Fréttablaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 10. apríl 2003 Ég hafði af-skaplega gam- an af sýningunni eins og verkum Helga yfirleitt,“ segir Birgir Ár- mannsson, að- stoðarframkvæmdastjóri Versl- unarráðs Íslands. „Maður er nú orðinn vel kunnugur persónum hans, eða þessum skemmtilegu fígúrum, en ég hafði þó mest gaman af tilraunum hans með önnur mótív eins og landslag og ýmsar smámyndir.“ Mittmat er Ester Ólafsdóttir og þar að auki ann- ast undirleik Ásgeir Gunnarsson á harm- onikku, Þórólfur Þórsson og Rebekka B. Björnsdóttir á bassa. Einsöngvarar Steinn Erlingsson baritón og Haukur Ingimarsson tenór. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Nýjasta afkvæmi leikhópsins á Nýja sviði Borgarleikhússins, Sum- arævintýri eftir William Shakespeare og leikhópinn, verður frumsýnt í kvöld. Leikstjóri er Benedikt Erlingsson.  20.00 Rauða spjaldið eftir Kjartan Ragnarsson og Sigríði Margréti Guð- mundsdóttur verður frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Púntila og Matti eftir Bertolt Brecht er sýnt á Stóra sviði Borgarleik- hússins. ■ ■ SKEMMTANIR  20.00 Íslenska rokksveitin Mínus heldur kveðjutónleika í Austurbæ við Snorrabraut. Sign og Dáðadrengir hita upp. Á morgun heldur Mínus í 19 daga tónleikaferð um Bretland til að kynna væntanlega plötu sína.  20.30 Forvarnarnet framhaldsskól- anna stendur fyrir Gleðitónum á Gauk á Stöng. Fram koma Treehorn, Gimmicks, Ragnheiður Gröndal, Kimono og Vígspá. Á efri hæð hússins halda DJ Delux og DJ AHS uppi fjörinu. Gleðitónar eru vímulausir.  21.00 Stórhljómsveitin Ókyrrð flytur nýja og óvenjulega tónlist eftir Bjarna Hafþór Helgason á tónleikum á Græna hattinum á Akureyri. Lögin eru flest samin við ljóð eftir móður- bræður hans, Ragnar Inga og Hákon Aðalsteinssyni.  22.00 Fíllinn frá Dalvík, sem var kosinn fyndnasti maður Íslands 2002, og leikarinn, háðfuglinn og Dalvíkingur- inn Hjálmar Hjálmarsson verða með uppistand í annð og ef til vill síðasta sinn á Kringlukránni. Sérstakur gestur kvöldsins verður EKKI-fréttamaðurinn Haukur Hauksson. Okkur var ögrað af leikstjóran-um til að semja trúbadorlög og texta í sýninguna,“ segir Hall- dóra Geirharðsdóttir leikkona. Hún er í leikhópnum á Nýja sviði Borgarleikhússins sem frumsýnir í kvöld Sum- arævintýri, leiksýn- ingu sem unnin er upp úr Vetrarævin- týri Shakespeares. „Og það gerðu það allir, meira að segja fólk sem hafði aldrei búið til lög eða texta fyrr. Svo vor- um við reglulega með trúbador- tónleika á æf- ingatímabil- inu. Við gæt- um gefið út plötu með músíkinni af því að við erum búin að semja svo mikið efni.“ Á h o r f - endur fá að f y l g j a s t með sjö leikurum flytja 400 ára gamalt leikrit Shakespeares, sem fjallar um fjölskylduharmleik, sundrungu fjölskyldu og samein- ingu hennar sextán árum síðar. Leikstjóri er Benedikt Erlings- son, en leikarar í sýningunni eru þau Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Halldóra Geirharðsdótt- ir, Harpa Arnardóttir, Sóley Elíasdóttir, Sveinn Þórir Geirsson og Þór Tul- inius. „Okkur langar auðvitað öll til að vera Shakespeare,“ segir Halldóra. „Hann var leikari eins og við og draum- urinn er að verða frábær listamaður eins og hann.“ ■ ■ LEIKSÝNING Okkur langar öll að vera Shakespeare ÚR LEIK- SÝNINGUNNI Á NÝJA SVIÐINU Sumarævintýri eftir Shakespeare og leik- hópinn verður frum- sýnt á Nýja sviði Borg- arleikhússins í kvöld.  23.00 Dr. Gunni sér um rokkið á Grand Rokk í kvöld.  Ingvar Valgeirsson skemmtir á Kránni.  Breski plötusnúðurinn og tónlistar- maðurinn Tom Withers, betur þekktur sem Klute, spilar á Astró. Klute hefur tvívegis áður sótt Ísland heim og sem tónlistarmaður hefur hann gefið út hjá flestum stærri útgáfum drum & bass- heimsins. ■ ■ SÝNINGAR  15.00 Í Listasafni Íslands stendur yfir yfirlitssýning á verkum Georgs Guðna. Einnig er í safninu sýning á landslagsmálverkum Ásgríms Jónsson- ar og vídeóinnsetning eftir Steinu Va- sulka.  Björg Örvar er með málverkasýn- ingu í Galleríi Sævars Karls.  Á Kjarvalsstöðum er Ilmur Stef- ánsdóttir með sýningu er hún nefnir Mobiler. Þar sýnir hún umbreytt farar- tæki, vídeómyndir og örsögur.  Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhús- inu, stendur yfir sýning á sovéskum veggspjöldum úr eigu safnsins, sem hafa ekki komið áður fyrir almennings- sjónir. Heilbrigði, hamingja og friður er yfirskrift sýningarinnar.  Sýningin Undir fíkjutré: Alþýðulistir og frásagnarhefðir Indlands stendur yfir í Listasafninu á Akureyri. Þetta er í fyrsta sinn sem indversk myndlist er kynnt með jafn víðfeðmum hætti hér á landi.  Í Arinstofu Listasafns ASÍ stendur yfir sýning á nokkrum konkretverkum frá sjötta áratug síðustu aldar. Á sýning- unni eiga verk listamennirnir Benedikt Gunnarsson, Hjörleifur Sigurðsson, Nína Tryggvadóttir, Valtýr Pétursson og Þorvaldur Skúlason.  Jónas Ingólfur heldur málverkasýn- ingu í K-byggingu Landspítala-Háskóla- sjúkrahúss í dag og á morgun. Jónas Ingólfur er tvítugur að aldri. Hann greindist með eitlakrabbamein síðasta vor og hefur verið í endurhæfingu fyrir krabbameinssjúkra á göngudeild LSH í Kópavogi.  Himinn og jörð nefnist sýning Þor- gerðar Sigurðardóttur í Listasafni ASÍ, sem er til húsa í Ásmundarsal við Freyjugötu. Þorgerður hefur undanfarin ár aðallega sótt myndefni sitt til kirkju- listasögu og táknmáls trúarbragðanna.  Elísabet Ásberg sýnir veggmyndir úr silfri í Húsgagnaversluninni EXO, Fákafeni 9.  María Svandís er með myndlistar- sýningu í Listhúsinu í Laugardal. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. www.mba.is MBA nám í Háskóla Íslands er í senn krefjandi og gefandi nám sem skilar miklum ávinningi. Allir sem eru að velta fyrir sér MBA námi eru velkomnir á kynninguna þar sem leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum: Ert þú að spá í MBA nám? Kynning á MBA námi í Háskóla Íslands Hátíðasal í aðalbyggingu Háskóla Íslands Fimmtudaginn 10. apríl kl. 8.30-10.00 Hvert er inntak MBA námsins? Hver er sérstaða þess? Hver er ávinningurinn? Verður þú í þriðja MBA hópnum í Háskóla Íslands sem byrjar haustið 2004? Háskóli Íslands Vi›skipta- og hagfræ›ideild 1 2 3 4 5 VINSÆLUSTU LÖGIN Á FM957 14. VIKA Arnaldur Indriðason MÝRIN Mary Higgins Clark ENDURFUNDIR Lawrence Millman KAJAK DREKKFULLUR AF ... Isabel Allende AFRÓDÍTA Karen Blixen GESTABOÐ BABETTE Sidney Sheldon HIMININN HRYNUR Arnaldur Indriðason GRAFARÞÖGN Arundhati Roy GUÐ HINS SMÁA Marcel Proust Í LEIT AÐ GLÖTUÐUM TÍMA Michel Houellebecq ÖREINDIRNAR Íslenskilistinn 6 7 8 9 10 25 50 CENT Er á toppi Íslenska list- ans aðra vikuna í röð. ✓ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M  Helgi Þorgils Friðjónsson er með einkasýningu á Kjarvalsstöðum. Hann sýnir þar eingöngu ný málverk.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.