Fréttablaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 10
SAN FRANCISCO, AP Gary Albert Ewing var dæmdur til 25 ára fangelsisvistar fyrir að hafa reynt að ræna golfkylfum úr verslun. Þetta var í þriðja skipti sem Ewing var fundinn sekur um lög- brot, en samkvæmt lögum Kali- forníufylkis þýðir það að hann er sjálfkrafa dæmdur til að dúsa í fangelsi í aldarfjórðung án þess að eiga möguleika á reynslulausn. Lögin hafa verið afar umdeild og gagnrýnt að menn geti lent bak við lás og slá um áratugaskeið fyr- ir smábrot. Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað í vikunni upp úr um að lögin stæðust stjórnarskrá. Fimm af níu dómurum við hæstarétt þótti lögin standast stjórnarskrá en fjórir voru ósammála því. Málið kom til kasta réttarins eftir að máli tveggja þjófa var áfrýjað alla leið til dómstólsins. Í meiri- hlutaáliti segir að langur afbrota- ferill réttlæti að menn séu dæmd- ir til langrar fangelsisvistar til að vernda samfélagið fyrir frekari brotum þeirra. Erwin Chemerinsky, lögmaður Leandro Andrade, var mjög ósátt- ur við úrskurðinn. „Hæstiréttur hefur í heila öld sagt að refsingar sem eru ekki í samræmi við brot- ið brjóti gegn stjórnarskránni. Ef einhver refsing er ekki í sam- ræmi við brotið er það 50 ára fangelsisdómur, án vonar um reynslulausn, fyrir að stela vörum sem eru jafnvirði 152 dollara.“ Andrade var fundinn sekur um að hafa stolið myndböndum úr stór- markaði. Andvirði ránsfengsins nam innan við 12.000 krónum, 233 krónum fyrir hvert ár sem Andra- de verður að sitja inni. Lögin um að afbrotamenn fái að lágmarki 25 ára dóm við þriðja brot voru samþykkt í almennri at- kvæðagreiðslu meðal íbúa Kali- forníu eftir að síbrotamaður á reynslulausn rændi og myrti unga stúlku. Síðan þá hafa ekki færri en 7.000 einstaklingar verið dæmdir samkvæmt lögunum, þar á meðal rúmlega 300 sem frömdu minni- háttar brot í þriðja tilfellinu. ■ 10 7. mars 2003 FÖSTUDAGURSVONA ERUM VIÐ INNFLUTNINGUR Innflutningur jókst í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra samkvæmt bráðabirgðatöl- um fjármálaráðuneytisins. Inn- flutningur jókst um sjö prósent sé miðað við gengi hvors árs, en um sautján prósent sé miðað við sama gengi bæði árin. Samkvæmt töl- unum voru fluttar inn vörur fyrir um fjórtán milljarða í febrúar samanborið við rúma ellefu í janúar. Í vefriti fjármálaráðuneytisins er bent á að miklar sveiflur séu á milli mánaða. Hins vegar sýni samanburður á föstu gengi litla aukningu innflutnings. Þetta sé athyglisvert í ljósi þess að krónan hefur verið að styrkjast og verð innfluttra vara að lækka. Það ætti að óbreyttu að hafa í för með sér aukinn innflutning. Þetta veki upp spurningar um almennar efna- hagshorfur á næstunni og hvort búast megi við áframhaldandi lægð í þjóðabúskapnum. ■ GARY ALBERT EWING Reyndi að ræna golfkylfum. Var dæmdur til 25 ára fangelsisvistar. LEANDRO ANDRADE Rændi myndböndum fyrir 12.000 krónur. Dæmdur til 50 ára fangavistar. HÆSTIRÉTTUR BANDARÍKJANNA Dómarar höfðu skiptar skoðanir um lög sem kveða á um 25 ára fangelsi fyrir þriðja brot. Fjórir vildu fella þau úr gildi en fimm staðfestu þau. 50 ára fangelsi fyrir myndbandastuld Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að lög sem kveða á um 25 ára fangelsisvist fyrir þriðja brot afbrotamanns standist stjórnarskrá. Lögin voru samþykkt í almennri atkvæðagreiðslu. HÆGUR VÖXTUR Innflutningur jókst í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra. Hægur vöxtur þrátt fyrir sterk- ari krónu vekur spurningar um hvort efnahagslífið sé að fara að taka við sér. Bráðabirgðatölur fjármálaráðuneytisins: Hægur vöxtur í innflutningi Fyrsta þingmálið: Hækka laun sín NAIRÓBÍ, AP Þingmenn í Kenýa eru að ganga frá samþykkt fyrsta þingmálsins eftir kosningar í síð- asta mánuði. Það gengur út á að hækka laun þingmanna um and- virði 88.500 króna í 480.000 krón- ur. Launahækkunin hefur vakið mikla reiði í Kenýa þar sem ríkis- fjárhagurinn er í rúst og rúmlega helmingur 30 milljóna lands- manna hefur innan við 80 krónur til framfærslu dag hvern. Stjórnarflokkurinn hlaut 132 þingsæti af 222 í þingkosningum eftir að hafa lofað að berjast gegn spillingu og bæta efnahag lands- ins. ■ GIFTURÍKUR ÚTAFAKSTUR Ung kona slapp ómeidd og bíll hennar óskemmdur er hún missti hann út af veginum á Fjarðarheiði um kaffileytið í gær. Konan var að- stoðuð upp á veg aftur og gat haldið för sinn áfram. LÖGREGLUFRÉTTIR Skattamál Jóns Ólafssonar: Menn sendir til Bretlands SKATTRANNSÓKN Skattrannsókna- stjóri sendi í síðustu viku tvo menn til London til viðræðna við bresk skattayfirvöld vegna skattamála Jóns Ólafssonar, kaupsýslumanns og aðaleiganda Norðurljósa. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins var erindi mannanna að leita samn- inga við bresk yfirvöld um það með hvaða hætti Jón Ólafsson yrði skattlagður í löndunum tveimur. Víðtækri rannsókn skattayfir- valda á skattamálum fyrirtækja Jóns Ólafssonar er lokið með þeirri niðurstöðu að fyrirtæki Jóns hafi vantalið hagnað af eignasölu upp á rúma þrjá milljarða. Jón Ólafsson og lögmaður hans hafa mótmælt þeirri niðurstöðu harðlega. Heim- ildir Fréttablaðsins herma að við- ræður íslenskra skattayfirvalda og breskra gangi út á það hvort skipta megi skattakökunni með einhverj- um hætti en Jón Ólafsson hefur ver- ið breskur skattþegn frá árinu 1998. „Ég get ekkert tjáð mig um mál einstakra skattaðila,“ segir Skúli Eggert Þórðarson skattrannsókna- stjóri. ■ NORÐURLJÓS Víðtæk skattrannsókn stendur yfir á skatta- málum fyrirtækja Jóns Ólafssonar. DÓMSMÁL Útgerðarfyrirtækið Birnir á Flateyri hefur verið dæmt til að greiða Útgerðarfélag- inu Tjaldi (áður Básafelli) 22 milljónir króna. Upphæðin er eft- irstöðvar 83 milljóna króna kaup- verðs á veiðikvóta. Samið var um kvótakaupin í júlí 1998. Samkvæmt kaupsamn- ingi átti að greiða helminginn með peningum og afganginn með skuldabréfi. Félögunum samdist hins vegar munnlega um að síðari hluti kaupverðsins yrði greiddur með því að útgerðin legði upp afla hjá fiskvinnslunni. Þau viðskipti stóðu fram til desember 1999 að Básafell hætti rekstri fiskvinnsl- unnar á Flateyri. Héraðsdómur Vestfjarða segir að eftir að aflaviðskiptunum lauk hafi Básafell getað krafist upp- gjörs á eftirstöðvum skuldarinn- ar. Þá var deilt um verðmæti þess afla sem þegar hafði verið lagður upp og um það frá hvaða tíma- punkti ætti að reikna dráttar- vexti. Tjaldur (Básafell) vildi fá 25 milljónir. Birnir taldi sig ekki eiga að greiða nema 22 milljónir og tók héraðsdómur undir það sjónarmið. ■ ÞORSKUR Birnir ehf. á að greiða Útgerðarfélaginu Tjaldi 22 milljónir króna vegna óuppgerðra kvótakaupa. Héraðsdómur Vestfjarða sker úr í deilu útgerðarfélaga: Borgi 22 milljóna eftir- stöðvar kvóta FJÖLDI NEMENDA Í GRUNN- SKÓLUM REYKJAVÍKUR 1999 14.242 2000 15.310 2001 15.493 2002 15.614 2003 15.711 Nemendum í grunnskólum Reykjavíkur hefur fjölgað um rúmlega 10% á undan- förnum fimm árum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.