Fréttablaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 28
10. apríl 2003 FIMMTUDAGUR28
DAREDEVIL b.i. 16 kl. 3.40, 5.50 og 10.20 SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 4
TWO WEEKS NOTICE kl. 6
THE HUNTED b.i. 16 kl. 5.50, 8, 10.10
THE RING b.i. 16 kl. 10.10
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20
Sýnd í lúxus kl. 8
Sýnd kl. 6 og 9 b.i. 14 ára
kl. 6, 8 og 10NÓI ALBINÓI
kl. 88 FEMMES kl. 10.05ADAPTATION
kl. 5.30NOWHERE IN AFRICA
Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 12 ára
Sýnd í lúxus kl. 6 og 10
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 b.i. 16 ára
THUNDERPANTS kl. 4
25th HOUR kl. 10
4 og 6DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN
Sýnd kl. 6 og 9
CHICAGO Sýnd í lúxus kl. 5.30 og 10.30
NATIONAL SECURITY bi 12 4, 6, 8, 10
Sjónvarpsmaðurinn Chuck Barr-is kom mörgum í opna skjöldu
þegar hann gaf út endurminningar
sínar í bók. Barris varð þekktur
sem stjórnandi saklausra
fjöskyldukeppnisþátta. Hann þótti
því frekar ótrúverðugur í þeirri
fullyrðingu sinni að hann hefði
verið launmorðingi fyrir C.I.A. á
næturnar. Bókin kom upphaflega
út árið 1980 og þótti ekki mjög
merkilegur pappír í ljósi þess að
allir töldu Barris vera að ljúga.
George Clooney, sem hafði ver-
ið að leita að áhugaverðri sögu fyr-
ir leikstjórnarfrumraun sína,
greip þó tækifærið og tryggði sér
kvikmyndaréttinn. Góð saga er
góð saga, hvort sem hún er sönn
eða ekki.
Til þess að skrifa handritið réð
hann svo hinn frumlega Charlie
Kaufman sem skrifaði sjálfan sig
eftirminnilega inn í myndina
„Adaptation“.
Í bókinni segir Barris það hafa
verið hentugt fyrir CIA að ráða
hann þar sem vinna hans fól í sér
mikil ferðalög. Hann gat því vegna
vinnu sinnar ferðast til staða þar
sem ríkisstjórnin vildi láta ráða
menn af dögum. Sigurvegarar þátt-
anna fengu þannig gjafaferðir til
Helsinki eða Vestur-Berlínar í stað
Parísar eða Rómar. Barris var með
í för og nýtti kvöldstundirnar til
þess að koma óvinum bandarísku
ríkisstjórnarinnar fyrir kattarnef.
Á endanum fer þetta tvöfalda líf
hans úr skorðum og heimarnir tveir
byrja að rekast á. Á sama tíma og
vinsældir hans í sjónvarpinu fara
minnkandi neyðist hann til þess að
velja á milli tveggja kvenna og
komast undan byssukúlum föður-
landssvikara sem vill hann feigan.
Clooney er vinamargur og hleður
því þessa fyrstu mynd sína með stór-
skotaleikurum. Julia Roberts leikur
starfsmann ríkisvaldsins, Drew
Barrymore leikur kærustu Barris,
Sam Rockwell leikur aðalhlutverkið,
Rutger Hauer leikur njósnara og
sjálfur tók Clooney að sér hlutverk
CIA-mannsins Jim Byrd.
Myndin hefur fengið fjölda
verðlauna, m.a. fékk Sam Rockwell
Silfurbjörninn sem „besti leikar-
inn“ á síðustu Berlínarhátíð.
biggi@frettabladid.is
■ KVIKMYNDIR
CONFESSIONS
OF A DANGEROUS MIND
Clooney hefur lengi leitað að áhuga-
verðri sögu til þess að spreyta sig á.
Játningar Clooneys
Á morgun verður leikstjórnarfrumraun George Clooney frumsýnd. Myndin
heitir „Confessions of a Dangerous Mind“ og fjallar um sjónvarpsmanninn
Chuck Barris sem starfar sem morðingi fyrir CIA á næturnar.
Fréttiraf fólki
DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM
Internet Movie Database - 7.2 /10
Rottentomatoes.com - 77% = Fresh
Entertainment Weekly - B+
Los Angeles Times -
AÐRAR FRUMSÝNINGAR
UM HELGINA
Johnny English
Dark Blue
Charlotte Gray
Eminem er á leið í réttarsalinn aft-ur vegna textainnihalds laga
hans. Í þetta skiptið er það gamall
skólafélagi hans að nafni DeAngelo
Bailey sem segist hafa orðið fyrir
miklu andlegu áreiti eftir að rappar-
inn nefndi hann á nafn í texta sínum.
Kauði kemur fyrir í laginu „Brain
Damage“ þar sem Eminem segist
hafa orðið fyrir einelti og regluleg-
um barsmíðum af hans hönd.