Fréttablaðið - 07.03.2003, Side 6
6 7. mars 2003 FÖSTUDAGURVEISTU SVARIÐ?
Svörin eru á bls. 30
1.
2.
3.
Hvað heitir nýskipaður for-
stöðumaður Kvikmyndasafns
Íslands?
Hversu hátt hlutfall barna í
grunnskólum er talið hafa
neytt ólöglegra vímuefna?
Hvað heitir íslenski togarinn
sem liggur á hafsbotni við
Noreg?
Mörkinni 6 • Sími: 588-2061 • mail:sala@bodeind.is
Kr. 149.900,-
BOÐEIND
w w w . b o d e i n d . i s
Tæknil‡sing:
Fer›atölvur
AMD-XP-1400+ örgjörvi
256MB minni
14" TFT LCD skjár
3D VGA allt a› 64MB skjákort
40GB har›ur diskur
56K mótald
10/100 netkort
USB Optical mús (mjög nett)
Tengi:2*FireWire (1394), Innrautt,
serial tengi o.fl.
Li-Ion rafhla›a
WindowsXP Home st‡rikerfi
2ja ára ábyrg›
PcCillin vírusvörn, PC Prope, Asus
DVD hugbúna›ur
ASUS - L2000 DVD
sh
s
29
22
-2
00
3
Segist ofsóttur eftir
brottkastsmyndirnar
Sjómenn sýknaðir af meintu brottkasti en útgerðirnar bíða.
Útgerðarmaður Bjarma segist hafa orðið fyrir ofsóknum yfirvalda,
sem beiti lánastofnunum og varðskipum.
BROTTKAST „Ég veit enn ekki hvers
er að vænta frá yfirvöldum en
mannskapurinn að undanskildum
skipstjóra hefur fengið bréf um
að fallið hafi verið frá rannsókn.
Ég bíð eftir niður-
stöðu hvað varðar
sjálfan mig og út-
gerð skipsins,“
segir Níels Ár-
sælsson, skipstjóri
og útgerðarmaður
Bjarma ÍS, um lög-
r e g l u r a n n s ó k n
sem staðið hefur síðan í nóvember
2001. Þá sýndi Sjónvarpið frægar
myndir af meintu brottkasti.
Myndirnar vöktu mikla athygli og
komust í heimsfréttirnar. Fiski-
stofa kærði málið til lögreglu,
sem hefur síðan rannsakað það.
Áhafnir bæði Báru ÍS og Bjarma
BA hafa staðfastlega neitað sök
og sagt að eingöngu hafi verið um
sýktan og skemmdan fisk að
ræða. Eigi að síður var gripið til
þess að svipta bátana veiðileyfum
í allt að tvo mánuði án undangeng-
innar rannsóknar.
„Allt þetta mál er hið undarleg-
asta og ber keim af ofsóknum
valdhafanna og minnir á sumt
þess sem við getum lesið um í
sögubókum. Mín útgerð hefur
þurft að þola stöðugar ofsóknir af
hálfu Fiskistofu og Landhelgis-
gæslunnar á meðan á rannsókn-
inni hefur staðið,“ segir Níels.
Hann segir að Fiskistofa hafi
„sigað“ skipum Landhelgisgæsl-
unnar á Bjarma BA. Níels segir að
18 sinnum eftir sjónvarpsfréttina
hafi varðskipsmenn komið um
borð í skip sitt án sjáanlegra
ástæðna. Þannig hafi veiðieftir-
litsmenn dvalið um borð í Bjarma
allt að mánuð í senn. Níels segir
að Bjarmi hafi í tvígang verið
sviptur veiðileyfi eftir tveggja
mánaða sviptinguna. Þetta hafi
verið gert á mjög vafasömum for-
sendum og að órannsökuðum og
tilefnislausum ástæðum.
„Starfsmönnum Gæslunnar
var farið að ofbjóða þessar of-
sóknir. Einn skipherrann sagði við
mig nýlega að þetta gengi ekki
svona lengur. Þeir væru orðið
meira um borð í Bjarma en í sínu
eigin skipi. Hann sagðist ekki geta
hugsað sér að taka þátt í þessu
lengur,“ segir Níels.
Hann segir að öllum ráðum hafi
verið beitt til þess að koma rekstri
sínum í þrot.
„Við þurftum að þola það að
þrjár lánastofnanir sem áttu veð-
skuldir á Bjarma gjaldfelldu lánin
vegna smávægilegra vanskila.
Þetta voru lánastofnanir í eigu rík-
isins og þær sviku gerða samninga
um greiðslufresti sem gerðir voru
stuttu áður en brottkastsmyndirn-
ar voru sýndar. Starfsmenn þess-
ara lánastofnana hafa sagt að þeir
hafi fengið skipanir að ofan um að
gjaldfella og krefjast uppgreiðslu
á þessum langtímaveðlánum, sem
voru til allt að 10 ára,“ segir Níels.
Níels segist hafa þurft að selja
kvóta bátsins til að greiða upp veð-
launin. „Bjarmi er í dag kvótalaus
og ég þarf að gera út á leigukvóta
sægreifanna. Allt frá því brott-
kastsmyndirnar voru sýndar hafa
yfirvöld í landinu reynt, án dóms
og laga, að koma mér kné. Þeir
haga sér eins og brjálæðingar en
ég ætla ekki að gefast upp heldur
ætla ég að vera viðstaddur þegar
ríkisstjórnin fellur í vor,“ segir Ní-
els.
rt@frettabladid.is
Stríðsglæpadómstóllinn:
Kosovo-
Albani
ákærður
HAAG, AP Fatmir Limaj, fyrrum leið-
togi albanskra uppreisnarmanna í
Kosovo, hefur verið framseldur til
stríðsglæpadómstólsins í Haag.
Limaj var handtekinn í síðustu viku
eftir að dómstóllinn gaf út alþjóð-
lega handtökutilskipun á hendur
honum. Saksóknarar dómstólsins
saka Limaj um að hafa, ásamt und-
irmönnum sínum, myrt og pyntað
Serba, haldið þeim ólöglega og stað-
ið fyrir skipulögðum árásum á serb-
neska íbúa Kosovo. Limaj hefur
neitað öllum sökum. ■
Handtekinn
hryðjuverkamaður:
Segir bin
Laden á lífi
ISLAMABAD, AP Osama bin Laden er á
lífi, við góða heilsu og heldur til í
landamærahéruðum
Afganistan og
Pakistan. Þetta er
meðal þess sem kom
fram í yfirheyrslum
yfir Khalid Shaikh
Mohammed, þriðja
æðsta yfirmanni al
Kaída, að því er haft
er eftir embættis-
manni í pakistönsku
leyniþjónustunni.
Mohammed mun
hafa sagt þeim sem
yfirheyrðu hann að
hann hefði hitt bin
Laden fyrir fáeinum
vikum. Bin Laden mun þá hafa ver-
ið staddur í Pakistan, nærri
afgönsku landamærunum. ■
BIN LADEN
Ekki hefur tekist
að hafa uppi á
hryðjuverkafor-
ingjanum eða fá
nokkuð staðfest
um hvort hann
er lífs eða liðinn.
Eiginkona Milosevic
fyrir rétt:
Misnotaði
eignir
ríkisins
SERBÍA, SVARTFJALLALAND, AP Eigin-
kona Slobodan Milosevic mun
mæta fyrir rétt í Belgrad í næstu
viku vegna ákæru um misnotkun á
eignum ríkisins. Mirjana Markovic
er gefið að sök að hafa í lok valda-
tíðar eiginmannsins skaffað fóstru
barnabarns síns lúxusíbúð í eigu
ríkisins. Auk Markovic verður rétt-
að yfir tíu öðrum ráðamönnum sem
einnig eru sakaðir um að hafa not-
að eignir ríkisins í eigin þágu í
valdatíð Milosevic.
Síðan forsetinn var hrakinn
frá völdum árið 2000 hafa margir
af fyrrverandi samstarfsmönn-
um hans verið sakaðir um glæpi
og börn hans tvö hafa einnig sætt
ákærum. ■
Sjávarútvegsráðherra:
Bíð niðurstöðu í brottkastsmáli
SJÁVARÚTVEGSMÁL „Ég vil ekkert
segja um þessi mál fyrr en nið-
urstaða liggur fyrir varðandi út-
gerðir og skipstjóra bátanna,“
segir Árni Mathiesen sjávarút-
vegsráðherra um sýknu í brott-
kastsmáli skipverja á Báru ÍS.
Stýrimaðurinn á Báru hefur
fengið bréf frá efnhagsbrota-
deild ríkislögreglustjóra þar
sem því er lýst að fallið sé frá
rannsókn á hans þætti. Útgerðir
bátanna Bjarma BA og Báru ÍS
bíða enn niðurstöðu varðandi
rannsóknina, sem hefur staðið
síðan á árinu 2001.
Rannsókn á meintu brottkasti
hófst eftir að Magnús Þór Haf-
steinsson fréttamaður var með
fréttir af brottkasti í Sjónvarp-
inu. Þar voru sýndar myndir
teknar um borð í umræddum
bátum. Sjávarútvegsráðherra
var fyrir undirrétti dæmdur
fyrir meiðyrði eftir að hann hélt
því fram opinberlega að mynd-
irnar væru sviðsettar. Ráðherr-
ann áfrýjaði til Hæstaréttar. ■
ÁRNI MATHIESEN
Bíður niðurstöðu lögreglunnar.
BJARMI VE
Ítrekað sviptur veiðileyfi. Útgerðarmaðurinn bíður enn niðurstöðu á rannsókn lögreglunnar frá því árið 2001.
„Starfsmönn-
um Gæslunn-
ar var farið að
ofbjóða þess-
ar ofsóknir.“