Fréttablaðið - 07.07.2003, Síða 12

Fréttablaðið - 07.07.2003, Síða 12
Miðsumarsnætur á Íslandi hafareynst mörgum erfiðar. Mörgum finnst erfitt að leggjast til svefns í sól- skini, ekki síst útlendingum sem hér dvelja. Við því er það einfalda ráð að byrgja gluggana en margir virðast hafa hugað að því í sumar. Anna Hall- dórsdóttir í Z-brautum og gluggatjöld- um segir að þar séu til myrkvunartjöld í mörgum litum. Þau er hægt að fá eft- ir máli og segir Anna þau ekki dýr. „Þau einangra alveg birtuna úti og hafa selst mjög mikið í sumar,“ segir hún. Anna bendir á að það sé alls ekki bund- ið við sumarið að nota þessi tjöld því þau einangri einnig frá kulda. Ikea gaf þær upplýsingar að þar væru til tjöld sem byrgðu myrkur allt frá innan við einn metra að breidd upp í tvo metra en stærðin hleypur á 20 cm. Þau eru til í þremur ljósum litum. ■ heimili o.fl. V i k u l e g u r b l a ð a u k i F r é t t a b l a ð s i n s u m h ú s o g g a r ð a Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: heimili@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Þjónustuauglýsingar: Gula línan, sími 580 8090 – netfang: auglysingar@gulalinan.is. Miðsumarsnæturnar mörgum erfiðar: Mikil eftirspurn eftir myrkvunartjöldum Þuríður Þórðardóttir er antiksafnariog kann því vel að hafa notalegt í kringum sig. Hún rekur lítið gistihús við Skólabrú í hjarta Reykjavíkur og býr einnig í húsinu. Svefnherbergið hennar er á efri hæð hússins, lítið og mjög aðlaðandi. „Ég var ung þegar ég fór að safna að mér antik þótt ég hefði ekkert pláss fyrir allt það sem ég sankaði að mér. Nú kemur það sér vel því húsið við Skólabrú býður svo sannarlega upp á þá muni núna,“ segir Þuríður. Í loftinu eru fallegir bitar sem setja mikinn svip á herbergið. Rúmið er frá 1860 og er stórt og mikið en það keypti hún í Englandi og flutti með sér heim. Dýnuna fékk hún hérna heima og þurfti miklar tilfæringar við að koma henni inn í herbergið. Gólfið er með upphaflegaum gólfborðum sem unnar hafa verið upp og pússaðar. „Það er yndislegt að vakna hérna á morgnanna við götusóparann, klukk- urnar í Dómkirkjunni og þau hljóð sem minna á nýjan dag. Helst vil ég ekkert fara frammúr, það er svo un- aðslegt að liggja svona í rúminu og fylgjast með hvernig borgin vaknar eftir nætursvefninn.“ Rúmteppið keypti Þuríður í Portú- gal fyrir nokkrum árum og alla púð- ana sem eru á rúminu hefur hún feng- ið héðan og þaðan. „Ég er eldsnögg að búa um með öllum púðunum. Það kemst upp í vana,“ segir hún. Maríustyttuna í glugganum keypti hún á Ítalíu og dröslaðist með heim eins og svo marga aðra hluti sem hún hefur fundið í útlöndum og ekki stað- ist. „Mér líður vel með hana þarna fyrir ofan mig,“ segir hún. Hún segir húsið hafa góða sál og gott að búa í því enda orðið tæplega hundrað ára og þar hafi margir átt heima fyrir. „Það hafa án efa verið góð- ar manneskjur því ég finn ekkert nema góðan anda hér,“ segir Þuríður. ■ Gott að vakna við götusóparann GISTIHEIMILIÐ SKÓLABRÚ Ólafur Þorsteinsson læknir byggði húsið árið 1912 í kálgarði Lækjarkots, heimili foreldra sinna. Húsið teiknaði Rögnvaldur Ólafsson arkitekt. EITT HERBERGJA GISTIHEIMILISINS Skólabrú er mjög fallegt og hlýlegt gistiheimili. Í öllum herbergjum eru antikhúsgögn sem Þuríður hefur keypt héðan og þaðan. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Þuríður Þórðardóttir býr í hjarta bæjarins. Hún á fallegt svefnherbergi undir súð og sefur í tæplega hundrað ára gömlu rúmi. ÞURÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR Hún hefur mikið dálæti á antikmunum og hefur innrétt- að svefnherbergi sitt mjög notalega og skemmtilega. ERFITT AÐ SOFA Ef ekkert gengur þá er ekki annað að gera en taka upp álpappírinn og byrgja gluggann. Það er ekki fallegt en getur bjargað deginum. þar sem tryggingar snúast um fólk Hringdu í síma 560 5000 og fáðu sendan bækling um fjölskylduvernd VÍS. Vátryggingafélag Íslands, Ármúla 3, 108 Reykjavík, www.vis.is Hvernig röðum við sam an tryggingunum okkar? Mars 2003 Fjölskylduver nd VÍS Fplús – víðtæka fjölskyldutryggingin tryggir bæði heimilinu og fjölskyldunni þá vernd sem þú gerir kröfu um – og veitir þér alla afslætti strax F í t o n / S Í A F I 0 0 7 3 4 5

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.