Fréttablaðið - 07.07.2003, Qupperneq 4
4 7. júlí 2003 MÁNUDAGUR
Hvað fannst þér um það þegar
Berlusconi líkti þýskum jafnaðar-
manni við nasistaforingja?
Spurning dagsins í dag:
Hefurðu áhyggjur af sprengiefnunum
sem var stolið?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
21,6%
55,4%
Stríðni
23%Réttmæt gagnrýni
Gróf móðgun
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
UMHVERFISMÁL „Við höfum aldrei
áður gert svona heildstæða áætl-
un,“ segir Siv Friðleifsdóttir um-
hverfisráðherra nýkomin úr sex
daga ferð þar sem hún fór ásamt
samstarfsfólki sínu í umhverfis-
ráðuneytinu um 30 af 77 svæðum
sem til stendur að vernda eða
friða á næstu árum.
„Við erum svo heppin að búa
hér í stóru landi, lítt snortnu,
sem býr yfir stórkostlegri nátt-
úrufegurð og
mjög miklum
andstæðum og
f r u m k r ö f t u m
sem hafa mótað
lönd um allan
heim í gegnum
söguna,“ segir
Siv og ítrekar
mikilvægi áætl-
unarinnar um
friðun og vernd
svæða. „Alla
vega hef ég
ekki hitt
nokkurn á mín-
um vegi sem
hefur bent mér á annað land sem
býr yfir þessum fjölbreytileika í
náttúrunni.“
Siv gerir ráð fyrir að Alþingi
samþykki drögin að náttúru-
verndaráætlun næsta vetur sem
stefnumótun um hvaða svæði
eigi að vernda. „Þá er eftir mjög
mikil vinna. Þá verðum við að
skoða hvert einstakt svæði með
landeigendum og sveitarfélög-
um. Ákveða í samstarfi við þá að-
ila hvaða vernd og reglur eigi að
gilda á svæðinu. Ég finn að mis-
skilnings gætir hjá sumum. Þeir
halda að í vetur verði þessu
svæði öll friðuð og enginn hafi
neitt um það að segja. Það er alls
ekki svo. Það hefur aldrei neitt
svæði á Íslandi verið verndað
nema í samkomulagi við landeig-
endur og sveitarfélög. Það er
talsverð vinna eftir.“
„Hins vegar finnst mér al-
mennt vera vel tekið í þessa
áætlun þegar við höfum útskýrt
þetta fyrir fólki sem við höfum
hitt á síðustu dögum, sem er fjöl-
margt, bæði sveitarstjórnar-
menn og landeigendur. Fólk er
mjög opið fyrir þessu. Það sér
mikil tækifæri í vernduninni.
Heimamenn skynja margir
hverjir mjög sterkt hvað þeir
búa í mikilvægu og stórfenglegu
umhverfi sem þeir vilja vernda.
Margir sjá tækifæri bæði fyrir
náttúruvernd og ferðaþjónustu.“
Siv leggur áherslu á að svæð-
in séu ekki ákveðin af handahófi
heldur út frá ákveðnum viðmið-
um. „Eins og því hvaða gildi
svæðin hafa alþjóðlega, hvaða
gildi þau hafa á landsvísu, hvaða
plöntur eru þarna, hvers konar
dýralíf, hvernig lífríkið er á
svæðinu og landslag.“
brynjolfur@frettabladid.is
Mesta átak í
vernd svæða
Siv Friðleifsdóttir fór á sex dögum um 30 svæði víða um land sem til
stendur að vernda eða friða á næstu árum. Hún segir enn mikið verk
óunnið, það verði gert í samræmi við heimamenn á hverjum stað.
OFAN VÖÐLAVÍKUR
Drögin að náttúruverndaráætlun voru dregin upp, einu sinni sem oftar, fyrir ofan Vöðlavík
fyrir austan. Myndin er tekin af vef umhverfisráðherra, siv.is, þar sem er að finna ferðalýs-
ingu og mikið magn mynda.
„Heima-
menn skynja
margir hverjir
mjög sterkt
hvað þeir búa
í mikilvægu
og stórfeng-
legu umhverfi
sem þeir vilja
vernda.
M
YN
D
/S
IV
.IS
VIÐSKIPTI „Ég vona að það skýrist
alveg á næstu dögum hverjar
lyktir verða, en það er ómögulegt
að segja á þessari stundu hvernig
það fer,“ segir Ólafur Davíðsson,
formaður einkavæðingarnefndar,
um söluna á Sementsverksmiðj-
unni á Akranesi. Að hans sögn er
ekkert sérstaklega hægt að segja
um málið á þessari stundu, en við-
ræðum verður fram haldið í dag.
Samningaviðræður um sölu
Sementsverksmiðjunnar hafa
staðið yfir um nokkurt skeið. Rík-
ið á 100% hlut í verksmiðjunni og
sér einkavæðingarnefnd um söl-
una fyrir hönd ríkisins, en í hópn-
um sem ákveðið var að ganga til
samninga við eru Framtak fjár-
festingabanki hf., norska sem-
entsverksmiðjan Norcem, Björg-
un ehf. og BM Vallá hf.
„Það er búið að liggja fyrir í
nokkurn tíma að reyna að fara
þessa leið og menn sjá enga
betri,“ segir Gísli Gíslason, bæj-
arstjóri Akraness. „Að svo stöddu
eru menn mjög sáttir við þær við-
ræður sem eru í gangi, en vonast
til þess að þeim verði lokið sem
fyrst.“ Að sögn Gísla skiptir sköp-
um fyrir byggðarlagið að hafa
verksmiðjuna þar áfram. „Ég
vona að þetta gangi upp og verði
farsælt,“ segir hann. „Við höfum
verk að vinna.“ ■
Viðræður um sölu Sementsverksmiðju ríkisins standa yfir:
Skiptir sköpum fyrir bæjarfélagið
SEMENTSVERKSMIÐJAN Á AKRANESI
Viðræður um sölu á Sementsverksmiðj-
unni standa nú yfir. Einkavæðingarefnd sér
um söluna fyrir hönd ríkisins.
Samkynhneigður prestur:
Þiggur ekki
biskupsstól
LONDON, AP Samkynhneigður prest-
ur hefur ákveðið að taka ekki við
biskupsembætti sem hann hafði
verið ráðinn til í Reading á
Englandi. Í kjölfar ráðningar
prestsins skrifuðu nokkrir bisk-
upar víðsvegar um heiminn bréf til
biskupsins í Oxford, sem stóð að
ráðningunni, þar sem henni var
mótmælt vegna þess að hún bryti í
bága við siðareglur kirkjunnar.
Presturinn segist kvíða því að
ráðning hans valdi sundrung innan
kirkjunnar. Hann hefur átt í lang-
tímasambandi við annan mann en
hefur þó fullyrt að hafa lifað skírlífi
síðasta áratuginn. ■
Mannskæð flóð í kína:
160 látnir
KÍNA, AP Miklar rigningar og flóð
hafa verið í austurhluta Kína síð-
ustu daga með þeim afleiðinum að
160 manns hafa látið lífið. Allt of
mikið vatn er nú í stöðuvatni sem
tengist Yangtze-ánni. Spáð er
rigningu á næstu dögum og þykir
mikil hætta á að stöðuvatnið,
Dongting, flæði yfir bakka sína
með skelfilegum afleiðingum.
Flæði Dongting yfir bakka sína
eru 667 þúsund hektarar af rækt-
arlandi í Hunan-héraði í bráðri
hættu en á svæðinu búa um tíu
milljónir manna. ■
INDVERSKAR SKÓLASTÚLKUR
Víða á Indlandi er litið á dætur sem
þunga byrði þar sem greiða þarf með
þeim talsverðan heimanmund.
Örvæntingarfull móðir:
Myrti fjórar
dætur sínar
INDLAND, AP Indversk kona sem
ekki gat sætt sig við það að hafa
aldrei eignast son eitraði fyrir
dætrum sínum fjórum og stytti sér
því næst aldur.
Malati Mahato fór með dæturn-
ar fjórar, á aldrinum tveggja til
átta ára, út fyrir þorpið þar sem
þær bjuggu og gaf þeim eitraða
sælgætismola. Þegar hún hafði
fullvissað sig um að þær væru
látnar hengdi hún sig í tré skammt
frá.
Að sögn þorpsbúa var Mahato
ítrekað misþyrmt af eiginmanni
sínum og foreldrum hans sem álös-
uðu hana fyrir að hafa aðeins fætt
stúlkubörn í heiminn. Eiginmaður
hennar og tengdafaðir hafa verið
handteknir vegna málsins. ■
Björn Bjarnason:
Tæknin
tryggi
öryggið
SPRENGIEFNASTULDUR Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra
hyggst fara yfir reglugerð um
geymslu sprengiefna í dag með
embættismönn-
um í ráðuneytinu
í kjölfar þess að
245 kílóum af
sprengiefni var
stolið úr geymslu
f y r i r t æ k i s i n s
Ólafs Gíslasonar
& co. „Ég mun
fjalla um þær
reglur sem við
höfum sett og
eigum að setja til
að tryggja að
þetta endurtaki
sig ekki. Það þarf að nota nýj-
ustu tækni til að tryggja að alls
öryggis sé gætt.“ ■
Vinnuslys í Tívolíinu:
Varð fyrir
leiktæki
SLYS Sextán ára starfsmaður
Tívolísins við Smáralind slasað-
ist þegar hann varð fyrir einu
leiktækjanna um miðjan dag í
gær. Pilturinn gekk inn á örygg-
issvæði tækisins og slóst það í
höfuð hans þannig að hann hlaut
áverka.
Lögreglan skoðaði tækið og
reyndist ekkert vera að öryggis-
búnaði þess. Samkvæmt lögregl-
unni í Kópavogi verða starfs-
menn við slík tæki að vera orðn-
ir 18 ára. Lögreglan ávítaði um-
sjónamenn Tívolísins vegna
þessa. Líðan piltsins er eftir at-
vikum góð. Hann er ekki lífs-
hættulega slasaður en verður
áfram inni á eftirlitsdeild spítal-
ans. ■
Rostungur ástarinnar látinn eftir nokkurra mánaða sjúkralegu:
Lést eftir löng veikindi
TÓNLIST Soul-söngvarinn Barry
White lést á föstudagsmorgun á
spítala í Los Angeles. Hann var 58
ára gamall og hafði verið rúmliggj-
andi í nokkra mánuði vegna veik-
inda sinna. Hann gekkst nýlega
undir himnuskiljunaraðgerð. Hann
hafði einnig beðið eftir nýju nýra
frá því í september. White var alla
tíð með óvenju háan blóðþrýsting
og hafði það eyðilagt nýru hans. Í
maí, á meðan hann beið eftir nýr-
anu, fékk hann svo hjartaslag.
Rödd White var mjög djúp og
náði hann að skapa sér sérstöðu út
á hana. Hann söng oftast rómantísk
og róleg lög og öðlaðist þannig
nokkur viðurnefni á borð við „rost-
ungur ástarinnar“.
Frægðarsól White reis hæst á
áttunda áratuginum þegar hann
söng lög á borð við „You’re My
First, My Last, My Everything“ og
„Can’t Get Enought Of Your Love,
Babe“.
Á síðasta áratug jókst áhuginn á
soul-tónlist á nýjan leik og fóru lög
White að heyrast í kvikmyndum.
Honum var svo boðið gestahlut-
verk í The Simpsons og Ally
McBeal. ■
BARRY WHITE
White verður minnst sem brautryðjanda á meðal svartra tónlistarmanna í Bandaríkjunum
og var verðlaunaður sem slíkur á Soul Train Music verðlaununum árið 1994. Myndin var
tekin við það tilefni.
BJÖRN
BJARNASON
Tryggja verður að
öryggis sé gætt.