Fréttablaðið - 07.07.2003, Síða 7

Fréttablaðið - 07.07.2003, Síða 7
7MÁNUDAGUR 7. júlí 2003 Nýjung á tryggingamarkaði! 15% aukalega í peningum! Breyttu kaskótryggingunni í Ný-kaskó og þú færð 15% af viðgerðar- kostnaðinum greidd út í peningum ef bíllinn þarf að fara á verkstæði vegna tjóns. Kynntu þér málið á www.sjova.is eða hafðu samband í síma 569 2500. FORNLEIFAUPPGRÖFTUR Aldrei hafa jafn margar fornleifarannsókn- ir verið í gangi á jafn skömmum tíma og nú í ár. Fornleifarannsóknir: Mikil gróska FORNLEIFAR Fornleifavernd ríkisins hefur veitt 28 leyfi til fornleifa- rannsókna það sem af er árinu og hafa aldrei jafn margar rannsókn- ir verið í gangi á svo skömmum tíma. Að sögn Kristínar Huldar Sigurðardóttur, forstöðumanns Fornleifaverndar ríkisins, er ástæðan fyrir svo mörgum rann- sóknum nú að fjármagni úr fjölda sjóða hefur verið veitt til forn- leifarannsókna. Kristín vekur sérstaklega at- hygli á þremur rannsóknum á Vestfjörðum, en að hennar sögn hefur til þessa ekki verið lögð mikil áhersla á fornleifarann- sóknir þar. ■ HÓTEL Í AÐALSTRÆTI Áætlað er að hótelið verði tekið í notkun í mars 2005, en að byggingunni standa Reykjavíkurborg, Minjavernd og Innrétting- arnar. Hótel í Aðalstræti: Byrjað í haust SKIPULAGSMÁL Skipulags- og bygg- ingarnefnd Reykjavíkur hefur samþykkt byggingu hótels á horni Aðalstrætis og Túngötu. Reykja- víkurborg stendur að bygging- unni og varðveislu fornminja sem fundust á lóðinni í samráði við Minjavernd og Innréttingarnar. Innréttingarnar hyggjast reisa og reka hótelið eftir að byggður hef- ur verið kjallari utan um forn- minjarnar á vegum Reykjavíkur- borgar. Að sögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, formanns skipu- lags- og byggingarnefndar, verð- ur bygging kjallarans undir hótel- inu boðin út í dag og fara fram- kvæmdir af stað með haustinu. Áætlað er að þeim hluta fram- kvæmdanna verði lokið 1. desem- ber og í kjölfarið hefst bygging Innréttinganna á hótelinu, sem áætlað er að taki til starfa í mars árið 2005. ■ Árangursstjórnun: Skammt á veg komin STJÓRNSÝSLA Innleiðing árangurs- stjórnunar í stjórnsýslu ríkisins er skammt á veg komin. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Af 212 stofnunum sem þóttu tækar til að gera árangursstjórnunar- samninga hafa 114 gengið frá slík- um samningum. Af þeim hafa 37% gert langtímaáætlun, 28% sett sér tímasett markmið og einungis fjórð- ungur sett sér mælanleg markmið. Helstu ástæður þess hve hægt hefur gengið eru sagðar skortur á langtímastefnu ráðuneyta og að ekki sé nægilega vel gengið úr skugga um að árangursstjórn henti öllum ríkisstofnunum jafn vel. ■ Ráðningaráform: Fleiri vilja ráða fólk ATVINNA Tíunda hvert fyrirtæki inn- an Samtaka atvinnulífsins hyggst fækka starfsfólki samkvæmt könn- un SA um ráðningaáform fyrir- tækja. Það er rúmlega helmingi minna en í desember síðastliðnum þegar 21% fyrirtækja hugðist fækka starfsfólki. Samkvæmt könn- uninni hyggjast 13% fyrirtækja inn- an SA fjölga starfsfólki, nær helm- ingi fleiri en í desember. Engra breytinga á starfsmanna- fjölda er að vænta hjá nærri 80% fyrirtækja innan Samtaka atvinnu- lífsins. Þar meta menn stöðuna sem svo að jafnvægi hafi náðst eftir miklar uppsagnir. ■ Formaður og varaformaður LR segja af sér: Ljósvetningagoði í Leikfélagið LEIKFÉLAG Ellert A. Ingimundarson hefur tekið við formennsku í Leik- félagi Reykjavíkur. Hann hefur haldið sig til hlés í harðvítugum deilum félagsmanna undanfarna mánuði og er þess vegna treyst til að ná hlutlausri sátt um framtíð fé- lagsins. Innan leikfélagsins er hon- um líkt við Þorgeir Ljósvetninga- goða, sem sætti heiðna menn og kristna fyrir þúsund árum og forð- aði landsmönnum frá klofningi. Jóhann G. Jóhannsson, formaður Leikfélags Reykjavíkur, og Sigurð- ur Karlsson varaformaður sögðu af sér á stjórnarfundi í síðustu viku í von um að koma á sátt innan félags- ins. Sigurður kom að máli við Jó- hann og bauð honum uppsögn sína ef hann fylgdi með. Þeir hafa und- anfarið deilt um framtíð félagsins, og verið hvor í sinni fylkingunni í deilunni um breytingar á samþykkt félagsins. Stjórn félagsins og leikhússtjóri vilja breyta reglum félagsins í þá átt að aðild verði opnuð öðrum en starfsmönnum og jafnframt verði starfsmönnum meinuð seta í stjórn. Sigurður Karlsson hefur farið fremst í flokki þeirra rótgrónu fé- lagsmanna sem andmæla breyting- unum og hlutu þeir nýverið liðsinni heiðursfélaga, þar á meðal Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrum leikhús- stjóra og forseta Íslands. ■ SIGURÐUR KARLSSON Sagði af sér sem varaformaður Leikfélags Reykjavíkur í þeim tilgangi að fá formanninn með sér á brott og koma hlutlausum aðila að.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.