Fréttablaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 7. mars 2003 NÝJAR BÆKUR NÝJAR BÆKUR 27 Bæjarlind 14-16 | 201 Kópavogi | Sími 564 4400 | Fax 564 4435 | tekk@tekk.is | www.tekk.is H R IN GDU EÐA K O M D U S E M F Y R S T N‡ sending af glæsilegum eikarhúsgögnum frá Ethnicraft bor›stofubor› | bekkir | skápar | hillur | lampar KVIKMYNDIR Samtök kvikmynda- leikara í Bandaríkjunum eru æva- reið um þessar mundir og segja að afþreyingariðnaðurinn í landinu megi alls ekki setja það fólk á svartan lista sem talar opinber- lega á móti hugsanlegu stríði gegn Írak. „Sumir hafa gefið í skyn und- anfarið að vel þekktum einstak- lingum sem láti í ljós „óhentugar“ skoðanir verði refsað með því að tapa réttinum til að stunda vinnu sína,“ sagði í yfirlýsingu samtak- anna. „Þjóðin skal aldrei sætta sig við að svo mikið sem gefið verði í skyn að svartur listi verði tekinn aftur í gagnið.“ Vísuðu samtökin þar í svartan lista sem settur var upp í Hollywood á sjötta áratug síðustu aldar. Þá var öllum aðilum kvik- myndaheimsins sem grunaðir voru um þátttöku í starfi komm- únista meinuð atvinna í borginni. „Á þessu skammarlega tíma- bili lét iðnaðurinn herferðir og nornaveiðar stjórna sér í stað þess að standa fast á þeim grund- vallaratriðum sem byggja á skjöl- unum sem þjóðin miðar sig við.“ Stutt er síðan Martin Sheen, sem leikur í þáttunum „The West Wing“, sagði stjórnendur NBC- sjónvarpsstöðvarinnar vera ósátta við hversu mótfallinn hann væri stríðinu við Írak. Sagði hann þá óttast að skoðanir hans skaði þættina. ■ SHEEN Martin Sheen er einn margra aðila úr bandarískum skemmtanaiðnaði sem hafa mótmælt harðlega hugsanlegu stríði gegn Írak. Samtök bandarískra kvikmyndaleikara: Aldrei aftur svartur listi Litlu bækurnar eftir BretannRoger Hargreaves um Herramennina hafa notið mik- illa vinsælda síðustu ára- tugi. JPV-út- gáfa hefur nú endurútgefið fjórar bækur um þessa við- kunnanlegu karla. Þær komu fyrst út á ís- lensku fyrir um aldarfjórðungi síðan og nutu mikilla vinsælda hjá íslenskum börnum en þætt- ir byggðir á bókunum voru sýndir í Sjónvarpinu um svipað leyti. Einungis hluti bókanna kom út á sínum tíma en JPV-út- gáfa hyggst nú endurútgefa þær ásamt þeim bókum sem ekki hafa komið út áður á ís- lensku. Fyrstu Herramennirnir sem mæta til leiks eru: Herra Fyndinn, Herra Sterkur, Herra Kjaftaskur og Herra Latur. Bækurnar eru þýddar og end- ursagðar af Þrándi Thoroddsen og Guðna Kolbeinssyni. SKÁK Þá er glæsilegri skákhrinu á Íslandi lokið í bili. Veislan hófst með Stórmóti Hróksins á Kjar- valsstöðum, þá kom Íslandsmótið og svo Eddumótið til minningar um Guðmund J. Guðmundsson í Borgarleikhúsinu. Hinn lettneski Shirov, sem teflir fyrir Spán, vann Stórmótið með glæsibrag, Hrók- urinn sigraði á Íslandsmótinu í efstu þremur deildum og Eddu- mótið vann Mikhail Gurevitsj frá Úkraínu, en hann teflir fyrir Belg- íu. Hann var með 8 vinninga af 9 mögulegum, sem má heita glæsi- legur árangur. Í 2. til 3. sæti voru Ivan Sokolov og Emil Sutovsky. Enginn Íslendingur náði að blanda sér í toppbaráttuna, hvorki í Eddumótinu né Stórmóti Hróks- ins, og mega það teljast nokkur vonbrigði. En Helgi Ólafsson, sem reyndar tók ekki þátt í Stórmót- inu, hélt merki Íslands á lofti með snilldarskák sinni á Eddumótinu gegn Veselin Topalov. Fréttablað- ið birtir þessa mjög svo ágætu skák í sárabætur. Það er skák- fræðingur blaðsins, Ingvar Þór Jóhannesson, sem skýrir. ■ HELGI ÓLAFSSON Sá Íslendinga sem kemst næst því að telj- ast snillingur þegar svörtu og hvítu reitirnir eru annars vegar. Hann lagði 4. stigahæsta skákmann heims á Eddumótinu. Skákhrinu slotar í bili: Snilld Helga plástur á sárin Helgi Ólafsson - Veselin Topalov (2743) Staðan eftir 23. leik svarts 1. e4 c5 2. c3 d5 3. exd5 Dxd5 4. d4 Rf6 5. Rf3 Bg4 6. dxc5 Dxc5 7. Ra3 a6 8. Be3 Dc7 9. Da4+ Bd7 10. Rb5 Dc8 11. Re5 Rd5 12. O-O-O Rxe3 13. fxe3 Rc6 14. Rxd7 axb5 15. Db3 Dc7 16. Bxb5 e6 17. Hd3 Bd6 18. Hhd1 Bxh2 19. a4 h5 20. Kb1 h4 21. Dc4 O-O-O 22. Dc5 g6 23. Bxc6 Dxc6 (Sjá stöðumynd) Helgi hefur teflt þessa skák meistaralega vel og stjórnað ferð- inni allan tímann. Hér lætur svarta staðan undan þrýstingnum og Helgi vinnur lið. 24. Rb6+ Kc7 25. De7+ Kxb6 26. Hxd8 De4+ 27. H1d3 Be5 28. Kc1 h3 29. a5+ Kb5 30. Dd7+ Kxa5 31. Hxh8 hxg2 32. Ha8+ Kb6 33. Dd8+ Bc7 34. Hd6+ Kb5 35. Dd7+ Dc6 36. Hxc6 g1(D)+ 37. Kc2 Dg2+ 38. Kb3 Dxc6 39. c4+ Kb6 40. Dxf7 Dd6 41. Dxg6 De5 42. Dd3 Kc6 43. He8 Bd6 44. Dd4 Df5 45. Hd8 Bc5 46. Dd7+ Kb6 47. Db5+ Hér gafst Topalov upp enda er hann mát eftir annað hvort 47...Ka7 48. Da5+ eða 47...Kc7 48.Hd7+ og tekur á b7. Helgi átti aðeins eftir 38 sekúndur þegar Topalov gaf! SKÁK Þegar Íslendingur vinnur fjórða stigahæsta skákmann heims og það af öryggi er það þess virði að birta alla skákina. Helgi Ólafsson er einn okkar hæfileikaríkasti stór- meistari og þessi skák ásamt tveimur kappskákasigrum í röð á Ivan Sokolov staðfesta það. Ég mæli með að menn grípi í taflborð- ið og skoði þessa skák hjá Helga. Skákskýring: Fram með taflborðið ÓSKARINN Þrátt fyrir nokkrar áhyggjur af áhorfi á beina útsend- ingu frá Óskarsverðlaununum þann 23. mars virðist útsendingin ætla að verða hin besta gullgæs fyrir ABC-sjónvarpsstöðina. Aug- lýsingatekjur stöðvarinnar af út- sendingunni stefna í nýtt met en gert er ráð fyrir að hún skili stöð- inni um 78,3 milljónum dollara og þrátt fyrir að engin tilnefndra mynda jafnist á við Titanic hvað vinsældir snert- ir selur ABC hálfa mínútu á 1,35 milljónir dollara og hækkar verð- ið frá 1,29 millj- ónum í fyrra. ■ ABC-sjónvarpsstöðin: Stórgræðir á Óskarnum ÓSKARSVERÐLAUNIN Mikill áhugi auglýsenda er ekki síst rakinn til þess að sívaxandi stríðsótti verði til að laða áhorfendur að þessari ársátíð veru- leikaflóttaiðnaðarins. Sigurbjörn Þorkelsson, fram-kvæmdastjóri Laugarnes- kirkju, hefur gefið út skáldsöguna Júlía. Þar segir frá 18 ára Reykja- víkurmær sem fer í gegnum ævi sína í leit að skýringum á stöðu sinni í lífinu með það fyrir augum að ná áttum í tilverunni og reyna að vinna sig út úr og lifa með orðnum atburðum. Á bókarkápu segist persónan vonast til þess að saga sín veki fólk til umhugsunar og leiði til skoðanaskipta. Þá hefur Þorkell einnig sent frá sér kverið Lát engan líta smá- um augum á elli þína. Þetta er óður til aldraðra sem er byggður á erindi höfundar sem hann flutti á fyrsta degi aldraðra á ráðstefnu í Bústaðakirkju árið 2000.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.