Fréttablaðið - 22.05.2003, Side 10

Fréttablaðið - 22.05.2003, Side 10
10 27. febrúar 2003 FIMMTUDAGUR FJÖLDI GESTA Á LISTASÖFNUM Á ÍSLANDI 1997 264.000 1998 251.000 1999 261.000 2000 290.000 2001 271.000 HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS GESTAFJÖLDI ER AÐ HLUTA ÁÆTLAÐUR BORGARRÁÐ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðust gegn því að hótel rísi á rústum land- námsskálans við Aðalstræti á fundi borgarráðs í gær. Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslyndra, hafði áður lagt fram tillögu þess efnis. Tillögur Reykjavíkurlistans ganga út á að kjallari fyrirhugaðs hótels verði sýningarsalur fyrir forn- minjarnar. „Okkur finnst að leyfa eigi landnámsminjunum að hafa ákveðinn forgang þarna,“ segir Björn Bjarnason, oddviti sjálf- stæðismanna. Sjálfstæðismenn hafa lagt til að gamla bæjar- stæðinu verði breytt í lítinn garð, Fornleifagarð Reykjavík- ur. „Þetta er einstakt í öllum löndum, að menn finni land- námsminjar í hjarta höfuðborg- ar,“ segir Björn. „Að láta eins og ekkert hafi í skorist finnst okkur fráleitt.“ Stefán Jón Hafstein, borgar- fulltrúi Reykjavíkurlistans, seg- ir hótelbyggingu og varðveislu fornminjanna vel geta farið saman. „Þetta hefur verið klass- ísk lausn erlendis,“ segir Stefán Jón um hugmyndir Reykjavíkur- listans. „Þar leysa menn nútím- ann og fortíðina saman í nýjum hugmyndum.“ ■ Borgarráð: Deilt um Orkuveituna BORGARMÁL Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja að fjár- hagsmál nokkurra dótturfyrir- tækja Orkuveitu Reykjavíkur verði tekin til sérstakrar umræðu í borgarstjórn vegna veikrar fjár- hagsstöðu þeirra. Um er að ræða fyrirtækin Línu.net, Tetra Ísland og Raf- magnslínu. Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans telja áhyggjur sjálfstæðismanna óþarfar. Benda þeir á að fjárhagsstaða Orkuveit- unnar og dótturfyrirtækja hennar sé afar sterk. Árið 2002 hafi hagn- aðurinn numið þremur milljörð- um króna. ■ SVEITARSTJÓRN Sveitarstjórn Dala- byggðar samþykkti í gær einróma að fara að vilja fjölmenns borg- arafundar frá því í síðustu viku og leita leiða til þess að halda Hitaveitu Dalamanna í eigu heimamanna. Áður hafði meirihluti s v e i t a r s t j ó r n a r samþykkt í samráði við iðnaðar- ráðuneytið að leita samninga við Orkubú Vestfjarða um að það yf- irtæki reksturinn. Drög að samn- ingi voru á borðinu. „Þessi niðurstaða gleður mig. Sveitarstjórn fer að vilja íbúanna og samþykkir að vinna að máli hitaveitunnar fyrir opnum tjöld- um. Ég er ánægður með þann áhuga manna að slíðra sverðin og vona að hugur fylgi máli,“ segir Sigurður Rúnar Friðþjófsson, odd- viti minnihlutans í Dalabyggð. Hann segir að málið allt hafi ein- kennst af pukri og þessi breytta af- staða meirihlutans sé því gleðileg. „Það er ýmislegt í þessu máli frá iðnaðarráðuneytinu sérkenni- legt. Þá vekja tengsl oddvita og al- þingismanns athygli,“ segir Sig- urður Rúnar og vísar til þess að Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, odd- viti Dalabyggðar, og Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður Framsóknarflokks, eru systkin. „Byggðaráð mun fara ofan í þessi mál í framhaldi af borgara- fundinum en persónulega er ég ekki bjartsýn á að við getum end- urfjármagnað hitaveituna,“ segir Guðrún Jóna Gunnarsdóttir. Hún segir að búið sé að gera hitaveitu- málið að miklu æsingamáli, sem orðið hafi til þess að ráðist var á hana um kosningahelgina. „Ég er búin að kæra líkams- árás. Lögreglan í Búðardal fer með þetta mál,“ segir Guðrún Jóna, sem fékk glóðarauga. Guðrún Jóna segir að á næstu dögum verði gögn vegna hitaveit- unnar send í hvert hús. Hún segist í engu hvika frá þeirri skoðun sinni að salan hefði gjörbreytt skuldastöðunni. Hún segir að sveitarfélagið skuldi yfir 400 milljónir króna í skuldir og að yfir helmingur skuldanna sé vegna þátttöku sveitarfélagsins í rekstri fyrirtækja. „Það þarf gríðarlegan niður- skurð í rekstri sveitarfélagsins til að halda okkur á floti. Það er nær að við vinnum úr þessum málum sjálf heldur en að fá félagsmála- ráðuneytið inn á okkur. Fyrst vilji fólksins stendur til þess að endur- fjármagna hitaveituna þá tökum við tillit til þess, en menn verða að átta sig á því hverju verður fórn- að í staðinn. Niðurskurður verður í rekstri grunnskóla og leikskóla og gatnaframkvæmdir munu bíða. Þetta mun því kosta kyrr- stöðu í framkvæmdum,“ segir hún. Hún gefur lítið fyrir þá gagn- rýni að tengsl hennar og Kristins H. Gunnarssonar séu tortryggi- leg. „Það er liður í áróðursherferð- inni að dylgja um tengsl okkar. Hvorugt okkar hefur ávinning af sölu hitaveitunnar,“ segir Guðrún Jóna. rt@frettabladid UNGBÖRN Lyfjastofnun telur að foreldrar ungbarna geti óhrædd gefið þeim AD-vítamíndropa nema grunur leiki á að börnin séu með ofnæmi fyrir hnetum. Leiki hins vegar einhver vafi á því má benda foreldrum á að gefa börnunum frekar lýsi þar til upplýsingar liggja fyrir um hreinleika vörunnar, en eins og fram hefur komið í fréttum hafa droparnir verið innkallaðir sök- um skorts á upplýsingum á merkimiða vörunnar. Láðst hafði að tilgreina jarðhnetuolíu sem burðarefni A- og D-vítamíns í vörunni. ■ FORNLEIFAUPPGRÖFTUR VIÐ AÐALSTRÆTI Sjálfstæðismenn hafa lagst gegn byggingu hótels á rústum landnámsskálans. Lagst gegn byggingu hótels við Aðalstræti: Vilja fornleifagarð KRISTINN H. GUNNARSSON Gagnrýnt er að hann er bróðir oddvitans sem vill selja hitaveituna. Sveitarstjórn sveigð í hitaveitumálinu Fyrirhuguð sala á Hitaveitu Dalabyggðar setti allt í bál og brand í héraðinu. Oddviti með glóðarauga kærir líkamsárás og lofar að fara að vilja íbúanna. Minnihlutinn sigri hrósandi. ■ „Ég er búin að kæra líkams- árás. Lögreglan í Búðardal fer með þetta mál.“ ÓHRÆDD VIÐ DROPANA Börn sem ekki eru með ofnæmi eiga að geta tekið inn AD-dropa. Lyfjastofnun: Má gefa börnum AD-dropa Svonaerum við FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.