Fréttablaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 10. apríl 2003 „Það er ekki hægt að velja eitt lag. En það fyrsta sem kemur upp í hugann er Álfar eftir Magnús Þór Sigmundsson,“ segir Selma Björnsdóttir. „Það kemur upp í hugann einfaldlega af því að þetta er gott lag sem heyrist of sjaldan í útvarpi og er erfitt að fá á disk.“ ■ Óskalagið? ICELAND EXPRESS Bókanir þriðjungi fleiri en búist hafði verið við. Iceland Express: Eftirspurn erlendis SAMGÖNGUR Tæpur helmingur bókana hjá lággjaldaflugfélaginu Iceland Express kemur erlendis frá. Í þá tvo mánuði sem félagið hefur starfað hefur það flutt tæp- lega tólf þúsund farþega. Eru bók- anir alls þriðjungi fleiri en gert var ráð fyrir í upphaflegri við- skiptaáætlun félagsins. Í mars- mánuði átti Iceland Express fimmtán prósent allra farþega til og frá landinu og eignar sér að hluta til átján prósenta aukningu farþega um Flugstöð Leifs Eiríks- sonar þann mánuð. Forráðamenn Iceland Express fagna tilkynningu sem forstöðu- mönnum ríkisstofnana hefur borist frá fjármálaráðuneytinu þar sem aflétt er þeirri skyldu að ferðir opinberra starfsmanna séu pantaðar í gegnum Ferðaskrif- stofu Íslands, sem er í eigu Flug- leiða. Hefur töluvert verið um að ríkisstofnanir notfæri sér þjón- ustu Iceland Express vegna ferða starfsmanna sinna. Mikill meiri- hluti bókana hjá félaginu fer í fram í gegnum Netið, eða 75 pró- sent. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.