Fréttablaðið - 07.07.2003, Síða 8

Fréttablaðið - 07.07.2003, Síða 8
Siglfirðingar ganga um bæinnsinn í dag með sorgarbönd á arminum. Gatið í fjallið, sem fram- bjóðendur stjórnarflokkanna höfðu lofað fyrir kosn- ingar, verður ekki borað. Hug- myndin er að bjóða verkið aft- ur út stuttu fyrir næstu kosningar ef það má verða til að hvetja Sigl- firðinga til að kjósa aftur rétt. En það er ekki víst að Siglfirðingar láti gabba sig tvisvar með sama gatinu. Þeir eru mjög reiðir í dag. En það getur ver- ið erfitt að vera reiður í heilan dag, hvað þá allar þær vikur, mánuði og ár sem eru fram til næstu kosninga. Siglfirðingar segja að frambjóð- endur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafi lofað gatinu. Ef þeir kysu þessa flokka fengju þeir gatið. En ef þeir kysu eitthvað ann- að kæmi ekkert gat. Tilboðið gæti hafa hljómað svona: Kjósið fyrst og fáið gatið svo. Og Siglfirðingar segj- ast hafa staðið við sitt – kosið rétt – og eru því að vonum svekktir. Það er auðvitað auðvelt að vera vitur eftir á og halda því fram að Siglfirðingar hefðu átt að svara til- boðinu með gagntilboði: Komið fyrst með gatið og síðan kjósum við rétt. En niðurstaðan hefði líklega orðið sú sama. Frambjóðendurnir hefðu ekki þorað að taka sjensinn á því að Siglfirðingar væru búnir að gleyma loforðinu þegar gatið væri komið; að þeir fengju gatið en gleymdu að kjósa rétt. Frambjóð- endur hefðu því líklega farið með loforðið um gatið í aðra sveit og reynt að hala inn atkvæði á það þar. Af gatinu á Siglufirði má draga þá ályktun að göt og atkvæði fara illa saman. Sá sem lofar gati fyrir atkvæði svíkur gatið um leið og hann hefur fengið atkvæðið. Og sá sem fær gatið er vís til að svíkja at- kvæðið. Þetta er því pattstaða. Hugsanleg lausn væri að bora hálft gat áður en kosið er – jafnvel að hafa kjördeild inni í fjallinu. En þá gætu frambjóðendur svikist um að klára að bora gatið og þetta hálfa gat væri ævarandi minnismerki um ginkeypta kjósandann. Önnur lausn væri að veita kjósendum rétt til skilyrtra atkvæða. Þau yrðu þá opn- uð að ákveðnum forsendum gengn- um. Fyrst yrði kosið, síðan borað og þá loks atkvæðin talin. En þar sem Siglfirðingar þurfa bara eitt gat gætu þeir gabbað frambjóðendur og kosið vitlaust eftir sem áður. Eins og menn sjá er það snúið mál þegar engin önnur rök eru fyr- ir götum en atkvæði á rétta flokka. Og það er líklega ástæða þess að ekkert er gatið á milli Siglufjarðar og Eyjafjarðar. ■ Ásthildur Helgadóttir, fyrirliðiKR og íslenska kvennalandsliðs- ins í knattspyrnu, er án efa einn besti knattspyrnumaður landsins í flokki kvenna. Í síðasta mánuði náði hún því takmarki að setja nýtt leikja- met með íslenska kvennalandsliðinu þegar hún lék sinn 52. landsleik gegn Ungverjum. Ásthildur vakti fyrst á sér athygli 16 ára gömul árið 1991 þegar hún lék með Breiðabliki. Það sama ár varð liðið Íslandsmeistari. Formlega hófst knattspyrnuferill Ásthildar þegar hún 10 ára að aldri byrjaði að æfa með Breiðabliki. Í dag er hún 27 ára og hefur því leikið knattspyrnu í tæpa tvo áratugi. Ást- hildur hefur átta sinnum orðið Ís- landsmeistari, bæði með Breiðabliki og KR. Ásthildur hefur unnið marga persónulega sigra. Árið 1992 var hún kjörinn efnilegasti leikmaður ársins í knattspyrnu. Fjórum árum síðar var Ásthildur kjörin besti leik- maður ársins og aftur árið 2002. Það sama ár var hún kjörinn Íþrótta- maður Reykjavíkur. Ásthildur varð markahæst íslenskra knattspyrnu- kvenna árið 1996 og aftur árið 2002 ásamt Olgu Færseth. Ásthildur stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík. Árið 1997 lá leið hennar til Bandaríkj- anna þar sem hún stundaði nám í byggingaverkfræði við Vanderbilt- háskólann í fjögur ár. Ásthildur hlaut til þess fullan háskólastyrk fyrir að leika knattspyrnu fyrir hönd skólans. Eftir fyrsta keppnis- tímabilið þar ytra var hún valin í nýliðalið ársins yfir allt landið eða „All-American“. Ásthildur hefur staðið sig firnavel það sem af er knattspyrnutímabilsins og þykir ekki ólíklegt að hún hreppi enn á ný titilinn knattspyrnumaður ársins í kvennaknattspyrnu. ■ GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um loforð og göt í fjöllum. 8 7. júlí 2003 MÁNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 ■ Bréf til blaðsins „Af gatinu á Siglufirði má draga þá ályktun að göt og at- kvæði fara illa saman. Afrekskona í leik og starfi ■ Af NetinuEngra upplýsinga krafist „Fyrir kosningar var ekki neinn þrýstingur frá Samfylkingunni í þá veru að krefjast upplýsinga um stöðu mála í samskiptum ríkisstjórna Íslands og Banda- ríkjanna um varnarmálin.“ BJÖRN BJARNASON Á VEF SÍNUM, BJORN.IS. Til þess sem síst skyldi „Ljóst er að skattalækkun sem hagnast þeim sem hafa mestan hvata til þess að eyða getur gefið góða raun í niðursveiflu. En skattalækkanir Bush hafa ein- mitt gagnast þeim minnst og þar af leiðandi er fátt í dag sem gef- ur til kynna að þær munu örva hagvöxt, að minnsta kosti ekki til skemmri tíma.“ ÖRN ARNARSON Á DEIGLAN.COM Vélorf notuð meira en góðu hófi gegnir Kópavogsbúi skrifar Íslenskt sumar er dásamlegt.Veðrið er auðvitað misjafnt en björt sumarkvöld og nætur eru heillandi. Og ekki er mýbitið að hrjá okkur. Geitungaplágan er hvimleið en tiltölulega léttvæg. Önnur plága hefur farið að fylgja sumarkomunni á undan- förnum árum. Kannski léttvæg en þó hvimleið. Það er vélorfa- plágan. Þegar sumarfríið er byrjað og maður er heima hjá sér í rólegheitum, kannski að leyfa sér að sofa aðeins fram eft- ir af því að sumarnóttin var svo fögur, þá upphefst allt í einu ær- andi hávaði fyrir utan gluggann. Vélorfahersveitin er mætt. Vélorfin eru ansi hagkvæm verkfæri þegar þarf að snyrta grasbletti þar sem ekki er hægt að koma öðrum verkfærum við. En þau eru skelfilega hávær og hljóðið frá þeim auk þess mjög óþægilegt. Þess vegna hef ég oft undrast óhóflega og tillitslausa notkun þeirra. Væri nú ekki hægt að bíða svona framundir hádegi með að nota þau í íbúa- hverfum? Svo er náttúrulega hitt: Er allur þessi sláttur lið- langt sumarið nauðsynlegur? Má bara ekki leyfa sóleyjunum að njóta sín? ■ Sólin Maðurinn Engu er líkara en að Landsvirkj-unarmönnum sé í mun að sann- færa þjóðina um að þeir standi aldrei við gerða samninga. Eða hvernig á maður að skilja áform Landsvirkjunar um að hækka Laxárstíflu og búa til nýtt inntakslón og rjúfa þar með fræg- ustu samninga sína frá árinu 1974 um að ekki yrði um frekari breyt- ingar að ræða á farvegi og rennsli Laxár? Hvers vegna ætla þeir að krukka í einmitt þetta svæði sem nýtur hámarksverndar samkvæmt lagabókstafnum? Er það til að sigra í Laxárdeilunni um síðir? Landsvirkjun sækir nú fram á tveimur vígstöðum, þar sem fyrir- tækið þurfti að lúta í lægra haldi á sínum tíma – í Þjórsárverum og Laxá. Er það tilviljun? Eða er fyrir- tækið svona sigrihrósandi eftir að hafa haft sitt í gegn á Austurlandi? Á nú að láta kné fylgja kviði gagn- vart náttúruverndarfólki á Íslandi og ráðast til atlögu við öll þau svæði sem friðhelg hafa verið til þessa? Nú megum við allt. Annaðhvort stendur fyrirtækinu hjartanlega á sama um orðspor sitt eða þá að fyrirtækið sækist beinlín- is eftir því orðspori að ekki sé að marka loforð þess og það gangi markvisst á öll sín heit. Það hafi sitt fram að lokum, hvað sem líði samn- ingum. Sé þetta ríkjandi andrúms- loft innan fyrirtækisins þá ber eig- endum þess og yfirmönnum að grípa í taumana og reyna að róa hina virkjanaóðu starfsmenn og koma þeim í skilning um að þjóðin og náttúran á ekki að gegna þjón- ustuhlutverki við þetta fyrirtæki, heldur er því öfugt farið: það á að heita í þjónustu okkar. Táknrænt gildi Laxár Þar sem venjulegt fólk sér nátt- úrugersemi, sér Landsvirkjun virkjanakost. Er ástæða til að trúa fyrirtækinu þegar það fellst með semingi á að þyrma Dettifossi? Eins og við munum þá var Lang Stærsti Draumurinn innan Landsvirkjunar ævinlega sá að virkja allar jökul- árnar norðan Vatnajökuls. Mikið er í húfi að náttúruvernd- arsjónarmið ráði för á Laxársvæð- inu. Þarna er eitt auðugasta lífríki í straumvatni á Íslandi, þarna eru varpstöðvar ýmissa fugla sem hvergi verpa annars staðar, þarna er einstakt fuglalíf á heimsvísu. Það er því ekki að undra að Lax- ársvæðið skuli njóta mikillar vernd- ar samkvæmt lagabókstafnum og raunar vandséð að löggjafinn hafi sýnt öðru svæði á Íslandi viðlíka umhyggju - í orði. Í lögum um vernd Mývatns og Laxár frá árinu 1974 segir beinlínis um vatnasvið Laxár að breytingar á hæð vatnsborðs stöðuvatna og rennsli straumvatna séu óheimilar nema til verndunar og ræktunar þeirra, enda komi til sérstakt leyfi Umhverfisstofnunar. Íslendingar hafa tilnefnt þetta svæði, Laxár- og Mývatnssvæðið sem RAMSAR-svæði, það er að segja votlendissvæði á heimsvísu sem sérstaklega er friðlýst vegna einstaks fuglalífs, en stjórnvöld sem undirgangast RAMSAR-sátt- málann skuldbinda sig til að vernda slík svæði sérstaklega fyrir öllu raski. Eins og við þekkjum virðist Landsvirkjun vera alveg sérstak- lega uppsigað við svæði sem njóta eiga verndar þessa sáttmála, sam- anber síendurteknar atlögur fyrir- tækisins að Þjórsárverum. Og hvernig hyggst svo fyrirtæk- ið ná fram áformum sínum um stækkun Laxárvirkjunar, í blóra við samkomulagið frá 1974? Það er með kunnuglegum aðferðum: hót- unum. Þeir segja nánast: Ef við fáum ekki að stækka að vild, þá bara förum við og þið getið bjargað ykkur sjálf um rafmagn og þið haf- ið engar frekari tekjur af Laxár- virkjun. Enn virðast starfsmenn stofnunarinnar hafa gleymt sér í ákafanum – gleymt því að lögbund- ið hlutverk Landsvirkjunar er að sjá þessum landshluta fyrir orku en ekki að hóta íbúum þar með orku- skorti fái þeir ekki að virkja að vild. Fyrir utan það að stefna að síðbún- um „sigri“ í Laxárdeilunni virðist aukin arðsemi einkum vaka fyrir Landsvirkjun en ekki hefur þó komið fram að tap hafi nokkurn tíma verið á Laxárvirkjun. Arðsemi? Slíkt hefur hingað til ekki verið virkjanasinnum á Íslandi efst í huga, að minnsta kosti hefur ekki verið sýnt fram á arðsemi Kárahnjúkavirkjunar. En sé það nú raunin með Laxárvirkjun að hún skili Landsvirkjun ekki nægjanleg- um arði - þá má það vera augljóst að náttúruverndarsjónarmið vegi margfalt þyngra. Svo þungt að mað- ur undrast satt að segja sálará- standið í Landsvirkjun að verið sé yfirleitt að ræða þetta - þar hlýtur að ráða táknrænt gildi Laxár. ■ Um daginnog veginn GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ■ skrifar um náttúru- vernd og starfsaðferð- ir Landsvirkjunar Mín skoðun Ný LaxárdeilaGötótt loforð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.