Fréttablaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 2
2 10. apríl 2003 FIMMTUDAGUR „Já, ég reyni alltaf að vera réttu megin.“ Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra vék á dögunum forstjóra Löggildingarstofu tímabundið frá störfum. Spurningdagsins Valgerður, var brottvikningin lögleg? Fyrirlesarar: - Stefán Gíslason, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi - Arnheiður Hjörleifsdóttir, UMÍS ehf Kosningamiðstöð VG, Bæjarlind 12, Kópavogi Fimmtudagskvöld 10. apríl kl. 20:30 Fundarstjóri: Jóhanna B. Magnúsdóttir 9. fundur Í SJÁLFBÆRU SAMFÉLAGI www.xu.is NÆST Á DAGSKRÁ: STAÐARDAGSKRÁ 21, almenningur og umhverfið Reykjavíkurhöfn: Konu bjarg- að úr sjó BJÖRGUN Ungri konu var bjargað úr sjónum við varðskipabryggj- una í Reykjavíkurhöfn um kvöldmatarleytið í gær. Hún var köld og þrekuð þegar lögregla og slökkviliðsmenn náðu henni á þurrt. Hún var flutt með sjúkra- bíl á Landspítala – Háskóla- sjúkrahús. Lögreglumaður í flotgalla stakk sér eftir henni, en skömmu síðar kom slökkvilið á vettvang og aðstoðaði við björg- unina. Konan var nokkurn tíma í sjónum, en mun ekki vera í lífs- hættu. ■ ÍRAK Árás Bandaríkjamanna á hót- el í Bagdad þar sem fréttamenn hafast við hefur valdið mikilli reiði meðal spænskra frétta- manna. Spænskur myndatöku- maður lést í árásinni. Fréttamenn gripu því á það ráð að hunsa Jose Maria Aznar forsætisráðherra og Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands. Þegar Aznar gekk inn í spænska þingið þögðu fréttamenn þunnu hljóði og ljósmyndarar smelltu ekki af einni einustu mynd. Straw fékk svipaða með- ferð þegar hann ræddi við spænska utanríkisráðherrann. Flestir ljósmyndarar slepptu því að mynda og fréttamenn gengu út af blaðamannafundi eftir aðeins eina spurningu. ■ STJÓRNMÁL Stríðið í Írak var aðal- umræðuefnið á blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni af opin- berri heimsókn Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. Rasmussen er stadd- ur hér á landi til þess að afhenda Íslendingum stjórnarskrána frá árinu 1874. Að lokinni hátíðlegri athöfn í Þjóðmenningarhúsinu átti hann stuttan fund með Davíð Oddsyni en því næst ræddu for- sætisráðherrarnir við blaða- menn. Danski forsætisráðherrann hefur verið einhver helsti stuðn- ingsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta í Íraksdeilunni og hafa Danir sent herlið og her- gögn til Persaflóa til aðstoðar inn- rásarhernum. Rasmussen var því að vonum ánægður með fram- gang mála í Bagdad síðustu daga en ítrekaði jafnframt mikilvægi þess að hjálparstarf í Írak hæfist sem fyrst. „Við sjáum nú fram á enduruppbyggingu landsins og þróun nýs og frjáls lýðræðisríkis. Ég tel mikilvægt að Sameinuðu þjóðirnar gegni þar lykilhlut- verki. Hvað Danmörku varðar munum við taka virkan þátt í upp- byggingarstarfi sem og mannúð- arstarfi að stríði loknu.“ Rasmus- sen sagðist þó telja að fyrst yrðu bandalagsþjóðirnar Bretland og Bandaríkin að koma á lögum og reglu og tryggja öryggi í landinu. Rasmussen viðurkenndi að grundvallarágreiningur hefði ríkt um Íraksmálið í vestrænu samfélagi. Sagðist hann þess þó fullviss að vestræn samvinna hefði ekki beðið varanlegan skaða af Íraksdeilunni en ítrekaði nauð- syn þess að laga þá bresti sem komnir væru í samstarfið innan Atlantshafsbandalagsins og Evr- ópusambandsins. Enn fremur sagði hann mikilvægt að gott samband ríkti á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Í því sambandi nefndi hann að lönd eins og Dan- mörk og Ísland gætu lagt sitt af mörkum til þess að brúa bilið á milli heimsálfanna tveggja. Danski forsætisráðherrann notaði einnig tækifærið á fundin- um og lýsti yfir ánægju sinni með það að tekist hefði að ná sam- komulagi um framtíð samnings- ins um Evrópska efnahagssvæð- ið, hvað Íslendinga varðaði. ■ Íslenskur Bandaríkjamaður: Vill losna við vegabréfið RÍKISBORGARARÉTTUR „Ég á að mæta klukkan 11 og vonast til að þar með ljúki þessu,“ segir Þór Saari, sem hefur óskað eftir því að fá að losna undan bandar ískum ríkisborgara- rétti sínum í mótmælaskyni vegna stríðs- rekstursins í Írak og utanrík- isstefnu Banda- ríkjanna. Þór hefur þegar mætt einu sinni í b a n d a r í s k a sendiráðið í þessu skyni en þá var ekki hægt að afskrá hann. Í dag mun Þór, sem einnig er með íslenskan ríkis- borgararétt, hitta bandaríska konsúlinn og gera aðra tilraun til þess að skila inn vegabréfi sínu. ■ Landsbankinn: Kaupir OZ VIÐSKIPTI Landsbankinn hefur keypt hugbúnaðarfyrirtækið OZ og stofnað dótturfyrirtæki um reksturinn í Kanada. Með kaupunum eignast Landsbank- inn öll hugverka- réttindi og „ákveðnar eignir“ OZ-samstæðunnar. Ætlunin er að vinna að frekari þróun og sölu þeirra vara sem OZ hefur fram- leitt. Að því er segir í frétt frá Lands- bankanum mun öllu starfsfólki OZ verða boðið starf hjá nýja fyrir- tækinu. Samningar við viðskipta- vini verða yfirteknir. Landsbankinn segist telja að í eignum OZ felist áhugaverð fjár- festingartækifæri. ■ Settur landlæknir á Suðurnesjum: Biðst lausnar HEILSUGÆSLA Lúðvík Ólafsson, lækningaforstjóri Heilsugæslu Reykjavíkur, hefur beðið um lausn frá störfum sem settur landlæknir á Suðurnesjum. Lúðvík var skipað- ur landlæknir á Suðurnesjum af hei lbrigðisráð- herra vegna tengsla Sigurðar Guðmundssonar landlæknis við Sigríði Snæbjörns- dóttur, hjúkrunar- forstjóra á Suður- nesjum, en þau eru hjón. Styr hef- ur staðið um Heil- brigðisstofnun Suðurnesja. Lúðvík lagði til í byrjun vikunnar að Heilsugæsla Reykjavíkur tæki að sér stjórn stofnunarinnar og var til- lagan lögð á borð ráðherra til um- fjöllunar. Ráðherra mun gefa frá sér yfirlýsingu um málið í dag. ■ Landhelgisgæslan: Bjargaði sel- veiðiskipi LANDHELGISGÆSLAN Varðskip Land- helgisgæslunnar kom norska sel- veiðiskipinu Polarsyssel til bjarg- ar síðdegis í gær. Leki hafði komið að skipinu, sem sat fast í ís tæpar 160 sjómílur vestnorðvestur af Ísafjarðardjúpi. Annað norskt sel- veiðiskip, Polarfangst, var skammt undan þegar hjálpar- beiðni barst stjórnstöð Landhelgis- gæslunnar. Var haft samband við skipstjórann, sem kom aukadælum um borð í Polarsyssel. Áhöfn sel- veiðiskipsins taldi sig ekki í hættu og ákvað að vera áfram um borð. Varðskipið kom skipinu síðan til bjargar og var komið með það í tog klukkan 16.30 í gærdag. Ekki var ljóst hvert átti að draga skipið þeg- ar Fréttablaðið hafði samband. ■ Utanríkisráðherra fagnar frelsun Bagdadborgar: Samgleðjumst írösku þjóðinni ÍRAK „Það er öllum ljóst að fólkið fagnar því að þessi harðstjóri er farinn frá,“ sagði Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra á sama tíma og íbúar Bagdad fögn- uðu nýfengnu frelsi sínu á götum úti. „Ég sagði í upphafi að sagan myndi dæma um hvort verið væri að gera rétt,“ segir Halldór um stuðning íslenskra stjórnvalda við innrás í Írak. „Ég sagði jafnframt að við skyldum bíða eftir því að þjóðin talaði. Þjóð sem hefur búið við pyntingar og dráp á fólki upp á hvern einasta dag. Þjóð sem hef- ur lifað við ógn og hræðslu. Nú er þjóðin að tala,“ sagði utanríkis- ráðherra meðan myndir bárust frá Bagdad af fólki að rífa niður minnismerki um Saddam Hussein. „Saddam Hussein hefur ekki hikað við að drepa fólk á hverjum einasta degi. Það hljóta allir að samgleðjast írösku þjóðinni með þessi tímamót,“ sagði Halldór og lýsti harmi vegna þeirra manns- lífa sem hafa tapast í baráttunni. „Við skulum samt ekki gleyma því að fólk var að láta lífið á hverjum einasta degi. Það hefði haldið áfram.“ ■ HALLDÓR ÁSGRÍMSSON „Ég trúi því að þjóð sem hefur þolað svo mikið í 35 ár vilji leggja mikið á sig til að sam- einast um það að fólk geti notið sín, sagt sína skoðun og haldið uppi eðlilegum sam- skiptum við aðrar þjóðir.“ FRÉTTAMENN HUNSA RÁÐHERRA Flestir ljósmyndarar og myndatökuvél beindu vélum sínum niður fremur en að mynda utanríkisráðherra Bretlands og Spánar. HEILBRIGÐIS- STOFNUN SUÐ- URNESJA Lúðvík Ólafsson lagði til að Heilsu- gæsla Reykjavíkur tæki að sér stjórn stofnunarinnar. ÞÓR SAARI Vill ekki vera Banda- ríkjamaður. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Spænskir fréttamenn sýna hug sinn: Ráðherrar hunsaðir LANDS- BANKINN OZ talið áhuga- verð fjárfesting. Fagnar árangri inn- rásarhersins í Írak Anders Fogh Rasmussen lýsti yfir mikilli ánægju með framgang mála í Írak á blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni af opinberri heimsókn danska forsætisráðherrans hingað til lands. STJÓRNARSKRÁIN AFHENT Anders Fogh Rasmussen og Davíð Oddsson lögðu báðir áherslu á það hversu gott sam- band Íslands og Danmerkur væri og hversu mikilvægt væri að styrkja það enn frekar. „Ég hef hlakkað til þessarar heimsóknar. Það hefur mikla þýðingu fyrir mig að vera kominn hingað og vináttan við Íslendinga er mér afar mikilvæg“ sagði danski forsætisráðherrann. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.