Fréttablaðið - 22.05.2003, Síða 32

Fréttablaðið - 22.05.2003, Síða 32
22. maí 2003 FIMMTUDAGUR Eurovision-keppnin er undar-legt menningarfyrirbæri. Ís- lenska þjóðarsálin fer á taugum á hverju ári í aðdraganda hennar og fagnar sigri fyrir fram, þrátt fyr- ir að flestir séu sammála um að lögin séu hvert öðru verra og eitt helsta metnaðar- mál lagahöfunda virðist vera að sökkva lengra ofan í mykjuhaug með- almennskunnar en forverar þeirra. Þessi uppskrift er svo galin að sem sjónvarpsefni hlýtur þetta að vera verra en bein útsending frá golf- móti en samt horfa allir á ósköpin. Áhuginn á keppninni virðist aftur á móti frekar takmarkaður meðal þeirra Evrópuþjóða sem hafa búið við sjálfstæði í gegnum aldirnar. Þar lesa menn úrslitin í blöðunum daginn eftir, ólíkt Ís- lendingum og nýfrelsuðum Eystrasaltsþjóðum sem umturn- ast á meðan ósköpin dynja yfir. Ég get svo sem skilið þetta blessaða fólk sem Jón Baldvin gaf frelsi til að syngja en hvað Íslend- inga varðar held ég að keppnin sé fyrst og fremst átylla til að halda partí og dett’íða. Það er eina vit- ræna skýringin á þessari hjarð- menningu sem skapast fyrir framan sjónvarpstækin og leiðin- legustu hlutir geta vissulega virk- að skemmtilegir í vímunni. Ég hef komist hjá því allt mitt líf að horfa á Eurovision-keppni í heild sinni og eina Eurovision- partíinu sem ég hef mætt í eyddi ég í fýlu úti á svölum í lengstu reykpásu sögunnar. Illu heilli er búið að bjóða mér í annað svona partí á laugardaginn en ég hugga mig við það að rússneskur lesbíu- dúett ætlar að gera allt vitlaust og austurríski flytjandinn er með húmor. Þetta gæti orðið ágætt en annars eru það bara svalirnar. Áfram Austurríki! Við tækið ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ■ þarf að mæta í Eurovision-partí og treystir á að Austurríki og Tatú bjargi kvöldinu. Júróvisjónpartí 20.00 Kvöldljós 21.00 Bænastund 21.30 Joyce Meyer 22.00 Benny Hinn 22.30 Joyce Meyer Með áskrift að stafrænu sjón- varpi Breiðbandsins fæst aðgangur að rúmlega 40 erlendum sjónvarpsstöðvum, þar á meðal 6 Norðurlanda- stöðvum. Nánari upplýsingar um áskrift í síma 800 7000. 18.00 Olíssport Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis. 18.30 Western World Soccer Show (Heimsfótbolti West World) 19.00 Pacific Blue (3:22) (Kyrra- hafslöggur) Aðrir lögregluþjónar líta nið- ur á Kyrrahafslöggurnar vegna þess að þær þeysast um á reiðhjólum í stað kraftmikilla glæsibifreiða. Allar efasemd- araddir eru þó þaggaðar niður þegar löggurnar þeysast á eftir glæpamönnum á rándýrum ferðamannaströndum Kali- forníu og koma þeim á bak við lás og slá. 20.00 US PGA Tour 2003 (Golfmót í Bandaríkjunum) 21.00 European PGA Tour 2003 (Golf- mót í Evrópu) 22.00 Football Week UK (Vikan í enska boltanum) 22.30 Olíssport Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis. 23.00 HM 2002 (Sádi-Arabía - Írland) 0.45 Dagskrárlok og skjáleikur 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Sögur storksins (3:7) 18.30 Stórfiskar (1:13) 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.35 Kastljósið 20.00 Lögin í söngvakeppninni (8:8) Kynnt verða lögin frá Rúmeníu, Svíþjóð og Slóveníu sem keppa í Riga í Lettlandi laugardaginn 24. maí. 20.10 Á milli vita (1:6) (Glappet) Sænsk þáttaröð um tvær átján ára stúlk- ur og væntingar þeirra um lífið, sem eru ekki alltaf í takt við veruleikann. Leik- stjóri: Peter Schildt. Aðalhlutverk: Julia Dufvenius og Katharina Cohen. 20.50 Í einum grænum (3:8) 21.15 Lögreglustjórinn (2:22) (The District) Sakamálasyrpa um Jack Mannion, hinn skelegga lögreglustjóra í Washington, sem stendur í ströngu í bar- áttu við glæpalýð og við umbætur innan lögreglunnar. Aðalhlutverk: Craig T. Nel- son, John Amos, Jayne Brook og Justin Theroux. 22.00 Tíufréttir 22.20 Bjargið mér (2:6) 23.10 Af fingrum fram (2:24) Jón Ólafsson ræðir við íslenska tónlistar- menn. Gestur hans að þessu sinni er dr. Gunni. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórs- son. e. 23.55 Kastljósið Endursýndur þáttur frá því fyrr um kvöldið. 0.15 Dagskrárlok 6.58 Ísland í bítið 9.00 Bold and the Beautiful 9.20 Í fínu formi 9.35 Oprah Winfrey 10.20 Ísland í bítið 12.00 Neighbours 12.25 Í fínu formi (Þolfimi) 12.40 Dharma og Greg (1:24) 13.00 American Dreams (8:25) 13.45 The Guardian (3:22) 14.30 Celine Dion 15.15 Smallville (14:23) 16.00 Barnatími Stöðvar 2 17.35 Neighbours 18.05 Off Centre (12:21) 18.30 Fréttir Stöðvar 2 19.00 Ísland í dag, íþróttir, veður 19.30 Friends 4 (8:24) 20.00 Jag (21:24) 20.50 Third Watch (11:22) 21.35 Oz (3:16) 22.30 Postmortem (Sá versti) Há- spennumynd um fyrrverandi lögreglu- mann sem er búinn að fá nóg af starfinu. James McGregor er sérfróður um raðmorðingja en óskar þess innilega að fleiri slíkir verði ekki á vegi hans. Því mið- ur verður honum ekki að ósk sinni og brátt er McGregor farinn að glíma við raðmorðingja sem er sá versti af þeim öllum. Aðalhlutverk: Charles Sheen, Michael Halsey, Ivana Milicevic. 1998. Stranglega bönnuð börnum. 0.10 Light It Up Spennumynd um nemendur í miðskóla í Queens í New York sem segja kerfinu stríð á hendur. Segja má að flest sé á niðurleið í skólan- um og ekki batnar ástandið þegar einn vinsælasti kennarinn er sendur í tíma- bundið leyfi. Aðalhlutverk: Usher Ray- mond, Forest Whitaker, Rosario Dawson 1999. Stranglega bönnuð börnum. 1.45 Friends 4 (8:24) 2.05 Ísland í dag, íþróttir, veður 2.30 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí 6.05 Annie Hall 8.00 The Red Violin 10.10 Rugrats in Paris: The Movie 12.00 Crazy / Beautiful 14.00 Annie Hall 16.00 The Red Violin 18.10 Rugrats in Paris: The Movie 20.00 Crazy / Beautiful 22.00 Pitch Black 0.00 Cherry Falls 2.00 Stigmata 4.00 Pitch Black 7.00 70 mínútur 16.00 Pikk TV 19.00 XY TV 20.00 Pepsí listinn 22.03 70 mínútur 23.10 Trailer 23.40 Meiri músík 18.30 Fólk - með Sirrý (e) 19.30 Grounded for life (e) 20.00 Malcolm in the Middle 20.30 Life with Bonnie 21.00 The King of Queens 21.30 According to Jim - Nýtt 22.00 Meet My Folks - Nýtt „Meet My Folks“ eða „Tengdafjölskyldan tækluð“ eins og þátturinn heitir á ástkæra ylhýra fjallar um þrjá fjallmyndarlega einhleypa karla á besta aldri sem freista þess að heilla tilvonandi tengdafjölskyldu sína í von um rómantíska viku á Hawaii og auðvitað hamingju það sem þeir eiga ólifað.Herrarnir dvelja hver um sig í 3 sólarhringa með dýrlegri stúlku og fjöl- skyldu hennar á heimili þeirra og með fagurgala og fjörugri framkomu reyna þeir að sannfæra alla fjölskyldumeðlimi um eigið ágæti og hæfi til að hneppa heimasætuna. Fjölskyldan kynnist kauða í návíginu og byggir afstöðu sína á þeim kynnum. Þeir sem hreppa hnossið eiga í vændum vikudvöl á Hawaii með konu drauma sinna. 22.50 Jay Leno 23.40 Law & Order (e) 0.30 Dagskrárlok Sjá nánar á www.s1.is Sá versti, eða Postmortem, er háspennumynd um fyrrverandi lögreglumann sem er búinn að fá nóg af starfinu. James McGregor er sérfróður um raðmorðingja en óskar þess innilega að fleiri slíkir verði ekki á vegi hans. Því miður verður honum ekki að ósk sinni og brátt er McGregor farinn að glíma við raðmorðingja sem er sá versti af þeim öllum. Leik- stjóri er Albert Pyun en aðal- hlutverk leika Charlie Sheen, Michael Halsey og Ivana Mil- icevic. Myndin, sem er frá árinu 1998, er stranglega bönnuð börnum. Stöð 2 22.30 SkjárEinn 20.00 Chloris Leachman snýr aftur sem hin pirraða og andstyggi- lega Ida amma drengjanna. Hún er andstyggilegri en nokkru sinni fyrr vegna þess að hún datt og braut viðbein. Hún lög- sækir því dóttur sína og tengda- son. Lois býr yfir stórfréttum. Raðmorðingi Malcolm in the Middle 32 ■ Þessi uppskrift er svo galin að sem sjónvarps- efni hlýtur þetta að vera verra en bein útsending frá golfmóti en samt horfa allir á ósköpin. DRANGEY Smáralind og Laugavegi DRANGEY - ekki bara töskur! Hefurðu séð nýju vöruna? Margt fallegt í sólstofur og sumarbústaði. Líttu inn - láttu heillast

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.