Fréttablaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 12
Ég var að kvarta undan því í gærað við værum nú komin inn í þann tíma að fárra stóra fregna væri að vænta úr kosningabarátt- unni. Héðan í frá kæmi fátt á óvart. Allir flokkar einbeita sér að því að forðast mistök – og þar með áhættu. Þeir dempa það sem var ofsagt áður og gæta þess að stíga engin feilspor. Hjá okkur sem viljum fylgjast með stjórnmálum og kosningabaráttunni færist athyglin af stórum dráttum yfir á smærri tilbrigði. Eins og hvernig flokksleiðtogarnir eru stemmdir – aflaskipstjórar á at- kvæðaveiðum. Þeir komu saman í fyrsta skipti á Stöð 2 á þriðjudagskvöldið. Og það mátti merkja að þetta var fyrsti sameiginlegi fundur þeirra. Fyrsta skipti sem Davíð og Ingibjörg hitt- ust. Fyrsta skipti sem Guðjón A. Kristjánsson mætti sem formaður Frjálslyndra. Fyrsti fundurinn af mörgum mikilvægum – eða svo eru þessir sjónvarpsfundir formann- anna og talsmannsins skilgreindir. Það var því nokkur spenna í loftinu. Ingibjörg Sólrún var sérstaklega spennt. Þetta var hennar debut. Hún virtist óörugg þegar kom að talnaþulum – fór samviskusamlega með þær þulur sem hún hafði lært en var auðsjáanlega ekki nógu sleip í þessum fræðum til að geta mótað gagnárásir á talnaflóð hinna. Á tímabili var maður ekki viss um hvort hún þekkti muninn á persónu- afslætti og skattleysismörkum. Maður lenti í raun í sama vanda eft- ir ræðu hennar á vorþingi Samfylk- ingarinnar. Ingibjörg var líka upp- tekin af Davíð í sjónvarpssal. Nær- vera hans hékk í orðum hennar. Þegar hún leitaði samþykkis horfði hún á Steingrím J. Þegar hún vildi búa til átök skaut hún augum á Dav- íð. Spennan milli þessara tveggja á ábyggilega eftir að lyfta þessari kosningabaráttu. Þó hún brjótist aldrei út munum við skemmta okk- ur við að vonast eftir því. Davíð var óvenju traustur – óvenju lengi. Hann byrjaði vel í um- fjöllun um skatta- og efnahagsmál en virtist hafa of lítinn áhuga á að ræða um velferðarkerfi og fátækt. Hann þarf að æfa sig í því. Hann hljómaði eins og opinber starfsmað- ur sem fannst enginn fátækt vera nema hún fyndist í skrám hjá Hag- stofunni; talaði um þá sem minnst mega sín sem hagfræðistærð frem- ur en fólk. Það jaðraði einnig við að Davíð ofléki þegar hann var eyði- lagður yfir afstöðu Samfylkingar- innar til Íraksmálsins. Það kom í hann einhver fórnarlambstónn sem hann frumsýndi á bolludaginn og fer honum einkar illa. Guðjón A. Kristjánsson var eins og gestur í fermingarveislu barns sem hann þekkir lítið – nýr eigin- maður fyrrverandi sambýliskonu föður barnsins eða eitthvað ámóta. Hann var allt að því áhugalaus um hverju hinir héldu fram og það virt- ist heldur ekki margt liggja á hon- um. Hann þarf að herða í sér sjálfs- traustið fyrir næstu viðureign. Halldór Ásgrímsson og Stein- grímur J. Sigfússon voru jafnbestir. Báðir í raun í óskastöðu fyrir góða frammistöðu: Hafa engu að tapa en allt að vinna. Og frambærilegir báð- ir. Halldór afslappaðri og öruggari en hann hefur verið mánuðum sam- an og Steingrímur einhvern veginn fæddur í svona umræður. Það er al- veg sama hvað Steingrímur þarf að verja vondan málstað; hann virkar alltaf nokkuð skynsamlegur með sínum orðum og áherslum. En þetta var aðeins fyrsti hlutinn af fyrri hálfleik. Þeir sem fundu sig ekki í leiknum í fyrstu geta sprung- ið út síðar. Og þeir sem komu sterk- ir inn geta misst flugið. Við sjáum til. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um aflaskipstjóra stjórnmálaflokkanna. 12 10. apríl 2003 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Það er mikið gagn að Efnahags-og framfarastofnuninni í Par- ís, OECD. Stofnunin birtir fjöl- breytt efni um aðildarlöndin, sem eru nú 30 talsins, öll iðnríkin, og leggur á ráðin um hagstjórn. Hún hefur látið ýmis viðkvæm mál til sín taka, svo sem landbúnaðarmál og vinnumarkaðsmál – mál, sem ríkisstjórnir einstakra landa hafa sumar reynt að skjóta sér undan að glíma við, þar eð miklir hags- munir eru bundnir við óbreytt ástand í þessum málaflokkum, í blóra við almanna- hag. OECD hefur brýnt einstök lönd til að ráðast gegn óhagkvæmum bú- skaparháttum á grundvelli gagna, sem stofnunin hef- ur safnað og sett fram, svo að hver þjóð geti þá séð, hvar hún stendur í samanburði við aðrar þjóðir. 160.000 kr. í búverndar- kostnað á mánuði Landbúnaðarkaflinn í nýjustu skýrslu OECD um Ísland er holl áminning um þann mikla kostnað, sem búverndarstefnan leggur enn sem fyrr á fólkið í landinu. Bú- verndarkostnaðurinn hefur að vísu minnkað með tímanum, en það stafar svo að segja eingöngu af fækkun bænda. Búverndar- kostnaðurinn á hvert ársverk í landbúnaði hefur því haldizt nær óbreyttur sl. 15 ár og nemur nú 24.000 dollurum á ári á móti 16.000 dollurum á ári í Evrópu- sambandinu og 12.000 dollurum á ári á OECD-svæðinu. Íslenzka tal- an þýðir það, að neytendum og skattgreiðendum er gert að borga 160.000 krónur á mánuði með hverju ársverki til sveita. Þarna liggur skýringin á því, hvers vegna matarverð er nærri tvisvar sinnum hærra á Íslandi en á heimsmarkaði. Nú er innflutning- ur landbúnaðarafurða að vísu ekki lengur alveg bannaður með lögum, þetta mjakast, en tollar eru þó yfirleitt um eða yfir 100%. Þeir hjá OECD mæla vitaskuld með verulegri lækkun verndar- tollanna til hagsbóta fyrir neyt- endur og þjóðarbúskapinn í heild. Þeir vara einnig við óhagkvæmn- inni, sem hefur löngum verið eitt helzta kennimark byggðastefn- unnar, og mæla með gagnsærri byggðastefnu í stað þeirrar felu- stefnu, sem fylgt hefur verið til að reyna að breiða yfir kostnað- inn. Þeir benda réttilega á, að hægt væri að ná settu marki í byggðamálum með miklu minni tilkostnaði en nú er gert. Fiskveiðirentur í réttar hendur Fiskveiðistjórnarkaflinn er ekki heldur sem verstur. OECD mælir með veiðigjaldi, eins og þeir hafa gert oft áður og einnig Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn í Washington, nema nú hefur það gerzt í millitíðinni, að Alþingi er búið að leiða veiðigjald í lög. Höf- undar skýrslunnar benda á, að hækkun gjaldsins myndi skapa skilyrði til þess að lækka skatta á fólk og fyrirtæki og efla byggð- irnar. Þeir skilja, að gjaldið verð- ur að bíta; málamyndagjald leysir engan vanda. Þeir taka að vísu ekki á misréttisvandanum, enda er sá þáttur málsins ekki beinlínis í þeirra verkahring – það er spurningin um nauðsyn þess að skila fiskveiðirentunni í réttar hendur, því að fiskimiðin eru sam- eign þjóðarinnar skv. lögum. Án sameignarákvæðisins í fiskveiði- stjórnarlögunum hefðu lögin áreiðanlega ekki náð fram að ganga á sínum tíma, eins og Morgunblaðið hefur hamrað á. Það er því óviðunandi, að sam- eignarákvæðið skuli enn vera að mestu leyti óvirkt eftir öll þessi ár. Þessu verður ný ríkisstjórn að kippa í lag – og þótt fyrr hefði verið. Útfærsla í ríkisfjármálum skiptir máli Í ríkisfjármálakafla skýrslunn- ar er einnig að finna ýmsar nýti- legar ábendingar. Hlutur sam- neyzlu í landsframleiðslunni hefur haldið áfram að þokast upp á við undangengin ár, enda þótt ríkið hafi dregið saman seglin annars staðar á Norðurlöndum síðan 1990. Árið 1970 námu útgjöld ríkis og byggða innan við 30% af lands- framleiðslu á Íslandi, en hlutfallið var komið upp í tæp 42% í fyrra og stefnir í sögulegt hámark í ár. Eigi að síður eru opinber útgjöld minni hér heima miðað við landsfram- leiðslu en annars staðar á Norður- löndum, og hlutfall ríkis og byggða í mannaflanum er einnig mun lægra hér en þar, enda þótt aukn- ingin hafi verið svipuð í öllum löndunum fimm síðan 1970. Höf- undar skýrslunnar brýna fyrir stjórnvöldum að streitast á móti frekari aukningu ríkisútgjalda. Þeir byggja þessa tillögu m.a. á þeirri staðreynd, að hlutur ríkis og sveitarfélaga í heilbrigðis- og menntamálum á Íslandi er mikill: 85% heilbrigðisútgjalda og 95% menntamálaútgjalda eru opinber útgjöld. Aukið svigrúm til einka- rekstrar í skólastarfi og heilbrigð- isþjónustu myndi draga úr kostn- aðarhlutdeild ríkisins, auka sam- keppni og fjölbreytni og bæta þjónustuna. Að því marki eru ýms- ar leiðir færar: útfærslan skiptir öllu máli. ■ Um daginnog veginn ÞORVALDUR GYLFASON ■ skrifar um nýja skýrslu OECD um Ísland. Íslandsskýrslan frá OECD ■ Bréf til blaðsins Reyni að tala mannamál „Ég skil vel að fólki finnist leiðinlegt þegar umræðan drukknar í skattalækkunaryf- irboðum eða talnaþvargi. En ég get bara svarað fyrir sjálf- an mig og ég mótmæli því að ég sé leiðinlegur. Ég reyni að tala mannamál og það heldur hressilega. Mér hefur líka virst að fólk kunni að meta það,“ segir Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. Við upphaf kosningabaráttunnar hefur þeirrar skoðunar gætt að stjórnmálaum- ræður, þar sem talsmenn flokkanna mæta í sjónvarpssal eða annars staðar, séu leiðinlegar. Aflaskipstjórar á atkvæðaveiðum Þórólfur Árnason borgarstjóri Fyrirtæki njóti ávaxta skipulagsvinnu “Við getum ekki krafist þess að aðilar, sem Reykja- víkurborg leiðir sjálf saman, fari með okkur í skipulags- vinnu nema þeir hafi vilyrði um að njóta ávaxtanna. Í vilyrðinu eru að sjálfsögðu fyrirvarar um að breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi gangi í gegn. Það er ekki ágreiningur um að þetta fari eðlilega leið um kerfið. En minnihlutaflokkarnir vilja láta góð fyrir- tæki bíða efir svari. Slíkt tæki að lágmarki þrjá til fjóra mánuði með tilheyrandi óvissu fyrir fjárfestana. Eftir að hafa starfað í atvinnulífinu í 20 ár veit ég hvað hraði skiptir miklu máli og ætla ekki að vera þekktur fyrir að draga þá á svari.“ ■ Björn Bjarnason oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Fráleit og óvönduð vinnubrögð “Við höfum kynnst því, hve óðagot R-listans í skipu- lagsmálum getur valdið miklum vanda: Landssímalóðin, Norðlingaholt, Alaskalóðin og Suðurhlíðar eru nýleg dæmi. Að draga stórfyrirtæki inn í slík vandræði á 10 hektara svæði án heimildar í aðalskipulagi er fráleitt. Hitt er ekki síður mikið vantraust nýs borgarstjóra á forystumenn R-listans í nefndum borgarinnar að treysta þeim ekki til að vinna skjótt að umsögn um málið. Óvirðing er að hafa skipulagsbundið fyrirheit við Kirkjugarða Reykjavíkur að engu. Óvönduð vinnubrögð koma mönnum alltaf í koll.“ ■ Fyrirheit um risaverslunarlóð Skiptar skoðanir ■ Af Netinu Svardagi í matvörubúð „HJÚKK! Ég var í búð um daginn og heyrði konuna á undan mér í röðinni sverja við afgreiðslukon- una að hún myndi kjósa þann flokk sem lækkaði matarskatt- inn. Það var því gott að heyra for- mann míns flokks boða skatta- lækkanir á matvælum.“ BRYNHILDUR EINARSDÓTTIR UM SKATTALOFORÐ SJÁLF- STÆÐISFLOKKSINS Á TIKIN.IS Herraþjóðin? „Enda þótt ríkisstjórn Íslands vilji nú ólm gleyma því, þá hafa Íslendingar aldrei verið „herra- þjóð“. Við erum ekki skuldbund- in slíkum þjóðum, heldur hinum sem ... hafa brotist undan yfir- ráðum annarra“. SVERRIR JAKOBSSON SAGNFRÆÐINGUR UM STUÐNING ÍSLANDS VIÐ INNRÁSINA Í ÍRAK Á MURINN.IS Eiga Finnar þetta skilið? Fyrrum íbúi í Helsinki skrifar: Undanfarnar vikur hefur sendi-herrafrú Íslands verið dugleg við að koma skoðunum sínum á Finnum á framfæri í Fréttablaðinu sem og annars staðar. Nú hefði maður haldið að sigld kona eins og hún gerði sér grein fyrir því að samfélög heimsins eru ólík, og að sinn er siður í hverju landi. Við Ís- lendingar sem höfum búið í Finn- landi vitum að þessar sögur sendi- herrafrúarinnar af Finnum eru yf- irborðskenndar og oft byggðar á ranghugmyndum og vanþekkingu. Þeir sem þekkja til Finna og Finn- lands vita t.d. að konur sem mála sig eru ekki taldar vera glyðrur eins og hún vill meina. Íslendingar sem hafa verið í Finnlandi vita að það getur stundum verið erfitt að kynnast Finnum, en hvað með okk- ur Íslendinga? Finnar viðurkenna sjálfir að það sé erfitt að kynnast þeim, en að þeir séu sannir vinir vina sinna. Finnar lýsa sjálfum sér sem traustu, ábyrgu, duglegu og sterku fólki og það er nokkuð sem ég lærði að meta á meðan ég var svo heppin að fá að búa í Finnlandi. Sem Íslendingur vil ég segja þeim Finnum sem hér á landi búa að skoðanir sendiherrafrúarinnar í Helsinki eru ekki skoðanir þeirra Íslendinga sem þar hafa dvalist. Finnum hefur hingað til verið hlýtt til Íslendinga og mér finnst það leitt að eiginkona sendiherra Ís- lands í Helsinki sé að eyðileggja það með hrokafullum athugasemd- um sem ég veit að Finnar hér á landi eru mjög ósáttir við. ■ Í skýrslu OECD er bent á að hækkun veiði- gjalds myndi skapa skilyrði til þess að lækka skatta á fólk og fyrir- tæki. Bætiflákar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.