Fréttablaðið - 07.07.2003, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500
Tónlist 16
Leikhús 16
Myndlist 16
Bíó 18
Íþróttir 10
Sjónvarp 20
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
MÁNUDAGUR
7. júlí 2003 – 151. tölublað – 3. árgangur
AFMÆLI
Unglingur fram
undir sextugt
bls. 26
STA Ð R EY N D UM
A U K I N
F O R YS TA
Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í júní 2003
29,1%
53,4%
65,9%
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
M
O
R
G
U
N
B
LA
Ð
IÐ
D
V
Tilraunaeldhúsið
í Nýlistasafninu
TÓNLIST Tilraunaeldhúshópurinn
stendur fyrir svokölluðu „Sælu-
húsi“ í Nýlistasafninu við Vatnsstíg
1. Þeir sem koma þar fram í kvöld
eru Borko, her torpedo, Ben Frost
og Telco Systems.
Sigurrós sýnir
á Egilsstöðum
MYNDLIST Sigurrós tileinkar m.a.
sýningu sína þeirri uppbyggingu
sem er að hefjast á Austfjörðum
en myndirnar skírskota til náttúr-
unnar og fólksins sem býr á lands-
byggðinni.
tjónabílar ● filmur
▲
SÍÐUR 14-15
bílar o.fl.
Býst við að eignast
Porsche eða Bens
Helga Braga:
myrkvunartjöld ● tágastólar
▲
SÍÐUR 12-13
Gott að vakna
við götusóparann
heimili o.fl.
Þuríður Þórðardóttir:
HVÍLD Í ÁRBÆNUM Bergur leyfði félaga sínum Ottó að sitja á bekknum þegar þeir tóku sér augnablik til að hvíla lúin bein
í Árbænum í gær. Voru þeir djúpt hugsi þegar ljósmyndari smellti af þeim mynd.
REYKJAVÍK Austanátt víða
5-8 m/s og skúrir.
Hiti 10 til 15 stig.
VEÐRIÐ Í DAG
+
+
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 8-13 Skýjað 12
Akureyri 3-8 Skýjað 13
Egilsstaðir 5-8 Rigning 7
Vestmannaeyjar 8-13 Rigning 12
➜
➜
➜
➜
+
+
Grindavík
tekur á móti ÍA
FÓTBOLTI Lið Grindavíkur í Lands-
bankadeild karla í knattspyrnu tek-
ur á móti ÍA á Grindavíkurvelli.
Leikurinn ætti að verða hörku-
spennandi og hefst hann kl. 19.15.
Bush heim-
sækir Afríku
ÚLÖND Fimm daga heimsókn Geor-
ge W. Bush Bandaríkjaforseta til
fimm landa Afríku hefst í dag.
Bush hefur þau loforð í farteskinu
að bæta hagvöxt, auka lýðræði og
stöðva þjáningu manna í heimsálf-
unni. Aðeins þrír aðrir Bandaríkja-
forsetar hafa ferðast til landa
sunnan Sahara á meðan þeir
gegndu embættinu. Pólitíkusar í
Afríku binda þó ekki miklar vonir
við að heimsókn Bush hafi miklar
breytingar í för með sér sem bæti
hag hins almenna borgara í Afríku-
löndunum.
bls. 26
PERSÓNAN
Lánaður til
ráðherra
bls. 6
DÓMSMÁL
Hef tekið út refsingu
UMFERÐARSLYS Mikið var um
hraðakstur víða á landinu um helg-
ina og ekki að sjá að þrjú banaslys
á fjórum dögum drægju úr hraða
vegfarenda. Í umdæmi lögregl-
unnar í Vík í Mýrdal einu saman
voru hátt í hundrað manns stöðv-
aðir fyrir hraðakstur um helgina.
Sá sem keyrði hraðast mældist á
192 kílómetra hraða og missti
stjórn á bíl sínum.
„Það eina sem ég get séð til þess
að koma í veg fyrir umferðarslys
er ennþá meiri áróður,“ segir Karl
Ragnars, forstjóri Umferðarstofu,
eftir að þrír einstaklingar létust í
umferðinni á fjórum dögum. Að
hans sögn hefur sýnt sig í öðrum
löndum að fjöldi slysa sveiflast til
nánast í hlutfalli við áróðursmagn-
ið. „Ég er sannfærður um að áróð-
ur skilar árangri,“ segir Karl.
„Það er í sjálfu sér allt of
snemmt að álykta um hverjar
ástæður þess geta verið,“ segir
Ágúst Mogensen, framkvæmda-
stjóri Rannsóknarnefndar umferð-
arslysa. Að sögn Ágústs hafa þó
mun færri látist í umferðinni nú í
ár en á sama tíma í fyrra, en það
sem af er árinu hafa átta látist í
umferðinni.
Ágúst segir freistandi að þakka
auknum áróðri færri umferðar-
slys, en bendir þó á að sveiflur í
fjölda banaslysa í umferðinni séu
algengar. „Fyrstu þrjá til fjóra
mánuði ársins varð ekkert
banaslys í umferðinni, en síðan
urðu þrjú slys núna um helgina,“
segir hann. Ágúst bendir auk þess
á að aukinn umferðarþungi á þjóð-
vegum landsins yfir sumartímann
skili sér í fleiri umferðarslysum en
yfir vetrarmánuðina. ■
LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykja-
vík rær öllum árum að því að finna
sprengiefni sem stolið var úr
geymslu nærri Rauðavatni aðfar-
anótt föstudags. Þjófar leika nú
lausum hala með 245 kíló af
dínamíti og öðru sprengiefni sem
stolið var úr afgirtri og ramm-
gerðri geymslu á Hólmsheiði í
þaulskipulögðu innbroti. Engar
vísbendingar hafa borist um stað-
setningu sprengiefnisins.
„Það er ómögulegt að átta sig á
því hver ætlun manna er með
sprengiefninu. Þetta er stór spurn-
ing og við vinnum hörðum höndum
að því að finna sprengiefnið og
koma því aftur í hús,“ segir Hallur
Hilmarsson, vaktstjóri hjá lögregl-
unni í Reykjavík.
Benedikt Einar Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Ólafs Gíslason-
ar & co, sem flytur inn sprengiefn-
ið, segist vera uggandi yfir stuldin-
um. „Ég get ekki nefnt það sem
hefur flogið í hugann á mér um til-
gang þess að stela sprengiefninu.
Ég vona innilega að þetta hafi ver-
ið gert í einhverjum stundarspenn-
ingi.“
Að sögn Benedikts er sprengi-
krafturinn gífurlegur. „Efnið veld-
ur miklum usla ef það er sprengt
óheft. Það er hugsað til að fara
ofan í borholur til að sprengja burt
jarðveg eða berg. Sprengiefnið er
til dæmis notað við jarðgangna-
gerð, virkjanaframkvæmdir og við
að sprengja burt húsgrunna.“
Sprengiefnið kostar um tvö til
fjögur hundruð krónur kílóið og er
verðmæti ránsfengsins á bilinu 50
til 100 þúsund krónur. Samkvæmt
upplýsingum lögreglu er líklegt að
erfitt sé að koma efninu í sölu á
svörtum markaði og eykur það enn
á furðu manna á jafn skipulögðum
og umfangsmiklum þjófnaði á efn-
inu. Í 40 ára sögu Ólafs Gíslasonar
& co hefur aldrei áður tekist að
brjótast þar inn, þrátt fyrir nokkr-
ar tilraunir.
„Þetta var ekki rétti hluturinn
til að stela. Það er heit ósk mín að
þjófarnir skili þessu aftur, sjálfra
sín vegna og okkar allra,“ segir
Benedikt.
Samkvæmt reglugerð dóms-
málaráðuneytisins er skylda að
fara á námskeið hjá Vinnueftirlit-
inu til að meðhöndla sprengiefni.
Þeir sem kaupa sprengiefni þurfa
að sækja um leyfi hjá lögreglu-
stjóra eða sýslumanni og eru öll
kaup á efnunum skráð eftir magni
og geymslustað.
Ótti vegna stolna
sprengiefnisins
Þeir sem stálu sprengiefni úr geymslu nærri Rauðavatni fyrir helgi ganga enn lausir.
Engar vísbendingar eru um hver hafi stolið efninu og alls óvitað hver tilgangurinn er.
RAMMGERÐ GEYMSLA
Margar tilraunir hafa verið gerðar til inn-
brots í sprengiefnageymslu fyrirtækisins
Ólafs Gíslasonar & co. en aldrei tekist fyrr
en aðfararnótt föstudags. Leit að stolnum
245 kílóum af sprengiefni er efst á for-
gangslista Lögreglunnar í Reykjavík.
jtr@frettabladid.is
nánar bls. 4
Mikið um hraðakstur um helgina þrátt fyrir þrjú banaslys í umferðinni:
Enn meiri áróður brýnn
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/I
R
A
Ísraelsstjórn:
Föngum
sleppt
ÍSRAEL, AP Ísraelska ríkisstjórnin
samþykkti í gær að sleppa hópum
palestínskra fanga, með því skil-
yrði að stjórn Palestínu fari í her-
ferð gegn hryðjuverkahópum.
Ariel Sharon, forsætisráðherra
Ísraels, sagði frelsun fanganna
koma til með að treysta palest-
ínska forsætisráðherrann, Ma-
hmoud Abbas, í leiðtogahlutverk-
inu. Palestínumenn vilja að fleiri
verði frelsaðir.
Þúsund dagar eru síðan ofbeld-
isaldan milli Palestínumanna og
Ísraelsmanna reis á ný. Er frelsun
fanganna talin fyrsta skrefið að
umfangsmeiri frelsun á 5.000
palestínskum föngum. ■