Fréttablaðið - 22.05.2003, Side 39

Fréttablaðið - 22.05.2003, Side 39
Ég var þarna til að sjá um að alltfæri vel fram. Halda frétta- mönum í hæfilegri fjarlægð og láta allt ganga upp,“ segir Karl Gíslason, sem prýddi forsíður út- breiddustu dagblaða landsins í gær á ljósmynd þar sem hann stóð í dyragættinni á Bessastöðum og fylgdist með handabandi forsæt- isráðherra og forseta lýðveldisins sem ljósmyndarar fengu að mynda. Karl er myndrænn í gætt- inni á Bessastöðum; í raun þunga- miðja ljósmyndarinnar þó Davíð og Ólafur Ragnar séu vissulega í forgrunni og fókus: „Ég er gæslumaður hér á Bessastöðum og hef búið hér á setrinu frá árinu 1996. Ég hef eft- irlit með byggingum á svæðinu, sé um að grasflatir séu slegnar og er nú til dæmis að þrífa bílaplanið fyrir ríkisráðsfund sem haldinn verður á morgun,“ segir Karl, sem býr í norðurhúsinu svokall- aða á Bessastöðum ásamt eigin- konu sinni, Sigurbjörgu Sigur- björnsdóttur. Eiginkonan starfar ekki á Bessastöðum heldur sækir vinnu til Reykjavíkur þar sem hún starfar sem fulltrúi hjá Orku- veitu Reykjavíkur. „Áður var ég í 21 ár í lögreglunni í Reykjavík,“ segir Karl, sem kann því til verka sem gæslumaður hvort sem um er að ræða byggingarnar á Bessa- stöðum eða þá forsetann sjálfan og hans ágæta fólk. ■ 39FIMMTUDAGUR 22. maí 2003 Persónan KARL GÍSLASON ■ birtist á forsíðum útbreiddustu dag- blaða landsins í gær þar sem hann stóð í dyragættinni á Bessastöðum á milli þeir- ra Davíðs Oddssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar. Með vakandi auga á handa- bandi forsætisráðherra og forseta. En hvað var Karl að gera þarna? Golfmót sveina og meistara (MH, TR) verður haldið hjá Golfklúbbi Kiðjabergs, sunnudaginn 25. maí. 1. Mótið er höggleikur, einstaklings- og sveitakeppni, opið sveinum og meisturum í húsasmíði ásamt mökum þeirra. Leiknar eru 18 holur á einum degi. (Verði veður óhagstætt að mati mótstjórnar getur hún látið leika 9 holur.) Hæsta gefin forgjöf karla er 30 en kvenna 36. 2. Karlar leika á gulum teigum og konur á rauðum. 3. Veitt eru verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sæti með og án forgjafar og makar fá 1., 2. og 3. verðlaun með forgjöf. Aukaverðlaun fyrir að vera næst holu á 3. (12.) og 7. (16.) holu. Dregið verður úr skorkortum viðstaddra keppenda í mótslok. Bikar er í sveitarkeppninni og nafn sveitarinnar grafið á hann. Sveitarkeppnin er án forgjafar. Verðlaun verða afhent í mótslok. Einnig er keppt í gestaflokki með forgjöf. 4. Verði tveir eða fleiri keppendur jafnir í verðlaunasæti án forgjafar þá skulu þeir leika bráðabana. Verði tveir eða fleiri keppendur jafnir í verðlaunasæti með forgjöf þá skal leika 9 síðustu holurnar með forgjöf. Verði þeir enn jafnir skal reikna 6 síðustu holurnar, þá 3, 2 og 1. 5. Í sveitakeppni eru fimm keppendur í hvorri sveit meðlimir í fagfélögunum. Ef jafnt skor er hjá sveitunum skal bæta við manni við hvora sveit þar til úrslit fást. Keppnisgjald 2.000 kr. Skrásetning á staðnum. Styrktaraðili er Húsasmiðjan Golfmót Mótið hefst kl. 10.00 og ræst verður út kl. 10.30. Gæslumaður forsetans FORSÍÐUMYNDIN Karl Gíslason í dyragættinni á milli forsætisráðherra og forseta lýðveldisins á þriðjudaginn. Andrés Magnússon, Heiðmörk 18, Hveragerði, lést 19. maí. Ásgeir J. Sandholt, bakarameistari, lést 19. maí. Fríður Sigurjónsdóttir frá Litlulaugum í Reykjadal lést 5. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. 13.30 Svanlaug Rósa Vilhjálmsdóttir, áður á Flókagötu 63, verður jarð- sungin frá Fríkirkjunni í Reykjvavík. 13.30 Viktor Guðbjartsson, Mýrarbraut 35, Blönduósi, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju. ■ Andlát ■ Jarðarfarir Gifti sig á afmælisdaginn Við vorum búnir að ákveðaþetta löngu áður en við viss- um um brúðkaup forsetans,“ seg- ir Heimir Már Pétursson, skáld og fjölmiðlafulltrúi Flugmála- stjórnar, sem gifti sig á afmælis- daginn sinn síðastliðinn þriðju- dag. Er því líkt á með Heimi kom- ið og Ólafi Ragnari Grímssyni forseta, sem notaði einmitt af- mælisdaginn sinn til að ganga að eiga Dorrit Moussaieff. „Við gift- um okkur hjá sýslumanninum í Reykjavík og fórum svo út að borða í Humarhúsinu,“ segir Heimir Már, sem á ýmislegt ann- að sameiginlegt með forseta Íslands en það að gifta sig á af- mælisdaginn. Heimir Már er fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins og Ólafur Ragnar fyrrum formaður sama flokks. Eiginmaður Heimis Más heitir Jean Francoise og er frönskumæl- andi Quebec-búi frá Kanada. ■ HEIMIR MÁR OG JEAN FRANCOISE Gefnir saman af sýslumanni eins og forsetinn og Dorrit. Hjónavígsla HEIMIR MÁR PÉTURSSON ■ skáld og fjölmiðlafulltrúi Flugmála- stjórnar, gekk að eiga kærasta sinn frá Kanada á afmælisdaginn sinn síðastlið- inn þriðjudag. Hann segist ekki vera að feta í fótspor forsetans.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.