Fréttablaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 18
18 10. apríl 2003 FIMMTUDAGUR
KAPPAKSTUR Stjórnendur Formúlu
1 kappakstursins ætlar að endur-
skoða ákvörðun sína um að dæma
Kimi Räikkönen, liðsmanni Mc-
Laren, sigur í kappakstrinum í
Sao Paulo um síðustu helgi.
Räikkönen var þá dæmdur sig-
ur þrátt fyrir að Giancarlo
Fisichella, liðsmaður Jordan, hafi
tekið fram úr honum skömmu
áður en keppnin var stöðvuð.
Í yfirlýsingu frá stjórnendum
Formúlunnar segir að Fisichella
hafi verið í forystu einum hring
lengur en áður var talið og því
verði hann hugsanlega úrskurðað-
ur sigurvegari keppninnar í stað
Räikkönen.
Málið verður tekið fyrir á
morgun. ■
Kappaksturinn
í Sao Paulo:
Fisichella
dæmdur
sigur?
AP
/M
YN
D
RÄIKKÖNEN OG FISICHELLA
Finninn Kimi Räikkönen (til hægri) og Ítalinn Giancarlo Fisichella fagna fyrsta og öðru
sætinu eftir kappaksturinn í Brasilíu um síðustu helgi. Svo gæti farið að Fisichella verði
dæmdur sigur í kappakstrinum.
SKÍÐI Skíðamót Íslands hefst í
Hlíðarfjalli við Akureyri í dag og
stendur fram á sunnudag.
Allt besta skíðafólk landsins,
bæði í alpagreinum og norrænum
greinum, hefur boðað komu sína
og verður þetta ef að líkum lætur
eina tækifærið á þessum vetri til
að sjá allt okkar besta fólk leiða
saman hesta sína á einu og sama
móti. Samhliða Skíðamóti Íslands
verða haldin tvö alþjóðleg mót
(FIS-mót) í stórsvigi og eitt FIS-
mót í svigi.
Mótið hefst kl. 16:00 með
keppni í sprettgöngu en í fyrra-
málið hefst keppni í alpagreinum
með stórsvigi karla og svigi. Bæði
mótin gefa jafnframt stig sem al-
þjóðleg FIS-mót.
Á undanförnum árum hefur
nokkur hópur erlendra keppenda
komið á FIS-mótin en svo er ekki
nú. Ástæðan er sú að lengi vel var
óljóst hvort tækist að halda FIS-
mót og m.a. þurfti að aflýsa mót-
um sem átti að halda í Bláfjöllum
um miðja þessa viku.
Á laugardag verður keppt í
stórsvigi kvenna og svigi karla,
sem jafnframt eru FIS-mót, og
göngu með hefðbundinni aðferð.
Keppni lýkur síðan á sunnudaginn
þegar fram fara FIS-mót í stór-
svigi hjá bæði körlum og konum
og boðganga hjá báðum kynjum. ■
Skíðamót Íslands hefst í dag:
Besta skíðafólk
landsins keppir
DAGNÝ LINDA
Dagný Linda Kristjánsdóttir, margfaldur Ís-
landsmeistari í stórsvigi, svigi og alpatví-
keppni, verður á meðal keppenda á Skíða-
móti Íslands. Hún hefur staðið sig afar vel
á keppnistímabilinu og vann m.a. tvö risa-
svigmót í Noregi á dögunum.
Stjórn Tottenham hefur gefiðGlenn Hoddle, knattspyrnu-
stjóra liðsins, svigrúm til að
kaupa nýja leikmenn í sumar.
Hoddle keypti enga leikmenn
þegar glugginn fyrir félagaskipti
var opnaður í janúar og lýsti þá
yfir óánægju sinni.
Frakkinn Steed Malbranque,miðvallarleikmaður Fulham,
segir hugsanlegt að hann yfir-
gefi félagið eftir að þessu
keppnistímabili lýkur. Vitað er
af áhuga Gerard Houllier, knatt-
spyrnustjóra Liverpool, á kapp-
anum.
■ Fótbolti
FÓTBOLTI Celtic og Boavista hófu
bæði keppni í Meistaradeildinni í
haust en féllu úr leik í 3. umferð
undankeppninnar. Celtic tapaði
fyrir Basel en Boavista fyrir
franska félaginu Auxerre.
Í UEFA-bikarnum burstaði
Celtic litháíska félagið Suduva
Marijampole 10-1 samanlagt í 1.
umferð en leikirnir gegn Black-
burn Rovers, Celta Vigo, Stuttgart
og Liverpool voru öllu jafnari.
Boavista vann nauma sigra á
Maccabi Tel-Aviv og Anorþosis
frá Kýpur og skoraði fleiri mörk á
útivelli í jöfnu uppgjöri við Paris
Saint-Germain og Hertha Berlin. Í
átta liða úrslitum vann Boavista
spænska félagið Malaga í víta-
keppni.
Porto vann Polonia frá Varsjá,
Austria Wien, Lens, Denizlispor
frá Tyrklandi og Panathinaikos á
leið sinni í undanúrsltin. Porto
vann örugga sigra á fyrstu fjór-
um mótherjunum en sigurinn
gegn Grikkjunum í átta liða úr-
slitum stóð tæpt. Eftir 1-0 tap á
heimavelli náði Porto að vinna 2-
0 á útivelli eftir framlengingu.
Lazio vann gríska félagið
Xanthi örugglega í 1. umferð en
Rauða stjarnan frá Belgrad,
Sturm Graz, Wisla Kraków og
Besiktas veittu öflugri mót-
spyrnu.
Seinni leikir undanúrslitanna
verða 24. apríl en úrslitaleikurinn
fer fram í Sevilla 12. maí. Komist
Porto og Boavista áfram verður
það í fyrsta sinn sem félög frá
sömu borg leika til úrslita í Evr-
ópukeppni.
Celtic, Porto og Lazio hafa öll
sigrað í Evrópukeppnum en Boa-
vista hefur aldrei leikið til úr-
slita. Celtic sigraði í Evrópu-
keppni meistaraliða árið 1967,
Porto árið 1987 og Lazio í síðustu
Evrópukeppni bikarhafa árið
1999. Lazio lék auk þess til úrslita
í UEFA-bikarnum árið 1998 en
Rómverjarnir töpuðu 0-3 fyrir
Internazionale í París. ■
Nágrannaslagur
í úrslitum?
Fyrri leikir undanúrslita UEFA-bikarkeppninnar fara fram í kvöld.
Í Glasgow leika Celtic og Boavista en Porto fær Lazio í heimsókn.
PORTO
Deco, miðjumaður Porto, í leik gegn Vitoria Setubal um helgina. Porto er langefst í portú-
gölsku deildinni og keppir við Lazio um sæti í úrslitum UEFA-bikarkeppninnar.