðu í bókhaldi og fjár- málum Löggildingarstofu. Því telji ráðherra forsendur til að veita forstjóranum tímabundna lausn frá embætti. Meðal þess sem Löggildingar- stofa er talin hafa brotið af sér eru farsímakaup fyrir aðra en starfsmenn stofnunarinnar. Stofn- unin hafi enn fremur greitt öll af- notagjöld fyrir símana. Þá eru nefnd óheimil jeppakaup fyrir forstjórann og óhófleg og skipu- lagslaus tölvukaup. Launamál Löggildingarstofn- unar eru einnig harðlega gagn- rýnd. Starfsmenn eru sagðir hafa fengið mun hærri laun en samn- ingar segja til um. Tveir þeirra hafi verið hækkaðir verulega í launum skömmu fyrir starfslok. Einnig er átalið að heilu hjarð- irnar af ættmennum yfirmanna hafi fengið verktakagreiðslur frá stofnuninni. ■ Læknar funda á Hótel Loftleiðum: Viagra fær stífa samkeppni HÓTEL LOFTLEIÐIR Fundað var um viagra á Hótel Loftleiðum. Hótelrúmin farin á Kvíabryggju – duga í 16 ár: Árni hringdi sjálfur og bað um tilboð SKATTAUNDANSKOT FORDÆMD Geir H. Haarde sagði löggjöf ekki um það að kenna að einstaklingar sem staðráðnir væru í að skjóta sér undan skattagreiðslum hér á landi fyndu einhverjar leiðir til þess. Þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu fordæmdu slík undanskot. Fordæma fjármagn í skattaparadísum Þingmenn voru á einu máli um að flutning fjármagns í því skyni að skjóta sér undan skattgreiðslum hér á landi bæri að fordæmi. Fjármála- ráðherra segir ekki löggjöf um að kenna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Hlutur ríkisins í Búnaðarbanka: Seldur á markaðs- gengi EINKAVÆÐING Einkavæðingarnefnd hefur ákveðið sölugengi bréfa rík- isins í Búnaðarbankanum. Sala bréfanna hefst í dag og stendur í átta daga, eða skemur ef bréfin seljast fyrir þann tíma. Gengi bréfanna var ákveðið 5,05, sem er sama gengi og lokaverð á bréfum bankans á markaði í gær. Sam- kvæmt því er söluverð 9,11 pró- senta hlutar ríkisins 2,5 milljarð- ar króna. Búnaðarbankinn verð- bréf munu sjá um útboðið, sem fer fram gegnum sölukerfi Kaup- hallar Íslands. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.