Fréttablaðið - 07.03.2003, Qupperneq 19
19FÖSTUDAGUR 7. mars 2003
Alla helgina!
599
10 túlipanar
N‡ blómadeild
kr.
990
10 rósir
kr.
Prímúla
í kaupbæti
opnar í Sigtúni í dag
Útsölumarkaður
í Garðskálanum
Allir sem versla
í nýju deildinni
fá Prímúlu í
kaupbæti.
Blómavörur á
tombóluverði
Tilboð
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
RV
2
04
60
03
/2
00
3
ÍÞRÓTTIR Í DAG
18.00 Sýn
Sportið með Olís. Fjallað er um
helstu íþróttaviðburði heima
og erlendis.
18.30 Sýn
Football Week UK. Nýjustu
fréttir úr enska boltanum.
18.30 Egilshöll
Fram og Afturelding eigast við í
deildarbikarkeppni karla í fót-
bolta.
19.00 Sýn
Trans World Sport. Íþróttir um
allan heim.
20.30 Fífan
Eyjamenn mæta Fylkismönnum
í deildarbikarkeppni karla í fót-
bolta.
20.30 Egilshöll
Valur og Haukar eigast við í
deildarbikarkeppni karla í fót-
bolta.
20.00 Framhús
Fram tekur á móti KA í Esso-
deild karla í handbolta. Fram er
í sjötta sæti deildarinnar en KA
í því fjórða.
20.00 Varmá
Afturelding og ÍBV eigast við í
Esso-deild karla í handbolta.
20.00 Vestmannaeyjar
Eyjastúlkur taka á móti
Gróttu/KR í Esso-deild kvenna í
handbolta. ÍBV er í efsta sæti
deildarinnar en Grótta/KR í því
sjöunda.
2.40 Sjónvarpið
Formúla 1. Bein útsending frá
tímatöku fyrir fyrsta kapp-
aksturinn á nýju keppnis-
tímabili, í Melbourne í Ástralíu.
KÖRFUBOLTI Kobe Bryant, leikmað-
ur L.A. Lakers, skráði sig á spjöld
sögunnar þegar hann komst yfir 10
þúsund stiga múrinn yngstur allra
leikmanna í NBA-deildinni í körfu-
bolta.
Bryant, sem er 24 ára, skoraði
20 stig í 97:95 sigri Lakers gegn
Indiana Pacers í fyrrinótt. Þar með
sló hann met Bob McAdoo, sem
áður hafði verið yngstur til að ná
áfanganum. Þetta var jafnframt í
fyrsta sinn í síðustu 17 leikjum
sem Bryant skorar færri en 30 stig
í leik. Shaquille O’Neal, samherji
Bryant, skoraði 26 stig í leiknum.
Tracy McGrady, stigahæsti
leikmaður deildarinnar, átti fínan
leik þegar Orlando Magic vann
Milwaukee Bucks með 111 stigum
gegn 99. McGrady skoraði 48 stig ,
tók 10 fráköst og gaf 5 stoðsend-
ingar. Þetta var sjöundi sigur
Magic í síðustu átta leikjum.
Michael Jordan kom aftur inn í
lið Washington Wizards eftir
meiðsli og skoraði tíu stig í 99:80
sigri á L.A. Clippers. ■
NBA-deildin:
Bryant á
spjöld sögunnar
BRYANT
Kobe Bryant hefur verið frábær fyrir L.A. Lakers upp á síðkastið. Hér tekur hann skot á
körfuna í leik gegn Indiana Pacers.
Arsene Wenger:
Segir bara
sannleikann
FÓTBOLTI Arsene Wenger, knatt-
spyrnustjóri Arsenal, segir að
Alex Ferguson, stjóri Manchest-
er United, geti ekki fengið hann
til að hætta að hæla leikmönnum
sínum fyrir góða frammistöðu.
Ferguson lýsti því yfir í við-
tali á dögunum að leikmenn
Arsenal væru orðnir of góðir
með sig og gætu átt eftir að súpa
seyðið af því.
„Vill fólk að ég segi að við
getum ekki unnið titilinn þegar
ég veit að við getum það? Ég
segi bara sannleikann eins og ég
sé hann, af hverju ætti ég að
ljúga?“ sagði Wenger. ■