Fréttablaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 1
SVEITARSTJÓRNIR Verktaki á vegum
Kópavogsbæjar fór fyrir rúmum
tíu dögum með gröfur í leyfisleysi
inn á lóð hjóna á Vatnsenda.
„Okkur blöskraði alveg þegar
við komum heim og sáum hvað
gekk á. Við
hringdum strax
á lögreglu, sem
kom og gerði
skýrslu,“ segir
Sigríður Anna
Kristjánsdóttir,
sem kom ásamt
eiginmanni sín-
um heim á
Vatnsenda síðla
miðvikudagsins 26. mars:
„Girðinginn var rofin og strák-
ur á gröfu var að kroppa í lóðar-
kantinn. Gróður var skemmdur og
gjá komin í innkeyrsluna. Skúta
sem hefur verið bundin neðst í
lóðinni hafði einfaldlega verið
slitin upp og ýtt frá með gröf-
unni,“ segir Sigríður.
Sigríður og eiginmaður hennar,
Unnsteinn Guðmundsson, hafa
búið á leigulóð sinni frá árinu 1966.
Kópavogsbær tók Vatnsendajörð-
ina eignarnámi árið 2000 og hefur
síðan skipulagt stóraukna byggð á
svæðinu. Sigríður segir að til þess
að komast að 20 til 30 byggingar-
lóðum, sem bærinn hafi þegar selt,
sé gert ráð fyrir vegi um lóð þeirra
hjóna. Um helmingur af um 2.500
fermetra lóðinni hverfi undir
vegstæðið.
Hjónin áttu fund á mánudag með
bæjarlögmanni Kópavogs og skipu-
lagsyfirvöldum bæjarins. Sigríður
segir að þar hafi bærinn viðurkennt
ábyrgð sína á athöfnum vertakans.
„Bærinn hefur haft þrjú ár til að
semja við okkur um vegagerðina en
það er fyrst núna sem okkur er gert
tilboð. Það gerir hins vegar ráð fyr-
ir því að húsið sé keypt af okkur. Þó
þetta tilboð sé óviðunandi útilokum
við ekki að selja húsið. En við vilj-
um líka fá tilboð sem gerir ráð fyr-
ir því að við getum búið hér áfram
en fengið bætur fyrir þann hluta
lóðarinnar sem við missum. Við
viljum eiga val,“ segir Sigríður.
Þórður Þórðarson, bæjarlög-
maður Kópavogs, segir að vega-
lagningin sé samkvæmt skipulagi
sem hjónin hafi ekki gert athuga-
semdir við. Hins vegar sé verið að
semja við hjónin um bætur. „Það
voru mistök hjá vertökunum að
fara þarna inn á meðan því er ólok-
ið,“ segir Þórður.
Að sögn bæjarlögmanns hafa
nýframkvæmdir almennt gengið
vel á Vatnsendasvæðinu.
gar@frettabladid.is
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Fimmtudagurinn 10. apríl 2003
Tónlist 24
Leikhús 24
Myndlist 24
Bíó 28
Íþróttir 18
Sjónvarp 30
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
ÁFANGI
Ern
grasakona
SJÓNVARP
Vantar
íslenskt
FIMMTUDAGUR
85. tölublað – 3. árgangur
bls. 6
VIÐSKIPTI
Milljarðar
fuku
bls. 36
LEIKHÚS
bls. 18
Að vilja vera
Shakespeare
ÍÞRÓTTIR
Nágranna-
slagur
bls. 25
Grafa án leyfis
inn á einkalóð
Hjónum á Vatnsenda blöskra vinnubrögð verktaka á vegum Kópavogsbæjar sem sendi gröfu í
leyfisleysi inn á lóð þeirra. Bærinn er að leggja veg um lóðina að nýrri byggð. Eftir að hjónin
kölluðu til lögreglu gerði bærinn þeim tilboð í húsið. Þau segja það óviðunandi.
FUNDUR Þróunar- og fjölskyldusvið
Reykjavíkurborgar í samvinnu við
Borgarfræðasetur og Stofnun
stjórnsýslufræða og stjórnmála
heldur morgunverðarfund klukkan
8.30 á Grand Hótel. Viðfangsefni
fundarins er áhrif borgarbúa á
stjórn borgarinnar. Þar mun verða
velt upp spurningum um leiðir til
að virkja borgarana til að hafa
áhrif á eigin málefni.
Borgin í bítið
MÁLÞING Stofnun Sigurðar Nordal
og ritstjórn greinasafnsins Þjóð-
erni í þúsund ár? halda málþing í
fundarsal Reykjavíkurakademí-
unnar í JL-húsinu við Hringbraut
klukkan 20.00. Á málþinginu verða
flutt þrjú erindi sem byggja á
greinum sem birtust í bókinni auk
þess sem einn ritstjóra, Sverrir
Jakobsson, mun kynna efni bókar-
innar og hugmyndina að baki
henni.
Þjóðernismálþing
HANDBOLTI Átta liða úrslitin í hand-
bolta karla halda áfram í kvöld.
Óvænt úrslit urðu í fyrstu umferð-
inni þegar Fram vann Hauka. Í
kvöld taka Framarar á móti Hauk-
um. HK mætir KA í Kópavogi, Þór
og ÍR mætast á Akureyri og FH-
ingar fá Valsmenn í heimsókn í
Fjörðinn. Leikirnir hefjast klukkan
19:15 og verður sjónvarpað frá síð-
ari hálfleik.
Spennan vex
bls. 11
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 73% SAMKVÆMT
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í FEBRÚAR 2003.
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
M
o
rg
u
n
b
la
ð
ið
Meðallestur 25 til 49
ára samkvæmt
fjölmiðlakönnun
Gallup frá
febrúar 2003
27%
D
V
90.000 eintök
73% fólks lesa blaðið
Hvaða blöð
lesa 25 til 49
ára íbúar á
höfuðborgar-
svæðinu á
fimmtu-
dögum?
63%
76%
STJÓRNARSKRÁIN KOMIN HEIM
Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, afhenti Davíð Oddssyni stjórnarskrá Íslands frá árinu 1874 við hátíðlega athöfn í
Þjóðmenningarhúsinu. Danski ráðherrann er í tveggja daga opinberri heimsókn hér á landi ásamt konu sinni, Anne-Mette Rasmussen.
VATNSENDABLETTUR 265
Þegar Sigríður Anna Kristjánsdóttir og
Unnsteinn Guðmundsson komu heim úr
vinnu fyrir um tíu dögum var grafa byrjuð
að éta sig í gegnum lóð þeirra. Þau segja
ekkert hafa verið rætt við sig fyrir fram.
Bærinn er að leggja veg um lóðina að
nýrri byggð.
„Girðingin
var rofin og
strákur á
gröfu var að
kroppa í lóð-
arkantinn.
AFHENDING „Anders Fogh Rasmus-
sen hefur fært okkur hið kær-
komna skjal heim á ný og lýkur
þar með nærfellt 100 ára flökku-
sögu fyrstu stjórnarskrárinnar
okkar. Fyrir það þökkum við af
heilum hug“ sagði Davíð Oddsson
forsætisráðherra í tilefni af af-
hendingu stjórnarskrár Íslands
frá 1874 í Þjóðmenningarhúsinu.
Rasmussen kom hingað til lands í
þeim tilgangi að afhenda Íslend-
ingum stjórnarskrána, sem
geymd hefur verið í Danmörku
frá árinu 1928. Þetta er fyrsta op-
inbera heimsókn hans til Íslands
síðan hann tók við embætti for-
sætisráðherra.
Danski forsætisráðherrann
lýsti ánægju sinni yfir því að vera
kominn til Íslands í þessum er-
indagjörðum. Hann sagði stjórn-
arskrána vera afar mikilvægt
skjal sem ætti hvergi betur heima
en á Íslandi. Rasmussen varð tíð-
rætt um hina samtvinnuðu sögu
Íslands og Danmerkur. Talaði
hann um þá spennu sem ríkti á
milli þjóðanna þegar sjálfstæðis-
baráttan stóð sem hæst en sagðist
hafa skilning á afstöðu Íslendinga
í þessu erfiða máli. „Ég lít á það
sem afar eðlilegan hlut að þjóð
leitist við að finna sjálfsvitund
sína og sækist eftir sjálfstæði,“
sagði forsætisráðherrann og ít-
rekaði að í dag væri samband
Danmerkur og Íslands með ágæt-
um.
Stjórnarskráin frá 1874 verður
nú til sýnis í Þjóðmenningarhús-
inu ásamt fullveldisstjórnar-
skránni frá 1918 og lýðveldis-
stjórnarskránni frá 1944.
Meira bls. 2
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Stjórnarskráin frá 1874 afhent í Þjóðmenningarhúsinu:
Stjórnarskráin á heima á Íslandi
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
REYKJAVÍK Suðlæg átt, 5-10
m/s og stöku skúrir. Hiti 2
til 8 stig.
VEÐRIÐ Í DAG
+
+
+
+
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 3-8 Rigning 5
Akureyri 5-10 Skýjað 8
Egilsstaðir 5-10 Skýjað 8
Vestmannaeyjar 3-8 Rigning 5
➜
➜
➜
➜
ÞETTA HELST
Halldór Ásgrímsson segir fólk íÍrak fagna falli harðstjórans
Saddams Hussein. Hann sam-
gleðst írösku þjóðinni, en lýsir
harmi yfir mannfalli í stríðinu.
bls. 2
Fárveikum fanga var refsaðfyrir hótun og fékk ekki viðun-
andi læknismeðferð. bls. 4
Ásthildur Teitsdóttir, skiptine-mi, sem komin er heim frá
Hong Kong segir ástand vegna
lungnabólgunnar ekki eins slæmt
og af er látið. Hún þekkir engan
sem hefur veikst. bls. 6