Fréttablaðið - 07.07.2003, Side 6

Fréttablaðið - 07.07.2003, Side 6
7. júlí 2003 MÁNUDAGUR ■ Lögreglufréttir ■ Leiðrétting vetraráætlun N‡ til Ali cante me› Icelandair í allan vetur Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Fyrstir koma - fyrstir fá! 22. október, 5. nóvember, 19. nóvember, 3. desember, 18. desember og 5. janúar. Kynningarver› á fyrstu 200 sætunum 14.900 kr. Flug aðra leið með flugvallarsköttum. Vegna gífurlegrar eftirspurnar höfum vi› fengi› örfá vi›bótarsæti á eftirfarandi dagsetningar: 25. júní 10 sæti - 9. júlí 8 sæti 23. júlí 15 sæti – 13. ágúst 10 sæti. – 27. ágúst – 10. sæti. 3., 10., 17. og 24. september 40 sæti. Ver› frá Ver› frá 27.930 kr. Flug fram og til baka með flugvallarsköttum. Beint leiguflug fyrir sumarhúsa- eigendur og a›ra farflega til Spánar! Hnífsstungumálið í Hafnarstræti: Framsali hafnað FRAMSAL Beiðni yfirvalda bandaríska varnarliðsins um framsal varnar- liðsmannsins sem stakk annan mann í Hafnarstræti hefur verið hafnað. Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi til níunda þessa mánaðar. Að öllu óbreyttu mun málið fara fyrir dóm hér á landi líkt og önnur sakamál. Áður hefur komið fram að ríkissak- sóknari hafi ekki séð ástæðu þess að framselja manninn þar sem fórnarlambið og flest vitni séu ís- lensk. Varnarliðið hefur sjaldnast farið fram á framsal. Síðast er dæmi um að það hafi verið reynt 1989 og var þeirri beiðni hafnað. ■ Álit Umhverfisstofnunar á framkvæmdum við Þjórsárver: Landsvirkjun uppfylli ákveðin skilyrði DÓMUR „Ég vil áfrýja og vera sýkn- aður af öllu,“ segir Pétur Þór Gunnarsson, annar ákærðu í mál- verkafölsunarmálinu. Pétur var sýknaður af stórum hluta ákæru- liðanna en sakfelldur fyrir fjóra. Hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Pétur Þór segist ekki vera búinn að lesa gaumgæfilega í gegnum all- an dóminn. En eftir að hafa lesið yfir röksemdafærsluna fyrir sak- fellingunni í þessum fjórum tilvik- um finnst honum hún nokkuð loðin og léttvæg. „Ég vil áfrýja en ég legg ákvörðunina algjörlega í hendurnar á Sigríði Rut, lögmanni mínum, enda hefur hún staðið sig frábærlega.“ Málsvarnarlaun Sigríðar Rutar Júlíusdóttur voru 2,6 milljónir sem eru þau hæstu eða með þeim hæstu sem verið hafa hér á landi. Pétur segist ekki vera hræddur um að Hæstiréttur þyngi dóminn. Þó hafi hann séð margt í dómskerf- inu, Hæstiréttur hafi snúið dómum Héraðsdóms alveg við. „Ég get alveg skilið að það fólk sem hæst lét á meðan málið var í gangi sé ekki ánægt. Tryggvi Páll í Fold og fleiri, sem hafa farið offari í blöðum og sjónvarpi og sagt að fölsunarmálið hafi eyðilagt mark- aðinn. Það var búið að dæma mann í rafmagnsstólinn löngu áður en málið fór fyrir dóm. Fólk áttar sig ekki alltaf á að það geti verið að gera eitthvað rangt þegar illa geng- ur í rekstrinum, heldur þarf alltaf að finna einhvern sökudólg.“ Pétur segir að auðvitað hafi fölsunarmál- ið haft einhver áhrif á málverka- markaðinn en vill benda á að málið hafi farið af stað í mars 1997 með mikilli fjölmiðlaathygli. Tæpu ári síðar hafi hann haldið málverka- uppboð sem hafi verið það besta í sögu Gallerís Borgar. „Ef ég hefði haft sama aðgang að fjármagni og ríkislögreglustjóri hefði ég getað fundið erlenda sér- fræðinga sem hefðu komist að allt annarri niðurstöðu um þessi mál- verk.“ Hann nefnir sem dæmi að í mörg ár hafi verið rifist um hvort sum verk eftir Van Gogh væru föl- suð eða ekki. „Það eru tvær hliðar á öllum málum.“ Pétur segir það sýna frábæra vinnu Sigríðar Rutar að hafa getað sýnt fram á það gagnstæða eftir allan þann her sem ríkislögreglu- stjóri leiddi fram og kostaði tugi milljóna. „Ég lít ekki á mig sem sigurvegara í þessu máli, það er enginn í máli sem er búið að ganga í sjö ár. Ef það er sigurvegari þá er það Sigríður Rut. Hún var 27 ára þegar hún tók málið að sér, lítt reynd og óþekktur lögmaður. Kollegar hennar í lögmannastétt- inni sögðu að hún yrði tekin í bak- aríið. En að sjá hvernig hún tók á þessu máli í vörninni, alveg ótrú- legt að fylgjast með henni. Hún fékk tækifæri og er sannarlega búin að nýta það.“ Hann segir að þótt hann yrði fundinn sekur um alla ákæruliði, liti hann þannig á að hann væri fyr- ir löngu búinn að taka út sína refs- ingu. Hann sé að verða ónæmur fyrir fjölmiðlafárinu í kringum þetta, þótt það snerti sig og fjöl- skylduna alltaf. Að hafa verið í stöðu sakbornings í fimm ár sé meira en að segja það. Hann, mað- ur á miðjum aldri, fari ekki út að sækja um vinnu. Hann segist vera sakborningur í opinberu sakamáli, verði kannski ákærður eftir eitt til þrjú ár eða guð megi vita hvenær. „Ég sat á Kvíabryggju í sex mánuði en það er hátíð miðað við alla óviss- una. Að vera dæmdur úr leik í þjóð- félaginu en vera samt þátttakandi í því,“ segir Pétur. hrs@frettabladid.is NORÐLINGAÖLDUVEITA Að mati Um- hverfisstofnunar hafa fyrirhugaðar framkvæmdir Landsvirkjunar við Þjórsárver, eins og þær hafa verið kynntar stofnuninni, ekki langtíma- áhrif inni í friðlandinu í Þjórsárver- um og skapa því ekki hættu á því að friðlandinu verði spillt, uppfylli Landsvirkjun nokkur skilyrði sem stofnunin hefur sett. „Áhrif af stíflu við Norðlinga- ölduveitu eru mjög lítil inni í friðlandinu,“ segir Davíð Egilsson, forstjóri Umhverfisstofnunar. Davíð segir Umhverfisstofnun leggja mikla áherslu á að lónshæð við Norðlingaölduveitu að sumar- lagi fari ekki yfir 566 metra yfir sjávarmáli, meðan aur er hvað mestur í ánni, til þess að langvar- andi uppsöfnun aurs eigi sér ekki stað á sléttlendinu fyrir neðan friðlandið. Stofnunin sér þó ekkert því til fyrirstöðu að lónshæð sé nokkuð hærri yfir vetrartímann. Að sögn Davíðs þarf Umhverfis- stofnun að veita leyfi fyrir mann- virkjunum ef þau hafa áhrif inni í friðlandinu. Stofnunin þurfi því ekki að veita fyrirhuguðum fram- kvæmdum Landsvirkjunar leyfi sitt, uppfylli Landsvirkjun þau skilyrði sem Umhverfisstofnun setur. ■ ÚTSÝNI VIÐ ÞJÓRSÁRVER Umhverfisstofnun telur ekki að fram- kvæmdir Landsvirkjunar hafi áhrif inni í friðlandinu í Þjórsárverum. SIGRÍÐUR RUT JÚLÍUSDÓTTIR, LÖGMAÐUR Málsvarnarlaun Sigríðar Rutar eru með þeim hæstu sem dæmd hafa verið, ef ekki þau hæstu. Hef verið fimm ár í stöðu sakbornings Pétur Þór Gunnarsson vill áfrýja en lætur lögmanni sínum eftir ákvörðunina. Hann segir að ef hann hefði verið dæmdur sekur væri hann þegar búinn að taka út sína refsingu. Að vera sak- borningur í opinberu máli í fimm ár sé meira en að segja það. PÉTUR ÞÓR GUNNARSSON Pétur segist ekki hræddur um að Hæstiréttur þyngi dóminn fari málið lengra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Upplýsingar um kostnað í kosningabaráttu: Samfylking segir frá, Framsókn óákveðin STJÓRNMÁL Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort kostnaður við kosningabaráttu Framsóknar- flokks verði gefinn upp. „Ég er ekki búinn að fá línuna frá fram- kvæmdastjórn um hvort þetta verði gefið upp,“ segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri flokksins. Uppgjöri vegna kosn- ingabaráttunnar er ekki lokið. Sig- urður segir að það verði varla til- búið fyrr en í lok ágúst. Karl Th. Birgisson, fram- kvæmdastjóri Samfylkingar, seg- ir að verið sé að fara yfir reikn- inga og ganga frá uppgjöri kosn- ingabaráttunnar. Þeir reikningar verði kynntir með öðru bókhaldi Samfylkingar á landsfundi í haust og þar komi kostnaður við kosningabaráttuna fram. „Þar verður gerð grein fyrir öllum framlögum í samræmi við þær tillögur sem við höfum flutt á þingi,“ segir Karl og vísar til þess að leggi einstakir aðilar fram meira en hálfa milljón í flokkssjóði verði þeir nafn- greindir. Ekki náðist í Kjartan Gunnars- son, framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins, þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir. ■ MINNIHÁTTAR BRUNI Í FELLA- HVERFI Lögreglunni var tilkynnt um bruna í íbúð í Fellahverfi um klukkan átta á laugardagskvöldið. Bruninn reyndist minniháttar en mikill reykur kom frá íbúðinni. Einn maður var fluttur á sjúkra- deild, hugsanlega með reykeitr- un. BÍLVELTA Á SNÆFELLSVEGI Bíll valt á Snæfellsvegi, við mót Skógarnesvegar, um klukkan tvö á aðfaranótt laugardags. Þrír far- þegar voru í bílnum og úlnliðs- brotnaði einn þeirra. Aðrir sluppu með skrámur. Fyrir mistök við vinnslu laug-ardagsblaðs Fréttablaðsins var síða sex úr föstudagsblaðinu prentuð aftur í stað nýs efnis sem átti að birtast. Beðist er vel- virðingar á þessu. ÚR KOSNINGABARÁTTU FRAMSÓKNAR Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort kostnaður kosningabaráttunnar verði gerður op- inber. Vinstri-grænir og Frjálslyndir hafa þegar opinberað sínar tölur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.