Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.03.2003, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 07.03.2003, Qupperneq 21
FÖSTUDAGUR 7. mars 2003 21  Bubbi Morthens verður á Borginni.  Óskar Einarsson trúbador skemmtir á Ara í Ögri.  Hljómsveitin Spútnik verður með stórdansleik á Kaffi Krók.  Austfirskur draugagangur á skemmtistaðnum Players í Kópavogi. Hljómsveitirnar Súellen, Dúkkulísur, Búálfarnir og fleiri blása lífi í kulnaðar glæður liðinna tíma. ■ ■ SÝNINGAR  Franski myndlistarmaðurinn Serge Comte sýnir í Nýlistasafninu. Hann er búsettur hérlendis en hefur að mestu sýnt erlendis, einkum í París, þar sem hann hefur átt velgengni að fagna.  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur valið verk eftir fjölmarga myndlistar- menn á sýninguna Þetta vil ég sjá í Gerðubergi.  Finnbogi Pétursson myndlistarmað- ur sýnir innsetningu í Kúlunni í Ás- mundarsafni þar sem hann myndgerir hljóð.  Halldór Eiríksson, Helgi Snær Sig- urðsson og Hrappur Steinn Magnús- son sýna „Það sem þú vilt sjá“ í Gallerí Skugga Hverfisgötu 39.  Sýning Blaðaljósmyndarafélags Ís- lands á fréttamyndum ársins stendur yfir í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs. Á neðri hæðinni eru sýndar ljósmyndir Ólafs K. Magnússonar frá fyrstu 20 árum hans á Morgunblaðinu.  Jón Sæmundur er með mynd- bandsinnsetningu í rýminu undir stigan- um í galleríinu i8 við Klapparstíg.  Fjórir ungir ljósmyndarar, Katrín Elv- arsdóttir, Kristín Hauksdóttir, Orri og Sigríður Kristín Birnudóttir, eru með sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.  Mannakyn og meiri fræði er yfir- skrift sýningar á myndlýsingum í göml- um íslenskum handritum, sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Opið 10-17.  Nú stendur yfir þriðji hluti fjölbreyttr- ar myndbanda- og gjörningadagskrá í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Opið 10-17.  Á mörkum málverksins er sameig- inleg yfirskrift þriggja sýninga í Listasafni Íslands. Ragna Róbertsdóttir sýnir verk úr vikri og muldu gleri, Mike Bidlo sýnir eftirmyndir af frægustu málverkum 20. aldarinnar og Claude Rutault sýnir „málverk sem eru í sama lit og veggur sýningarsalarins“. Opið 11-17.  Listamaðurinn Huginn Þór Arason sýnir í Galleríi Sævars Karls í Banka- stræti. Listamaðurinn útskrifaðist frá skúlptúrdeild Listaháskóla Íslands vorið 2002. Á sýningunni getur að líta skúlp- túr og gjörninga á vídeó.  Anna G. Torfadóttir sýnir í sal Íslenskrar grafíkur, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu 17, hafnarmegin. Opið 14- 18. Tilkynningar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is Fyrir þá sem ætla reglulega fíntút að borða í borginni eru nokkrir valkostir í boði. Hér eru nefndir þrír þeirra. Á Grillinu á Hótel Sögu er klassískt franskt eldhús í hæsta gæðaflokki. Vinsælasti forréttur- inn er ristaðir humarhalar með kóngasveppum, reyktri papriku og rauðvínsgljáa. Yfirgnæfandi meirihluti matargesta treystir kokkum staðarins fyrir því að velja handa sér óvissumatseðil með fjórum réttum fyrir 6.750 krónur. Allir forréttir kosta 1.850, aðalréttirnir eru á 4.300 og eftir- réttirnir á 1.450. Hótel Holt, Bergstaðastræti 37, þykir ekki síður með því allra fínasta. Vínseðill staðarins tók miklum breytingum í síðustu viku og er orðinn einn sá glæsi- legasti á landinu. Af forréttum er steikta kanadíska hörpuskelin vinsælust og kostar 1.700 krónur. Sveppafylltur lambahryggvöðvi er einn heitasti aðalrétturinn, kostar 3.900. Þá er hægt að fá fjögurra rétta sælkeramatseðil fyrir 7.100 krónur og fjögurra rétta fiskiseðil á 6.600. Veitingahúsið Sommelier Brasserie á Hverfisgötu 46 er með eitt mesta vínúrval á land- inu. Þar er líka aðstaða fyrir vín- smökkun. Forréttir kosta allir 1.400 krónur, aðalréttirnir frá 2.800 upp í 4.200 og eftirréttir eru á 1.200. Af aðalréttum má nefna lambafillet sem rúllað er upp utan um brasseraða gulrót. Þá er kominn nýr forréttur á matseðilinn hjá þeim: svartbaun- ir vafðar inn í nautacarpaccio og yfir það er hellt peru- og mangó- tesoði. Laugavegurinní hádeginu Rokksveitin Singapore Slingfer í fimm tónleika túr til Bandaríkjanna í næstu viku. Sveitin gaf út fyrstu breiðskífu sína, „The Curse of...“, fyrir jólin en hefur skoðað útgáfu erlendis eitthvað lengur. „Við byrjuðum á að senda inn umsókn á tónlistar- hátíðina South by Southwest sem haldin er í Texas, og fengum inni,“ útskýrir Einar Þór Kristjánsson gítarleikari. „Næst nýttum við okkur aðila sem við þekkjum í New York til þess að setja upp tónleika þar.“ Singapore Sling hitar upp fyrir ferðina á Grand Rokk í kvöld. Þar leikur hún ásamt Rafgashausi. ■. ■ TÓNLIST Á leið til Ameríku SINGAPORE SLING Það verður gaman að heyra hvort liðsmenn komist í gegnum tollinn án erfiðleika. ✓ ✓ ✓

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.