Fréttablaðið - 22.05.2003, Side 20

Fréttablaðið - 22.05.2003, Side 20
18. maí 2003 FIMMTUDAGUR FERSK Í BÚÐIR Á HVERJUM DEGI Á eftir bolta kemur barn ! styrkir knattspyrnu barna Þjálfun barna í knattspyrnu Stefna fyrir þjálfun barna í knattspyrnu Knattspyrna og barnið mitt Sjónarmið styrktaraðila Knattspyrna - Leikur án fordóma Góð ráð í þjálfun barna Hvað á þjálfarinn að kenna börnunum? Mín skoðun á þjálfun yngri flokka Hvað segja stjörnurnar? Sameiginleg ráðstefna KSÍ og ÍSÍ um þjálfun barna í knattspyrnu Hótel Loftleiðir, laugardaginn 31. maí 2003 frá kl. 13:00 til 17:00 Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis – skráningar þurfa að berast á netfangið andri@isisport.is í síðasta lagi föstudaginn 30. maí. Frekari upplýsingar má finna á www.ksi.is og www.isisport.is Logi Ólafsson Naysaa Adomako Þorlákur Árnason Rúnar Kristinsson Arnór Guðjohnsen Eggert Magnússon Sigríður Jónsdóttir Janus Guðlaugsson Jóhann Þór Jónsson Ásthildur Helgadóttir Ásta Guðmundsdóttir Sigurður Ragnar Eyjólfsson SPÁNN, MARCA Blöð á Spáni eru uppfull af vangaveltum um fram- tíð Vicente Del Bosque, þjálfara Real Madrid. Samkvæmt heimild- um þeirra hafa forráðamenn liðs- ins þegar haft samband við aðra þjálfara með það fyrir augum að taka við liðinu. Meðal þeirra nafna sem efst eru á óskalistanum eru Marcello Lippi, þjálfari Juventus, og Arsene Wenger, þjálfari Arsenal. Þeir hafa báðir áhuga enda erfitt fyrir metnaðarfulla menn að segja nei við stærsta knattspyrnu- félag Evrópu. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að báðir eru samningsbundnir sínum liðum og gæti reynst dýrkeypt að kaupa þá undan samningum, sérstaklega Wenger, sem hefur samning við Arsenal til 2005. En budda Real Madrid er stór og þrátt fyrir hver stórkaupin á fætur öðrum undan- farið er nóg eftir ennþá. Meðal annars hefur ónefndur stjórnar- maður látið hafa eftir sér að á þessu sumri sé hugmyndin að fá nýja leikmenn í stað Fernando Hi- erro fyrirliða, sem kominn er á aldur, og Michel Salgado, sem þrátt fyrir baráttuhug þykir ekki nógu sókndjarfur fyrir félagið. „Það fær ekkert á mig að frétta að þeir séu að líta eftir öðrum þjálfurum,“ sagði Vicente Del Bosque, núverandi þjálfari, sem þykir hafa náð góðum árangri með liðið undanfarin ár, sérstak- lega að hafa haft hemil á stjörnuleikmönnum sem margir hverjir eru goð í sínum heima- löndum. Talsmaður Del Bosque blæs á þessar vangaveltur. „Það er samkomulag á milli félagsins og Del Bosque um að undirrita nýj- an samning fljótlega.“ „Deildin er ekki búin og ég kæri mig ekki um spurningar um annað á þessari stundu,“ lét Del Bosque hafa eftir sér. Real Madrid féll um daginn út úr Evrópukeppni meistaraliða fyrir Juventus og liðið er í öðru sæti í spænsku deildinni, stigi á eftir Real Sociedad, þegar fjórar umferðir eru eftir. ■ REAL MADRID Framtíð þjálfarans er óviss. MARCELLO LIPPI Hann og Arsene Wenger eru líklegastir til að taka við ef Bosque fer. Wenger og Lippi líklegir eftirmenn Del Bosque: Real Madrid kann að skipta um þjálfara Landsbankadeild kvenna: Eftir bókinni STAÐAN KR 1 1 0 0 5:0 3 ÍBV 1 1 0 0 4:0 3 Valur 1 1 0 0 2:0 3 Breiðablik 1 1 0 0 2:1 3 Þór/KA/KS 1 0 0 1 1:2 0 FH 1 0 0 1 0:2 0 Stjarnan 1 0 0 1 0:4 0 Þróttur/Haukar 1 0 0 1 0:5 0 2. umferð 24. maí ÍBV - Þróttur/Haukar 24. maí FH - Breiðablik 24. maí Stjarnan - Þór/KA/KS 24. maí KR - Valur Mörkin Hrefna Jóhannesdóttir KR 2 Olga Færseth ÍBV 2 Dóra María Lárusdóttir Valur 1 Elín Anna Steinarsdóttir Breiðablik 1 Elma Rún Grétarsdóttir Þór/KA/KS 1 Erna Björk Sigurðardóttir Breiðablik 1 Guðrún Sóley Gunnarsdóttir KR 1 Guðrún Jóna Kristjánsdóttir KR 1 Laufey Ólafsdóttir Valur 1 Lind Hrafnsdóttir ÍBV 1 Mhairi Gilmour ÍBV 1 Sólveig Þórarinsdóttir KR 1 Styrkleikalisti FIFA: Ísland í 70. sæti FÓTBOLTI Ísland er í 70. sæti á nýj- asta styrkleikalista FIFA. Sambía er í næsta sæti fyrir ofan okkur og Katar í næsta sæti fyrir neðan. Heimsmeistarar Brasilíu eru efstir sem fyrr en Frakkar og Spánverjar eru jafnir í 2. sæti. Þjóðverjar eru fjórðu og Argent- ínumenn fimmtu en Danir eru efstir Norðurlandaþjóða í 10. sæti. Georgíumenn taka stærsta stökkið upp töfluna. Sigurinn gegn Rússum í Evrópumeistara- keppninni lyfti þeim upp í 84. sæti, níu sætum ofar en þeir voru á síðasta lista. ■ FRAKKLAND, EL MUNDO Brasilíumað- urinn Ronaldo hlaut tvenn verðlaun á Laureus-hátíðinni í Mónakó, „ósk- arsverðlaunahátíð“ íþróttaheims- ins. Hann fékk önnur fyrir bestu endurkomu leikmanns á leiktíðinni og hin fyrir að vera hluti af brasil- íska landsliðinu sem vann titilinn besta liðið. Blöð á Ítalíu eru viss um að hann sé aftur á leið til síns gamla félags, Inter Milan á Ítalíu. Sjálfur vill hann vera áfram á Spáni og er ánægður með dvöl sína hjá Real Madrid. ■ RONALDO Átti „endurkomu“ ársins á Laureus-hátíð- inni. Gott ár fyrir Ronaldo: Besta endurkoma leikmanns

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.