Fréttablaðið - 22.05.2003, Side 17

Fréttablaðið - 22.05.2003, Side 17
■ Lögreglufréttir 17FIMMTUDAGUR 22. maí 2003 Aðstoð á árinu 2002 Fyrir þinn stuðning... Þúsundir Íslendinga studdu starf Rauða krossins á síðasta ári ... er lífið léttbærara fyrir alla þá sem nutu aðstoðar Rauða kross Íslands á árinu 2002. • 750 geðfatlaðir einstaklingar komu alls 12.000 sinnum í athvörf Rauða krossins fyrir geðfatlaða, Vin í Reykjavík, Dvöl í Kópavogi og Laut á Akureyri • 75 ungmenni í vanda dvöldu að meðaltali í sjö daga hvert í Rauðakrosshúsinu • 1.334 sjúklingar gistu á sjúkrahóteli Rauða krossins í Reykjavík í alls 13.502 gistinætur • Hjálparsími Rauða krossins (áður Trúnaðarsíminn) og Vinalínan tóku við 6.285 sím- tölum frá fólki sem vildi ræða í trúnaði um sín mál • 7.000 manns fengu útgefið skírteini frá Rauða krossinum eftir að fara á námskeið í skyndihjálp • 18.615 manns nutu þjónustu sjúkrabíla Rauða krossins um allt land • 30 þúsund manns á hungursvæðum í sunnanverðri Afríku fengu mataraðstoð í tvo mánuði þökk sé 2.300 sjálfboðaliðum og öllum þeim sem létu fé af hendi rakna í landssöfnuninni Göngum til góðs Alþjóðleg neyðaraðstoð náði til milljóna manna í 52 löndum sem áttu um sárt að binda vegna náttúruhamfara, hungursneyða, stríðsátaka og veikinda á árinu 2002. Félagið sendi 16 sendifulltrúa til alþjóðlegra verkefna og með þeirra stuðningi var hægt að: • hjúkra stríðssærðum í Súdan • hlúa að alnæmissjúkum í Suður-Afríku og Malaví • veita fátækum aðgang að heilbrigðisþjónustu og hreinu vatni í Mósambík • vernda stríðsfanga í Eritreu • aðstoða við uppbyggingu Rauða hálfmánans í Aserbædjan • hjálpa fórnarlömbum flóða í Kína Rauði kross Íslands tekur virkan þátt í starfsemi Alþjóða Rauða krossins og vinnur að framgangi hugsjóna hreyfingarinnar hér á landi og um allan heim. Á árinu 2002: • nutu þúsundir skólabarna á Íslandi fræðslu um mannúðarmál og skyndihjálp • fengu 448.063 stríðsfangar heimsókn frá sendifulltrúum Rauða krossins • voru endurreistir skólar í Afganistan undir stjórn Ríkarðs Péturssonar sendifulltrúa fyrir 2.380 drengi og stúlkur, en skólarnir hrundu í jarðskjálfta • aðstoðuðu 1.300 fastir sjálfboðaliðar einstaklinga í margvíslegum þrengingum, skipu- lögðu neyðarvarnir, fræddu um skyndihjálp, heimsóttu aldraða og sjúka, söfnuðu fötum og tóku þátt í alþjóðlegu samstarfi á vegum Rauða kross Íslands. • störfuðu tólf þúsund manns við aðstoð á 43 átaka- og spennusvæðum víða um heim, hjúkruðu 14.400 stríðssærðum og útveguðu þrjátíu þúsund manns gervilimi og nauð- synlega endurhæfingu • unnu um 100 virkir sjálfboðaliðar Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands um 10.000 vinnustundir í þágu fatlaðra, við námsaðstoð við nýbúa, við skyndihjálparfræðslu, við fataflokkun- og sölu og við átak gegn ofbeldi og fordómum í samfélaginu • fengu 117 hælisleitendur húsaskjól og aðstoð hjá Rauða krossi Íslands Starf Rauða kross Íslands er fjármagnað með hlutdeild félagsins í Íslenskum söfnunar- kössum og rausnarlegum stuðningi almennings, fyrirtækja og stjórnvalda við verkefni Rauða krossins. Allir geta fengið hlutverk hjá Rauða krossinum. Hafðu samband ef þú vilt gerast félagi eða sjálfboðaliði eða styðja á annan hátt fjölmennustu mannúðarhreyfingu heims. Aðalfundur Rauða kross Íslands er á morgun, föstudag. Ársskýrsla félagsins er á www.redcross.is/2002 M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Hringið í 570 4000 til að fá prentaða ársskýrslu í pósti. IÐNAÐUR Ný lyfjaverksmiðja hefur tekið til starfa á Grenivík í nýupp- gerðu húsi þar sem slökkvistöð og áhaldahús bæjarins voru áður til húsa. „Við getum séð það fyrir okkur að þegar atvinnusagan verður skrifuð á ný, síðar á öldinni, þá mun bókin ekki heita bein úr sjó heldur krem úr krús eða eitthvað þvíum- líkt,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í ávarpi við gangsetningu verksmiðj- unnar á föstudaginn. Torfi Rafn Halldórsson, lyfja- fræðingur og einn af stofnendum fyrirtækisins, sem ber heitið Pharm Artica, segir að hugmyndin að fyrirtækinu hafi kviknað árið 1999. Í kjölfar breytinga á lyfja- markaðnum hafi skrefið síðan ver- ið stigið til fulls í lok síðasta árs. Hann segir að stefnt sé að því að fyrstu vörur fyrirtækisins komi á markað um mánaðamótin. „Við getum framleitt allt frá ein- földum vörum upp í mjög flóknar hágæðavörur,“ segir Torfi Rafn. „Við erum að framleiða snyrtivör- ur, lyf, krem, hóstamixtúru, sótt- hreinsivökva og fleira. Markmiðið er að taka yfir þá framleiðslu sem áður var í apótekunum og höfum við til dæmis gert samning við full- trúa Lyfju um að framleiða vörur fyrir þá.“ Torfi Rafn segir að verksmiðjan uppfylli allar gæðakröfur sem gerðar séu til lyfja- og snyrtivöru- framleiðslu. Hann segir að fyrir- tækinu hafi verið tekið frábærlega á Grenivík. Hjá því starfi nú sjö manns en ráðgert sé að starfsmenn- irnir verði komnir vel á annan tug- inn eftir næstu áramót. Auk þess að hafa gert samstarfs- samning við Lyfju segir Torfi Rafn að fyrirtækið sé að vinna að mjög spennandi verkefnum með Jurta- smiðjunni og Íslenskum fjallagrös- um. Þá hyggist Pharm Artica einnig markaðssetja sína eigin snyrti- vörur, annars vegar undir nafninu Olympe og hins vegar Gaia. Hann segir að þróunarvinnan hafi verið unnin í samstarfi við franska fyrir- tækið Cosmalia. trausti@frettabladid.is BAGDAD, AP Ráðstefnu þar sem mynda á nýja bráðabirgðaríkis- stjórn í Írak verður að líkindum frestað fram í miðjan júlí, að sögn L. Paul Bremer, æðsta full- trúa bandarískra yfirvalda í Írak. Áður hafði því verið haldið á lofti að ný ríkisstjórn yrði skipuð í júní en Bremer fullyrðir að sú dagsetning hafi verið búin til af fjölmiðlum. Nú, sex vikum eftir að banda- ríski herinn steypti ríkisstjórn Saddams Husseins af stóli, hefur enn ekki verið skipuð stjórn og ráðuneyti landsins heyra undir bandarísk yfirvöld. Bremer út- skýrði ekki hvers vegna myndun nýrrar ríkisstjórnar hefði dregist á langinn. ■ ÞJÓFUR Í „DRAGI“ Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í fyrrinótt bíl sem tveir menn höfðu notað kvöldið áður við innbrot. Í fyrstu var haldið að ökumaður væri ljóshærð kona en reyndist það vera annar innbrotsþjófanna. Bar hann ljósa hárkollu og var í kven- mannsfötum. Engin frekari af- skipti voru höfð af manninum. ÞJÓFUR Í STOFUNNI Íbúa í Breið- holti brá heldur í brún þegar hann kom heim til sín í fyrrakvöld og rakst á ókunnugan mann í stof- unni. Skemmst er frá því að segja að þeim óboðna brá jafn mikið, hljóp út á svalir, stökk fram af þeim og hvarf. Í farteskinu hafði hann fartölvu sem húseigandinn átti auk fleiri verðmæta. FUNDU HASS Á BLÖNDUÓSI Lög- reglan á Blönduósi stöðvaði öku- mann sem ók um Norðurlandsveg. Grunsemdir vöknuðu um að hann hefði eitthvað að fela. Við leit í bílnum fundust 12-13 grömm af hassi. Ökumaður viðurkenndi að eiga hassið og að hann hefði ætlað það til eigin neyslu. Var honum sleppt að loknum yfirheyrslum. NÝJA VERKSMIÐJAN TILBÚIN Hjá Pharm Artica starfa nú sjö manns en ráðgert er að starfsmennirnir verði komnir vel á annan tuginn eftir næstu áramót. Ný lyfjaverk- smiðja gangsett Fjölbreytt framleiðsla hafin á lyfjum og snyrtivörum á Grenivík. Húsakynnin nýuppgerð slökkvistöð og áhaldahús bæjarins. Stjórnarmyndun frestað: Ný stjórn í júlí J. PAUL BREMER Bremer segir að stefnt sé að því að öll þjóðarbrot og trúarhópar fái sinn fulltrúa í nýrri bráðabirgðaríkisstjórn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.