Fréttablaðið - 07.03.2003, Side 22
Fyrsta lota réttarhaldanna yfirRobert Blake er hafin. Nú er
verið að taka ákvörðun um það
hvort leikarinn verði kærður fyrir
morð af fyrstu gráðu. Dómarinn
heyrði á miðvikudag vitnisburð
frá áhættuleikara sem vann náið
með Blake. Hann sagði frá því
hvernig Blake hefði reynt að ráða
sig til þess að myrða eiginkonu
sína. Áhættuleikarinn segir einnig
að Blake hafi sagt sér að hann
vildi vera við hlið eiginkonu sinnar
þegar hún yrði drepin, sem svo
varð raunin. Ef Blake verður fund-
inn sekur er líklegt að hann verði í
fangelsi til æviloka.
Britney Spears er víst svo smeykvið japanska aðdáandann sem
hún reynir nú að fá fjarvistarbann
á að hún réð til sín tvífara. Stað-
gengillinn hefur þá vinnu að lokka
aðdáandann sem lengst í burtu frá
poppsöngkonunni. Það var aðstoð-
armaður Spears sem átti hug-
myndina að tvífaranum.
Hugmyndina á
hann að hafa
fengið eftir að
hafa horft á
heimildaþátt
um Saddam
Hussein Íraks-
forseta en það
er vel þekkt
að hann noti
tvífara í
störfum
sínum.
22 7. mars 2003 FÖSTUDAGUR
LORD OF THE RINGS kl. 4/ 4 í lúxusSPY KIDS 2 kl. 3.45 og 5.50
GANGS OF NEW YORK kl. 8 í Lúxus
GANGS OF NEW YORK b.i.16 kl. 10.10
I SPY b.i. 12 ára kl. 8
CHICAGO kl. 8 og 10.30
DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN GULLPLÁNETAN m/ísl.tali kl. 4
CATCH ME IF YOU CAN kl. 8 THE RING kl. 5.45, 8 og 10.20
SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 4 og 6
TWO WEEKS NOTICE 5.50, 8, 10.10Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.20 b.i.16.ára
kl. 10CATCH ME IF YOU CAN
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
kl. 8 og 10.15THE RING
MAN WITHOUT A kl. 8 og 10
LILJA 4-EVER kl. .8 og 10.10
BYE, BYE BLUEBIRD kl. 6
OKAY kl. 6
NORRÆNIR BÍÓDAGAR Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10
Sýnd í lúxus kl. 5.50, 8 og 10.10
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20
kl. 4
Öflugustu kvikmyndaáhuga-mönnum er ráðlagt að færa
lögheimili sín yfir í eitthvert kvik-
myndahúsanna tímabundið. Miðað
við úrval og gæði þeirra mynda
sem eru frumsýndar um helgina,
og að maður tali nú ekki um þær
myndir sem nú þegar eru í bíó, þá
verða kvikmyndasalirnir nefni-
lega annað heimili margra yfir
helgina.
Kvikmyndin „The Hours“ hef-
ur verið mikið í fréttum upp á
síðkastið, aðallega vegna vel-
gengni myndarinnar á verðlauna-
hátíðum. Rithöfundurinn Virginia
Woolf (Nicole Kidman) er þunga-
miðja myndarinnar. Myndin skipt-
ist í þrjá hluta og gerist einn þeir-
ra árið 1929 þegar Woolf skrifaði
bók sína „Frú Dalloway“, sem
lagði grunninn að auknum réttind-
um kvenna í vestrænum þjóðfé-
lögum. Hún var þá undir stöðugu
eftirliti lækna og fjölskyldu henn-
ar, sem óttuðust um geðheilsu
hennar.
Annar hluti myndarinnar gerist
árið 1951 og segir frá húsfreyjunni
Lauru Brown (Julianne Moore)
sem þráir betra líf. Bók Woolf hef-
ur mikil áhrif á hana og hún íhug-
ar að gera róttæka breytingu á
sínu lífi.
Þriðji hlutinn gerist á síðasta
áratug og segir frá degi í lífi Clar-
issu Vaughan (Meryl Streep). Hún
er bókaútgefandi og er að kveðja
vin sinn og fyrrum elskhuga, sem
er á dánarbeði með alnæmi. Per-
sóna hennar er að miklu leyti
byggð á aðalpersónu bókar Virg-
iniu Woolf. Allar konurnar eiga
það sameiginlegt að leita að æðri
tilgangi með tilvist sinni. Nicole
Kidman og Julianne Moore eru
báðar tilnefndar til Óskarsverð-
launa fyrir leik sinn í myndinni
auk þess sem myndin sjálf keppir
um styttuna fyrir „bestu mynd“.
Kvikmyndin „Adapatation.“ er
önnur kvikmynd Spike Jonze, sem
gerði „Being John Malkovich“.
Myndin er unnin upp úr bókinni
„The Orchid Thief“ eftir Susan Or-
lean. Sagan fjallar um handrits-
höfundinn Charlie Kaufman
(Nicolas Cage), sem er einmitt
maðurinn sem skrifar handrit
myndarinnar, og tilraun hans til
þess að gera handrit upp úr
áðurnefndri bók Susan Orlean
(Meryl Streep). Hann fær þá klóku
hugmynd að skrifa sjálfan sig inn í
sögu Orlean. Hann lendir svo í
vandræðum þegar raunveruleiki
og skáldskapur rekast á. Ekki bæt-
ir úr skák að tvíburabróðir Charlie
flytur inn til hans og tilkynnir hon-
um að hann ætli sér einnig að
verða handritshöfundur.
Myndin hefur hlotið hreint
ótrúlega dóma gagnrýnenda.
Nicolas Cage og Meryl Streep
fengu Óskarsverðlaunatilnefning-
ar fyrir leik sinn og Charlie Kauf-
man fyrir handritið.
Leikstjórinn Paul Thomas And-
erson sló eftirminnilega í gegn
með myndinni „Boogie Nights“ og
bætti svo um betur með hinni frá-
bæru mynd „Magnolia“. Nýjasta
mynd hans, „Punch Drunk Love“,
þykir svo standast allar gæðakröf-
ur. Anderson segist hafa samið
handritið sérstaklega með Adam
Sandler í huga þrátt fyrir að
myndin sé ekkert í líkingu við
eldri myndir kappans.
biggi@frettabladid.is
Fréttiraf fólki
■ KVIKMYNDIR
Stór bíóhelgi
Þrjár stórmyndir verða frumsýndar í bíóhúsum um helgina.
Tvær þeirra eru tilnefndar til fjölda Óskarsverðlauna. „The Hours“ fékk níu
tilnefningar en „Adaptation“ fjórar. „Punch Drunk Love“ er svo ný mynd
frá leikstjóra „Magnolia“ og „Boogie Nights“.
ADAPTATION
Leikarinn Nicolas Cage leikur handritshöfundinn Charlie Kaufman, sem skrifaði handrit „Adaptation.“ um sjálfan sig, og fer einnig með
hlutverk tvíburabróður hans. Myndin er ein af þremur stórmyndum sem frumsýndar eru í dag.
DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM:
Punch Drunk Love
Internet Movie Database - 7.9 / 10
Rottentomatoes.com - 82% = Fresh
Entertainment Weekly - B+
Los Angeles Times - 4 1/2 (af fimm)
The Hours
Internet Movie Database - 7.8 / 10
Rottentomatoes.com - 80% = Fresh
Entertainment Weekly - B-
Los Angeles Times - 4 1/2 (af fimm)
Adaptation.
Internet Movie Database - 7.9 / 10
Rottentomatoes.com - 91% = Fresh
Entertainment Weekly - A-
Los Angeles Times - 4 1/2 (af fimm)
Aðrar frumsýningar
um helgina:
Trapped
NEIL YOUNG
Gaf síðast út plötuna „Are You
Passionate?“ í fyrra.
Neil Young:
Með kassa-
gítarinn um
Evrópu
TÓNLIST Íslenskum aðdáendum Neil
Young gefst nú tækifæri á að sjá
goðið hugljúfa á tónleikum á næstu
mánuðum. Hann er að fara í 12 tón-
leika túr um Evrópu þar sem hann
leikur m.a. á stöðum sem flogið er
til af skerinu.
Young ætlar að koma fram einn
með kassagítarinn en það hefur
hann ekki gert síðan árið 1999.
Young heimsækir flestar stórborg-
ir Evrópu og leikur meðal annars í
Stokkhólmi, Osló, Hamborg,
Berlín, Dublin og París.
Það má því búast við því að Óli
Palli á Rás 2 skelli sér í stutta utan-
landsferð á næstu mánuðum. ■
Höfum opnað aftur
Konur - Try me buxur eru í miklu úrvali
verð frá kr. 3900
Hallveigarstíg 1 (Húsi iðnaðarmanna)
Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 b.i.12.ára